Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 K ari Hotakainen (f. 1957) gerð- ist rithöfundur að aðalstarfi árið 1996, þar áður vann hann við ýmis störf m.a. sem frétta- maður og við gerð auglýsinga hjá finnsku bókaútgáfunni WSOY. Hotakainen er mjög afkastamikill og fjölhæfur rithöfundur, hann hóf rithöfundar- feril sinn á að skrifa ljóðabók árið 1982 og hef- ur gefið út fimm ljóðabækur, þrjár barna- og unglingabækur og átta skáldsögur. Einnig hefur hann fengist við að skrifa barnaleikrit, útvarpsleikrit og blaðagreinar. Sem dæmi um viðfangs- efni í verkum Hotakainens má nefna áráttuhegðun af ýmsu tagi, gjá milli kyn- slóða, gagnrýni á klisjukenndar ímyndir, sam- bönd fólks, skilnaði og sundrun fjölskyld- unnar. Einkennandi fyrir verk Hotakainens er að hann sækir söguefnið í hið hversdagslega og lýsir venjulegum atburðum út frá óvenju- legu sjónarhorni. Hotakainen má lýsa sem súrrealista, póstmódernista og samfélags- gagnrýnanda en það sem er mest einkennandi fyrir verk hans er skörp og um leið tragísk kímnigáfa. Kari Hotakainen hefur fengið margar við- urkenningar fyrir verk sín og stendur bókin Skotgrafarvegur (Juoksuhaudantie), sem er sjötta skáldsaga Hotakainens, upp úr hvað það snertir. Bókin kom út árið 2002 og fékk strax mjög góðar viðtökur í Finnlandi. Sama ár fékk höfundurinn hin mikils metnu Finlandia- bókmenntaverðlaun fyrir bókina, en þau eru veitt árlega þar í landi. Í október 2003 völdu finnskir lesendur bókina sem bestu Finlandia- bókina frá upphafi, en verðlaunin hafa verið veitt í rúmlega 20 ár. Skotgrafarvegur er einn- ig mest selda bók sem fengið hefur þessi verð- laun. Mikilverðasta viðurkenningin sem Hot- akainen hefur áskotnast vegna bókarinnar eru Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs sem honum voru veitt í febrúar 2004. Bókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og er nýlega komin út hjá Eddu útgáfu í ís- lenskri þýðingu undirritaðrar. Bókin Skotgrafarvegur fjallar um Matta Virtanen lagerverkamann sem hefur gefið menntun upp á bátinn og veit allt um rokk- tónlist. Hann kallar sig heimavallarmann því hann hefur fórnað sér fyrir konu sína og barn. Þann tíma sem við höfðum verið í sambúð hafði ég gert allt það sem feður okkar höfðu látið ógert. Ég þvoði þvotta, eldaði mat, þreif íbúðina, gaf henni tíma fyrir sjálfa sig og hélt uppi rétti okkar gagn- vart samfélaginu. Tímunum saman hlustaði ég á hana tala um vinnuáhyggjur sínar, sveiflur í tilfinn- ingalífinu og óskir um að sér yrðu sýnd fjölbreyttari blíðuhót. Ég hóf stórtækar aðgerðir til að frelsa hana frá eldavélinni. Þegar hún kom útkeyrð heim úr vinnunni var ég alltaf tilbúinn með matinn. Matti drekkur ekki, hann er enginn of- beldisseggur í eðli sínu og er lélegur til svo- kallaðra karlmannsverka. Úr fjarlægð hafði ég fylgst öfundsjúkur með þeim sem höfðu talað um borvélar og slípirokka í léttum dúr. Þessir athafnasömu karlmenn komu mér undarlega fyrir sjónir í vinnugöllunum sínum. Glaðir og háværir þyrptust þeir umhverfis bilaðar vélar, lagfærðu þær og fóru svo út á bensínstöð og fengu sér kaffibolla. Ég horfði á aðgerðir þeirra eins og um óútskýranleg náttúrufyrirbæri væri að ræða. Matti er friðsemdarmaður sem missir einu sinni stjórn á sér og lemur Helenu konu sína sem leiðir til þess að hún yfirgefur hann og tekur Sini dóttur þeirra með sér. Þegar þær eru farnar og Matta verður smám saman ljóst að Helenu er alvara með skilnaðinn man hann allt í einu eftir að hana hafði dreymt um að eignast einbýlishús í útjaðri borgarinnar. Hann kemst að þeirri einföldu niðurstöðu að með því að komast yfir hús muni hann fá þær mæðgur aftur og fjölskyldan sameinist á ný. Matti er tilbúinn til að bjóða í fyrsta húsið sem hann skoðar, en býður ekki nógu hátt verð. „Ég vissi vel að tilboð mitt væri of lágt, þó það væri of hátt frá mínum bæjardyrum séð. Ef öðruvísi hefði staðið á hjá mér hefði ég í mesta lagi migið utan í sökkulinn á svona húsi, en núna var ég tilbúinn að gefa allt sem ég átti fyrir það.“ Matti leggur allt í sölurnar fyrir sameiningu fjölskyldunnar, hann verður að setja sig inn í hinar undarlegustu aðstæður fasteignamark- aðarins og finna leiðir til að fjármagna hús- kaupin því hann ákveður eftir mikla útreikn- inga að hann muni ekki taka bankalán fyrir húskaupunum. Hann selur stóran hluta eigna sinna, aflar aukatekna m.a. sem erótískur nuddari og með sölu á stolinni vöru. Þar sem Matti hefur aldrei sjálfur hugsað sér einbýlishús sem raunverulegan valkost tekst hann á við verkefni sem hann hefur ekk- ert vit á. Hann veltir fyrir sér hver geti að- stoðað sig við verkið: Mér varð hugsað til starfsfélaga minna, en ég mundi ekki eftir neinum sem hafði reynt að fá fjöl- skyldu sína aftur með því að kaupa hús. Ég mundi eftir einum sem hafði innréttað gufubað í garðskúr fyrir konuna sína. Hún kom akandi í leigubíl, lýsti því yfir að flísarnar væru smekklausar og sneri aft- ur í nýja sambandið. Matti veit ekkert um einbýlishúsamenn- inguna svo hann ákveður að kynna sér ræki- lega allt í sambandi við hana. Hann gengur til verks af hernaðarlegri nákvæmni. Vopnaður kíki, segulbandi og minnisbók rannsakar hann kerfisbundið ákveðin hverfi Helsinki. „Ég var blokkarmanneskja og ég hafði aldrei kynnst fólki sem lifði við öðruvísi búsetuskilyrði. Ég hafði áhuga á að vita hvernig fólk sækir í ein- býlishús og með hvaða siðferðisrökum það tel- ur sig eiga svoleiðis skilið. Einnig vildi ég vita hvernig nágranna við myndum eiga í framtíð- inni.“ Hann kemst fljótlega að því að yfir ein- býlishúsahverfum “er sterk lykt af grilluðu kjöti, reykur liðast upp frá görðunum. Sláttu- vélar hökta eins og litlar þyrlur, hljóðin minna á byrjunina í mynd Coppola, Dómsdagur nú. Lykt af nýslegnu grasi sem blandast lykt af grilluðu kjöti hefur deyfandi áhrif á hinn ein- mana.“ Matti verður að gera upp við sig hvernig hús hann vilji eignast og við það notar hann útilok- unaraðferðina. Ef höfuðið er fullt veit maður ekki lengur hvað þar er að finna. Maður verður að flokka og hreinsa til. Ég byrjaði á því sem ég vildi ekki. Ég vildi ekki hvítt múrsteinshús, með grasblett sem búið er að snoða ofan í millimetra hýjung og með þrjá garðálfa standandi milli berjarunnanna. Ég vildi ekki nýtt timburhús í gamaldags stíl, með turni og svölum. Ég vildi ekki múrsteinsklætt timburhús, með mörg- um spennandi smáatriðum. Ég vildi ekki nútímalegt hús, þar sem arkitektinn Áhrifavaldur í fasteignasölu Kari Hotakainen er einn af fremstu rithöf- undum Finna. Hann hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir skáld- sögu sína Skotgrafarvegur. Fyrir hana sæmdi einnig Félag fasteignasala ásamt Íbúðalánasjóði Kari Hotakainen þeirri viður- kenningu að vera valinn „mesti áhrifavaldur í fasteignasölu“ árið 2002. Kari Hotakainen „Sem dæmi um viðfangsefni í verkum hans má nefna áráttuhegðun af ýmsu tagi, gjá milli kynslóða, gagnrýni á klisjukenndar ímyndir, sambönd fólks, skilnaði og sundrun fjölskyldunnar.“ Eftir Steinunni Guðmundsdóttur steina@luukku.com E nski rithöfundurinn DBC Pierre, en DBC er skamm- stöfun á Dirty But Clean, vakti mikla athygli þegar hann fékk Booker-verðlaun- in bresku 2003 fyrir fyrstu skáldsögu sína. Ekki var sú ráðstöfun óum- deild, enda bókin, Vernon God Little, hrá og kraftmikil og sker sig nokkuð úr þeim bók- um sem mest hefur verið hampað af verð- launanefnd Booker til þessa. DBC Pierre, eða Peter Finlay, eins og móðir hans nefndi hann, er af ensku bergi brotinn, fæddur í Ástralíu og ólst upp í Mexíkó. Hann varð snemma foreldrum sínum mikil sorg, óknyttapiltur og ófyrirleitinn og sólginn í samneyti við fá- tæka og spillta, en fjölskylda hans var í áln- um, faðirinn virtur vísindamaður. Pierre kennir því um hve hann var rót- laus að hann var utanveltu, fannst hann eiga hvergi heima. Þannig var hann með enskt ríkisfang, án þess að vera Englendingur, með ástralskan hrein án þess að vera Ástr- ali og bjó í Mexíkó, án þess að vera mexí- kóskur. Fyrir vikið átti hann mjög erfitt með að vita hvaða hópi hann tilheyrði og alla tíð hafi hann dreymt um að finna sér hóp til að falla inn í. Þegar Pierre var sextán ára veikist faðir hans hastarlega, fékk heilaæxli og var flutt- ur til New York til lækninga, og Pierre ungi varð húsbóndinn á heimilinu. Óstöðugleiki áranna á undan hafði ekki búið pilt undir svo mikla ábyrgð og næstu ár liðu hratt í sukki og svínaríi. Hann rifjar það gjarnan upp að flestir helstu svallbræður hans og bestu vinir drukku sig inn í eilífðina. Þegar svallið hafði staðið í þrjú ár lést faðir Pierre og enn hallaði undan fæti. Botninum var svo náð þegar mexíkósk stjórnvöld lokuðu bönk- um landsins óforvarandis, þjóðnýttu þá, felldu gengi gjaldmiðilsins sexfalt og létu það síðan fljóta. Þeir sem ekki höfðu varann á glötuðu að segja öllu og þar á meðal fjöl- skylda Pierre. Honum fannst hann bera ábyrgð á því hvernig komið var fyrir fjölskyldunni og til þess að „bjarga málunum“ byrjaði hann að fá lánað og ljúga og því meira sem hann fékk að láni því meira laug hann. Smám saman leiddist hann út í neyslu á sterkum fíkniefnum, varð kókaínfíkill, sem varð síst til að bæta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar. Á endanum var hann svo langt leiddur að hann sveik út úr vini sínum hálfa fjórðu milljón króna. Eina leiðin sem hann sá út úr ógöngunum var að skrifa bók, metsölubók. (Þess má geta hér að Booker-verðlaunin eru um sex milljónir króna og komu sér vel því Pierre gat endurgreitt vininum sem hann sveik.) Pierre flosnaði á endanum upp, dvaldi um tíma meðal flækinga undir brú skammt frá landamærunum að Texas við þann starfa að flytja illa fengna bíla yfir landamærin og segist þá hafa kynnst slíku öðlings ógæfu- fólki að það kviknaði með honum hugmynd að gera því einhver skil á bók. Sjálf hug- myndin að bókinni og aðalsögupersónan birtist honum er hann sá í sjónvarpinu ung- an pilt settan inn í lögreglubifreið eftir uppákomu í skóla skammt frá þar sem Þar sem banvænt er að gera mistök DBC Pierre hefur verið kallaður loddari og bókinni hans Vernon God Little sem hlaut Bookerinn 2003 hefur verið lýst með þeim orðum að hún sé eins og Osborne-fjölskyldan hefði boðið Simpson-fjölskyldunni í heimsókn að skála í rótarbjór þegar Don DeLillo slóst í hópinn og bað þau að semja með sér lag fyrir Eminem. DBC Pierre „Þó sagan af Vernon unga Little sé eiginlega harmleikur er bókin fjörlega skrifuð, í sann- kölluðum ýkjusagnastíl, og á köflum er hún eins og hrein gamansaga.“ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.