Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 9 Bandaríski rithöfund- urinn Siri Hustvedt er af norskum ættum, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Minnesota í Banda- ríkjunum. Sem barn bjó hún um tíma í Reykjavík þar sem faðir hennar var sendikennari við Há- skóla Íslands. Hún er nú búsett í Brooklyn, New York, og gift bandaríska rithöfund- inum Paul Auster sem einnig kemur fram á hátíðinni. Hustvedt hefur sent frá sér fjölda ljóða, ritgerða og skáldsagna. Það var þó ekki fyrr en árið 2003 sem hún raun- verulega sló í gegn og þá með skáldsögunni What I Loved, en sú saga hefur nú verið þýdd á fjölmörg tungumál og hlaut Hustvedt meðal annars Prix des librairies du Que- bec-verðlaunin kanadísku fyrir bestu erlendu bók- ina árið 2003. What I Loved má lýsa sem einskonar skáldsögu hugmynda þar sem velt er upp hugmyndum á borð við hversu mikið af því sem við skynjum sé per- sónulegt og hversu stórum hluta þess við deilum með öðrum. Í bókinni stillir höfundurinn upp sögu tveggja manna sem lifa og hrærast í listheimi New York-borgar gegn rafmögnuðu hugmyndarófinu sem einkennir borgina á 25 ára tímabili. Vangavelt- ur Hustvedt um hvað það er sem mótar manneskj- una eru rauður þráður í What I Loved líkt og öðrum verkum hennar, en höfundurinn hefur í ýmsum við- tölum látið hafa eftir sér að hluta bókarinnar hafi henni þótt nær óbærilegt að skrifa. Siri Hustvedt ræðir um verk sín við Þóru Arnórs- dóttur í Norræna húsinu á fimmtudag kl. 15 og les úr verkum sínum í Iðnó á föstudagskvöld kl. 20. Skáldsaga hugmynda Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Siri Hustvedt Eric-Emmanuel Schmitt er heim- spekingur, með doktorspróf í Dide- rot frá æðstu menntastofnun Frakklands, Ecole Normale Supér- ieure. Þegar hann hóf að skrifa skáld- verk var hann gagn- rýndur fyrir fræði- legan stíl. Fyrsta verkið hans, leikritið La nuit de Valognes, sló samt í gegn árið 1991. Í kjölfarið kom Gesturinn sem Borgarleikhúsið sýndi á síðasta ári. Verkið fjallar um fund Freuds og Guðs og hlaut það þrenn Molieres verðlaun árið 1994. Nú var Schmitt kominn á skrið, sagði upp störfum sínum sem háskólakennari í heimspeki og sneri sér alfarið að skáld- skapnum. Síðan hefur Schmitt skrifað fjölda leikrita og nokkrar skáldsögur. Hann hlaut Grand Prix de Lectrices de Elle árið 2000 fyrir skáldsöguna L’evangile selon Pilate, undanfarin ár hafa verk hans setið á metsölulistum vikum og jafnvel mánuðum saman og þau hafa verið þýdd á um þrjátíu tungumál. Schmitt er talinn meðal fimm- tán mest lesnu höfunda í heimi. Bækurnar sem hafa borið hróður hans einna víðast eru trúarþríleikurinn sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti á síðasta ári, Milarepa, Herra Ibrahim og blóm Kóransins og Óskar og bleikklædda konan. Fyrsta bókin fjallar um búddisma, önnur um íslam og sú þriðja um kristni. Á síðasta ári sendi Schmitt frá sér fjórðu bókina, L’enfant de Noé, sem fjallar um gyðingdóm. Verk Schmitt eru ekki auðskilgreinanleg. Þau eru í senn heimspekilegar ritgerðir og farsa- kenndur skáldskapur. Schmitt segist í viðtali við franska bókmenntatímaritið Lire alla tíð hafa skrifað öðruvísi en ætlast er til. „Allt frá því ég var í barnaskóla hefur verið sagt að ég skrifi öðruvísi en maður eigi að gera. Nú er þessu haldið fram um leikverk mín og skáldsögur. En það er satt að ég byrjaði að skrifa skáldskap eins og fræðimaður. Nú er ég hins vegar að reyna að skrifa mig frá hinni ströngu hefð Ecole Normale Supérieure og finna rétta tungumálið, skrifa án nokkurra bragða. Skrif eru í mínum huga tungumál.“ Eric-Emmanuel Schmitt ræðir um verk sín við Kristján Þ. Hrafnsson í Norræna húsinu á mánudag kl. 15 og les úr verkum sínum þá um kvöldið í Iðnó kl. 20. Öðruvísi en ætlast er til Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Eric-Emmanuel Schmitt FYRIR tveimur árum skrifaði rithöfund- urinn Susan Johnson grein í ástralska dag- blaðið Sydney Morn- ing Herald, um það hvað ráða má í einka- líf rithöfunda af því hverjum þeir tileinka bækur sínar. Tilefni skrifanna voru skiln- aðir rithöfunda sem höfðu tileinkað bæk- ur sínar elskulegum eiginkonum, allt til dauða, og komst Johnson að þeirri nið- urstöðu að karlrithöf- undar ættu það til að fara offari í tilfinningasemi sinni við tileinkanir, enda nytu þeir jafnan meiri aðstoðar við skrif sín en kvenrithöfundar. Þá segir Johnson: „Auðvitað eru til und- antekningar. Graeme Gibson, eiginmaður Margaret Atwood, er slíkur dýrlingur að ónefndur rit- höfundur vildi fá sér bol með áletruninni: „Sérhver kvenrithöfundur ætti að vera giftur Graeme Gib- son.“ Þessi saga hefur flogið víða og þótt kómísk. En í ljósi ferils Graemes Gibsons, mætti sannarlega útfæra söguna og segja að hver þjóð, ætti að eiga sér Graeme Gibson meðal sinna rithöfunda. Graeme Gibson er ekki einungis eitt kunnasta skáld Kanadamanna, og í sambúð með enn nafn- togaðri rithöfundi, téðri Margaret Atwood, heldur hefur hann um langt árabil verið í forsvari kanad- ískra rithöfunda, unnið að málefnum þeirra á margan hátt. Auk eigin skáldverka hefur Gibson samið kvik- myndahandrit og þætti fyrir útvarp og sjónvarp og skrifað greinar fyrir blöð og tímarit. Viðtöl hans við aðra rithöfunda sem birst hafa í fjölmiðlum og á bókum eru fjölmörg. Það kemur því varla á óvart að í Kanada skuli hann stundum nefndur rithöf- undur rithöfundanna.Með skáldsögunni Five Legs, sem kom út árið 1969, þótti Gibson brjóta blað í sögu kanadískra bókmennta með ferskum og nútímalegum stíl. Sagan greindi frá tveimur ungum sakbitnum mönnum á tímum þjóðfélags- legs umróts og glímu þeirra við nýjar hugmyndir um siðferði, tilfinningar og kynferði. Í Perpetual Motion, frá 1982, fæst Graeme Gib- son við spurningar um völd, mátt manneskjunnar og óbilandi trú hennar á tækni og framfarir. Sagan gerist undir lok nítjándu aldar, þegar nútíminn ger- ir innreið sína með tilkomu véla og maskína af öll- um gerðum. Sögupersónan, Robert Fraser, er staðráðinn í að smíða eilífðarvél sem getur fram- leitt orku til allra þeirra hluta sem hann þarfnast. Í þrákelknislegri tilraunastarfsemi sinni við vél- arsmíðina, drifinni áfram af framfarahugsjónum, eyðileggur Fraser ekki bara lífið í kringum sig, heldur verður yfirþyrmandi skynsemisdýrkun hans að sjúklegri þráhyggju með dramatískum afleið- ingum. Í Gentleman Death, sem kom út 1993, skrifar Graeme Gibson um Robert Fraser, rithöfund sem stendur frammi fyrir þrúgandi spurningum um eðli andstæðnanna í sköpunargáfunni og dauðanum. Í sögunni þótti Gibson takast einstaklega vel að tefla saman skálduðum veruleika og raunveru- leika á áhrifamikinn máta og lýsa þeim þroska sem skáldið nær í sátt sinni við tilhugsunina um að allt líf tekur enda. Graeme Gibson les úr verkum sínum í Iðnó á mánudag kl. 20. Rithöfundur rithöfundanna Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Graeme Gibson „Ég er austur-þýskur rithöfundur, ekki al- vöru þýskur rithöf- undur. Sameiningin verður fullkomnuð þegar ég verð þýskur rithöfundur.“ Höfundur þessara orða er austur-þýski rithöfundurinn Thom- as Brussig, fæddur í Austur-Þýskalandi 1965 og alinn upp í Austur-Berlín. Brussig er einn þeirra rithöf- unda sem talinn er hafa komið af stað nýrri bylgju þýskra bókmennta undir lok síðustu aldar, eftir áratuga áherslu á siðferði samfélagsins, mat og endurmat og fortíðarhyggju. Gagnrýnendur hafa sagt að Thomas Brussig sé fulltrúi þeirrar kynslóðar eftirstríðsáranna sem þorði á ný að tala um samtímann – ekki bara út frá sjónarhorni rétt- hugsunar og móralskra hugleiðinga, heldur á nýjan máta, skáldlegan, fyndinn, og jafnvel gróteskan. Saga Brussigs Hetjur eins og við varð metsölubók í Þýskalandi, en þar lýsir hann hruni Berlínarmúrsins og kommúnismans frá sjónarhóli Austur-Þjóðverja, í gegnum ungan og heldur einfaldan leynilögreglu- starfsmann sem hefur meiri áhuga krassandi kyn- lífsleikjum og perversjónum en starfi sínu. Sagan kom út árið 1995 og hefur verið þýdd á 14 tungumál. Eftir henni var gerð kvikmynd sem notið hefur mikilla vinsælda og góðra dóma. Vinsælasta kvikmynd Þjóðverja til þessa, Sonnenallee frá 1999, með tvær og hálfa milljón áhorfenda til þessa dags, er sömuleiðis byggð á sögu eftir Thomas Brussig, Am kürzeren Ende der Sonnenalle. Þar er sviðið einnig austur-þýskur veruleiki, en sagan greinir frá vinunum Micha, Wuschel, Mario og Brille, sautján ára gæjum á ár- unum fyrir fall múrsins, sem allir eru ástfangnir af hinni undurfögru Miriam, sem virðir hrifningu þeirra einskis. Strákana dreymir um ást og frelsi, en draumarnir hrynja þegar Miriam segir að ekki sé lít- andi við öðrum strákum en úr vestrinu. Orð hennar endurspeglast í múrnum við enda götunnar þeirra, sem er þeim stöðugur minnisvarði um boð og bönn, hömlur og fjarlæga frelsisdrauma. Sagt hefur verið um báðar þessar mikilvægu sögur Brussigs, að þrátt fyrir ýktan og skoplegan veruleika þeirra og persónanna þyki þær gefa afar góða sýn á líf fólks í Austur-Þýskalandi undir lok ní- unda áratugarins, erfiðleikana sem það glímdi við og hugmyndir þess um lífið í vestrinu. Það álit virð- ist samdóma meðal gagnrýnenda að húmorinn og satíran séu hans sterkustu stílvopn. Meðal annarra verka Thomasar Brussigs eru Wasserfarben, frá 1991, og Leben bis Männer frá 2001. Brussig hefur komið víða við og starfað við margt fleira en skriftir. Á ferilsskrá hans eru störf við flutninga, safnvörslu og dyravörslu á hóteli, en hann er menntaður bæði í félagsfræði og drama- túrgíu. Thomas Brussig ræðir við Jórunni Sigurð- ardóttur um verk sín í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 15 og les úr verkum sínum í Iðnó á fimmtudag kl. 20. Veruleiki handan múrs Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Thomas Brussig Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen, sem fæddur er 1954, vakti fyrst athygli á skáldsagnasviðinu ár- ið 1982 með smá- sagnasafninu Fange- liv sem hann hlaut Tarjei Vesaas- verðlaunin fyrir fyrir bestu frumraunina. Á þeim rúmlega tuttugu árum sem liðin eru frá því smásagnasafnið kom út hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur. Meðal verka hans má nefna metsölubókina Seierherrene, sem fyrst kom út 1991 og segir frá þremur kynslóðum norsks al- þýðufólks, en sagan vakti athygli á Jacobsen á al- þjóðavettvangi. Fyrir skáldsög- una Frost hlaut hann síðan tilnefningu til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs árið 2003, en í þeirri bók er það Íslendingurinn Gestur Þórhallsson, sem kunnur er úr Heiðvígasögu, sem er í aðalhlutverki. Jacobsen er mikill áhugamaður um norrænar fornbókmenntir og nefndi m.a. Gísla sögu Súrssonar og Sonatorrek Egils Skallagríms- sonar meðal uppáhaldsverka í viðtali við Aftenpost- en fyrir nokkrum árum. Hann er líka fluglæs á ís- lenska tungu og hefur margoft sótt landið heim og var meðal annars gestur á Bókmenntahátíðinni 1992. Ein bók hefur þegar komið út eftir Jacobsen á ís- lensku, spennusagan Ísmael, og er Frost einnig væntanleg í íslenskri þýðingu hjá Eddu útgáfu síðar á árinu. Hlaut sú bók mjög svo lofsamlega dóma norskra fjölmiðla. Sagði norska Dagbladet hana m.a. heillandi og efnisríka, auk þess sem Jacob- sen var sagður rithöfundur af guðs náð og Aften- posten sagði söguna ekki síður nútímalega en hans fyrri þrátt fyrir að hann leitaði þar í fyrsta skipti mörg hundruð ár aftur í tímann við sagna- gerðina. Roy Jacobsen les úr verkum sínum í Iðnó á mið- vikudag kl. 20 og Einar Kárason ræðir við hann í Norræna húsinu á laugardaginn kemur kl. 15. Söguefni úr íslenskri fortíð Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Roy Jacobsen Andrej Kurkov fædd- ist árið 1961 í St. Pét- ursborg, sem þá hét Leníngrad. Hann ólst upp í Kænugarði og stundaði þar nám. Á meðan hann gegndi herþjónustu starfaði hann sem fangavörð- ur í fangelsi í Ódessa, en hann hefur einnig séð sér farborða með blaðamennsku og sem kvikmyndatöku- maður. Kurkov hefur skrif- að nokkuð af bókum, bæði fyrir börn og full- orðna, og gekk bærilega þar til Sovétríkin hrundu enda lagðist bókaútgáfa nánast af um hríð í lönd- um sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Kurkov sneri sér þá að því að skrifa kvik- myndahandrit til að fram- fleyta sér. Var hann meðal annars tilnefndur til evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir handrit sitt að myndinni Vinur hins látna, sem frumsýnd var í Can- nes 1997. Tveimur árum síðar sló svo í gegn bókin Lautarferð á ís sem gefin var út víða í Evrópu. Í kjölfar vinsælda þeirrar myndar, sem var fyrsta úkraínska kvikmyndin sem náði heimsdreifingu, jókst áhugi á skáldverkum Kurkovs að nýju. Death and the Penguin, Dauðinn og mörgæsin, var svo fyrsta bók hans sem gefin var út á ensku. Sagan segir frá rithöfundinum Viktor sem tekur mörgæsina Misha í fóstur er dýragarðurinn í Kænu- garði hefur ekki lengur efni á að fóðra dýrin. Viktor hefur átt í basli með að koma verkum sínum á framfæri en kemst í feitt er hann er ráðinn til að skrifa minningargreinar um lifandi fólk og eftir það verður sagan æ fjarstæðukenndari en þó trúverð- ug. Viktor er í senn gerandi og þolandi, en það eina sem vakir fyrir honum er að þrauka, reyna ekki að skilja það sem fram fer heldur að lifa af. Sagan um Viktor og mörgæsina Misha er að nokkru leyti dæmisaga þó Kurkov segist ekki hafa ætlað sér að skrifa pólitíska skáldsögu. Mörgæs- irnar eru táknrænar fyrir ástandið í ríkjunum sem tilheyrðu Sovétríkjunum því mörgæsir eru hópdýr, álíka og komið var fyrir íbúum Sovétríkjanna, og nánast ófærar um að bjarga sér einar síns liðs. Fleiri lyklar eru í bókinni sem eru ekki eins augljósir vestrænum lesendum og löndum Kurkovs, því Vikt- or er rússneskumælandi Úkraínubúi, tilheyrir minnihluta sem eitt sinn var ráðandi í landinu. Kurkov hefur skrifað þrettán bækur og í nánast öllum bókunum koma dýr við sögu, ýmist sem aðal- persónur eða í veigamiklu hlutverki, en margar þeirra eru reyndar barnabækur. Hann hefur og rak- ið það að hann fór að skrifa til óhapps sem henti þrjá hamstra sem hann átti sem barn, sjö ára gam- all. Einn hamsturinn var kraminn af hurð og annar varð ketti að bráð. Kurkov skrifaði ljóð um þann þriðja, en ljóðið segir frá hamstri sem misst hefur alla vini sína. Næsta ljóð samdi Kurkov svo þegar þriðji hamsturinn hlaut einnig voveiflegan dauð- daga er hann hrapaði til bana af svölum á fimmtu hæð í blokk. Það ljóð hét „Afi Lenín“, enda segist Kurkov hafa vitað að Lenín væri líka dáinn og hann hefði verið dýravinur. Nýjasta bók Kurkovs heitir The Last Love of the President upp á ensku. Hún kom út fyrir hálfu öðru ári og segir frá manni sem kosinn er forseti Úkraínu nánast fyrir tilviljun árið 2011 eftir að eitrað er fyrir honum í þriðju umferð kosninganna, en helsti fjandi hans er hópur rússneskra embættismanna sem Pútín, forseti Rússlands til 2016, stýrir. Kur- kov segir sjálfur svo frá að bókin fjalli um ástina, hún sé í raun fjórar ástarsögur. Í þremur þeirra koma konur við sögu en ein ástarsagan er um mann sem reynir að elska land sitt en sú ást er ekki endurgoldin, því eins og Kurkov orðar það: „Land þitt elskar þig ekki þótt þú elskir það og síst af öllu ef þú ert forseti.“ Andrej Kurkov les upp úr verkum sínum í Iðnó næstkomandi miðvikudag kl. 20. Hann tekur einnig þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu á föstudag með Árna Bergmann kl. 12. Kurkov og dýrin Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Andrej Kurkov Tyrknesk stjórnvöld hafa þó í gegnum tíðina margoft bannað bækur Uzuns og tólf sinnum kært hann á grundvelli tungumálsins sem hann skrifar á. Síðustu réttarhöldin yfir honum end- uðu með sýknu hans árið 2003. Nú orðið selj- ast bækur Uzun vel í Tyrklandi í kjölfar tilslak- ana Tyrkja og endurreisnar kúrdískrar menningar. Í nýlegri ferð Uzuns til kúrdísku borgarinnar Diyarbakir hlýddu 3000 manns á hann lesa úr nýrri skáldsögu sinni, Ronî mîna evînê, tarî mîna mirinê eða Ástin sem ljós, dauðinn sem myrkur. Það er ennfremur til marks um breytt sam- band Uzuns við Tyrkland að hann fluttist aftur þangað í sumar ásamt konu sinni og börnum eftir 28 ára búsetu í Svíþjóð og er hann nú bú- settur í Istanbúl. Sjálfsmynd hans ber þó merki hins margbrotna lífs sem hann hefur lifað, en hann lítur á sig sem kúrdískan, tyrkneskan og skandinavískan og neitar að líta á sjálfan sig sem kúrdískan rithöfund. „Það er blandan af austri og vestri sem hefur lagt grunnin að lífi mínu sem rithöfundur,“ sagði hann í nýlegu við- tali. Mehmed Uzun ræðir um verk sín við Þórarin Eldjárn í Norræna húsinu á mánudag kl. 12 og les úr verkum sínum í Iðnó á þriðjudagskvöld kl. 20.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.