Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 9 hljóðritunar en ekki voru allir sáttir við hana, t.a.m. var Thor Vilhjálmsson þeirrar skoðunar að útlitið stríddi við og ynni gegn innihaldinu. Þar kristallast ef til vill ólík viðhorf þeirra, sú skoðun að listin hafi innihald óháð ytra byrði og síðan sú að innihaldið felist í ytra byrðinu. Allt í rúst Það er ógerningur að fjalla um allar hinar mörgu hliðar sem list Dieters býr yfir í grein sem þessari en óhætt er að segja að mestöll list hans fjallar að einhverju marki um tímann, hverfulleika lífsins og birtingarmyndir hans í rotnun eða efnislegum umbreytingum. Án þess að vita það fyrir víst get mér þess til að upp- vöxtur á tímum seinni heimsstyrjaldar og eyði- legging sú sem henni fylgdi hafi haft óaft- urkallanleg áhrif á viðkvæman ungan mann með óhemju mikið ímyndunarafl. Ef til vill hafa hugmyndir hans um mannkynið verið sprengdar í tætlur eins og borgir Evrópu. Þessi hugmynd er sérlega áleitin þegar gengið er inn í innsetninguna sem kölluð er Stóra borðrústin, í kjallara Listasafns Íslands, sal eitt. Þess má geta að það borgar sig að fylgja salarnúmerum þegar sýningin er skoðuð, fylgja ásetningi sýningarstjóra. Stóra borð- rústin er eins og sprenging og mín upplifun var af ákaflega sárum harmi, ég minnist þess varla að hafa séð harmþrungnara verk. Hverf- ulleiki lífsins, grimmd og tilgangslaus eyðilegg- ing kallast á við litríkar uppsetningar, óskilj- anleg skrásetningarnúmar, ummerki daglegs lífs, gamlar átta mm myndir rúlla stútfullar af nostalgíu og þegar ég var að skoða heyrðist m.a. lagið Hey Jude. Það er mjög mikilvægt að áhorfandinn getur gengið um inni í verkinu, á milli pappakassa með alls kyns drasli, ótrú- legra samsetninga áhalda, málningardollna, tóla og tækja sem skapa hrauka og vegg- myndir sem orð fá tæpast lýst. Það er erfitt að fjalla um list Dieters án þess að velta mann- inum fyrir sér, návist hans er alls staðar og hann virðist hafa verið að einhverju leyti ör- væntingarfullur maður. Það er þó túlkun sem ef til vill veltur meira á áhorfandanum en verkinu sjálfu. Ómögulegt er annað en að verða fyrir mjög sterkum áhrifum af þessu verki sem um leið er lykill að hugsun og vinnu- aðferð sem miðaðist við að afhelga listina og tengja hana lífinu. Það má líkja þessu verki við óperu, svo dramatískt er það og ástríðufullt. Litrík grafík Áhorfandinn nær síðan að anda léttar við að skoða grafíkverkin í sal tvö sem sýna vinnuað- ferð listamannsins og hvernig ekkert í list hans er tilviljunum háð, að baki hverju verki liggur mikil vinna og endurtekning. Það var enda skoðun hans eins og fleiri hugmyndalista- manna að vinnuferlið sjálft ætti að vera sýni- legt og ekki minna vert en endanleg nið- urstaða. Dieter var mjög kraftmikill grafíker, vann verk sín af mikilli hugmyndaauðgi og sætti sig ekki við neitt hálfkák, ekki var hann hræddur við að nota óvenjulegar vinnuaðferðir og að því leyti var list hans afar frelsandi fyrir marga listamenn. Í bókinni Roth-Zeit sem gef- in var út í tilefni samnefndrar yfirlitssýningar segir af einu fyrsta grafíkverki hans sem er af- ar lýsandi fyrir síðari verk hans. Þá flatti hann út blikkdós, rispaði í hana andlitsmynd af sjálf- um sér, bar á hana lit og reyndi síðan að þrykkja mynd á pappír. Lyktin af listinni Salur þrjú inniheldur súkkulaðiverk og krydd- verk og lyktin þar er til vitnis. Eins og lykt frá liðnum tíma, undarleg og megn blanda. Verk úr súkkulaði, kryddi og sykri eru í stöðugri hægri umbreytingu, grafíkmyndir eru unnar með pressuðum banönum ofl. Hér er efnið hluti af innihaldinu, forgengileiki þess einhvers konar memento mori en það er í þessu húmor líka, afhelgun listarinnar gengur betur upp hér en í dramatík borðrústarinnar í kjallaranum. Það er síðan kannski dálítið óheppilegt að hafa bókarskúlptúrinn þar sem áhorfendur geta sest niður og valið sér bækur að skoða hér í þessum sal þar sem lyktin er svona ágeng. Ég hefði skoðað fleiri og gefið mér meiri tíma en flúði á endanum vegna lyktarinnar og sama gerðu fleiri í kringum mig. Ef til vill er þetta í anda Dieters og hugsað sem svo að ekki ætti að auðvelda áhorfandanum um of aðgengið. En Dieter sagði m.a. að lykt væri lykill að minn- inu og víst að lyktin er sterkur þáttur í þessu verki. Hún er greipt í minnið og er engu öðru lík, ekki vond, ekki góð, en áleitin. Síðasti sal- urinn á sýningunni er síðan aftur rólegri en þar er mikill fjöldi grafíkverka og einnig bæk- ur undir gleri. Flókinn persónuleiki Í allri umfjöllun um Dieter er vikið aftur og aftur að því hversu flókinn persónuleiki hann var. Það kemur einkar vel fram á þessari sýn- ingu þar sem skiptist á agi og skipulegt aga- leysi, hóf og taumleysi, skipulag og kaos. Þannig virðist líf hans hafa verið að einhverju leyti og því mjög flott að sjá það koma fram í framsetningu verka hans með þessum hætti. Listaverk Dieters Roth eru dálítið eins og lífið sjálft og öll nálgun við þau markast af því, það er augljóst að hann var barn síns tíma og vann verk sín í samræmi við stefnur og strauma í listum síðari hluta 20. aldar en um leið er persónuleg nálægð hans svo mikil að ómögulegt er að skoða list hans án þess að hann horfi yfir öxlina á manni. Sýningin í Listasafni Íslands gefur áhugaverða mynd af listamanninum og verkum hans og æsir um leið upp forvitni áhorfandans til að sjá meira, fjölbreytileika Hafnarhússins og agann og formfestuna í sal Orkuveitunnar. Björn Roth hefur unnið frábært starf við þessa uppsetn- ingu. Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Jim Smart sárum harmi, ég minnist þess varla að hafa séð harmþrungnara verk.“ SÝNING á verkum Dieter Roth í gallerí 100° í sal Orkuveitu Reykjavíkur samanstendur af verkum sem að mestu leyti eru frá fyrstu ár- um hans á Íslandi 1956-1965. Á þessum árum vann Dieter fyrir sér með ýmsum hætti, s.s. hönnunarstörfum, auglýsingateiknun, mód- elsmíði og skrúðgarðagerð. Meðfram þessum störfum vann hann eigin myndlist sem dreg- ur nokkurn dám af hinu starfinu, lifibrauð- inu, enda mjög tengd starfsemi og má m.a. sjá á sýningunni taumunstur og prentplötu fyrir silkiþrykk ásamt bókum og öðrum graf- ískum verkum. Mest ber á óhlutbundnum verkum í anda konkretlistarinnar og til- raunum með breytilega sjónskynjun hinna geometrísku forma í anda op-listarinnar. Það eru tilraunir sem einkenna list Dieters, ásamt því að leikgleði hans og forvitni á efni, formi, hreyfingu og ferli endurtekinna breyt- inga eru áberandi. Þessi verk eru útfærð á margan hátt, prentaðar arkir jafnt sem út- skornar settar í bækur bæði fyrir börn og fullorðna, klippimyndir og þrívíð verk. Fjög- ur stór hringverk, einskonar hjól eru á enda- vegg, listaverk sem eru gerð til að snúast, tvö þeirra eru þakin nöglum sem halda kúl- um sem færast til við hreyfingu og tvö eru oplistaverk þar sem þrjú mynstur á tré og glerskífum blandast saman á mismunandi hátt eftir því hvernig hjólið hreyfist. Á sýn- ingunni er skýrt tekið fram að ekki megi snerta verkin og verður áhorfandinn því af virkni þess ef fyrirmælum er hlítt. Á opn- uninni voru þó alltaf einhverjir sem sáu ekki bannað-að-snerta-miðann og sneru hjólunum. Það fer ekki á milli mála hversu miklu áhugaverðara er að sjá verkin á hreyfingu í stað þess að ímynda sér virknina, sérstaklega hina svarthvítu „snúnings-rastamynd“. Þetta vekur spurningar um hvort það sé eðlilegra að hreinlega endurgera sum verk sem fela í sér slíka virkni frekar en að sýna þau sem óvirkan forngrip, eða hvorttveggja. Þá gæti forngripurinn, frumgerðin, verið í glerkassa og eftirgerðin hefði það hlutverk að virkja áhorfandann og sjóngaldurinn í verkinu. Fyrrnefnd snúnings-rastamynd er tímasett frá 1960–1992 sem gefur til kynna að hún hafi verið endurgerð að einhverju leyti. Þrátt fyrir að forgengileiki og hrörnun sé vissulega stór þáttur í listsköpun Dieter Roth þá er manni spurn hvort það þurfi að líta svo á að sá þáttur sé grundvallaratriði allra verkanna á kostnað upprunalegu hugmyndarinnar og áhorfandans. „Ideograms“ er titill bóka sem innihalda formtilraunir, en í „stupidograms“ bókverkinu eru allar blaðsíðurnar eins, þar sem komma hefur verið prentuð í mörgum þéttum línum og skapar ákveðna grind þar sem gefnar eru hugmyndir um hvernig megi teikna form þar innaní og utan um kommurn- ar. Í tveimur teygjuverkum hafa naglar einn- ig verið negldir lóðrétt og lárétt á skipulegan hátt á plötu og gúmmíteygjur sem upp- runalega virðast hafa myndað mismunandi form í naglagrindinni; hefur líklega verið þrí- víddarútfærsla á svipaðri hugmynd og í „stupidograms“ þar sem hið lífræna og skap- andi finnur sér form og möguleika í hinu kerfisbundna og staðlaða. Teygjurnar í teygjumyndunum eru þó allar morknar og slitnar svo verkið hefur tekið á sig ásýnd forngrips og hugmyndafræði þess for- gengilega. „Gömul skemmd ófullgerð mynd“ er titill myndar sem er samansett með ljós- næmilagi á karton og götuðum plexigler- diskum í tréramma. Dæmigert verk í anda listamannsins sem undirstrikar ögrandi húm- or, léttúð og róttækni í útfærslu á annars rökfastri vitsmunalegri list. Rökræða, húmor og leikgleði Þóra Þórisdóttir MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík 100 ° Orkuveituhúsið Mánudaga til föstudaga, kl. 8.30 til 4, laugardaga 11 til 5. Stendur til 21. ágúst. Dieter Roth Morgunblaðið/Eyþór Dieter Roth; snúningsverk á vegg. „Á sýningunni er skýrt tekið fram að ekki megi snerta verkin og verður áhorfandinn því af virkni þess ef fyrirmælum er hlítt. Á opnuninni voru þó alltaf einhverjir sem sáu ekki bannað-að-snerta-miðann og sneru hjólunum. Það fer ekki á milli mála hversu miklu áhugaverðara er að sjá verkin á hreyfingu í stað þess að ímynda sér virknina, sérstaklega hina svarthvítu „snúnings-rastamynd“,“ segir í umsögninni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.