Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 5 K anadíski rithöfund- urinn Margaret Eleanor Atwood er fædd í Ottawa árið 1939. Hún útskrif- aðist með BA-gráðu frá Toronto-háskóla og MA-gráðu frá Radcliffe, Harvard. Fyrstu ár ævinnar dvaldi Atwood í óbyggðum Norður-Ontario og Que- bec, þar sem faðir hennar, sem var skordýrafræðingur, stundaði rann- sóknir. Atwood býr nú í Toronto með manni sínum, Graeme Gibson, sem einnig er rit- höfundur, og eiga þau uppkomna dóttur. Atwood er tal- in standa fremst meðal samtímarit- höfunda í Kanada. Aðeins fimm ára gömul var hún byrjuð að skrifa og hefur verið að allar götur síðan. Hún er afkastamikill rithöfundur og ekki aðeins hafa 11 skáldsögur hennar verið gefnar út, heldur einnig barna- bækur, ljóðabækur, smásögur og bækur um bókmenntafræðikenn- ingar og gagnrýni. Skáldsögur Atwood eru eftirfar- andi: The Edible Woman (1969), Sur- facing (1972), Lady Oracle (1976), Life Before Man (1979), Bodily Harm (1981), The Handmaid’s Tale (1985), Cat’s Eye (1988), sem hlaut margar viðurkenningar og verðlaun, m.a. til- nefningu til Booker-verðlaunanna, The Robber Bride (1993), sem hlaut jafnframt margar viðurkenningar, Alias Grace (1996), Blind Assassin (2000), en fyrir hana hlaut Atwood Booker-verðlaunin, og Oryx and Crake (2003), sem var tilnefnd til Booker-verðlaunanna. Auk þess að hafa unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín hefur Atwood margoft verið sæmd heiðurs- doktorsnafnbót. Atwood hefur einstaklega glöggt auga fyrir mannlegum samskiptum og verk hennar endurspegla þetta áhugasvið, en hún tekur oft fyrir valdatogstreitu milli fólks, og þá að- allega kvenna. Rithöfundurinn Shan- non Hengen segir að Atwood hafi eitt sinn sagt að vald væri ekki raunveru- legt heldur gæfi fólk það hvert öðru. Hengen bendir á að það sé Atwood mjög hugleikið hver það sé sem afsali sér valdinu til annarrar per- sónu, hvers vegna hann eða hún geri það og hvernig þeir sem nú fari með valdið beiti því. Í skáldsögunum Cat’s Eye og The Robber Bride sýnir Atwood á afgerandi hátt hvernig vald er misnotað og verða söguhetjurnar fjórar fyrir grófu einelti og kúgun. Einelti er einmitt gott dæmi um afsal valds þar sem einn aðilinn fær valdið í sínar hendur og tekur upp á að kúga hinn. Í báðum skáldsögunum kannar Atwood hlutverk kúgara og þolenda og varpar ljósi á það af hverju persónurnar verða fórnarlömb og hvort og þá hvernig þær ná yfirhöndinni í lífi sínu aftur. Í Cat́s Eye er fórnarlambið hin átta ára gamla Elaine Risley, en hún er miskunn- arlaust lögð í einelti af þremur öðrum litlum stúlkum, Cordeliu, Grace og Carol. Eins og Atwood sjálf dvelur Elaine fyrstu ár ævi sinn- ar í óbyggðum með foreldrum sínum og bróð- ur, þar sem faðir hennar, sem er skordýra- fræðingur, eins og reyndar faðir Atwood sjálfrar, stundar rannsóknir. Það er hins vegar þegar herra Risley fær vinnu sem prófessor við háskólann í Toronto sem fjölskyldan festir rætur á einum og sama staðnum í fyrsta sinn. En það eru mikil viðbrigði fyrir litla stúlku að flytja til stórborgarinnar, hún hefur t.d. aldrei umgengist aðrar litlar stúlkur og í raun er eina vitneskja hennar um þær byggð á því sem hún hefur lesið í bókum. Þegar hún svo eignast vin- konur í fyrsta sinn er hún auðvitað mjög ham- ingjusöm, en það er skammvinn sæla því vin- konurnar nýju skynja að hún er öðruvísi en þær vegna hins óhefðbundna lífs hennar fram að þessu. Í þokkabót er Risley-fjölskyldan ekki eins vel efnuð og fjölskyldur þeirra. Þar með er jarðvegurinn fyrir einelti lagður. Vinkonurnar taka upp á því að siða hana til, þær ýmist refsa henni eða virða hana ekki við- lits og þá á Elaine sjálf að finna það út hvað hún hefur brotið af sér. Reynsluleysi hennar í samskiptum við aðrar stúlkur gerir það að verkum að hún trúir öllu sem þær segja henni og finnst að hún eigi þetta allt saman skilið því þær vilji henni svo vel. Þær beri hag hennar fyrir brjósti. Eitt sinn eru stúlkurnar í leik og leikurinn felur í sér að Elaine er látin ofan í djúpa holu og plankar settir yfir. En svo koma stúlkurnar þrjár ekki strax til baka og þessi skelfilega lífsreynsla hefur svo djúpstæð áhrif á Elaine að eftir þetta lokar hún á allt sem hef- ur gerst og á eftir að gerast í samskiptum hennar við vinkonurnar þrjár. Jafnvel sem fullorðin kona man hún ekki neitt. Þetta hrottalega einelti heldur áfram þar til Elaine hefur næstum verið hrakin í dauðann af hinum svokölluðu vinkonum sínum. Í The Robber Bride hinsvegar eru það þrjár konur, Tony, Charis og Roz, sem verða fyrir einelti af völdum hinnar fjórðu, Zeniu, og er Tony sú fyrsta af þeim sem verður fyrir barðinu á henni. Tony ólst upp á ástlausu heimili og afleiðingin er sú að hún hefur kosið að blanda ekki mikið geði við aðra, en hún kynnist West í háskólanum og þau verða kunningjar. Hann býður henni heim til sín í teiti og þar birtist Zenia allt í einu og líf Tony verður aldrei samt aftur. Zenia og West eru par og búa saman, en hin óvenjusnjalla Zenia sér að hún getur haft not fyrir sitthvað hjá Tony og leggur sig í líma við að kynnast henni. Zenia notfærir sér hrekkleysi Tony og ein- manaleika og hefur m.a. af henni peninga. Seinna lætur Zenia sig hverfa og í sorg sinni hallar West sér meira og meira að Tony, þau verða ástfangin og giftast. Ári seinna kemur Zenia aftur fram á sjónarsviðið og er ekki nokkra stund að vefja West aftur um litla fing- urinn á sér og hann yfirgefur Tony. Það er skólasystir Tony, Roz, sem kemur henni til hjálpar í neyð hennar. Tíu árum seinna kemur Zenia inn í líf Char- is, en hið rétta nafn hennar er Karen. Karen átti hræðilega æsku, faðir hennar dó í seinni heimsstyrjöldinni og móðir hennar var veik á geði og endaði á hæli. Móðursystir Charis, Viv, og hennar maður, Vern, tóku hana að sér. Vern misnotaði barnið kynferðislega í mörg ár og til að lifa af fór Karen úr líkamanum meðan ofbeldið stóð yfir. Eins og Elaine varð Karen að loka á það þegar ofbeldið stóð yfir og þess vegna kom Charis fram á sjónarsviðið, en hún var betur í stakk búin til að þola það sem var að gerast. Charis flosnar seinna upp úr há- skólanámi, enda frekar áhugalaus um fræðin, en þegar hún kynnist jóga finnur hún að það á vel við hana og hún gerist jógakennari. Zenia birtist allt í einu í tíma hjá Charis og sú síðar- nefnda ætlar varla að þekkja hana aftur því hún lítur svo illa út. Zenia segist vera heltekin af krabbameini, en það er aðeins brella hjá henni því með þessari lygi er hún að höfða til þeirrar þarfar hjá Charis að hlúa að þeim sem eru minni máttar. Zenia hefur nefnilega allt aðrar ástæður fyrir því að vilja komast inn á gafl hjá Charis og áður en Charis veit af eru Zenia og sambýlismaður Charis, Billy, horfin úr hennar lífi. Það er þá sem Tony og Roz koma inn í líf Charis henni til hjálpar. Aftur líða um tíu ár þar til Zenia kemur fram á sjónarsviðið á nýjan leik og nú er það Roz sem er skotmarkið. Það er athyglisvert og ber vitni um það hversu útsmogin Zenia í rauninni er að þrátt fyrir að Roz hafi horft upp á Tony og Charis þjást vegna hennar nær Zenia samt að smokra sér inn í hennar líf. En ástæðan er auðvitað sú að eins og vinkonur hennar tvær átti Roz erfiða æsku. Fyrstu ár ævinnar, meðan faðir hennar barðist í seinni heimsstyrj- öldinni, ólst hún upp undir kaþólsk- um áhrifum frá móður sinni, en þegar faðir hennar, sem var gyðingur, kom til baka breyttist allt. Þetta ruglaði barnið í ríminu og það vissi varla í hvorn fótinn það átti að stíga og í raun hefur Roz sem fullorðin kona ekki enn fundið sinn stað í lífinu. Zenia kemst inn fyrir skel Roz með því að segjast hafa góðar fréttir af föður hennar úr stríðinu, en ýmsar sögusagnir höfðu verið á kreiki um vafasamar gjörðir hans þar. En áður en langt um líður hverfa Zenia og eiginmaður Roz saman á braut og Roz stendur allt í einu í nákvæmlega sömu sporum og vinkonur hennar tvær eftir viðureignir þeirra við Ze- niu. Það er sannarlega ekki hægt að segja annað en að allar konurnar þrjár hafi fært Zeniu valdið yfir sér á silfurfati, en hinsvegar var staða Elaine gagnvart sínum vinkonum öðruvísi því hún var aðeins lítið barn þegar eineltið átti sér stað og ekki í stakk búin til að bera hönd fyrir höf- uð sér. Þar hefðu foreldrar hennar þurft að vera meira vakandi yfir því sem var að gerast. Einelti og misnotkun á börnum hafa verið mikið í umræðunni und- anfarin ár, enda er oft sagt að skáld- sagan endurspegli lífið sjálft, og auð- vitað öfugt líka. Atwood fjallar af næmum skilningi um þetta alvarlega mál, hún fegrar ekkert heldur segir frá hlutunum eins og þeir eru. Hún varpar líka ljósi á það hvað ofbeldi getur haft alvarlegar langtímaafleið- ingar fyrir fórnarlambið. Jafnframt undirstrikar hún að kúgararnir sjálf- ir eru líka fórnarlömb, að oft er eitt- hvað að hjá þeim sjálfum sem gerir það að verkum að þeir hafa þörf fyrir að fá útrás fyrir óhamingju sína með því að kúga aðra. Atwood segir í bók sinni, Survival: A Thematic Guide to Canadian Liter- ature, að ef einstaklingur skilgreini sjálfan sig sem fórnarlamb, þá muni hann alltaf finna til vanmáttar. Ef hins vegar þessi sami einstaklingur kastar af sér hlekkjum fórnarlambs- ins þá getur hann komið á breyting- um í sínu lífi til hins betra. Það er ljóst af skrifum Atwood að það að öðl- ast sjálfsstjórn og sjálfsvirðingu skiptir öllu máli fyrir einstaklinginn, því þá lætur hann ekki aðra skil- greina sig sem persónu heldur er hann sjálfur við stjórnvölinn og stjórnar sínu lífi. Söguhetj- urnar fjórar koma allar að þeim tímapunkti í lífi sínu að þær standa fyrir valinu sem Atwood talar um, þær þurfa að velja hvort þær ætli að halda áfram að vera þolendur og láta kúgara sína vera áfram við stjórnvölinn, eða taka mál- in í sínar hendur. Allar ákveða þær að segja hingað og ekki lengra. Hin miðaldra Elaine horfist í fyrsta sinn í augu við hina sársauka- fullu barnæsku sína og það verður til þess að hún getur loksins horft til framtíðar. Tony, Charis og Roz ákveða að kveða drauginn Zen- iu niður fyrir fullt og allt og ná þar með tökum á sínu lífi. Atwood bendir nefnilega á að þrátt fyrir allt mótlæti sé alltaf von ef fólk sé aðeins tilbúið til að taka aftur stjórnina á eigin lífi. Hún segir okkur lesendum sínum það að ef við drögum lærdóm af því sem miður hefur farið í fortíðinni getum við reynslunni ríkari snúið því okkur í hag og orðið jafnvel betri manneskjur fyrir vikið. Margaret Atwood flytur erindi við setn- ingu hátíðarinnar í Norræna húsinu á sunnu- dag. Hún les upp í Iðnó þá um kvöldið kl. 20 og Kristján Kristjánsson ræðir við hana í Norræna húsinu kl. 12 á mánudaginn.  Heimildir Anna Karen Friðriksdóttir. (2005.) Bullying and Perse- cution in Margaret Atwood’s Cat’s Eye and The Robber Bride. MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Hugvísindadeild. Atwood, Margaret. (1972.) Survival: A Thematic Guide to Canadian Literature. Toronto: Anansi. Hengen, Shannon. (1993.) Margaret Atwood’s Power. Toronto: Second Story. Tekist á um völdin í skáldsögum Margaret Atwood Margaret Atwood er meðal fremstu rithöfunda Kanada og þótt víðar væri leitað. Í þessari grein er fjallað um eitt af meginþemum verka henn- ar, ofbeldi og vald. Margaret Atwood „Atwood hefur einstaklega glöggt auga fyrir mannlegum samskiptum og verk hennar endurspegla þetta áhugasvið, en hún tekur oft fyrir valdatogstreitu milli fólks, og þá aðallega kvenna.“ Höfundur er M.A. í enskum bókmenntum og skrifaði lokaritgerð um Margaret Atwood. Eftir Önnu Karen Friðriksdóttur annakarenf@isl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 10. september (10.09.2005)
https://timarit.is/issue/260634

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. september (10.09.2005)

Aðgerðir: