Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Síða 1

Vikublaðið - 10.06.1994, Síða 1
Ungt fólk og Reykjavíkurlistinn Unga fólkið fylkti sér um R- listann. Það hefur fæst áhuga á að starfa í gömlu flokkunum. Ingibjörg Stefánsdóttir út- skýrir málið. Bls. 5 REYKJAVÍKUR LISTINN Krafa um nýjan flokk Á fundi Birtingar með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur kom ffam eindregin ósk um að stofnuð yrðu samtök um Reykjavíkurlistann. Bls. 4 Helga og máttugu meyjarnar Bergþór Bjarnason ræðir við Helgu Kress um bók hennar, kvennafræði og karlveldi, Sverrismálið og margt fleira. Bls. 8-9 22. tbl. 3. árg. 10. júní 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Reykjavík- urflstinn fær lykla- völdin á mánudag Aukafundur verður haldinn í borgarstjóm Reykjavíkur mánudaginn 13. júní og hefst hann kl. 17. Um leið gerist það sem meirihluti reykvískra kjós- enda bað um; Reykjavíkurlistinn tekur formlega við lyklavöldunum í boginni en Sjálfstæðisflokkurinn fær það vanþakkláta hlutverk að vera í minnihluta. Á fundinum verður kjörið í helstu embætti; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjörin borgarstjóri og Sigrún Magn- úsdóttir forseti borgarstjórnar, auk tveggja varaforseta og skrifara. Á reglulegum fundi borgarstjórnar fimmtudaginn 16. júní er síðan að vænta kjörs í nefhdir, stjórnir og ráð borgarinnar en síðustu daga hafa efstu menn Reykjavíkurlistans unnið í því að manna nefndirnar, sem eru fjöl- margar. Meðal þess sem frágengið er er að Guðrún Ágústsdóttir verður for- maður borgarráðs. Guðrún Ágústsdóttir segir að vel gangi að undirbúa valdaskiptin. „Þrettándi júní verður merkisdagur í sögu bogarinnar. Það mega engir veikir hlekkir verða í okkar samstarfi og það er siðferðileg skylda okkar að bregðast ekki vonum kjósenda. Engin teikn eru á lofti um deilur þótt slúður hafi birst um hið gagnstæða. Það hef- ur enginn skuggi fallið á samstöðuna," segir Guðrún. Alþýðu- bandalagið víða í forystu Af 36 stærstu þéttbýlisstöð- um landsins, kaupstöðun- um 30 og 6 stærstu kauptúnum (þar sem greidd atkvæði voru fleiri en 500) er Alþýðubanda- lagið nú aðili að 13 meirihlut- um en var aðili að 10 á síðasta kjörtímabili. Af þessum 13 stöðum bauð Al- þýðubandalagið fram undir eigin ; bókstaf á 10 stöðum; í Mosfells- bæ, á Húsavík, Grundarfirði, í 5 Neskaupstað, á Eskifirði, í Hafh- j arfirði, á Akranesi, Egilsstöðum, ' Vopnafirði og í Snæfellsbæ. Al- I þýðubandalagið stóð að sameig- í j inlegu framboði á þremur þessara staða; í Reykjavík, á Dalvík og Selfossi. Þá er alþýðubandalags- fólk að finna á þremur óháðum listum sem allir eru í meirihluta; í Vesturbyggð, á Siglufirði og í Hornafjarðarbæ. Á þremur stöðum er Alþýðu- bandalagið ekki lengur í meiri- hlutasamstarfi; á Isafirði, í Hvera- gerði og á Akureyri. Sjá nánar umfjöllun á bls. 3. Alþýðubandalagið í meirihluta í Hafnarfirði „Vona að þessi erfiða fæðing skili heilbrigðu og hraustu barni,“ segir Magnús Jón Árna- son,verðandi bæjarstjóri Hafnaríjarðar. Kratar óhressir með að missa völdin: Kjósendur voru blekktir, segir Tryggvi Harðarsson, fráfarandi formaður bæjarráðs Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa tekið saman höndum um myndun meirihluta í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar. Magnús Jón Amason, Al- þýðubandalagi, verður bæjarstjóri og endurspeglar það góðan kosn- ingasigur G-listans í nýafstöðnum bæjarstjómarkosningum þar sem tveir menn Iistans náðu kjöri, Magnús Jón og Lúðvík Geirsson. Að sögn Magnúsar Jóns, verðandi bæjarstjóra, var það erfið fæðing að mynda meirihlutann. „En ég vona að þessi erfiða fæðing skili heilbrigðu og hraustu barni og hefðum við reyndar ekki farið út í þetta nema hafa fulla trú á að það gæti gengið. I okkar huga var undirstrikað að samstarfið yrði byggt á jafnræði, trúnaði og heilindum og það mun ganga eftir,“ segir Magnús Jón. Bæjarstjórinn verðandi segip að það séu atvinnumálin sem brenni heitast á Hafnfirðingum eins og svo víða um landið. „Atvinnulífið er grundvöllur- inn undir öllu öðru hér en ég segi annars eins og í kosningabaráttunni að það er þrennt sem verður að huga að; að allir geti framfleytt sér og sín- um, að allir hafi þak yfir höfuðið og að allir séu vissir um öryggi barna sinna. Hvað annað varðar blasir við að það þarf að taka vel á fjármálum bæjarins. Það hefur átt sér stað mikil uppbygg- ing í bænum og margt vel gert en skuldirnar eru orðnar of miklar. Við viljum taka á þessum skuldum því að forsenda áframhaldandi uppbygging- Hinn nýi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Magnús Jón Árnason, við dyr ráðhússins. ,,At- vinnulífið er grundvöllurinn undir öllu öðru hér en ég segi annars eins og í kosninga- baráttunni að það er þrennt sem verður að huga að; að allir geti framfleytt sér og sínum, að allir hafi þak yfir höfuðið og að allir séu vissir um öryggi barna sinna." Guðmundur Árni og Össur í stað Jóhönnu og Jóns? Formannsslagurinn í Alþýðu- flokknuin veldur slíkri van- líðan hjá óbreyttum flokks- mönnum að þeir telja margir hverjir farsælast að sniðganga bæði Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðlierra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Meðal flokksmanna er rædd sú hugmynd að skipta bæði Jóni Baldvin og Jóhönnu út. Með því að endurnýja forystuna á róttækan hátt telja menn að möguleiki sé á því að flokkurinn fái nýtt yfirbragð. Nöfn þeirra Guð- mundar Árna Stefánssonar heilbrigð- isráðherra og Ossurar Skarphéðins- sonar umhverfisráðherra eru í um- ræðunni manna á meðal. Össur Skarphéðinsson hefur látið það leka út að hann kynni að hafa áhuga á varaformannsembættinu og með sögunni er látið fylgja að hann styðji Jón Baldvin til áframhaldandi formennsku. Össur hefur hingað til verið talinn til þeirra sein hallir eru úndir pólitísk sjónarmið Jóhönnu. Guðmundur Arni Stefánsson var sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar mjög gagnrýninn á forystu Jóns Baldvins en eftir að Guðmundur varð ráðherra hefur minna borið á gagnrýninni. Guðmundur Árni hefur ekkert viljað gefa upp um afstöðu sína til for- mannsslagsins í Alþýðuflokknum. Hvert stefnir hugur Guðmundar Árna? ar er að fjármálin séu í iagi,“ segir Magnús Jón. 1 samkomulagi flokkanna er ffá því gengið að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta bæjarstjórnar og formann bæj- arráðs. Magnús Jón sagði aðspurður að fréttir DV og Stöðvar 2 um ýmis embætti væru hreinar rangfærslur, svo sem um embætti aðstoðarbæjarstjóra og upplýsingafulltrúa en því var hald- ið fram að Lúðvík Geirsson hefði sóst eftir slíkum embættum. Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði eru að vonum óhressir með að missa völdin í bænum og segist Tryggvi Harðarsson, fráfarandi formaður bæj- arráðs, óttast að átta ára framfaraskeið sé á enda. „Miðað við gang samninga- viðræðnanna milli Ihalds og komma er ég ekki bjartsýnn á framhaldið. Þeim tókst að ifysta sig saman og það hefur reyndar komið ffani hjá Jóhanni Bergþórssyni að þetta hafi verið ffá- gcngið fyrir kosningar. Miðað við þær yfirlýsingar hafa þessir flokkar biekkt kjósendur. Mér sýnist þetta koma ber- lega í ljós með því að samningavið- ræðurnar snerust fyrst og fremst um embætti og stöðuveitingar en ekki málefni," segir Tryggvi. Kristín Árna aðstoðarmaður borgarstjóra AUt bendir til þess að á næstu dögum verði gengið frá ráðningu Kristínar A. Ama- dóttur sem pólitísks aðstoðar- manns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra en þær hafa verið samstarfskonur til langs tíma. Kristín átti sæti á Reykjavíkur- listanum og hefur verið deildar- stjóri alþjóðadeildar Háskóla Is- lands síðastliðin þrjú ár. Hún er 37 ára og er með BA-próf í ensku og fjölmiðlaffæðum. Kristín er Breiðhyltingur og þriggja barna tnóðir en eiginmaður hennar er Valur Harðarson. Þess má geta að Kristín er syst- ir Halldórs Árnasonar, aðstoðar- rnanns Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra, og Guðmund- ar Árnasonar, deildarstjóra í for- sætisráðuneyti Davíðs Oddsson- ar. Þá er systir Kristínar Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Islands, og bróðir hennar Björn Árnason, fram- kvæmdastjóri Brimrúnar.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.