Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 3 Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðju ilmandi’ af sæld, og tærum hörpuhljómi. Ég sjálf, sem eitt sinn var svo frá á fæti, er föl af elli, svarta hárið gránað. Mér þyngir fyrir hjarta, hnén sem voru dansmjúk sem hindarkálfar, kikna á göngu. Oft kvarta ég; en hvað er hér til ráða? Fær dauðleg kona forlög hvers manns flúið? Ástfangin Dögun Títon hreif, var hermt, rósfögrum örmum út á heimsins jaðar. Ungur og vænn var hann, og hlaut hann þó að eldast bundinn ódauðlegri konu. Nýfundið Saffóar-ljóð Þýðing þessi er gerð í minningu vinar míns Þorsteins Gylfasonar. Helgi Hálfdanarson Þ að er ekki hægt að segja frá líf- inu, það er ósegjanlegt, og í raun stórfurðulegt að menn skuli öld fram af öld hafa helg- að sig nákvæmlega því að segja frá einhverju sem gerist, stað- ráðnir í því að segja það sem verður ekki sagt, hvorki með goðsögn, söguljóði, annál, árbók, skilaboðum, þjóðsögu, riddaraljóði, ballöðu, þjóðkvæði, guðspjalli, helgisögu, sagnfræði- riti, ævisögu, skáldsögu, útfararræðu, kvik- mynd, játningu, ævisögu eða ritgerð, formið skiptir ekki máli. Þetta er glötuð iðja, dæmd til að mistakast, og hún er líklega frekar til vansa en hitt. Stundum finnst mér að það væri best að afleggja siðinn með öllu, og leyfa hlutunum einfaldlega að gerast án þess að segja frá þeim, og láta þar við sitja.“ Gamall enskur háskólamaður í Oxford, hús- ráðandi, situr á tali við spænskan lærisvein sinn. Sá fyrrnefndi heldur á göngustaf sem ýmist er lýst sem spjóti, svipu eða riffli – hann er allt í senn, riddari, ljónatemjari og hermað- ur í spænska borgarastríðinu þar sem hann situr undir bókahillu og efast um iðju rithöf- unda. Vindlareykur og bókahillur, var það ekki löngu búið? Mennirnir sitja og tala saman að lokinni veislu og tala um allt annað en skáld- skap en þó líklega ekki um neitt annað en skáldskap. Var það ekki löngu búið líka? Fyrrgreind orð falla í skáldsögunni Tu rostro mañana (1 Fiebre y lanza) eftir spænska rithöfundinn Javier Marías (á ís- lensku gæti sagan kallast Andlit þitt á morg- un með undirtitilinn Hiti og lensa). Marías fer þessi misserin mikinn í könnun á mörkum skáldskapar og veruleika. Hann skrifar mikl- ar bækur sem virðast í fljótu bragði ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut en fjalla þegar að er gáð um möguleika skáldskaparins og skáldsögunnar, á þann hátt sem verður að teljast sjaldséður í bókmenntum samtímans. Skáldsögur Marías afsanna orð enska há- skólamannsins um leið og þau falla, ekkert gerist fyrr en frá því er sagt, skrifar Marías í hverri skáldsögunni á fætur annarri – að segja hið ósegjanlega er sannarlega fánýt iðja og stórfurðulegt að einhver skuli leggja það fyrir sig, en menn gera það engu að síður, enda stútfullir af þögn og tómi og öðrum gól- andi görnum sem engin leið er að þagga niður í. Stundum fæ ég á tilfinninguna að eitthvað hafi gengið af bókmenntunum dauðum, þær tilheyri liðnum tíma, eins og listin hjá Hegel forðum, og ekkert eftir nema tal tveggja bókamanna, öldungs og lærimeistara, í Ox- ford ef ekki vill betur. Þar með er ekki sagt að mér finnist sem enska háskólamanninum hafi orðið að ósk sinni þar sem hann sat undir bókahillunni í skáldsögu Marías – nú sem aldrei fyrr eru skrifaðar bækur, haldnar eru bókmenntahátíðir, um nóg virðist vera að tala og nóg er talað. Ég veit ekki hvort það er tíð- arandinn eða spádómur úr nokkurra áratuga gömlu riti sem veldur því að ég fæ þessa til- finningu sem ég veit ekki hvort er vond eða góð, eða hvort hún skiptir mig nokkru máli í raun og veru, en ég veit að þegar hún hellist yfir mig sest ég í djúpan stól og breytist í gamlan mann, ég fer að tala við sjálfan mig og veifa svipum, göngustöfum og rifflum. Vil ég ekki frekar hlusta á fugla eða ávarpa nátt- myrkrið með eldingum en lesa vonda skáld- sögu? Vil ég ekki frekar kyssa ör á glæpsam- legum stað eða tala um bókmenntir við gamlan háskólamann, undir háu bergi bóka, fjarri pólitískum rétttrúnaði, fjarri allri fjöl- breytni, fjarri öllum þeim leppum sem ein- kennir tal manna um hvað sem er? Á Íslandi hefur ekki verið til siðs að velta því fyrir sér hvað bókmenntir eru, það er ekki hefð fyrir því. Hér á landi myndi aldrei nokkr- um koma til hugar að afleggja siðinn, menn virðast oftar en ekki ganga að bókmenntunum sem sjálfsögðum hlut, líklega vegna þess að í árdaga skrifuðu Íslendingar bókmenntir, þær einu sem náð hafa raunverulegu máli í heim- inum. Af þeim sökum höfum við ekki þurft að velta þessu fyrirbæri fyrir okkur, bókmennt- irnar eru okkur í blóð bornar, segja menn, þær hafa fylgt okkur frá upphafi, sá rithöf- undur sem héldi því fram að ritstörf væru fá- nýt iðja, og líklega frekar til vansa en hitt, yrði sendur beinustu leið á byrjunarreit. Við þetta bætist að Íslendingar fengu vottun árið 1955 – heimurinn sagði ókei það ár, heimurinn samþykkti íslenskar bókmenntir þegar Hall- dór Laxness fékk Nóbelsverðlaun í bók- menntum. Síðan höfum við ekki þurft að efast; tilgangurinn, hvötin og kveikjurnar, allt virðist sjálfsagt og menn ganga ævinlega út frá því sem gefnu hvað bókmenntir eru og til hvers við ætlumst af þeim. Sú mikla umræða sem átt hefur sér stað í Evrópu á undanförn- um áratugum um eðli og inntak bókmennta hefur með öðrum orðum ekki skilað sér til Ís- lands, því miður. Stundum kemur það fyrir að manni finnst sem íslensk bókmenntaumræða búi við furðu- lega einangrun. Á meðan talað er um að flóð- gáttir hafi opnast á milli Íslands og umheims- ins og flestum sviðum samfélagsins er eins og bókmenntaumræðan hafi orðið eftir í sinni prívatsjálfumgleði, ekki að öllu leyti heldur að einhverju leyti. Bókmenntirnar eiga það til að litast af þessu; mér finnst að bókmenntirnar hafi í auknum mæli breyst í stefnumót við hið sjálfsagða þar sem ekki virðist vera til siðs að velta fyrir sér mörkum listar og lífs, sambandi orða og hluta, menn ráðast ýmist til atlögu við íslenskan veruleika og bregða upp samtíma- spegli eða rjúka beinustu leið aftur í aldir, finna þar gamla leikmynd úr Bjólfskviðu sem farin er að veðrast og færa íslenskum lesend- um aldagamlan veruleika á silfurfati. Fá- mennið gerir það að verkum að hér er ekki nægilega stór lesendahópur til að skáld- skapur (þá ekki síst skáldsagan) þróist og finni nýjar leiðir og ný athvörf. Um ljóða- umræðu er réttast að segja ekki neitt enda við fáa að ræða í þeim efnum. Kannski var skáldsaga Guðbergs Bergs- sonar frá síðasta ári um lömuðu kennslukon- urnar tímabærari en margan grunar, sagan um íslensku lesendurna, kennslukonurnar sem fá unga menntaða manninn til að lesa fyr- ir sig klúrar sögur í þeim tilgangi að fá kraft í kroppinn. Lesendur virðast á stundum vera lamaðir og vilja endalaust fleiri sögur, þetta er sagnahringekja sem aldrei stöðvast og end- ar í leikhúsinu. Þau nýstárlegu verk sem þó koma út hér á landi vekja litla athygli, enda er í þeim lítill lækningarmáttur fyrir hina löm- uðu. Útgáfuheimurinn hefur sömuleiðis breyst á undanförnum árum – bókmenntirnar mega ekki vera of miklar bókmenntir, ljóðin mega ekki vera of mikil ljóð, allt verður að vera eitthvað annað í leiðinni, til að hafa skír- skotun út fyrir hinn þrönga og óþolandi hóp fagurkera sem situr enn í sínum vindlareyk undir sínum bókahamri og efast um allt sem er (með þessu er ég ekki að segja að íslenskir bókaútgefendur hafi ekki áhuga á bókmennt- um, ég er ekki að gagnrýna einstaklinga held- ur kerfi, ástand, ég hef ekki nafn yfir ástand- ið, jú, ég hef það en það er of langt mál að nefna það, allt er hér í mynd þess og á öllum sviðum, ,,Múrarnir, hlutirnir, skrokkarnir“ svo vitnað sé í ljóð eftir Octavio Paz, þýð. Jón Thoroddsen og Sigf. Bjartmarsson). Af hverju heyri ég aldrei íslenska skáld- sagnahöfunda (með fáeinum undantekning- um) ræða um það hvort skáldskapur sé yfir höfuð fyrirhafnarinnar virði? Af hverju finnst mér eins og öll svör séu sjálfgefin og enginn efi neins staðar eftir að komið er niður fyrir Ártúnsbrekkuna? Að þar sé samband orða og hluta jafn sjálfgefið og það á að hafa verið í öndverðu, samningurinn um mörk veruleika og skáldskapar lögtekinn og alls ekki tíma- bært að endurskoða hann. Ef til vill skýrist tilfinning mín um einangr- un íslenskrar bókmenntaumræðu þegar litið er til þýddra skáldsagna og örlaga þeirra á ís- lenskum bókamarkaði. Getur til dæmis verið að höfundar á borð við Milan Kundera og Jose Saramago séu á vergangi í Reykjavík – fáist vart útgefnir, nema með herkjum? Getum við átt von á að mæta þeim félögum á rölti ein- hvers staðar eftir Bræðraborgarstígnum, með handrit undir hendinni? Stundum læðist að mér sá vondi grunur að ef fyrrnefndur Javíer Marías frá Spáni væri íslenskur höfundur myndu gagnrýnendur segja að hann skrifaði bækur fyrir bók- menntafræðinga (af því hann skírskotar til bókmennta í verkum sínum), hann væri sak- aður um að hafa of mikinn áhuga á bókmennt- um (hann hefur mikinn áhuga á bókmenntum) og þrífast best í litlum heimi (sögur hans ger- ast oftar en ekki á meðal bóka og bókamanna í Oxford, í heimi sem stundum er kallaður lít- ill), hann væri sakaður um að eiga ekki erindi (tveir kallar að tala saman um skáldskap und- ir bókahillu í Oxford, getur slíkt samtal átt nokkurt erindi út fyrir húsvegginn?), hann væri sakaður um að vitna of oft í William Shakespeare (hann vitnar oft í William Shakespeare), hann væri sakaður um að taka ekki á málefnum samtímans (hann tekur ekki á málefnum samtímans), hann væri sakaður um að skrifa skáldsögur (innskot: gestkom- andi gæti haldið að íslenskir rithöfundar skrifuðu ekki skáldsögur, bókmenntir væru ekki sérgrein þeirra heldur væru þeir ýmist sérfræðingar í 16. öldinni, aðbúnaði fatlaðra, stemningunni í miðborg Reykjavíkur, vand- ræðaunglingum, arkitektúr, Sturlungaöld eða Bítlunum). Með öðrum orðum: Javíer Marías yrði sakaður um að vera alvöru rithöfundur. Og umsvifalaust flautaður út af vellinum sem slíkur, að öllum líkindum í DV eða bara á net- inu. Þegar bókmenntir eru annars vegar er ekk- ert sjálfsagt. Og ástandið er líklega ekki mikið verra hér en annars staðar. Evrópa er ekki lengur það sem hún var en hún er þó ekki hætt að fúlsa við verkum eftir höfunda á borð við Jose Saramago – og þótt New Orleans sé komin undir vatn hefur ekki enn flætt yfir William Faulkner. Lífið er ósegjanlegt, segi ég og kveiki mér í vindli, hagræði svipunni, breyti henni í spjót. Lífinu verður ekki lýst. Spánverjinn hristir hausinn og segir að ekkert hafi gerst fyrr en frá því hafi verið sagt, og það er þá sem heill mývargur af gutlurum út um allan heim hressist til muna, þetta er þrátt fyrir allt hægt! Bókmenntahátíð í Reykjavík er tilefni til að dusta ryk af svipum og spjótum, jafnvel riffl- um, beina öllu í senn að erlendum gestum og spyrja: hvers vegna? Því það er munurinn á lifandi rithöfundi og fellibylnum Katrínu að þann fyrrnefnda er hægt að spyrja ,,hví ávarpar þú okkur?“ – á meðan Katrín talar út í eitt, eirir engu, síðan er hún horfin. Tveir bókamenn „Stundum fæ ég á tilfinninguna að eitthvað hafi gengið af bókmenntunum dauðum, þær tilheyri liðnum tíma, eins og listin hjá Hegel forðum, og ekkert eftir nema tal tveggja bóka- manna, öldungs og lærimeistara, í Oxford ef ekki vill betur.“ Sjálfsagðir hlutir Vangaveltur í tilefni af Bókmenntahátíð í Reykjavík „Bókmenntahátíð í Reykjavík er tilefni til að dusta ryk af svipum og spjótum, jafnvel riffl- um, beina öllu í senn að erlendum gestum og spyrja: hvers vegna?“ segir í þessari grein sem veltir upp spurningum um bókmenntir sem sjaldan koma upp á yfirborðið hérlendis. Eftir Eirík Guðmundsson Höfundur er rithöfundur og útvarpsmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.