Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri Deuce Bigalow – European Gigolo Land of the Dead  (SV) Ævintýraferðin m. ísl. tali  (SV) Smárabíó Deuce Bigalow – European Gigolo Broken Flowers  (HJ) Fantastic Four  (HJ) Wedding Crashers  (HJ) Ævintýraferðin m. ísl. tali  (SV) Sharkboy og Lavagirl  (SV) Regnboginn Deuce Bigalow – European Gigolo Broken Flowers  (HJ) Fantastic Four  (HJ) Ævintýraferðin m. ísl. tali  (SV) Sin City  (HL) Sharkboy og Lavagirl  (SV) The Longest Yard  (SV) Laugarásbíó Deuce Bigalow – European Gigolo Land of the Dead  (SV) Ævintýraferðin m. ísl. tali  (SV) Wedding Crashers  (HJ) Sharkboy og Lavagirl  (SV) Háskólabíó Charlie and the Chocolate Factory Strákarnir okkar  (SV) Head in the Clouds  (HJ) Racing Stripes  (SV) The Skeleton Key  (SV) Herbie Fully Loaded  (SV) The Island  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Charlie and the Chocolate Factory Strákarnir okkar  (SV) The Dukes of Hazzard  (SV) Racing Stripes  (SV) Herbie Fully Loaded  (SV) The Skeleton Key  (SV) The Island  (SV) Batman Begins  (HL) Madagascar  (SV) Myndlist Artótek, Grófarhúsi: Ingimar Waage til 25. september. Banananas: Þuríður Helga Kristjánsdóttir og Tinna Ævarsdóttir til 24. septem- ber. Café Karólína: Arnar Tryggvason til 30. september. Eden Hveragerði: Sigurbjörn Eldon Logason til 12. septem- ber. Gallerí Box: Darri Lorenzen til 17. sept. Gallerí Sævars Karls: Sólveig Hólmarsdóttir til 8. sept. Gallerí Terpentine: Samsýn- ing listamanna. Til 14. sept. Gerðarsafn: Kjarval 120 ára. Til 2. okt. Grafíksafn Íslands: Margrét Guðmundsdóttir til 11. sept- ember. Hafnarborg: Eiríkur Smith til 26. september. Hrafnista, Hafnarfirði: Sess- elja Halldórsdóttir til 4. októ- ber. i8 Gallerí: Ólöf Nordal til 15. október. Kaffi Sólon: Víðir Ingólfur Þrastarson til 24. september. Kling og bang: Malcolm Green. Goddur, Bjarni H. Þórarinsson og Ómar Stefánsson til 25. september. Laxárstöð: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Listasafnið á Akureyri: Jón Laxdal til 23. október. Listasafn ASÍ: Hulda Stefáns- dóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. september. Listasafn Árnesinga: Sýning- in Tívolí til 25. september. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Ísafjarðar: Katrín Elvarsdóttir, fram í október. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1945–1960. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Guðrún Vera Hjartar- dóttir til 30. desember. Hvernig borg má bjóða þér? til 2. október. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Úrval verka frá 20. öld til 25. september. VG Akureyri: Sex ungir lista- menn. Til 14. október. Vínbarinn: Rósa Matthías- dóttir. Þjóðminjasafn Íslands: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Story of your life – ljósmyndir Har- aldar Jónssonar. Mynd á þili. Leiklist Austurbær: Annie, sun., sun. Borgarleikhúsið: Kalli á þak- inu sun., sun. Hörður Torfa lengi lifi lau. Kynning leikárs- ins sun. Hörður Torfa Haust- tónleikar fös. Manntafl mið. Alveg brilljant skilnaður lau., sun., fös. Woyzeck frums. 28. okt. Híbýli vindanna 23. sept. Hafnarfjarðarleikhúsið: Himnaríki. Frums. 16. sept. Íslenska óperan: Kabarett, lau., lau. Tökin hert. Frums. 21. okt. Leikfélag Akureyrar: Pakkið á móti. lau. Loftkastalinn: Bítl, lau. Þjóðleikhúsið: Velkomin í Þjóðleikhúsið: leikárið kynnt. lau. Klaufar og kóngsdætur sun. Edith Piaf sun., fim., fös. Að eilífu lau., sun. Rambó 7 lau., fim. Koddamaðurinn lau., fös. Listasafn Reykjanesbæjar: Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. október. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Lars Tunbjörk til 20. nóvem- ber. Menningarmiðstöðin Gerðu- berg: Stefnumót við safnara II til 11. sept. Lóa Guðjóns- dóttir til 11. september. Norræna húsið: QuiltQunstn- erne til 30. september. Nýlistasafnið: Ásta Ólafs- dóttir. Unnar Jónasson Auðarson. Daði Guðbjörnsson til 2. október. Safn: Ólafur Elíasson til miðs október. Stefán Jónsson til nóvember. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skaftfell: Carl Boutard. Dodda Maggý. Til 18. septem- ber. Skriðuklaustur: Helga Erlendsdóttir til 18. septem- ber. Suðsuðvestur: Gjörninga- klúbburinn. Til 25. september. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Péturs- son. „Ég hef ekki lesið eina bók á ævinni.“ – Victoria Beckham í viðtali við blaðið Chic. M ig dreymdi eftirfarandi: Ég er staddur á upplestri í stórum sal sem er fullur af fólki og röðin er komin að mér að lesa. Ég finn ekki bókina sem ég ætla að lesa úr, en einn af áheyrendum úr sal (maður í drapplitum frakka) réttir mér einhverskonar Omnibus verka minna, og segir mér að skáld- sagan sem ég ætli að lesa úr byrji á bls. 136. Ég stend í pontu með doðrantinn í höndunum og finn skáldsöguna og byrja að lesa, hálfblindað- ur af ljósunum og sveittur á enni. Ég les en kannast ekki vel við þetta verk mitt, sem er á ensku og fjallar um einkaspæjarann Philip Marlowe. Textinn rennur í einn graut og ég tafsa á honum. Allt í einu er ég staddur inni í sögunni, á götu í erlendri borg, og sé hvar Phil- ip Marlowe kemur sauðdrukkinn út um dyr og hallar sér að vegg. Ég reyni að ná sambandi við hann, en hann er of drukkinn, þekkir mig ekki og kannast ekki heldur við söguna. Fyrirvaralaust er ég á hraðri göngu upp eftir brattri götu í San Francisco, í fylgd ungrar konu með langa leggi. Ég er með Philip Marlowe á heilanum og er að reyna að koma honum til hjálpar. Ég geng að ríkmannlegu húsi uppi í sólbökuðum hæðunum og hringi bjöllu, sem glymur inni í húsinu. Kona á miðjum aldri opnar til hálfs. Þetta er húsfreyjan, konan sem ég átti að finna. Konan sem Philip Marlowe sagði að gæti hjálpað sér. Hún er grönn, hvassleit og dökk yfirlitum, eins og Lauren Bacall um fimmtugt. Hún er tor- tryggin og spyr um erindi. Ég segist eiga við hana erindi vegna Philips Marlowe, hann hafi sent mig. Hún verður áhyggjufull við að heyra nafn spæjarans nefnt, lítur um öxl, eins og til að tryggja að eiginmaður liggi ekki á hleri, og lokar dyrum þannig að ekki nema rétt sést í andlit hennar. Hvað vill hann? spyr hún, eða hvíslar öllu heldur. Hann vantar pening, svara ég. Þá glottir konan og lokar á okkur, mig og ungu konuna með löngu leggina. Gott á hann, sagði þetta kalda glott hennar. Og einhvern veginn þannig endar draumurinn, á sólbjörtum degi uppi í hæðunum í San Francisco. Þessi draumur hafði stórkostleg áhrif á mig, án þess að ég botnaði neitt í honum, svona rök- fræðilega séð. Ég var hrifinn á brott inn í skáldlegan hugarheim þar sem tími og rúm hafði enga merkingu, þar sem höfundar, per- sónur og lesendur rugluðu saman reitum og einhverskonar leikstjóralegur Guð var umlykj- andi og nálægur, án þess að hægt væri að koma auga á hann. Veröld þar sem ég var bæði ger- andi og þolandi, innansviðs sem persóna og ut- ansviðs sem áhorfandi, en á sama tíma allt í senn áhorfandinn, leikmyndin og allar persón- urnar, sem og algerlega fjarri þessu öllu saman sem sofandi einstaklingur af holdi og blóði í rúmi vestur í bæ. Svona áhrif væri óskandi að skáldsögur hefðu á lesendur. En þær hafa það ekki lengur. Sem smásaga eða frásögn hefði þessi draumur ekki haft nein áhrif á mig. Þá væri hann lítið annað en tilgerðarleg og örvæntingarfull della. Bara texti, en ekki raunveruleg reynsla. Það er orðið svo langt síðan ég hef heillast algerlega af skáldsögu að það er nánast dapurlegt. Er ég orðinn svona sljór, eða er ekkert að gerast í skáldsögunni? Er skáldsagan – sem listform – komin á leiðarenda, eins og skákin: Búið að leika öllum hugsanlegum leikjum og ekkert framundan nema endurtekning, sama sem dauði? Er bókmenntaheimurinn bara drauga- hús, þar sem uppvakningar, afturgöngur og draugar rykfallinna meistaraverka leika laus- um hala og reyna af veikum mætti að líkja eftir því sem var og kemur aldrei aftur? Er SKÁLDSAGAN dauð? Í dag er heimur bókmennta lítið annað en einhverskonar Idol-keppni, þar sem sigurveg- arinn fær að launum nútímalega upphafningu á innihaldi sínu: Kvikmynd í fullri lengd. Hvenær hefur kvikmynd orðið að metsölu- bók? Þessi spurning uppsker hlátur, og er sá hlátur allt sem segja þarf um stöðu bókarinnar gagnvart kvikmyndinni eða sjónvarpinu. Bæk- ur verða að kvikmyndum, en ekki öfugt. Þetta er í raun eina von þessa gamla list- forms – skáldsögunnar – að verða einn daginn að kvikmynd. Vissulega eru ekki allar kvik- myndir sem byggðar eru á skáldsögum list- rænni eða betri en skáldsagan sem lögð var til grundvallar, en það breytir því ekki að áhorf- endur kvikmyndar eru alltaf fleiri en lesendur bókar. Bókmenntir í dag eru því oftar en ekki bara langdregin kvikmyndahandrit. Og lang- dregin kvikmyndahandrit eru ekki list. Ekki frekar en sögulega skáldsagan – búninga- drama bókmenntanna, eða drengjasagan – lág- kúra allrar lágkúru. Auðvelt er að tína til hand- fylli af æðislega fínum heimsbókmenntum sem eru svo flóknar og fjölþættar að vonlaust er með góðu móti að festa þær á filmuna góðu, en það breytir ekki tveimur óþægilegum stað- reyndum: Þær höfða lítið til almennings og þær hafa allar verið skrifaðar áður, oft og mörgum sinnum. Nútíminn er fullur af gerviheims- bókmenntum. Eini raunverulegi munurinn á Nafni rósarinnar (eða Da Vinci lyklinum) og einhverri dularbók eftir Enid Blyton er a) orða- forði, b) aldur persóna og c) umhverfi atburða. Og talandi um bókaseríur í anda Enid Blyton, þá er fyrir neðan allar hellur að tala um slík fyrirbæri – sem eru í eðli sínu bara daufar eft- irprentanir af daufri endurprentun – sem bók- menntir, ef bókmenntir eiga að vera list, það er að segja. Ef bókmenntir eru EKKI list hef ég verið að pissa hressilega upp í vindinn með þessari grein. Ég spurði hér að ofan hvort skáldsagan – þessi gamla og virðulega stofnun – væri dauð. Margir munu svara því neitandi, umhugsunar- laust. Ég held að þau nei séu flest byggð á íhaldssemi og ótta við breytingar. Skáldsagan er svona kalt á litið dautt listform, að minnsta kosti ofnotað og steingelt. Ef höfundar neita að velta þeim möguleika fyrir sér að elsku besta skáldsagan þeirra sé hættulega veik og muni jafnvel ekki lifa lengur, þá aukast um leið lík- urnar á að enginn komi skáldsögunni til hjálp- ar. Þá grafa sömu höfundar sína eigin gröf. Ef svarið við spurningunni er já – skáldsag- an er dauð, þá er komið að spurningunni sem mestu máli skiptir: Er líf eftir dauða skáldsögunnar? Ég útiloka ekki þann möguleika að einhver eða einhverjir eigi eftir að gjörbylta skáldsög- unni; stökkbreyti henni í eitthvað nýtt og spennandi. Samtímis verða allir óttaslegnu epík-klerkarnir að steingerðum risaeðlum. Af hverju hefur Victoria Beckham ekki lesið bók? Ég hef enga trú á að hún sé eitthvað heimskari eða áhugalausari en meðal-Jóninn, sem ég held líka að lesi ekki bækur, svona al- mennt séð. Victoria les tímarit og hlustar á tón- list, en hún les ekki bækur. Er bókin svona gamaldags og leiðinleg? Var ekki lesið fyrir hana sem barn? Þarf hún eitthvað að lesa bæk- ur? Um leið og skáldsagan fer að tilheyra ein- hverjum gáfumanna-minnihlutahópi sem lítur niður á allt yfirborðskennda tískufólkið er hún um leið orðin að tilgerðarlegri uppfærslu á gamalli óperu, lesist snobb. En því er ekki að leyna, að sá grunur læðist ósjálfrátt að manni, að skáldsagan sé og hafi alltaf verið snobb. Í mínum huga þarf góð skáldsaga að tengja saman tvær fjarlægar og raunverulegar mann- eskjur, höfundinn og lesandann, og þegar þeim tengslum hefur verið náð þarf höfundurinn að opna huga lesandans og sýna honum eitthvað sem hann hefur ekki áður séð, segja honum eitthvað sem hann ekki vissi fyrir, fá hann til að skilja eitthvað sem hann ekki vissi að hægt væri að skilja, m.ö.o. breyta því hvernig hann hugsar án þess að ala hann upp eða senda hann í skóla. Góð skáldsaga er eins og draumur. Eins og bylting í höfðinu. Og það þurfa allir á góðri byltingu að halda, Victoria Beckham, ég og þú. Svo ekki sé talað um andlega fullnægingu. En ef enginn framkallar byltingu innan vé- banda skáldskaparins og færir hann nær al- menningi og dægurmenningu mun skáldsagan verða að athlægi og síðan hverfa. Á tímum hraða, tækni, popplistar og bjagaðs raunveruleika er erfitt að treysta á eitthvað sem prentað er á pappír, þegir, gerir ekkert og gengur ekki fyrir neinskonar orku. Eða er skáldsagan ef til vill remedían sem þessir sömu tímar þurfa á að halda: Rómantískt kertaljós í guðlausri tækniveröld? Ekki gott að segja. Ef til vill bíður ekkert skáldsögunnar – eins og við þekkjum hana – nema glerkassi á menn- ingarminjasafni, við hlið fjaðurpenna og skinn- handrita. En á meðan fólk les bækur og trúir á skáld- söguna, eins og Bjartur í Sumarhúsum trúði á sauðkindina, er það skylda höfunda að halda áfram að skrifa, rétt eins og bóndinn Bjartur – sjálfstæðasti maður Íslands – hélt áfram að hokra fram í rauðan dauðann. En vonandi höf- um við samt vit á því að hætta áður en allir sæmilega vitibornir lesendur drepast úr leið- indum. Ekki það, að íslenskar skáldsögur séu eitthvað leiðinlegar upp til hópa, eða leiðinlegri en skáldsögur almennt í hinni víðu veröld. Heldur hitt, að það hreinlega bara gengur ekki til lengdar að halda áfram að skrifa skáldsögur eins og skáldsögur hafa verið skrifaðar allar götur. Fyrir utan tilbrigði við stef eins og mód- ernisma, minimalisma, póstmódernisma og isma-kasma-visma, þá er enn verið að skrifa og gefa út Don Kíkóta, eftir 400 ára einsemd: Sögupersóna fer í innra og/eða ytra ferðalag sem á sér upphaf, ris og niðurlag. Er ekki kominn tími til að brjóta skapalónið? Ég veit vel að það er ekki hægt að finna upp hjólið aftur og aftur, en það er svo sem hægt að hjóla á því afturábak eða í svefni, breyta því í tannhjól og knýja með því vélar, búa til húla- hring, bruna fram af hengiflugi og inn í aðra vídd og hvur veit hvað. En best af öllu væri að finna upp eitthvað al- veg nýtt, hvort sem það kemur til með að heita skáldsaga eða eitthvað allt annað. Fangarnir í skáldhofinu Koma bókmenntir okkur við? „En ef enginn framkallar byltingu innan vébanda skáldskaparins og færir hann nær almenningi og dægurmenningu mun skáldsagan verða að athlægi og síðan hverfa.“ Eftir Stefán Mána stefan.mani@simnet.is Er skáldsagan dauð? Spurningunni hefur verið svarað margoft, oftast játandi. Hér er einnig spurt: Er líf eftir skáldsöguna? Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.