Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Kingdom of Heaven  (HL) Hefnd Sithsins Gargandi snilld  (HL) Smárabíó Hefnd Sithsins Kingdom of Heaven  (HL) Gargandi snilld  (HL) The Next Level  (HL) Vélmenni  (SV) Regnboginn Hefnd Sithsins Kingdom of Heaven  (HL) Gargandi snilld  (HL) Der Untergang  (HJ) Laugarásbíó Hefnd Sithsins Kingdom of Heaven  (HL) Interpreter  (HL) Diary of a Mad Black Woman Gríman 2 Háskólabíó Crash The Hitchhikers quide Vera Drake  (HJ) Napoleon Dynamite  (SV) The Motorcycle Diaries  (SV) Maria Full of Grace  (HL) The Jacket  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Crash The Jacket  (SV) Sahara  (HJ) The Hitchhikers quide The Ice Princess The Pacifier  (HJ) Svampur Sveinsson m/ísl. tali Svampur Sveinsson m/ensku tali The Wedding Date Myndlist Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. Artótek Grófarhúsi: Bene- dikts S. Lafleur. Til 18. maí. 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson. Banananas | Davíð Örn. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Til 24. júní. Dagsbrún undir Eyjafjöllum: Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði | Davíð Art Sigurðsson. Edinborgarhúsið, Ísafirði: Elín Hansdóttir. Elliheimilið Grund: Jeremy Deller. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson. Gallerí Galdur og rúnir: Haukur Halldórsson. Gallerí Kambur: Þorsteinn Eggertsson. Til 28. maí. Gallerí i8: Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Til 6. júlí. Gallerí 100°: Dieter Roth. Gallerí List: Daði Guðbjörns- son. Gel Gallerí | Ólafur grafari. Gallerí Sævars Karls: Jón Sæmundur. Til 2. júní. Gallerí Terpentine: Halldór Ásgeirsson. Gallerí Tukt, Hinu húsinu: Katainga. Til 28. maí. Gerðuberg: Lóa Guðjóns- dóttir. Sýningin Stefnumót við safnara II stendur yfir. Til 30. júní. Grafíksafn Íslands | Samsýn- ing þýskra listamanna. Grensáskirkja: Guðbjörg Há- konardóttir. Götur Reykjavíkur: Margrét H. Blöndal. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara. Hallgrímskirkja: Vignir Jó- hannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði: Stefán T. Hjaltalín. Til 17. maí. Kaffi Mílanó | Jón Arnar Sig- urjónsson. Kaffi Sólon: Allat (Aðalheiður Þorsteinsdóttir). Til 4. júní. Kunstraum Wohnraum Ak- ureyri: Steingrímur Eyfjörð til 29. júlí. Kling og Bang: John Bock. Listasafn Akureyrar: Matth- ew Barney, Gabríela Frið- riksdóttir. Listasafn Árnesinga, Hvera- gerði: Jonathan Meese. Listasafn ASÍ: Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Íslands: Dieter Roth. Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Lath- am, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Ís- lands. Til 29. maí. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Har- aldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Reykjanesbæjar: Martin Smida þýsk. Til 12. júní. Lista- og menningarver- stöðin Stokkseyri: Elfar Guðni. Til 5. júní. Listhús Ófeigs: Halla Ás- geirsdóttir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Bára ljósmyndari. Til 22. maí. Norræna húsið: Örnulf Op- dahl. Nýlistasafnið: Thomas Hirschhorn. Regnboginn: Anri Sala. ReykjavíkurAkademían: Þverskurður af málverki, verk eftir u.þ.b. 30 listamenn. Til maíloka. Safn: Carstein Höller. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Saltfisksetur Íslands: Jónas Bragi. Til 29. maí. Salurinn Kópavogi: Leifur Breiðfjörð. Skaftfell, Seyðisfirði: Anna Líndal. Skriðuklaustur: Sýning 8 listamanna af Snæfelli. Slunkaríki, Ísafirði: Hreinn Friðfinnsson. Suðsuðvestur: Birta Guðjóns- dóttir. Vatnstankarnir við Háteigs- veg: Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar: Micol Assael. Þjóðminjasafnið: Ljós- myndasýningarnar Í Vest- urheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Ís- lendingar í Riccione – ljós- myndir úr fórum Manfroni- bræðra. Til 5. júní. Mynd á þili, sýningin er af- rakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur, sérfræðings í kirkjulist, á listgripum Þjóð- minjasafnsins. Leiklist Borgarleikhúsið: Alveg brilljant skilnaður, sun. fim. fös. Kalli á þakinu, lau. Draumleikur, fös. Héri Hér- ason, lau. Híbýli vindanna. sun. The subfrau acts, fös. Möguleikhúsið: Enginn með Steindóri, mið. fös. Þjóðleikhúsið: Klaufar og kóngsdætur, sun. Edith Piaf, sun. Dínamít, lau. fim. Mýr- arljós, sun. Rambó, sun. Þetta er allt að koma, lau. Leikfélag Kópavogs: Allra kvikinda líki, sun. Hugleikur: Enginn með Steindóri, sun. fös. HAFNARHÚSIÐ er nú að mestu undirlagt af verkum Dieters Roth vegna yfirlitssýning- arinnar Lestar, sem er þungamiðja Listahá- tíðar í Reykjavík. Þar má þó líka finna verk eftir listamennina Harald Jónsson, Urs Fisch- er og Fischli & Weiss sem eru á meðal þátt- takenda á sýningunni Tími-rými-tilvera sem Breski sýningarstjórinn Jessica Morgan setti saman. Verk Haralds Jónssonar, Heimskauta- ávextir (Arctic fruits), er að finna í bóka- herbergi Hafnarhússins og er heimildaverk í anda Dieters Roth. Þetta eru myndir af jóla- ljósum sem skreyta tré í görðum Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Verkið er hlýlegt, yljar manni um hjartarætur, og sem slíkt skemmtilega mótsagnakennt og titill- inn afar hittinn hjá Har- aldi. Fimm þessara mynda voru sýndar á pappír í Gerðarsafni árið 2002 en eru nú sýndar með skjávarpa. Ég er ekki frá því að slík fram- setning henti myndunum betur en hins vegar sé ég ekki alveg að gluggatjald sem bjagar myndirnar sé hentugur flötur til að varpa á. Dregur það úr mætti myndanna að mínu mati þar sem annars kon- ar sjónarspil tekur yfir. Hins vegar gengur ágæt- lega upp að tengja áhorf- andann út fyrir rýmið og myndirnar verða eins og útsýni frá glugga. Svisslendingarnir Pet- er Fischli & David Weiss ættu að vera íslenskum listunnendum kunnir. Þeir eru í hópi svokall- aðra Íslandsvina. Þeirra þekktasta verk heitir „The way things go“ frá árinu 1987 og er ein- staklega frumlegt og bráðsmellið dómínó- myndband þar sem furðulegustu hlutir leiða af sér margbreytilegt ferli. Þetta meist- arastykki er til sýnis í sjónvarpi í Hafnarhúsinu ásamt þremur öðrum sem sýna einhvers konar ferli eða ferðalag. Standast þau þó tæplega sam- anburð við meist- arastykkið, nema þá helst „Kanalvideo“ frá árinu 1992 þar sem maður getur auðveldlega fallið í dáleiðslu við það að horfa eftir því sem virðist endalaust holræsi. Urs Fischer er einnig frá Sviss. Hann á heiðurinn af minnsta verkefninu á listahátíð- inni. Svo lítið fer fyrir honum að nafn hans finnst ekki í sýningarskrám eða kynning- arbæklingum um listahátíðina. Framlag hans er pínulítill leirfugl á eggi. Voða sætur. Ég verð að játa svolítil vonbrigði með hluta Tíma-rýmis-tilveru í Hafnarhúsinu. Besta verkið, „The way things go“, hefur verið sýnt reglulega í Safni við Laugaveginn síðan það var opnað árið 2002 og þessi litli fugl segir manni svo sem ekki mikið þótt sætur sé. Virk- ar eins og listaverkunum hafi verið troðið inn á milli sýningar Dieters Roth sem „sidekicki“ eins og það kallast á útlensku. Sennilega hefði Gangurinn, heimagallerí Helga Þorgils Frið- jónssonar, nýst álíka vel undir verkin og Hafn- arhúsið að þessu sinni. Þar eru gluggatjöld, sjónvörp og pláss fyrir lítinn fugl. Morgunblaðið/Eyþór Urs Fischer á heiðurinn að minnsta myndlistarverkefninu á Listahátíð. Lítill fugl MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Opið alla daga kl. 10–17. Sýningu lýkur 21. ágúst. Haraldur Jónsson, Urs Fischer og Fischli & Weiss Jón B.K. Ransu VORTÓNLEIKA Mótettukórs Hallgríms- kirkju bar upp á hvítasunnu og var efnisvalið henni tengt; allt söngverk um viðeigandi kirkjulega söngtexta, eins og við mátti búast af kórstjóra vel heima í lítúrgísk- um söngfræðum. Var dagskráin allfjölbreytt og að vonum fagn- andi, eins og jafnan er um tón- verk við einhverja mestu gleðihá- tíð kirkjuársins. 49 manna kórinn var auðheyranlega í góðu formi, og þótt ekki væri hann laus við kynhlutfallaskekkju frekar en aðrir íslenzkir blandaðir kórar (16-15-8-10) hafði stjórnandinn eftirtektarvert lag á að láta það ekki raska raddasamvægið um of. Gengið var syngjandi inn á heiðríkri „leisu“ ([kyrie] eleison) frá miðöldum í útsetningu Ró- berts A. Ottóssonar. Af þrem andlegum mótettum stórmeistara Heinrichs Schütz frá vatnaskilum endurreisnar og bar- okks (1585–1672) hreifst ég mest af hinni madrígalísku Die mit Tränen säen með streituboða er minntu á Silfursvan Gibbons, þótt allar væru þær fallegar á sinn hátt. Síðan sungu kórfélagarnir Melanie Adams (S), Guð- rún Finnbjarnardóttir (A) og Sæberg Sigurðs- son (B) þrísöng í mótettunni Komm, Heiliger Geist, Herre Gott eftir samtímahöfundinn Joh. Hermann Schein (1586–1630) við fylgibassa- leik Gunnars Sigurðssonar á pósitíf og Ingu Rósar Ingólfsdóttur á selló í undragóðu sam- vægi, enda söngraddirnar sláandi líkar að blæ. Heilagur andi kom enn við sögu í Nun bitten wir den Heiligen Geist, röltandi orgelforleik meistara norðurþýzka skólans Georgs Böhm (1661–1733) er var meðal helztu fyrirmynda Bachs. Skemmtilega slétt kveðið verk, er Gunnar lék af lipurð á Stóra-Klais við litatæra registrun. Hið æskubjarta 10 mín. kórverk Þorkels Sigurbjörnssonar, Missa Brevis (m.ö.o. án Credós), var meðal hápunkta tónleikanna, þökk sé heillandi tökum höfundar á hrifmætti einfaldleikans í frábærum flutningi kórsins. Sömu kosti í smærra umfangi hafði síðan ein- falt en tímalaust kórlag Jóns Ásgeirssonar, Hvítasunna, við ljóð Sigurbjörns Einarssonar. Eins og sagt hefur verið er lítill vandi að semja einfalt. Aðalvand- inn er að láta einfaldleikann hrífa – einkum til frambúðar. Heldur þykknaði þó yfir rit- hætti í síðustu verkum dagsins, og allt að klasakennt í tvíkóra Guðsmóðurhymna Johns Taven- ers er kórinn söng innst úr kór- hvelfingu. Greinilega af ráðnum hug, því hægskreitt austkristni- yfirbragð verksins gerði ótvírætt ráð fyrir mikilli akústík. Svipað gilti um annars ferska postróm- antíkina í Bring us, O lord eftir W.H. Harris (1883–1973), sungið á sama stað. Eftir viðhafnarmars Davids Johnsons (1922–87), Trompetlag í F, er Gunnar vitanlega skreytti spænskum trómetum Klais-orgelsins, söng kórinn (á venjulegum stað framan við altari) Þrjá mótetta eftir C.V. Stanford (1852–1924); tjáningarrík verk og oft kraftmikil er enduðu á glæsilegu tvíkóra Coelos ascendit hodie. Loks var Jubilate Deo Brittens, sungið í turnenda við orgelundirleik með engu minni glæsibrag. Gaman hefði verið að fá að lesa smávegis um a.m.k. sjaldheyrðari atriðin í tónleikaskrá, enda fróðleiksfýsn hlustenda oft vanmetin. Plássið hefði t.d. mátt finna með því að stytta ítarlegar ferilskrár kórs og stjórnanda. Morgunblaðið/Jim Smart Söngtríóið úr Mótettukórnum: Melanie Adams, Guðrún Finnbjarnardóttir og Sæberg Sigurðsson. TÓNLIST Hallgrímskirkja Kór- og orgelverk eftir m.a. Schütz, Stanford, Tavener, Britten, Schein og Þorkel Sig- urbjörnsson. Mótettukór Hallgrímskirkju u. stj. Harðar Áskelssonar. Orgelleikur: Guðmundur Sigurðsson. Sunnudaginn 16. maí kl. 17. Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Hörður Áskelsson Heiðrík tónlistarupprisa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.