Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 ! Jæja, þá er bókmenntahátíð að bresta á og einhver verður að gera usla, sýna ranghverf- una á helvítis samkundunni, ögra henni, snobbinu í kring- um hana, tala um undanrennu og rjóma – jafnvel þótt eina svarið sem fæst sé Ad hom- inem: Þér var víst boðið. Guðbergur Bergsson hefur stundum séð um þessa deild en óvíst að hann nenni því að þessu sinni. Deildin er nauðsynleg, ef slegið er upp veislu er ekki nema gott að einhver gagnrýni hana eins og hún leggur sig, aðkomumaður ryðjist jafn- vel inn í hana, helst dauðadrukkinn með óskunda og vitleysu en vitleysan er misgóð og mis- skemmtileg og ekki á allra færi og eng- inn eins góður í henni og Guð- bergur. Enda engin sérstök ástæða til að andskotast út í bókmenntahátíð en ágætis tilefni til að furða sig á hversu skringilegt og skakkt íslenskt bók- menntakerfi er. Framgangur glæpa- sögunnar er dæmi um þetta. Fyrst var greinin ekki til – eitthvert furðulegt snobb kæfði hana jafnan í fæðingu – svo fæddist hún allt í einu og fór að blómstra og nú fyrir jólin mun vera von á tíu glæpasögum. En það er ekki það sem er skrýtið, það er ágætt að glæpasögugreinin blómstri eftir lang- varandi svelti. Það sem er skrýtið er að þessu þurfi helst að fylgja stæk fyrirlitning á öllu öðru en glæpasög- um, hatur á hábókmenntum. Hvað hef ég fyrir mér í því? Svo sem ekki annað en orð á stangli sem ég hef hlerað í veislum: Fólk sé nú bara farið að lesa bækur til að njóta þeirra og halli sér því að glæpasögum. Og í nákvæmlega sömu veislum hef ég heyrt fólk tala um að þessar glæpasögur tröllríði öllu, séu drasl sem allt sé að drepa. Að nú sé með öðrum orðum kominn tími til að fyrirlíta glæpasögur á nýjan leik, allt eftir nokkurs konar díalektískri söguhyggju þar sem allt verður ein- hvern veginn úrelt á víxl með ógnar- hraða. Hvers konar bókmenntakerfi er þetta? Ákaflega skrýtið. Óheilbrigt og jafnvel sjúkt. Ég segi það því um borð í góðu skipi er ekki sífellt verið að lensa á borðana á víxl, það er ekki eilífur veltingur og enda- lausar slagsíður og kafsiglingar. Gott skip er á stöðugri og styrkri siglingu án slagsíðu og þarf ekki á því að halda að ausa allri þyngd á annan veginn og svo hinn. Sú kenning að fagurbókmenntir séu á einhvern hátt alltaf hátimbraðar og geti ekki verið annað en óviðkomandi öllu aktúelu er engu skárri en sú ný- gamla hugmynd að varpa glæpasögum út í hafsauga. Í heilbrigðu bókmennta- kerfi þrífast glæpasögur og fagurbók- menntir hlið við hlið og hvorug deild sér ástæðu til að agnúast út í hina: Spænski rithöfundurinn Javier Marías skrifar lærðar hugleiðingar um Ian Fleming og birtir í bókum sem létu sjálfsagt harðasta fylgismann and- hábókmenntahugmynda fá vægt hjartaáfall svona rétt áður en hann sofnaði af einskæru óþoli. Svar við lognmollu er ekki hvirfil- bylur, svar við vansögðu er ekki of- sagt, svar við slagsíðu á stjórnborða er ekki slagsíða á bakborða. Jæja, þá er bókmenntahátíð að bresta á, mér líst ágætlega á hana, Nick Hornby, Javier Cercas, Marg- aret Atwood, Paul Auster, Andrej Kurkov … Ég mun ekki kippa mér upp við þótt einhver lýsi frati á hana en það getur ekki verið nema mjög gott að flytja inn höfunda sem eru betra vanir en slagsíðum og skip- brotum. Gegn glæpasög- um, gegn hábók- menntum Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson- @yahoo.com Einn ógeðfelldasti veruleikasjónvarps-þáttur samtímans lauk nýveriðgöngu sinni í íslensku sjónvarpi meðpomp og prakt. Var þar um að ræða þáttaröð sem kennd er við Svaninn og skír- skotar til hins fræga ævintýris H.C. Andersens um andarungann ljóta sem var leystur undan útlitskomplexum og samfélagslegri útskúfun er hann óx úr grasi og breyttist í fagran svan. Í Svaninum eru það nútímakonur sem ganga inn í hlutverk andarungans vansæla með þá von í brjósti að töfralausnir útlitsiðnaðar- ins geti breytt þeim í ígildi svansins fagra, eða réttara sagt fegurðardrottningar. Áhorfendur fylgjast með nokkrum sjálf- boðaliðum, venjulegum konum sem myndaðar eru í eins óheppilegu ljósi og hægt er, og þeim boðið að undirgangast röð lýtaaðgerða og út- litsmeðferða sem munu gera þær keppnis- hæfar í fegurðarsamkeppni í lok þáttar. Þær fá hvers kyns leiðréttingu á andlits- og líkams- byggingu í boði þáttarins, eru teknar í gegn hvað stíl og snyrtivenjur varðar, settar í lík- amsrækt og að sama skapi settar í skyndi sjálfsræktarráðgjöf til að hressa upp á sálar- tetrið. Þar með eru þeim allir vegir færir og draumurinn um að keppa og hugsanlega vinna í fegurðarsamkeppni verður að veruleika – eða í það minnsta hjáveruleika. Einn keppendanna hreppir síðan kórónuna eftirsóttu og draum- urinn fullkomnast. Svanurinn brosir lýtalausu brosi í gegnum tárin og þáttastjórnandinn minnir áhorfendur á að einnig þeir hafi „vald til að breytast“. Við fyrstu umhugsun er kannski ekki svo mikið við „konsept“ þáttarins að athuga. Þegar öllu er á botninn hvolft er um nokkuð áþekkt ferli að ræða og viðtekið þykir í venjulegum fegurðarsamkeppnum. Þar fara keppendur jú í gegnum strangt þjálfunarferli sem miðar að því að steypa þá í mót ríkjandi fegurðarstaðla og er eflaust erfitt að vita hvar mörkin eru raunveru- lega dregin við að ná því markmiði. Líkt og all- ar fegurðarsamkeppnir er Svanurinn fátt ann- að en frábært auglýsingatækifæri fyrir hvers kyns fyrirtæki tengd útlits- og ímyndasmíðum, þar sem þátttakendur taka að sér það verkefni að gerast ólaunaðir auglýsendur í von um að geta látið djúprætta prinsessudrauma sína rætast. Það sem er ógeðfelldast við þáttinn er því ekki hin opinskáa afhjúpun hans á yfirborðs- dýrkun fegurðariðnaðarins, heldur sá tími sem tekinn er í það að birta andlegar og líkamlegar þjáningar kvennanna sem þátt taka í fegurðar- kapphlaupinu. Konurnar sem finna sig knúnar til að taka hamskiptum með þessum hætti eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa nær bugaða sjálfsmynd – alltaf er stutt í grátinn þar sem þær telja sjálfar sig ófríðar og einskis virði fyr- ir vikið. Einhver hefur talið þeim trú um að lýtalækningar muni breyta lífi þeirra og ganga þær því til verksins með stálvilja, eru tilbúnar að undirgangast hvaða þjáningu sem er til þess að komast út úr þeim vítahring sjálfsfyrirlitn- ingar sem þær hafa lokast inni í. Sjónvarps- efnið sem fæst út úr þessu er fyrir vikið á við verstu kvalalosta-ofbeldismyndir. Nema að hér horfa valdlausar konurnar hugaðar í augu væntanlegra kvalara sinna, sem fletta þær klæðum, mæla þær út, hrista höfuðið yfir því sem við blasir og leggja drög að hvers kyns misþyrmingum á einskisverðum líkömum þeirra. Við ristum þetta upp, skerum þetta af, fyllum upp í þetta, brjótum upp kjálkann og drögum út tennurnar, segja sérfræðingarnir og fórnarlömbin kinka kolli og bíta á jaxlinn. Einn keppendanna þurfti að fara í sérstaklega rót- tæka enduruppbyggingu á tanngarði og kjálk- um – ferli sem áhorfendur veruleikaþáttarins fá vitanlega að fylgjast grannt með. Sjálf að- gerðin er mynduð í hæverskri fjarlægð enda kemur besti hlutinn ekki fyrr en að henni lok- inni, þegar keppandinn kemur úr aðgerðinni, nær óþekkjanlega afskræmd, bólgin og blá, umvafin þéttum sárabindum. Þáttastjórnand- inn gerir þá athugasemd að hún líti út eins og hún hafi verið barin í klessu, eftir nokkrar lotur í hnefaleikahringnum. Í grein sem fjallar um haustdagskrá stóru bandarísku sjónvarpsstöðvanna í vikuritinu Entertainment Weekly er bent á þá stigmögn- un á óhugnanlegu ofbeldi sem finna má í vin- sælum spennuþáttaröðum sem eru að hefja göngu sína. Þættirnir bera nöfn á borð við Criminal Minds, Close to Home og Killer In- stinct, og eru sýndir á CBS og Fox sjónvarps- stöðvunum. Hér er um að ræða þætti sem fylgja í fótspor hinna geysivinsælu Law & Ord- er og CSI, sem snúast um rannsóknir á morð- fórnarlömbum sem finnast iðulega í upphafi þáttar. Í nýju þáttunum er meiri athygli beint að morðunum sjálfum, og eru konur þar iðu- lega fórnarlömb hrottafengis og öfugugga- kennds ofbeldis. Að mati prófessors í fjölmiðla- fræði sem rætt er við í greininni, er lítill munur orðinn á morðatriðum þáttanna og alræmdum hrollvekjukvikmyndum sem seint yrðu leyfðar til sýningar á besta fjölskyldutíma í sjónvarpi. Framleiðendur hafi þannig fundið leiðir til þess að magna upp ofbeldið í þáttum sínum, t.d. með því að sýna konu sem verið er að nauðga og myrða eftir að henni hefur verið byrlað lamandi snákaeitur en gæta þess að forðast atriði sem eru á opinberum bannlista bandaríska fjar- skiptaeftirlitsins, s.s. tiltekin blótsyrði, berar geirvörtur og venjuleg kynlífsatriði. Sams kon- ur þróun er að eiga sér stað í hinum stóra vin- sældarpólnum í bandarísku sjónvarpi, þ.e. veruleikasjónvarpinu, þar sem kvalalosti og ísmeygilegt ofbeldi ræður ríkjum í útsjónar- samri þáttasmíðinni. Lýtalaust ofbeldi Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Framleiðendur hafi þannig fundið leiðir til þess aðmagna upp ofbeldið í þáttum sínum …‘ I Á Bókmenntahátíð í Reykjavík er aðþessu sinni lögð áhersla á samband skáld- skapar og umheims, snertifleti við pólitíska framvindu síðustu ára og alþjóðlega þróun. Það er líklega fátt sem þarfnast meiri um- ræðu í bókmenntum og listum nú um stundir en einmitt sambandið við umheiminn, pólitík- ina og atburði á alþjóð- legum vettvangi. Það er satt að segja stundum auðvelt að fá það á tilfinninguna að heimur bókmennta og lista skarist afskaplega lítið við þann heim sem við köllum veruleika eða samfélag, heiminn sem fjölmiðlar reyna til dæmis að endurspegla dag frá degi, stundum af mjög veikum mætti. Að sumu leyti virðast bókmenntirnar ekki hafa mikinn áhuga á því sem er að gerast utan þeirra og að sumu leyti virðast þær hreinlega ekki vera nægilega gott tæki til þess að fjalla um ytri heim. Að minnsta kosti virðast til dæmis skáldsögur ekki oft ná máli í pólitískum umræðum sam- tímans, þær koma ekki oft til tals þegar til dæmis stórviðburðir ríða yfir lönd og þjóðir, þær eru ekki nefndar jafnvel þótt þær hafi fjallað um atburði í líkingu við þá sem eiga sér stað í raunheimum. Hvað veldur? II Í upphrópunarpistli annars staðar áþessari síðu veltir Hermann Stefánsson því fyrir sér hvort fólk hafi andúð á fagur- eða hábókmenntum. Hann telur raunar að svo sé. Segist hafa heyrt talað með þeim hætti á mannamótum. Á sömu stöðum segist hann hafa orðið var við óvild í garð spennu- sagna sem nýlega hafa reyndar fengið þegn- rétt í íslensku bókmenntakerfi. Hugsanlega er ástæðan fyrir því að bókmenntir ná ekki í gegn í almennri umræðu um hugmyndir, stjórnmál og atburði í heiminum sú að fólki er illa við þær, þykir þær þarflaus iðja, eitt- hvert dútl við orð sem hefur verið hafið upp yfir annað daglegt stúss af hálfgerðum mis- skilningi, að minnsta kosti sé nú orðið erfitt að sjá til hvers menn ættu að standa í þessu rjátli við orð meðan þeir gætu tekið til hend- inni og annaðhvort smíðað eitthvað sem að gagni kæmi í heiminum eða notað orðin til þess að ræða um raunveruleg málefni. Að mati Eiríks Guðmundssonar, sem skrifar hugleiðingu í tilefni af Bókmenntahátíð í Reykjavík á næstu síðu, er reyndar kominn tími til þess að rithöfundar spyrji sig þeirrar spurningar til hvers þeir eru að skrifa bók- menntir. III „Það er orðið svo langt síðan ég hefheillast algerlega af skáldsögu að það er nánast dapurlegt,“ segir Stefán Máni í þriðju greininni um bókmenntaástand sem birt er í Lesbók í dag. Stefán Máni telur að skáldsag- an sé komin að leiðarlokum, hún eigi í raun lítið erindi við lesendur lengur, hún geti ekki lengur kallað fram þau áhrif sem hún þyrfti að gera. Og hann spyr: Er líf eftir skáldsög- una? Líklega fæst ekki svar við þessari spurningu í bráð og efasemdir um gildi bók- menntanna fyrir heiminn munu sennilega halda áfram að sækja á fólk um sinn. Nema einhver þeirra höfunda sem heiðra bók- menntahátíðina að þessu sinni kunni einhver svör, huggunarorð eða stríðssöng. Neðanmáls Stundum fæ ég það á tilfinninguna að rithöfundar séu með bo-tox í vörunum. Sérílagi á þetta þó við um ljóðskáld, og jafn-vel enn frekar um íslensk ljóðskáld. Það er ekki að þau vilji ekki brosa, þau eru bara of vandræðaleg til að geta það. Þau eru of mikið að vanda sig við að vera falleg. Hahaha … svona allir saman nú … ha ha ha ha! Ha! Ha! Ha! Úff. Ætla ég enn og aftur að halda því fram að íslensk ljóð séu rusl og þeim sé ekkert of gott að enda í ryðgaðri sorpkvörn? Heldur betur ekki! – Ekki! (…ekki …) ÍSLENSKA LJÓÐIÐ HEFUR ALDREI SVIFIÐ JAFN TIGNARLEGA! ÍSLENSK LJÓÐSKÁLD HAFA ALDREI VERIÐ JAFN HUGRÖKK OG FÖGUR! ÍSLENSKA TUNGAN HEFUR ALDREI LOGAÐ JAFN GLATT! ÍSLENSK LJÓÐABÓKAÚTGÁFA HEFUR ALDREI VERIÐ JAFN VEGLEG! KILIR ÍSLENSKRA LJÓÐABÓKA ERU GULLBRYDDAÐIR OG BÓKSTAFIR LJÓÐA UPPHLEYPTIR! ÍSLENSKIR LJÓÐAPRÓFARKALESARAR HAFA ALDREI VERIÐ JAFN NÁKVÆMIR! TRJÁM HEIMSINS HEFUR ALDREI VERIÐ SÓAÐ Á GUÐDÓMLEGRI HÁTT EN Í ÚTGÁFU ÍSLENSKRA LJÓÐA- BÓKA! Ha ha! Jei! Eiríkur Örn Norðdahl Kistan www.kistan.is Um ljóð Morgunblaðið/Jim Smart Söguþræðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.