Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ? 21. maí 2005 stöðum stæði í ljósum logum, og að húsbónd- inn þar, Natan Ketilsson, myndi inni brunn- inn, og ásamt honum Pétur Jónsson sem þar var næturgestur. Er slökkt hafði verið í bæn- um og líkin fundin vöknuðu fljótt grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Nánari skoð- un leiddi í ljós fjölda stungusára á báðum hin- um illa brunnu líkömum, auk þess sem sjá mátti blóð í fötum þeirra, sem eldurinn hafði ekki náð að granda. Það lá ljóst fyrir að ekki gat verið um slys að ræða. Agnes og Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona á Illuga- stöðum, voru nú leiddar fyrir sýslumann, Björn Blöndal, og var réttur settur yfir þeim 22. mars. Ekki leið á löngu uns þær með- gengu að hafa átt þátt í dauða mannanna tveggja, en sjálfan verknaðinn hefði framið ungur bóndasonur í Katadal á Vatnsnesi, Friðrik Sigurðsson, sem þá var tæpra 18 ára. Friðrik var nú tekinn höndum. Hann neitaði lengi vel öllu, en eftir fortölur prestsins á Tjörn játaði hann að hafa orðið mönnunum að bana. Réttarhöldin voru gífurlega umfangs- mikil og stóðu fram í júlí sama ár. 25. júní 1829 var lokadómur felldur í Hæstarétti: Friðrik og Agnes skyldu hálshöggvin og höf- uðin sett á stengur. Sigríður, sem áður hafði verið dæmd til dauða, var ?náðuð? af kóng- inum og dæmd til ævilangrar þrælkunar- vinnu. En hver var bakgrunnur þessara voða- verka? Það er vel þekkt í glæpasögum að sjálft morðið er aldrei upphaf sögu, heldur fremur ákveðinn endapunktur, þótt nauðsynlegt sé að skipa því framarlega til að gleðja blóðþyrsta lesendur. Önnur algeng kennisetning glæpa- sagna er, að til að skilja morðið þurfi að kynn- ast hinum myrta. Hér á það vel við. Natan Ketilsson, húsbóndi Agnesar, var óvenjulegur maður og umtalaður, bæði til góðs og ills. Hann var gáfaður hæfileikamaður, stundaði lækningar og hafði tekist að afla sér nokk- urrar þekkingar á því sviði. En hann var líka óprúttinn í viðskiptum og brögðóttur, og til voru þeir sem grunuðu hann um glæpsamlegt athæfi. Víst er að hann var dæmdur til hýð- ingar fyrir aðild að þjófnaði. Natan var djarf- tækur til kvenna og eignaðist börn hér og hvar. Frægast er samband hans við Vatns- enda-Rósu, en þau lifðu ástalífi án allra felu- leikja á heimili hennar og Ólafs, eiginmanns hennar. Sambandi þeirra var að mestu lokið þegar hann kynntist Agnesi Magnúsdóttur, sem þá var vinnukona á Geitaskarði þar sem hann var gestkomandi. Þau löðuðust strax hvort að öðru, og er hann fór af bænum var Agnes vistráðin hjá honum um næstu fardaga sem bústýra hans. Líklegt er að hún hafi litið svo á að það væri einungis upphaf að öðru og meira, þ.e. að hún yrði framtíðarhúsfreyja á Illugastöðum. Agnes, sem þá var liðlega þrí- tug, var góðum gáfum gædd, skáldmælt og hæfileikarík á ýmsan hátt. Mönnum ber ekki saman um útlit hennar, ein heimild segir hana ?ekki sjálega?, önnur lýsir henni sem gjörvu- legri og skemmtilegri í viðmóti. En ástamál hennar höfðu ekki gengið sem skyldi, þótt hún hefði átt í nokkrum ástasamböndum höfðu þau öll tekið enda áður en svo mikið sem hillti undir hjónaband. Ekki tók betra við þegar hún kom að Illugastöðum. Natan var orðinn henni fráhverfur en sóttist hins vegar eftir ástum Sigríðar og varð vel ágengt, enda húsbóndi hennar og auk þess reyndur kvennamaður, en hún hálfgert barn og sam- kvæmt málsskjölum fremur einföld. Nú kom Friðrik í Katadal til sögunnar. Hann sóttist eftir Sigríði ? óljóst er hvort það var upp- haflega hans frumkvæði eða að tilstuðlan Agnesar. Sigríður tók honum vel, en þó hélt hún áfram sambandi við Natan. Ekki varð þetta heldur til að Natan sneri ást sinni aftur til Agnesar eins og hún hafði vonað. Þvert á móti gerðist með þeim fullur fjandskapur og gekk á ýmsu á Illugastöðum þennan vetur. Ekki er með öllu ljóst hver átti uppástunguna að því að drepa Natan. Friðrik játaði sjálfur fyrir réttinum að hugmyndin hefði þróast með honum smátt og smátt. Það er þó nokkuð víst að a.m.k. er á leið var Agnes mjög hvetjandi um morðið. En ? eins og líka greinir frá í mörgum glæpasögum ? virðist sem morðáformin hafi fljótlega tekið að lifa sjálfstæðu lífi og náð al- geru valdi á hugum þessa ógæfusama fólks uns ekki varð aftur snúið, þótt allir með óbrjálaða skynsemi sjái að þessar áætlanir gátu einungis leitt til glötunar þeirra. Aftakan á Þrístöpum Þegar Agnes og Friðrik voru dæmd frá lífi var réttarfar í landi orðið töluvert annað en verið hafði á 17. og 18. öld þegar aftökur voru svo algengar að jafnvel voru hengdir þrír þjófar sama daginn á Þingvöllum. Hengingum þjófa var hætt fyrir 1760. Um svipað leyti var einnig hætt að refsa fyrir brot á kynlífssviðinu með lífláti, en aftökur fyrir slíkar sakir voru algengar meðan hinn illræmdi Stóridómur gilti. Galdrabrennuöldin var sömuleiðis geng- in hjá, og almennt má segja að hin mildandi áhrif upplýsingarinnar hafi verið farin að hafa áhrif á löggjöf og framkvæmd réttarfars. Á Íslandi hafði ekki farið fram aftaka síðan árið 1790. Einn sakamaður var fluttur til Noregs og höggvinn þar árið 1805. Björn Blöndal, sýslumaður Húnvetninga, var líka vel meðvitandi um hve óvenjuleg þessi athöfn var orðin og að hún myndi orka óhugnanlega á íbúa sýslunnar. Bréf hans sýna ástæður fyrir þessarri ákvörðun, en þær voru einkum tvær: Í fyrsta lagi almenn viðvörun, en Blöndal leit svo á að í héraðinu ríkti óöld glæpa og yf- irgangs. Hin ástæðan er kunn á öllum öldum, eink- um meðal embættismanna ríkisins: sparn- aður. Það var einfaldlega ódýrara að höggva fólk heima í héraði en að kosta upp á flutning og höggningu í Danmörku eða Noregi. Að þessu sögðu verður að geta þess að Björn Blöndal vildi hvorki til spara fjármuni né vinnu að aftakan færi sem ?sómasamleg- ast? fram. Þannig var öxi fengin frá Kaupmannahöfn og höggstokkurinn sömuleiðis, eikarstokkur með tilhöggnu grópi fyrir höku sakamannsins að hvíla í á hinstu stund. Erfiðlegar gekk að finna böðul. Til þess verks valdist Guðmundur Ketilsson, bróðir hins myrta Natans, og skýra flestar heimildir svo frá, að hann hafi boðist til að höggva þau Friðrik og Agnesi. En ætt- ingjar Guðmundar hafa til þessa dags mót- mælt því og segja hann hafa verið margbeð- inn um verkið af sýslumanni. Til þess benda líka eftirfarandi orð í bréfi til amtmanns í des. 1828: ?? og hefur Guðmundur Ketilsson, bóndi á Illugastöðum, bróðir hins myrta manns, Nat- ans Ketilssonar, loksins lofað (leturbr. mín SHÞ) að framkvæma hana fyrir 60 Rbd. silf- urs greiðslu, hvort sem ein eða fleiri persónur verða líflátnar að því tilskildu að honum verði útveguð nothæf exi til þess.? Guðmundur gaf verklaunin í fátækrakassa heimahrepps síns og kallaði blóðpeninga. Aftökupallur úr torfi og grjóti var hlaðinn á Þrístöpum og sést hann vel enn. Útvegað var rautt klæði til að breiða yfir pallinn og högg- stokkinn meðan á athöfninni stóð og klambrað upp grindverki úr tré utan um pallinn. Timbr- ið var fengið að láni og skilað aftur eftir á, annað þótti bruðl. Báðir dauðamenn fengu prestsþjónustu svo vikum skipti og fylgdu prestarnir þeim til síð- ustu stundar. Þau þóttu bæði fá góða iðran, og segir sýslumaður þau hafa gengið ?að því er virtist ánægð móti örlögum sínum?. Aðrar heimildir segja þó Agnesi hafa verið ?dapra?. Hún var 34 ára og Friðrik 19 ára. Er höfuð höfðu verið skilin frá bol voru þau sett upp á ?tvende dertil paa Retterstedet op- satte Stager?, þ.e. stengur úr tré sem reknar voru upp í strjúpana. Andlitin voru látin snúa að alfaraleið, hinum ólöghlýðnu og yfirgangs- sömu Húnvetningum til viðvörunar. Hvergi er þess getið hve lengi sýslumaður hafði hugsað sér að höfuð þessi stæðu uppi. Um það voru engar fastar reglur, en þó mun það yfirleitt fremur hafa verið til lengri tíma. Svo fór þó ekki hér. Skömmu eftir aftökuna voru þau horfin. Í skjölum hins röggsama yf- irvalds í Hvammi, Björns Blöndals, er hvergi stafur um þetta, eða að hann hafi eitthvað að- hafst í því máli. Þjóðsagan er á þessa leið: Guðrún Runólfs- dóttir, húsfreyja á Þingeyrum, var landskunn að hjartagæsku. Nóttina eftir aftökuna sendi hún vinnumann sinn með leynd til að taka höf- uðin af stöngunum og flytja þau í Þingeyra- kirkjugarð og jarða þau þar, vísast þá í ein- hverri nýtekinni gröf. Hundrað árum eftir aftökurnar var þessi saga staðreynd í hugum allra sem til þekktu. Agnes og Friðrik ? fyrir og eftir dauðann Aftökustaðurinn á Þrístöpum. Efst má glöggt sjá höggpallshleðsluna en slétta svæðið í forgrunni sem stígurinn liggur um er svæðið sem grafið var upp 1934. ? En ? eins og líka grein- ir frá í mörgum glæpa- sögum ? virðist sem morðáformin hafi fljót- lega tekið að lifa sjálf- stæðu lífi og náð algeru valdi á hugum þessa ógæfusama fólks uns ekki varð aftur snúið, þótt allir með óbrjálaða skynsemi sjái að þessar áætlanir gátu einungis leitt til glötunar þeirra. ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.