Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 1
Laugardagur 10.9. | 2005 [ ]Bókmenntahátíð í Reykjavík | Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett á morgun í Norræna hús-inu. Hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn en tuttugu ár eru liðin síðan sú fyrsta fór fram 1985.Tuttugu erlendir höfundar sækja hátíðina að þessu sinni og níu íslenskir. Sagt er frá öllumhöfundunum í Lesbók í dag auk þess sem birtar eru greinar um bókmenntaástand í landinu. LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 Í nýjustu skáldsögu Austers, Brooklyn Follies, sem væntan- leg er í íslenskri þýðingu Jóns Karls Helgasonar, er eftirfar- andi saga lögð í munn einni persónu. Hún gerist á síðasta æviári Franz Kafka. Hann er orðinn helsjúkur og er fluttur til Berlínar með ástkonu sinni, Dóru. Eitt sinn þegar þau eru að spássera í almenningsgarði koma þau að grátandi telpubarni. Hún er búin að týna dúkkunni sinni, segir hún. Kafka svarar því til að dúkkan sé ekki týnd, heldur hafi hún farið í ferðalag. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi einmitt fengið bréf frá henni í morgun. Ef telpan kemur aftur í garðinn á morgun skuli hann koma með bréfið og lesa það fyrir hana. Eitt- hvað stemmir þetta tára- flóð stúlkunnar og hún segist koma næsta dag. Kafka fer heim og sest við að semja bréfið frá brúðunni og leggur sig allan fram. Næstu viku eða svo hittir hann stúlkuna á hverjum degi og í hvert sinn kemur hann með nýtt bréf frá dúkkunni. Smám saman dvín tregi telpunnar. Brúðan er að skapa sér nýtt líf á nýjum stað. Að lokum tilkynnir hún fyrrum eiganda sínum að hún hafi hitt dúkkustrák og að þau ætli að gifta sig. Hún muni því ekki skrifa framar og kveður. En þá er harmur stúlkunnar líka á bak og burt. Gapið sem hvarf dúkkunnar skildi eft- ir sig hefur verið fyllt af þessu nýja lífi, hug- myndinni um tilvist hennar annars staðar. Ég veit ekki hvað Auster gengur til með frá- sögn þessari en það er freistandi að líta á hana sem dæmisögu um hlutverk bókmennta, ekki síst á trúlausum tímum eins og okkar. Eftir að raunvísindin ruddu burt þeim stoðum sem heimsmynd trúarbragðanna hvíldu á, og boð- skapur kirkjunnar um líf handan hins jarð- neska var komin í mótsögn við flest það sem vísindin hafa leitt í ljós, hefur mannkynið orðið fyrir viðlíka missi og litla telpan sem týndi dúkkunni sinni. Við höfum glatað hugmynd- inni um eilíft líf og við blasir hið ægilega tóm dauðans. Sagan sem trúin sagði okkur um upprisuna og sigurinn yfir dauðanum huggar okkur ekki lengur. Til að breiða merkingu og mennsku yfir hina ægilega ómennsku dauðans þurfum við nýja sögu, eða sögur. Skáldin og merking(arleysi) tilverunnar Raunar má segja að allt frá dögum rómantísku stefnunnar hafi skáldin verið að reyna að fylla upp í þessa eyðu. Ímynd rithöfundarins eins og hún hefur birst okkur Vesturlandabúum undanfarnar tvær aldir hefur orðið til vegna þess að það vantaði einhvern til að fylla upp í það tóm sem trúin skildi eftir þegar guð yfir- gaf hjörtu okkar. Skáld eins og Victor Hugo, Dostojevskí, Tolstoj, jafnvel Halldór Laxness, leituðust við að gæða heiminn merkingu í stað þeirrar sem við höfum glatað. Meira að segja absúrdistar eins og Samúel Beckett eru þó all- tént að vekja okkur til vitundar um merk- „Bréf frá týndri brúðu“ Eftir Torfa H. Tulinius tht@hi.is Paul Auster gat ekki hugsað sér lífið án skrifa. Hann var lengi að fóta sig í þeirri list. Andlát föður hans markaði þar ákveðin tíma- mót en um hann skrifaði hann bók sem varð upphafið að stórmerkilegum ferli. AP 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.