Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 Það er alltaf gaman að koma heim eftirlanga dvöl í útlöndum og að samaskapi er það alltaf dáldið fróðlegt.Fyrstu dagana eftir að komuna til landsins er maður staddur í nokkurs konar limbói, sem helgast ekki aðeins af flugþreytu og tímaruglingi, heldur af nokkurs konar þjóðarsál- fræðilegu endurhæfingarferli. Það er ekki bara tímamismun- urinn sem maður þarf að ná upp, heldur einnig púlsinn á þjóðarsálinni og ákveðin samlögun við daglegt líf og hugarfar á Íslandi með öllum sínum kvistum. Það er einmitt í þessu ástandi sem maður upplifir heimaslóðirnar með ögn annarlegum keim, finnst allt í einu furðanlega bjart á kvöldin, heyrir heimóttartóninn í dæg- urumræðunni skýrar en áður, fær ofbirtu í augun yfir tískuvitund hins almenna borg- arbúa og horfir furðu lostinn á alla bólgnu jeppana í kringum sig. En það er bara rétt á meðan maður er ennþá með andrúmsloftið úr þeim menningarheimi sem maður var að koma úr í nösunum að maður veitir þessum hlutum yfirleitt athygli, fljótlega er maður orðinn samlagaður á ný. Við komuna til landsins í þetta sinnið lenti ég t.d. inni í miðju Evróvisjón-æði, og þar sem of seint var fyrir mig að reyna að komast í sambæristleg ástand var lítið annað að gera en að horfa upp á yfirtöku gleðibanka- syndrómsins eins og allsgáð manneskja í sí- fellt drukknara samkvæmi. Ég hafði ekki einu sinni heyrt „If I had your love“, hvað þá fengið tækifæri til að sannfæra sjálfa mig um að þar væri snilldarverk á ferð sem sýndi að við Ís- lendingar stæðum jafnfætis ef ekki framar öðrum þjóðum á hvaða sviði sem er. Eftir því sem nær dró undankeppninni æstist leikurinn og gat ég ekki heyrt betur en að lagið góða væri bara dæmigert Júróvisjóngaul að keppa við önnur sambærileg lög. Ég gat því ekki tek- ið undir að það ætti að tjarga og fiðra hönn- uðinn sem bar ábyrgð á álfabúningnum henn- ar Selmu, eða hvort það næðist að byggja tónlistarhöll áður en við þyrftum að halda keppnina að ári. Og þegar reiðarslagið dundi yfir og hinn grimmi veruleiki hins nýja „balk- anvisjón“ dæmdi snillingana okkar úr leik tók hjartað ekki einu sinni kipp. Það sem verra er amerísku menningargleraugun voru einhvern veginn ennþá föst á mér og gat ég ekki horft á útsendinguna án þess að detta alltaf í hug grínatriði sem maður sér í gamanþáttunum „Saturday Night Live“, þar sem gert er stólpagrín að evrópskum poppþáttum: Ensk- an er sungin með „hreim“ og einhver óútskýr- anlegur hallærisbragur, eitthvert undarlegt þjóðerniskitsch, hindrar eðlilegt flæðið í ann- ars faglegri poppframleiðslunni. Þjóðarvitund er merkileg fyrirbæri, ekki síst vegna þess að hún mótast af tilraun til að hefja sig yfir og aðgreina sig frá öðrum þjóð- um en um leið að ganga í augun á þeim. Við- urkenningin hlýst ekki án sjónarhorns að- komumannsins og verða örlög jaðraðra þjóða því gjarnan þau að reyna stöðugt að þóknast hinum ímyndaða innbyggða túrista. Þetta getur leitt af sér mjög ýkta hegðun í kringum landkynningartækifæri hvers konar og verður myndbandið sem við Íslendingar settum saman fyrir Ópru Winfrey í flutningi Þórunnar Lárusdóttur á dögunum að teljast í firrtara lagi hvað landkynningarkappsemi varðar. Það hversu vandlega við nýttum þær mínútur sem þátturinn gaf okkur til að aug- lýsa landið var reyndar með ólíkindum: Allar hliðar túristaímyndarinnar komust að í nett- um pakka: Eldur, ís, heilsulind, næturlífið og konurnar sem við Íslendingar erum svo þekktir fyrir (hljómar eins og eitthvað sem framleitt er samhliða roðveskjum og ull- arsjölum). Eins og æfar konur búsettar í Bandaríkj- unum sem skrifuðu í blöðin skömmu eftir út- sendingu þáttarins bentu á var augnaráð túr- istans sem beindist að íslensku konunum sem fram komu í þætti Ópru heldur ráðríkt og hlaðið gildismati úr þeirri átt sem það barst. Bandaríkjamenn eru vanir mun meiri tví- skinnungi varðandi allt sem viðkemur kynlífi og tilraun Svanhildar Hólm Valsdóttur til að bera fram tæpitungulausa sýn á kynferðisleg viðhorf á Íslandi var dæmd til að brenglast undir útsmognu augnaráði Ópru. Satt best að segja held ég að það hafi hlakkað í þátta- stjórnendum þegar þeir skoðuðu efnið sem þeir höfðu náð út úr grandalausum viðmæl- endunum sem gengu svo glaðbeittir og sjálf- viljugir inn í þá klisjukenndu og ögrandi mynd sem þátturinn vildi draga upp af landinu. Hlutur Íslands var a.m.k. langfyrirferð- armestur í þættinum sem helgaður var lifn- aðarháttum kvenna víða um heim og lyktaði af sérbandarískum hæfileika til þess að nálgast útlendinga með einhverri furðulegri blöndu af harðlokuðu hugarfari og yfirlýstri „forvitni“ um önnur menningarsamfélög. Viðtalsbrotin sem þeim tókst að ná í þar sem viðmælendur viðurkenndu að 15 ára stúlkur stunduðu jú margar hverjar kynlíf og að fólk færi heim saman eftir að hafa hist á bar, voru svo bita- stæð að mannlífsbrotin sem voru sýnd undir viðtölunum voru gerð óskýr líkt og um glæpa- fregnir væri að ræða. En við getum lært eitthvað af Ópru og því hvernig henni tókst að gera landkynningarár- áttu okkar að kræsilegu skemmtiefni í amer- ískan bullþátt. Alveg eins og það virðist eitt- hvað bogið við þá niðurstöðu Ópru að í samanburði við útlendar konur séu bandarísk- ar konur í raun þær frjálsustu og heppnustu í heimi er eitthvað þversagnakennt við þá sjálf- stæðisímynd sem íslenskar konur virðast í auknum mæli farnar að tileinka sér: Við vilj- um ólmar benda öðrum á hvað við séum frjáls- ar og sjálfstæðar en erum að sama skapi upp- teknar af útlitinu og því verkefni að fylla upp í þá stöðluðu kvenímynd sem verður sífellt við- teknari á alþjóðavísu. Í annarra augum Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Viðurkenningin hlýst ekki án sjónarhorns aðkomu-mannsins og verða örlög jaðraðra þjóða því gjarnan þau að reyna stöðugt að þóknast hinum ímyndaða inn- byggða túrista.‘ ÞÓ AÐ ég hafi vitað að í gær væri annar í hvítasunnu er alveg öruggt að það vissu afskaplega fáir af núverandi samferðamönnum mínum, Bandaríkjamönnum búsettum í New York. Það hefur jafnan verið svolítið skondið þegar ég hef í gegnum tíðina reynt að útskýra hvítasunnu- helgina fyrir fólki hér: „Yes you know, Whitsunday is when the church was established around 60 days after Jesus died“. Þið getið væntanlega líka rétt ímyndað ykkur hvað Banda- ríkjamenn verða síðan ringlaðir þegar ég bæti bæti við, „and yes, then on the Monday we also have a holiday in Iceland because it is the Whitmonday, the DAY AFTER the church was established“. En steininn tekur þó fyrst úr þegar kemur að því að útskýra uppstigningardag „well, that is of course the day when Jesus went to heaven after he died on the cross“, form- lega heitið er reyndar „resurrection day“, en það bætir skýringarnar ekkert mikið að nota rétta heitið á deginum því flestir hafa afskaplega litla þekkingu á þessum viðburðum sem við Íslendingar álítum svo merkilega að loka beri öllum vinnustöðum landsins. Það kann að koma Íslendingum á óvart sem jafnan fá fjölda frétta af trúarofstæki Bandaríkjamanna að hér í New York eru ótrúlega margir sem eru ekki eru aldir upp við neina trú eða e.t.v. eru kristnir að nafninu til en eru ekki fermdir eða neitt slíkt og vita lítið um helstu grunnatriði kristinnar trúar. Ég hef oft fengið frekar totryggið augnaráð frá fólki eftir lýsingu mína á þessum frí- dögum (svo er náttúrlega skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum og annar í jólum) og það spyr mig „so wait, I thought you said that Icelanders are NOT particularly religious?“ Já, það verður að segjast að stundum virkar þjóðin eins og hin mesta trúarþjóð ættuð úr miðju Bandaríkjanna. Hulda Þórisdóttir tíkin.is Frí í guðs nafni Morgunblaðið/Sverrir Sniglarnir og annað mótorhjólafólk fer á kreik á þessum árstíma, rétt eins og hverjir aðrir vorboðar. I Um síðustu helgi réðu dagar hinnar miklumyndlistarhátíðar um land allt, eins og glöggt sást á síðustu Lesbók. Þessa helgi stefndi hugur landsmanna í þá átt að annað þema réði ríkjum; hin árlega Evróvisjón helgi. Hætt er þó við að þannig hafi verið vegið að sjálfstrausti og þjóðarvitund landans vegna undanúrslitanna í fyrra- kvöld að minna verði um hefðbundnar Evróvisjón vökur í kvöld en oft áður, þegar Íslendingar hafa náð því að standa á sviðinu úrslitakvöldið. Uppákomur á borð við Evróvisjón eru vissulega verðugt rannsókn- arefni fyrir félagsfræðinga; það hvernig hægt er að virkja svo marga til áhorfs í einu yfir efni sem fæstum þykir bráðskemmtilegt vekur óneitanlega furðu. Fáir aðrir viðburðir aðrir en íþróttaviðburðir njóta slíkrar lýðhylli, svo væntanlega snýst þetta einungis og alfarið um keppnisanda. Eða ef til vill tilhneigingu nú- tímamannsins til þess að búa sér til „þemu“ af ýmsu tagi, er gefa hópeðlinu færi á að njóta sín innan ramma sem allir geta fellt sig við þótt það sé á ólíkum forsendum. II Njörður P. Njarðvík skrifar eftirtektar-verða grein í Lesbók í dag um tungumálið og þróun þess. Hann vísar til tungunnar sem hljóðfæris hugans, og bendir á að nauðsynlegt sé að þroska „tóneyra“ sitt í því sambandi. Af orðum Njarðar má vera ljóst að hann er síst á móti framþróun hvað tungumálið snertir – það sem hann er uggandi um varðar fremur fjölbreytileikann og hæfileika manna til að nýta tungumálið af næmi og skilningi. „Við hugsum meira að segja að miklu leyti í orðum,“ segir Njörður. „Við sjáum að vísu fyr- ir okkur myndir í huganum og getum miðlað þeim með því að draga upp mynd á blað eða striga, en í daglegum samskiptum eru orðin lifandi tjáning okkar. Og fá orð smækka sjálf- krafa hljómborð hugans. Tjáning hugsunar- innar verður fátæklegri, og fátækleg tjáning getur jafnvel valdið fátæklegri hugsun.“ Þetta er umhugsunarvert í heimi samtímans þar sem áreitið frá umhverfinu er afar eins- leitt hvað tjáningarmáta varðar og hvatning til að rífa sig frá klið síbyljunnar lítil. III Í gær var Glerlykillinn fyrir bestu nor-rænu glæpasöguna afhentur við hátíð- lega athöfn þeim Anders Roslund og Börge Hellström, en þeir koma frá Svíþjóð. Áhuga á glæpasögum má auðvitað rekja til áhuga manna á hliðstæðum þeirra í mannlegu sam- félagi; því ótrúlega drama sem verður til þegar einhver brýtur gegn viðteknum lögmálum og eða einstaklingum með þeim hætti að eftir er tekið. Morðmál á Íslandi vekja mikla athygli rétt eins og í öðrum löndum – og ef til vill meiri en víða vegna þess hve ættartengsl og kunn- ingsskapur er ríkjandi þáttur í fámennu sam- félagi. Í Lesbók í dag eru rifjuð upp örlög Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðs- sonar, sem hálshöggvin voru árið 1830 fyrir morðin á Illugastöðum. Af frásögninni má merkja hvernig margir urðu óviljugir þátttakendur í örlögum þeirra Agnesar og Friðriks, og fengu um það litlu ráðið. Jafnvel þótt langt sé um liðið vekur mál- ið allt upp sterkar tilfinningar – og þá ekki síð- ur vorkunnsemi og auðmýkt gagnvart örlög- um allra þeirra sem hlut áttu að máli. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ! Ógisslega skemmtilegt!!! Það er nýbúið að opna Listahátíð og í fyrsta sinn er höfuð- áherslan lögð á samtíma- myndlist. Það má vel leggja hina margumræddu heims- mælistiku við hátíðina, hún stenst hana með ágætum. Hún nær inn á öll helstu söfn og sýn- ingarstaði á landinu og stefnir saman listamönnum frá öllum heimshornum. Best gæti ég þó trúað að þessi hátíð sé ólík öðrum listahátíðum fyrir það hversu vítt hún teygir anga sína þrátt fyrir að vera ekki stærri en hún er. Og okkar fólk stendur sig afar vel. Hér eru margir sem hafa lengi beðið eftir svona innrás utan úr heimi. Það viðhorf hefur reyndar verið lífseigt að vegna þess að við búum á þessari blessuðu eyju í úthafinu þýði lítið fyrir okkur að ætla okkur stóra hluti í þeim landamæralausa heimi sem myndlistin er. Það þurfi ofurmannlegan viljastyrk og ótakmarkaða heppni fyrir íslenskan myndlistarmann til að ná þokkalegum árangri þar. Þetta er auðvitað úrelt viðhorf og afturhaldssamt. Við eigum að jarða þessa gömlu minnimátt- arkennd og horfa á þetta úr allt ann- arri átt. Við eigum að líta á það sem sjálfsagðan hlut að fólk um allan heim líti til Íslands og skoði þann hluta heimslistarstraumsins sem rennur um okkar garð og heimsæki okkur á sömu forsendum og menn heimsækja hverja aðra menningarþjóð. Eða hví skyldi Ís- land vera eitthvað síðri vettvangur fyr- ir alþjóðlega myndlist en önnur lönd? Ég bind vonir við að Listahátíð eigi eftir að opna augu sem flestra fyrir þeirri staðreynd að heimslistin getur vel fest rætur hér og að þess háttar kynblöndun yrði heimalistinni ein- göngu til upplyftingar og framdráttar. Já, þetta hljóta að vera spennandi tímar fyrir alla myndlistarmenn og áhugafólk um myndlist. Og marga aðra því menn þurfa ekki endilega að merkja sig með slíkum miðum til þess að gera sér ferð á þær myndlistarsýn- ingar sem boðið er upp á. Og fá heil- mikið út úr því. Burtséð frá því hvaða augum menn líta hátíðir og flug- eldasýningar þá hljóta allir að við- urkenna að stærri viðburður hefur aldrei skekið íslenskt myndlistarlíf. Ég hef samt nokkrar áhyggjur af að ég muni missa af sýningum sem eru utan seilingar fyrir okkur höfuðborg- arbúa. Ég skil reyndar ekkert í sumu. Til dæmis því að sýning þeirra Matthew Barney og Gabríelu Friðriks- dóttur í Listasafni Akureyrar skuli ekki fá að standa lengur en til 5. júní! Listahátíð lýkur reyndar þann dag en mér hefði þótt eðlilegra ef Listasafnið hefði leyft sýningunni að standa eitt- hvað lengur. Ég er áreiðanlega ekki ein um að sjá ekki fram á að geta farið norður fyrir þann tíma. Bara það eitt að sýningin hættir áður en skólum landsins lýkur er stór þröskuldur fyrir fólk eins og mig sem er með börn á skólaaldri. Það er ekki gott að æða af stað í hringferð um landið áður en börnin eru komin í sumarfrí. Og hvað með alla ,,almennu ferðamennina“ sem eru þá flestir ókomnir til landsins? Listahátíð er ekki bara ætluð blaða- mönnum og sérfræðingum. En helgin sem leið var fjörug og skemmtileg enda eru myndlistaropn- anir ekki eingöngu listrænir viðburðir. Félagslegi þátturinn er líka mjög mik- ilvægur. En nú þegar honum er að mestu lokið er um að gera að hafa sig allan við að njóta listarinnar og láta sem fæst fram hjá sér fara. Ógisslega skemmti- legt!!! Áslaug Thorlacius aslaug@ islandia.is Höfundur er myndlistarmaður, kennari og for- maður Sambands íslenskra myndlistarmanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.