Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 5
Í annálum tímabilsins segir stutt og lag-
gott:
„Skömmu síðar hurfu höfuðin af stöng-
unum“.
Ein undantekning er þó á. Gísli Konráðs-
son, alþýðufræðimaður og samtímamaður,
skýrir svo frá:
„Nokkru síðar hurfu höfuð þeirra Friðriks
og Agnesar af stöngunum og var margrætt
um áður smalasveinn frá Sveinsstöðum gekk í
Hvamm að finna sýslumann og kvaðst hafa
grafið þau í dys þeirra af hræðslu. Var honum
boðið að grafa þau upp aftur og setja á stjak-
ana.“
Allt er þetta hausamál hið einkennilegasta
og mun ég víkja nánar að því síðar. Fyrst skal
þó sagt frá atburðum sem gerðust meir en
100 árum síðar.
Agnes gerir vart við sig að handan
Árið 1932 bjó við Bergþórugötu í Reykjavík
kona að nafni Sesselja Guðmundsdóttir. Hún
hafði búið um tíma á Vatnsnesi, en maður
hennar var þaðan.
Sesselja hafði dulræna hæfileika sem hún
fór leynt með. Nú gerist það að til hennar er
leitað að handan, að sögn með ósjálfráðri
skrift. Bréfritarinn var Agnes Magnúsdóttir
og skilaboðin öll á eina leið: Hún fór þess á
leit að bein hennar og Friðriks yrðu grafin
upp og jörðuð í vígðri mold í kirkjugarðinum á
Tjörn á Vatnsnesi, og jafnframt að haldin yrði
bænastund á morðstaðnum á Illugastöðum.
Henni gekk að sögn fyrst og fremst það til að
milda hug manna í garð þeirra Friðriks.
Sesselja var lengi treg til að aðhafast nokk-
uð, en svo fór að henni fannst ekki unnt að
daufheyrast við þessum bænum. Árið 1934
sneri hún sér til reykvískra spíritista og bað
um aðstoð við að uppfylla óskir þessara fram-
liðnu syndabarna.
Guðmundur Sigurjónsson Hofdal hét sá
maður sem tók að sér að fara norður í Húna-
vatnssýslu til að annast uppgröft þennan og
hafa milligöngu um hina kirkjulegu athöfn.
Áður var fengið leyfi hjá biskupi, Jóni Helga-
syni, til að grafa mætti þau Friðrik og Agnesi
í vígða jörð.
Agnes hafði lýst staðsetningu dysjarinnar
nákvæmlega: „í hásumar-sól-setursátt, séð frá
aftökupallinum og skammt frá honum.“ Hún
sagði jafnframt að höfuð þeirra væru alls ekki
grafin á Þingeyrum, eins og allir höfðu talið.
Hún sagði að vinnumaðurinn hefði dysjað þau
á staðnum, og lýsti staðsetningunni nákvæm-
lega. Vinnumaðurinn hafði flýtt sér svo, að
hennar sögn, að í stað þess að taka höfuð
hennar upp af stönginni, hafði hann brotið
stöngina og sæti brotið enn í kúpunni. Hún
benti Guðmundi á mann sem hann skyldi snúa
sér til þá norður kæmi. Það var Magnús,
bóndi á Sveinsstöðum, en Þrístapar eru í landi
hans. Magnús var líka hreppstjóri í sveitinni,
svo að eðlilegt var að leita til hans.
Magnús brást vel við beiðni Guðmundar, en
var þó vantrúaður á söguna, einkum vegna
hausasögunnar.
Þeir fóru á staðinn ásamt syni Magnúsar,
Ólafi, sem þá var tæplega tvítugur. Þeir fundu
brátt kistur Friðriks og Agnesar og síðan höf-
uðkúpurnar skammt frá, eins og til hafði verið
vísað, og einnig um tíu cm langt spýtubrot.
Hauskúpurnar voru mun betur varðveittar en
beinin, líklega vegna þess að jarðvegur var
þar mun malarbornari, en það hafði miðillinn
líka upplýst.
Þeir skjalfestu þennan fund allir þrír, og
einnig að Guðmundur hefði sagt fyrir um
hann áður en byrjað var að grafa.
Beinin voru nú sett í kassa og flutt að Tjörn
á Vatnsnesi þar sem þau voru grafin. Nokkr-
um dögum síðar var haldin bænastund á Ill-
ugastöðum. Þetta fór allt fremur leynt, og féll
mörgum það illa. Það var þó raunar krafa
Jóns biskups að jarðað yrði í kyrrþey.
Töluvert var rætt um þessa atburði og
sýndist sitt hverjum eins og gengur. Það var
þó mál flestra að hér væri komin merkileg
sönnun um framhaldslíf. Mikið var spurt um
hver skrifmiðillinn væri, en Sesselja lagði
blátt bann við að nafn hennar yrði nefnt fyrr
en hún væri öll, og var það haldið.
Ýmsir smáhlutir fundust í dysinni eftir upp-
gröftinn, m.a. millur úr upphlut Agnesar, sem
sýndi að hún hafði klæðst sinni bestu flík. –
Maður á Blönduósi fann kjálka í dysinni ári
síðar og taldi hann úr Friðriki. Hann geymdi
hann árum saman í svefnherbergi sínu, ýmist
í skúffu eða undir koddanum!
Þessir gripir eru nú á Þjóðminjasafni og
þar er einnig höggstokkurinn og öxin til sýnis.
„Hvat hausa?“
Þegar reynt er að skyggnast inn í horfna
tíð er oft meira um spurningar en svör. Svo
fór mér þegar ég fór að forvitnast um hvað
gæti hafa gerst á Þrístöpum fyrir 174 árum að
lokinni aftöku þeirra Friðriks og Agnesar.
Sagan um „gæðakonuna góðu“ eins og Guð-
rún á Þingeyrum var jafnan nefnd, hefur á
sér öll einkenni góðrar þjóðsögu. Þegar farið
er að hugsa nánar út í hana er hún þó tæpast
mjög sennileg. Guðrún var gift Birni Ólsen,
umboðsmanni Þingeyraklausturs og náins
samstarfsmanns Björns Blöndals sýslumanns.
Að vísu var hún þekkt að góðverkum í trássi
við mann sinn, og því gæti vel verið að Guð-
rún hafi viljað láta grafa höfuðin, enda hafði
Friðrik verið í haldi á heimili hennar og vitað
er að hún tók örlög hans nærri sér. En það
stendur verulega í mér að hún hafi gengist
fyrir því að grafa höfuðin í vígðri mold, þvert
ofan í lög guðs og manna á þessum tíma.
Það er einnig ótrúlegt ef maður – smala-
sveinn á Sveinsstöðum eða einhver annar –
kemur til sýslumanns og játar verknað sem
þennan að hann aðhafist ekkert í slíku máli.
Þá hlyti að finnast eitthvað skráð um það, lík-
legast í dómabók sýslumanns, en svo er ekki.
Það verður því að telja líklegt að Gísli Kon-
ráðsson byggi hér á sögusögn sem gekk milli
manna á þessum tíma. Viðbót hans um að það
hafi átt að grafa höfuðin upp aftur er þó ill-
skiljanleg, en sýnir e.t.v. fjarlægð hans frá at-
burðum. Frásögn hans um málið er raunar
víða ónákvæm.
En þögn Björns Blöndals um hina horfnu
hausa er athyglisverð. Hann virðist beinlínis
hafa kosið að láta sem ekkert væri, en úti-
lokað er að hann hafi ekki fengið að vita um
þetta strax. Tvær skýringar koma mér helst
til hugar.
Önnur er sú að Björn hafi vitað eða talið sig
vita hver hér var að verki og að þá hafi verið
um að ræða persónu sem hann vildi hlífa. Sú
skýring rímar vel við söguna af Þingeyra-
húsfreyju, þótt það segi ekkert um kirkju-
garðsgreftrunina, en hana tel ég vera hreina
seinni tíma viðbót.
Hin skýringin er sú að Björn Blöndal hafi
einfaldlega verið búinn að fá nóg. Málið hafði
gengið nærri honum, hann vissi að aftakan
hafði orkað illa á fólk og lagði ekki í meiri
átök eða aðgerðir sem hlutu að vekja sárs-
auka og gremju.
Líklegt má telja að þjóðsagan um Þing-
eyrahúsfreyju hafi einungis verið ein af
nokkrum sögum sem voru á kreiki í Húna-
vatnssýslum um hvarf hausanna. Það er
vissulega maklegt að hún skuli hafa orðið ofan
á og vera 100 árum seinna „sannleikur sem
allir vissu“ – þetta er einfaldlega góð saga
með sterka dramatíska drætti.
En hún var samt ekki eina útgáfan sem lifði
til okkar tíma þó hún sé þekktust. Þegar ég
var að vinna að þessari grein frétti ég af hún-
versku fólki sem taldi sig vita hver hefði graf-
ið höfuð þessi. Annar bændanna á Sveins-
stöðum árið 1830 hét Erlendur Árnason.
Ættingjar Erlendar telja að hann og vinnu-
maður hans, Gísli að nafni, hafi farið til og
grafið höfuðin – og að sjálfsögðu á aftöku-
staðnum, annað hlýtur að teljast heldur lang-
sótt. Þessi sögn hefur lifað meðal a.m.k.
sumra Húnvetninga og getur því ekki talist
útilokað að hún hafi verið þekkt í tengda-
fjölskyldu Sesselju Guðmundsdóttur sem eins
og fyrr segir voru Húnvetningar.
Í tengslum við greinaskrif þessi fór ég við
aðra konu pílagrímsför til Norðurlands að
skoða helstu sögustaði og hitti þá fólk á bæj-
unum sem mest tengjast sögunni. Á Ill-
ugastöðum hittum við Auðbjörgu Guðmunds-
dóttur, en hún er afkomandi Guðmundar
Ketilssonar. Á Sveinsstöðum hittum við
Magnús Ólafsson, son Ólafs og sonarson
Magnúsar sem aðstoðuðu við beinagröftinn
árið 1934. Þessu fólki kann ég hinar bestu
þakkir fyrir tíma og áhuga. Einnig þakka ég
afkomendum Sesselju Guðmundsdóttur, sem
góðfúslega gáfu mér allar upplýsingar sem
þau gátu, svo og öðrum þeim sem hafa veitt
mér aðstoð og upplýsingar.
Sérstakar þakkir fær vinkona mín, Hall-
gerður Gísladóttir sagnfræðingur, fyrir sína
hjálp og einkum þó skemmtilega samfylgd til
Norðurlands.
Heimildir:
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi: Saga Natans Ket-
ilssonar og Skáld-Rósu. Rv. 1912.
Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga 2. og 3. bindi. Rit-
stjóri Jón Torfason. Rv. 1998.
Guðlaugur Guðmundsson: Enginn má undan líta. Rv.
1974.
Hulda Á. Stefánsdóttir: Æviminningar. Húsfreyja í
Húnaþingi. 3. bindi. Rv. 1987.
Jón Auðuns: „Konan sem varð miðill Agnesar“. Morg-
unn (Rv. 1954), 74–79.
Jón Espólín: Íslands árbækur í sögu-formi. 12. bindi.
Kbh. 1821–1855
Oddgeir Stephensen, Jón Sigurðsson: Lovsamling for
Island. III. bindi. Kbh. 1853–1889.
Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu. Rv. 1971.
Páll Sigurðsson: Svipmyndir úr réttarsögu. Rv. 1992.
Pétur Guðmundsson: Annáll 19. aldar, I. bindi. Ak-
ureyri 1912.
Þjóðskjalasafn Íslands:
Biskupsskjalasafn 1994 16/18
Sálnaregistur Þingeyrasókn 1784–1839. Filma.
Skjalasafn Hún. V. 18. Dóma- og þingbók 1827–1830.
Skjalasafn Hún. VII. 1. Fógetabók 1823–93.
Skjalasafn Hún. III. 5. Bréfabók 1825–1829.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Illugastaðir, þar sem morðin voru framin. Rústin í forgrunni er úr gamla bænum og mun Guðmundur Ketilsson, sá handlagni maður, eiga hleðsluna.
’Aftökupallur úr torfi oggrjóti var hlaðinn á Þrí-
stöpum og sést hann vel
enn. Útvegað var rautt
klæði til að breiða yfir
pallinn og höggstokkinn
meðan á athöfninni stóð
og klambrað upp grind-
verki úr tré utan um
pallinn. Timbrið var
fengið að láni og skilað
aftur eftir á, annað þótti
bruðl.‘
Ljósmynd/Hallgerður Gísladóttir