Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 13 Þ að hefur stundum verið sagt að tímarnir sem við lifum á séu póst- módernískir af því að þeir atburðir sem eiga sér stað á okkar tímum séu ekki raunverulegir, heldur eft- irlíkingar atburða. Og að þessir at- burðir eigi sér í raun ekkert annað svið en það sem fjölmiðlarnir skapa þeim. Það má vel vera að þetta séu dálitlar ýkjur en hlutur fjölmiðla í upplifun hvers og eins á raun- veruleikanum verður seint of- metinn. Það er jafnvel hægt að slá því föstu að sá sem ekki fylgist með fjölmiðlum í dag neyðist til að gera það meðvitað og líklega með heilmiklum erf- iðismunum. Á hinn bóginn eru þeir til sem halda því fram með stolti að þeir séu fjölmiðlafíklar – og þá er orðið nokkuð strembið að dæma um hvor hópurinn sé í betri tengslum við raunveru- leikann. Ein hljómsveit sem hefur gert þessa póstmód- ernísku tíma að þungamiðju sköpunar sinnar er hljómsveitin Gorillaz, með Blur-meðliminn Damon Albarn í broddi fylkingar. Það sem gerir hljómsveitina enn merkilegri í ljósi inngangsins hér að ofan er að tilurð hennar má rekja til fjölmiðlastríðs sem geisaði fyrir rétt um tíu árum á milli bresku hljómsveitanna Blur og Oasis. Þá bárust þessar tvær hljómsveitir á banaspjót í breskum fjölmiðlum og var skítkast- ið orðið svo sóðalegt að mörgum þótti nóg um. Breskir fjölmiðlar veltu sér upp úr andúð hljóm- sveitanna hvorrar á annarri og kyntu undir ófriðarbálið við hvert tækifæri – eins og breskra fjölmiðla er von og vísa. Meðlimir Oasis virtust skemmta sér konunglega enda nýkomnir upp á stjörnuhimininn en Damon Albarn og félögum hans í Blur fannst þeir vera að breytast í fórn- arlömb fjölmiðlafárs sem skeytti ekkert um sannleikann, né um tónlistina, sem á endanum var jú það eina sem í raun og veru skipti máli. Það var heldur ekki til að einfalda málið að um leið og þetta rifrildi seldi bresku blöðin jókst plötusala að sama skapi og gerði það að verkum að hljómplötufyrirtæki hljómsveitanna gerðu lít- ið til að stöðva rifrildið. Haft er eftir Damon Albarn, stuttu áður en hljómsveit hans gafst upp á skítkastinu og fór í fjölmiðlafelur, að ef það væru fíflalæti og upp- spuni sem almenningur vildi gæti hann líklega orðið við þeirri ósk. Fimm árum síðar, árið 2000, kom hljómsveitin Gorillaz fram á sjónarsviðið með samnefnda plötu í farteskinu. Sú plata sló í gegn og hljóm- sveitin hlaut mikið lof frá tónlistarspekingum fyrir frumlega blöndu af melódískri popptónlist og bandarísku elektró-dub-hip-hoppi. Það sem vakti hins vegar mesta athygli fyrir utan tónlist- ina var útlit sveitarinnar. Í stað hefðbundinnar hljómsveitar af holdi og blóði voru opinberir meðlimir hljómsveitarinnar og þeir sem birtust í tónlistarmyndböndum og viðtölum teiknimynda- fígururnar 2D, Murdoc, Russel og Noodle. Í stórum dráttum virkar Gorillaz þannig að Damon Albarn, með hjálp ýmissa gestalista- manna, sér um allt sem viðkemur tónlistinni en Jason Hewlett, sem á sínum tíma skapaði teikni- myndahetjuna Tank Girl, sér um að teikna og hanna allt sem viðkemur útliti hljómsveitarinnar. Með hljómsveitinni hefur Damon Albarn stað- ið við loforð sitt og skapað hljómsveit sem er jafn uppdiktuð og fjölmiðlafárið fyrir tíu árum. Og fjölmiðlar og almenningur er aftur orðinn þátttakandi í leik sem er byggður á „eftirlíkingu á raunveruleikanum“. Blaðamenn taka viðtöl við Murdoc eða Russel og á tónleikum er teikni- mynda-hljómsveitinni varpað á risastóra skjái þar sem hún flytur tónlist sem er í raun leikin af bandi einhvers staðar baksviðs. Maður á samt erfitt með að ímynda mér að með þessari hljómsveit sé Damon Albarn að hlæja síðasta hlátrinum. Tónlistarmenn á borð við hann eru yfirleitt það afkastamiklir og leit- andi að ein hljómsveit nægir þeim ekki. En með þessari tilbúnu hljómsveit er tónlistin aftur orðin að þeim miðpunkti sem hvarf í fjöl- miðlafárinu þarna um árið. Fyrir utan það að líkurnar á því að einhver munnhöggvist við teiknimyndapersónur eru einhvern veginn ekki miklar. Mánudaginn 23. maí kemur út önnur plata Gorillaz, Demon Days, og kemur platan út sam- dægurs hér á landi og í Evrópu. Á plötunni koma fjölmargir gestalistamenn við sögu og þar eru engir aukvisar á ferð. Roots Manuva rappar í laginu All Alone, Shaun Ryder, fyrrverandi Happy Mondays- og Black Grape-meðlimur, kemur fram í laginu Dare og fjöllistamaðurinn og leikarinn Dennis Hopper fer með texta við lagið Fire Coming Out of the Monkey’s Head – og þá eru margir fleiri ónefndir. Tónlistarmað- urinn Dangermouse, sem hefur verið kallaður DJ Shadow 21. aldarinnar, stjórnar upptökum og verður að segjast að honum tekst frábærlega vel upp. Platan er jafn fjölbreytt og hægt er að ímynda sér. Fjölmörgum tónlistarstefnum er blandað saman eins og á fyrri plötunni en það sem heldur plötunni uppi, líkt og fyrri daginn, er óbilandi hæfileiki Damons Albarn til að semja frábærar melódíur. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Fáar hljómsveitir hafa vakið jafn mikla athygli undanfarin ár og hljómsveitin Gorillaz. Ekki ein- ungis fyrir frumlega tónlist heldur frekar fyrir þær sakir að meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki af holdi og blóði. Gorillaz er eingöngu skipuð teiknimyndapersónum. Eru allar hljómsveitir plat-hljómsveitir? Dearly beloved/We are gathered heretoday/2 get through this thing calledlife“ ávarpar Prince söfnuðinn í fyrstalagi plötunnar Purple Rain, „Let’s Go Crazy“, sem kom út 1984 og lagði heiminn að fót- um fönkmeistarans. Prince hafði þá gefið út fimm plötur með flottri fönktónlist og ögrandi kynlífstextum. Hann hitaði upp fyrir Rolling Stones í Ameríku og hafði slegið í gegn með lögum eins og „Controversy“, „Little Red Corvette“ og „1999“ á samnefndri plötu frá 1983. Prince var stjarna en Purple Rain var platan sem náði hylli fjöldans og gerði hann að ofurstjörnu. Tónlistin er kafli út af fyrir sig en með plöt- unni kom í kvikmyndahús samnefnd bíómynd þar sem Prince lék aðalhlutverkið. Bíómyndin byggðist á æviatriðum hans sjálfs og tónlistinni var skeytt inn í söguþráðinn á viðeigandi stöðum, líkt og títt var með söngleikjamyndir. Þegar glöggt er skoðað er erfitt að skilja að myndina og plötuna – hvort kom á undan? Myndin er hrika- lega hallærisleg á köflum, barnaleg, stundum svo illa leikin að mann verkjar undan. Samt er það svo að maður fær enn sama hroll í dag yfir snilld Prince, sviðsframkomunni, tónlistinni í rólegu ballöðunum og harða fönkinu eins og þegar mað- ur sá myndina fyrst í Austurbæjarbíói fyrir tutt- ugu árum. Kynlífið er allsstaðar og svitinn drýpur af öllu. Prince sjálfur svellkaldur; harður á köflum – karl í krapinu og handleikur gítarinn á munúðarfullan hátt eins og Hendrix – en svo allt í einu við- kvæmur og kvenlegur, en alltaf sexí, svei mér ef að hann höfðaði ekki líka til karlmanna. Svo var það dansinn – James Brown, bara kominn aftur í flott föt! Hver var galdurinn við Purple Rain? Af hverju þessar vinsældir? Sannarlega skipti bíómyndin miklu máli þar sem hún færði Prince nær al- menningi, líka í úthverfum Bandaríkjanna (við megum ekki gleyma að MTV var aðeins 3 ára gömul stöð og tónlistarmyndbönd enn ekki al- menn). Tónlistin er samfelld veisla, öll lögin gríp- andi, hröð danslög („Let’s Go Crazy“) eða hæg vangalög („When Doves Cry“) og allt þar á milli. Útslagið gerði þó sjálfsagt að Prince færði sig inn að miðjunni, hann bætti meira rokki við fönkið, spilaði meira á gítar fyrir þungarokks- liðið og höfðaði því til fleiri. Ekki verður þó Prince sakaður um að selja sig markaðsöflunum að öllu því tónlistartilraunir að hætti Prince eru víða að finna. Hlustið t.d. á hvernig hann sleppir bassaundirleik í „When Doves Cry“ en heldur þéttleika með trommum og trommuheila. Glæsi- legt. Stutt er í sóðann hjá Prince og kynlífið alltaf ofarlega í textunum. Stöðugt daður, tilheyrandi forleikur og að lokum fullnæging – algleymi. Lagið „Purple Rain“ er ágætt dæmi um stig- magnandi uppbygginguna, algjör gæsahúð! Til- brigði við þetta má finna í flestum lögunum, en einnig eru flottir ögrandi textar eins og í upphafi lagsins „Darling Nikki“: „I knew a girl named Nikki/I guess u could say she was a sex fiend/I met her in a hotel lobby/masturbating with a magazine“. Hinn dularfulli Prince hefur ávallt farið sínar eigin leiðir. Hann er einhvern veginn skilgetið tónlistarafkvæmi James Brown, Sly Stone og fleiri kónga úr fönkaðlinum og kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1978. Eftir Purple Rain dældi hann út gæðatónlist á plötum eins og Sign O’ The Times o.fl. Á níunda áratugnum hóf Prince langa baráttu sína fyrir algjöru tónlistarsjálfstæði með stjórn yfir útgáfum sínum og sölu tónlistar á net- inu. Það sem vakti hvað mesta athygli var þegar hann felldi niður nafnið Prince og tók upp „tákn- ið“. Hér fer ekki maður sem velur auðveldu leið- ina. Nýlega kom út frábær plata, Musicology, sem sýnir að Prince getur enn galdrað fram magnaða tónlist og vitað er að hann á hundruð óútgefinna laga. Kannski á Prince meira sameig- inlegt með Duke Ellington heldur en James Brown eftir allt saman. Þá hvernig hann end- urnýjar sig reglulega og ekki er vafa undirorpið að maðurinn er sannkallaður snillingur. Purple Rain er mest selda plata Prince fyrr og síðar, átta milljón eintök síðast þegar ég gáði. Purple Rain var platan sem færði Prince nær fjöldanum og verður alltaf tímamótaplatan á hans ferli. Fjólubláir draumar Poppklassík Eftir Örn Þórisson ornthor@mbl.is Aðeins á eftir að fullgera fjögurlög á næstu plötu Marks E. Smiths og hinna Íslandsvinanna í The Fall, The Fall Head’s Roll, sem kemur út 20. september næstkom- andi. Hinn skrautlegi Smith, sem fiktaði svo skemmtilega í stjórn- tökkum hljóðfæra félaga sinna á tónleikum sveitarinnar hér sl. vetur, stýrir upptökum. Sem fyrr sér útgáfufyrirtæki sveitarinnar, Narnack Records, um útgáfuna. Upptökur fóru fram í New York og Manchester og Pitchfork hefur eftir forseta Narnack Records að hljóm- urinn sé „nákvæmlega eins og Mark vill hafa hann. Annaðhvort með „garage“-rokkhljómi eða þá bara „garage“-rokk“, hvað svo sem það þýðir. Á plötunni verða lög á borð við „The Grass Is Greener“, „Clasp Hands“, „Pacifying Joint“ og „Ass- ume“, en ekki er útilokað að einhver þeirra hafi heyrst hér á landi sl. vet- ur, þar sem hljómsveitin spilaði nokkur ný lög. Fyrsta smáskífan, „The Grass Is Greener“, kemur út í júlí og í undirbúningi er gerð mynd- bands við lagið. Að sögn forsetans kom engin önnur en indídrottningin PJ Harvey við í hljóðverinu og spil- aði á banjó. The Fall mun svo fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin.    Oxforddrengirnir í Radioheadhafa lítið látið fara fyrir sér, að minnsta kosti sem hljómsveit, síðan þeir sendu frá sér Hail to the Thief árið 2003. Nú segir aðdá- endavefurinn Green- Plastic.com hins vegar frá því að þeir hyggist ljúka upptökum á sjöundu plöt- unni fyrir desem- ber, og að útgáfudagur verði í febr- úar eða mars árið 2006. Thom Yorke og félagar eru að sögn að vinna að 15 lögum og eru tvö þeirra „fullgerð og stórkostleg“, að því er fram kemur á fyrrnefndum vef. Upptökur hófust í janúar, en þá spilaði Yorke ný lög fyrir hina, sem síðan bættu sínu framlagi við þau. Upptökuferlið er að sögn „óskipulagt“ og tiltölulega frábrugðið venjum Radiohead hingað til.    Jeff Tweedy og félagar í Wilcohafa verið á tónleikaferðalagi að undanförnu, til að fylgja eftir plöt- unni A Ghost Is Born. Að því er fram kemur á RollingStone.com hafa lagasmíðar gengið vel í förinni. Svo vel reyndar, að þeir hyggist fara í hljóðverið í ágúst og taka upp næstu plötu. Haft er eftir Tweedy: „Af einhverjum völdum höfum við fílað danstónlist að undanförnu, eins og Fela Kuti,“ og gefur hann í skyn, í gríni eða alvöru, að nýja efnið kunni að bera merki þess. Þá hefur hljómsveitin tilkynnt að mynd- og geisladiskur komi út seinna á árinu, með tónleikum þeirra í Vic-leikhúsinu í Chicago. Leikstjóri er Sam Jones, sá hinn sami og gerði heimildamyndina I Am Trying to Break Your Heart um gerð þarsíðustu plötu Wilco, Yankee Hotel Foxtrot. Jeff Tweedy Mark E. Smith Thom Yorke Erlend tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.