Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005
STÆRSTA sýning Listahátíðar í ár er sýning
á verkum Dieter Roth, (1930–1998). Eins og
fram hefur komið í umfjöllun um listamanninn
undanfarið er Dieter fæddur í Þýskalandi, var
búsettur í Sviss um tíma og síðar í Danmörku
þar sem hann kynntist konu sinni Sigríði
Björnsdóttur en þau hjónin eignuðust þrjú
börn, Karl, Björn og Veru. Dieter bjó hér-
lendis um tíma og dvaldi hér oft á síðari árum.
Það er Björn sem er sýningarstjóri sýning-
arinnar hér en hann var samstarfsmaður föður
síns í tvo áratugi og heldur áfram starfi hans
að honum fráföllnum.
Titill sýningarinnar er Lest og er hug-
myndin komin frá Dieter sjálfum. Hún kvikn-
aði við uppsetningu stórra sýninga á verkum
Dieters þegar hann líkti list sinni við lest á
ferð og sýningunum við stopp hennar á ýmsum
stöðum. Hann mæltist einnig til þess að ferð
lestarinnar yrði haldið áfram eftir að hann
væri fallinn frá og það framhald birtist m.a. í
tilvist hinnar svonefndu Dieter Roth akadem-
íu.
Í Reykjavík nemur lestin staðar á þremur
stöðum, í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur, í
Listasafni Íslands og í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi. Orkuveitan sýnir eldri verk Die-
ters unnin í geómetrískum stíl en hann lærði
grafíska hönnun og vann m.a. við hana. Hafn-
arhús sýnir allra handa verk eftir Dieter, graf-
ík, málverk, efnismyndir, þrívíðar lágmyndir
og skúlptúra. Þar sýnir einnig Dieter Roth
akademían og Boekie Woekie bókabúðin sem
selur bækur og bókverk listamanna og Dieter
tók þátt í. Listasafn Íslands sýnir magnaða
innsetningu í kjallara, Stóru borðrústina,
súkkulaði- og kryddverk, grafíkverk og bækur.
Í samræmi við þá fjölbreytni sem verk Dieters
búa yfir og þar sem um þrjár aðskildar sýn-
ingar er að ræða verður fjallað sérstaklega um
hverja fyrir sig, og hér einungis um sýninguna
í Listasafni Íslands.
Dieter á Íslandi
Dieter Roth er sérkennilegt fyrirbæri á Ís-
landi, hann var þekktur meðal listamanna á
sjöunda og áttunda áratugnum og hafði t.a.m.
mikil áhrif á SÚM-hóp áttunda áratugarins,
menn eins og Magnús Pálsson, Sigurð og
Kristján Guðmundssyni og fleiri. Almenningur
hefur hins vegar ekki kynnst verkum hans að
ráði fyrr en nú. Nokkuð er um að talað sé um
Dieter af að því er manni virðist nær blindri
aðdáun, víst er að ævistarf hans er mikið um-
fangs og hann kom alls staðar við í verkum
sínum. Hann hóf feril sinn með geómetrískum
verkum en á sjötta áratugnum urðu áhrif frá
franska hreyfilistamanninum Tinguely til þess
að hann braut upp verk sín og vinnuaðferðir
svo um munaði. Eftir það varð ekki aftur snú-
ið, lestin æddi af stað og eldsneyti hennar var
hvað sem fyrir varð, rusl, matur, dagblöð,
samstarf með öðrum, húsgögn, vinnustofan
sjálf, umhverfi daglegs lífs. Allt þetta magn af
hráefni varð að listaverkum í einni eða annarri
mynd, bókverkum, skúlptúrum og graf-
íkmyndum. Dieter skrifaði líka mikið af ljóðum
og líkur hafa verið leiddar að því að hann hafi
verið meira ljóðskáld en myndlistarmaður.
Hugsun hans er að mörgu leyti ljóðræn en um
leið er myndræn úrvinnsla það kraftmikil að
jafnvægi næst ætíð milli forms og innihalds ef
svo má segja, milli tungumáls og efnislegri
framsetningu verka. Dieter skrifaði um tíma
sína eigin stafsetningu sem miðaði við einfalda
hljóðritun, þannig er nafnið Diter Rot tilkomið.
Það er gaman að lesa setningar hans á þessari
„Dítersku“ og greinilegt að ástríða liggur að
baki. Hann gaf þetta þó upp á bátinn síðar. Án
efa hefur Laxness þekkt til þessarar
Sprenging
í kjallara
Listasafnsins
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Listasafn Íslands
Til 21. ágúst. Listasafn Íslands er opið frá
kl. 11–17 alla daga nema mánudaga.
Lest Blönduð tækni, Dieter Roth
Stóra borðrústin; verk Dieters Roths. „Stóra borðrústin er eins og sprenging og mín upplifun var af ákaflega s
ÞAÐ ER óhætt að segja að stór yfirlitssýn-
ing á verkum svissnesk-þýska listamannsins
Dieters Roth sé löngu tímabær hér á landi
og því vel við hæfi að umfangsmesta mynd-
listarhátíð sem um getur í sögu Íslands skuli
tileinkuð honum og verkum hans. Dieter
dvaldi hérlendis um alllangt skeið eða af og
til frá árunum 1957–1998 og er fyrir löngu
orðinn goðsögn á Íslandi. Stallurinn undir
honum orðinn ansi hár og fer hækkandi.
Hann er þó umdeildur listamaður og ekki lof-
syngja hann allir eins og við Íslendingar vilj-
um gjarnan gera. Bandaríski gagnrýnandinn
Donald Kuspit líkti honum t.d. við skransala
(junk dealer) í yfirgripsmikilli niðurrifs-
gagnrýni á yfirlitssýningu hans í MOMA í
New York. Yfirlitssýningar á verkum Dieters
Roth hafa verið haldnar í mörgum af helstu
söfnum heims síðastliðin ár. Þ.e. í Basel,
Köln og New York og verk hans verið sýnd á
nýlegum stórsýningum eins og Dokumenta í
Kassel og Feneyjatvíæringnum, þrátt fyrir
að listamaðurinn hafi látist árið 1998. Hefur
sonur Dieters og síðar samstarfsmaður,
Björn Roth, haft umsjón með uppsetningu á
verkum hans og viðhaldið þeim gildum sem
Dieter stóð fyrir.
Yfirlitssýningin á Íslandi nefnist Lest og
er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Orkuveitunni í
Reykjavík og á Eiðum á Austurlandi. Grein-
arhöfundur fékk það verkefni að rýna í sýn-
inguna í Hafnarhúsinu. Rétt er þó að hafa í
huga að þetta er allt ein sýning á ólíkum
stöðum. Magnið er nefnilega afar mikilvægt
vilji maður upplifa list Dieters til hins ýtr-
asta. Hann málaði geometríur, orti prósa,
hannaði húsgögn, framdi gjörninga, mótaði
leirker, málaði, teiknaði, þrykkti og svo má
áfram telja. Hann var frumkvöðull í gerð
bókalistaverka sem meðal annars má sjá í
bókaverslun Hafnarhússins þar sem bóka-
búðin Bookie Wookie frá Amsterdam hefur
aðsetur meðan á sýningunni stendur. Hann
hóf snemma að gera heimildalistaverk eins
og litskyggnur af húsum á Seyðisfirði og í
Reykjavík og eru Reykjavíkurmyndirnar ein-
mitt sýndar í Hafnarhúsinu. Hafa heimilda-
listaverk verið vinsæl hjá seinni tíma lista-
mönnum, t.d. Roni Horn og Ólafi Elíassyni.
Listsögulega er Dieter Roth sennilega þekkt-
astur fyrir hnignandi hluti (decay object),
þ.e. skúlptúra úr efni sem eyðist eins og kúk,
osti, sykri, ávöxtum o.s.frv. Slík verk eru til
sýnis í Listasafni Íslands. Hrifning Dieters á
hnignun og eyðingu var þó partur af lífsstíl
hans en ekki eingöngu listrænt viðhorf. List
Dieters speglar, fyrir mitt leyti, frekar nið-
urdrepandi viðhorf til lífsins og jafnvel lífs-
fyrirlitningu. Stór hluti af goðsögninni um
Dieter og það sem margir líta á sem sérvisku
er í raun afleiðing áfengisneyslu. Atriði í
heimildamynd Edith Jud um Dieter Roth
þegar Björn heimsækir gröf föður síns og
deilir með honum bjór undirstrikar þessa
goðsögn.
Það sem mér þykir hvað fallegast við verk
Dieters er raunsæið. „Sóló-senur“ eru til sýn-
is í Hafnarhúsinu, en það er dagbókarverk.
131 sjónvarpsskjár sýnir listamanninn við
hversdagslega iðju sína, borða, sofa, skrifa,
lesa bók o.s.frv. Þetta er samtvinnað heim-
ildalistaverk og hnignandi hlutur þar sem lík-
aminn er á sínum síðasta snúningi og hver
aðgerð virðist þreyttum líkamanum áreynsla.
Verkið er sorgleg kveðja manns sem hefur
gefist upp fyrir óumflýjanlegum endalokum
jarðneskrar tilvistar sinnar og er af þeim
sökum fallegasta verkið sem ég hef séð eftir
Dieter Roth.
Ég mundi seint segja heimilda- og dag-
bókalistaverk Dieters skemmtileg áhorfs. Í
raun eru þau hrútleiðinleg en oft ansi áleitin
eins og Sóló-senur eru til vitnis um. Ef mað-
ur hins vegar leitar eftir skemmtanagildi
býður Bala-innsetningin í A-sal upp á slíkt.
Þar hefur hluti af vinnustofu listamannsins á
Bala í Mosfellsbæ verið færður í salinn og
gestir mega teikna á borð, spila á píanó o.fl.
Þá er verkið Kjallaradúett í B-sal ansi húm-
orískt. Sómir sér vel innan um fráhrindandi
málverkin sem eru órjúfanleg frá heildinni
svo maður metur þau þannig en ekki hvert
fyrir sig á fagurfræðilegum forsendum. Það
er nefnilega heildin eða magnið sem skiptir
máli. Dieter allur.
Athyglisvert fyrir okkur Íslendinga er að
sjá fagurfræðilega tengingu á milli verka
Roths og íslenskrar myndlistarsenu frá
SÚM-inu og eftir að nýlistadeild Myndlistar-
og handíðaskólans var stofnuð. Hvort tveggja
í viðhorfi til efnis og í hrifningu á hinu litla
og ómerkilega í hvunndeginum. Er sýningin
viss opinberun hvað það varðar. Framlag
Dieters til myndlistar og áhrif ná þó víðar en
til Íslands. Hann er óneitanlega einn af þess-
um stóru og gaf allt sitt í listina og allt sem
hann gerði varð list. Það hefur því verið
vandasamt að velja á þetta stóra sýningu
sem á að gefa sannfærandi mynd af lista-
manninum og list hans. Ég tel það hafa tek-
ist með prýði og að þetta langstærsta verk-
efni sem lagt hefur verið í undir einn
listamann hérlendis sé lofsvert. Mikil mynd-
listarveisla og listasukk þar sem yfirgengi-
legur fjöldi verka gerir sýninguna eins magn-
aða og raun ber vitni.
Dieter
allur
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsið
Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 21. ágúst.
Dieter Roth
Morgunblaðið/Jim Smart
Sóló senur Dieters Roth í Hafnarhúsinu. „Magnið er [...] afar mikilvægt vilji maður upplifa list Dieters
til hins ýtrasta“.
Sólósenur Dieters Roths í Hafnarhúsinu. „Magnið er […] afar mikilvægt vilji maður upplifa list Dieters til
hins ýtrasta.“