Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Page 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 ! Á degi íslenskrar tungu vakti það helst athygli mína að veitt skyldi viðurkenning fyrir þýð- ingar. Bókaforlagið Bjartur var heiðrað fyrir elju sína við útgáfu þýddra bókmennta. Forlagið er vel að því komið og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra tók sig vel út við afhendinguna. Megi hún gera meira af því að veita verðlaun fyrir þýðingar því margir hafa unnið gott starf á því sviði. Menntamálaráðherra gæti líka skilið eftir sig arfleifð sem skipti verulegu máli fyrir menningu þessa lands með því að hækka framlög í Þýðingarsjóð umtals- vert og gera þannig bæði útgefendum og þýðendum kleift að leggja enn meiri alúð í störf sín. Þýðendur hafa löngum verið eins og svörtu börnin hennar Evu og þeim hafa í gegnum tíðina hlotnast fáar viðurkenningar fyrir störf sín, stundum viss heiður en sjaldnast fjár- hagslegur ávinningur. Þeir vinna störf sín af ástríðu og umhyggju fyrir íslensku máli og vita að án þeirra værum við ekki þjóð í sama skilningi. Sérstök þýðingarverðlaun voru fyrst stofnuð síðastliðið vor þegar Bandalag þýðenda og túlka tók sig til og stofnaði Íslensku þýðingarverðlaunin. Samt eiga þýðendur stóran þátt í því að við tölum um tölvur og sjónvörp og síma, mælum með öðrum orðum á tungu sem líkist tungu forfeðra okkar. Það hefði ver- ið svo auðvelt að innlima útlend orð í ís- lenskt mál og gera það að lítt kræsilegu samsulli. Úti um allt land eru orðhagir einstaklingar sem fást við að smíða ný orð yfir það sem upp á kemur í nútíma- samfélagi þó að í sumum geirum gerist menn fullmiklar undirlægjur gagnvart enskunni. Reyndar má vera að komið sé að grettistökunum ef við eigum ekki að þurfa að þýða Íslands þúsund ár í nánustu framtíð. Neonsyrpa Bjarts, sem var sérstaklega tilgreind við verðlaunaafhendinguna, læt- ur lítið yfir sér en er samt miklu mikil- vægari en margan grunar. Hún hóf göngu sína árið 1998, þegar áhugi á þýddum fag- urbókmenntum hafði dalað eftir upp- gangstímabil, þær seldust orðið illa og fengu litla umfjöllun. Ef ekki hefðu komið til framlög úr Þýðingarsjóði, sem þó voru smávægileg, hefði útgáfa á þýddum fag- urbókmenntum sjálfsagt lagst af að mestu. En með Neon skapaðist á ný líf- vænlegur farvegur fyrir þýddar fagur- bókmenntir. Í fyrstu voru íslenskar bæk- ur og eldri bækur í bland við nýjar, en fyrir nokkrum árum var mörkuð sú stefna að tefla einungis fram nýlegum bókum utan úr heimi. Ritröðin byggir rekstrar- grundvöll sinn á tryggum áskrifendum, einkum þeim sem hafa uppgötvað hana, svona eins og þegar maður finnur fjár- sjóð, en bækurnar eru síðan einnig seldar á hóflegu verði í verslunum og stöku titill hefur hreyfst vel. Fyrsta bókin í Neonklúbbnum var Hending eftir Paul Auster, en síðan hefur hver stórsnillingurinn rekið annan: Hanif Kureishi, Ian McEwan, J. M. Coetzee, Magnus Mills, Jhumpa Lahiri, Haruki Murakami, Philip Roth, Amélie Nothomb, Yann Martel, Raymond Carver, Andrej Kúrkov og Italo Calvino, svo nokkrir séu nefndir. Þetta er þvílíkt einvalalið höf- unda að undrum sætir hjá smáu forlagi á bókamarkaði sem er svo lítill að hann sést varla gleraugnalaust. Með þessu hefur Bjartur staðið undir nafni, ekki aðeins af því fyrstu bækurnar voru í svo skærum litum að þær voru nánast sjálflýsandi, heldur fyrst og fremst með því að lýsa upp hugskot þakklátra lesenda. Það er alls ekki sjálfgefið að á okkar ástkæra yl- hýra sé hægt að lesa Kurkov og Calvino og alla hina snillingana en það hefur óend- anlega þýðingu fyrir viðgang íslensks menningarlífs. Rétt er að minna á að svona tyllidaga- verðlaun, þótt notaleg séu, gera ekki gæfumuninn ein og sér. Nú þarf mennta- málaráðherra að sýna að verðlaunin hafi ekki verið tómur hégómi. Sjálf- lýsandi þýðingar Eftir Rúnar H. Vignisson rhv@simnet.is Höfundur er rithöfundur og þýðandi. U m miðja síðustu öld gerði bandaríski leikarinn Marlon Brando „aðferðina“ heims- fræga, en aðferðin er leik- æfing sem er ætlað að losa um tilfinningastíflur og koma leikaranum í samband við skynjanir sínar. Markmiðið var að þróa tilfinningalegt minni leikarans, auðvelda honum að tengjast atburð- um í fortíð sinni og kalla þá upp úr sálardjúpinu þegar hann setur sig í spor persónunnar sem hann túlkar. Síðar gengu leikarar ennþá lengra í raunveruleikatengingu listarinnar. Leikarinn reyndi að verða persónan sem hann túlkaði. Hann tók upp starf hennar, drakk sama bjór og reykti sama tóbak. Ekki var nóg að hafa bílpróf þegar túlka átti kappaksturshetju og eina leiðin til að sýna þreytu var að vaka. Í innlifunaraðferð af þessu tagi bjó líka krafa um heiðarleika, um einlægni í leik eins mótsagna- kennt og það kann að hljóma. Leikarinn varð skyndilega eina haldbæra raunveruleika- viðmiðið á tímum gervimennsku. Marlon Brando var stjarna og Reynir Traustason er stjörnublaðamaður eins og penn- arnir á DV þreytast ekki á að upplýsa þjóðina um. Reynir er fréttamaðurinn með hattinn, en stjörnuímynd hans liggur þó dýpra. Hann er ís- firski sjóarinn sem hafnaði hafinu og varð helsti rannsóknarblaðamaður Íslands. Af þeim sökum er hann í einhverjum skilningi raunverulegri og í meiri tengslum við fólkið í landinu en þeir blaðamenn sem lokið hafa prófi í íslensku eða stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands. Í stjörnufréttamennsku er athyglinni í jafnríkum mæli beint að fréttamanninum og hefð- bundnum viðfangsefnum fréttamennskunnar. Fréttin snýst ekki aðeins um atburðina sjálfa, heldur er lögð sérstök áhersla á viðbrögð frétta- mannsins við atburðunum, en hann opinberar tilfinningar sínar um leið og hann greinir ástandið. Í slíkri framsetningu er ekki vegið að hlutleysisímynd stjörnufréttamannsins því ein- lægni hans og upplifanir veikja ekki rannsókn- ina, heldur varpa ljósi á ástríðuna sem keyrir hann áfram. Þetta sést glögglega í heimildarmynd Þór- halls Gunnarssonar og Lýðs Árnasonar Skuggabörnum, sem frumsýnd var nú á dög- unum, en myndin snýst öðrum þræði um við- brögð Reynis við þeim dópheimi sem hann rannsakaði fyrir samnefnda bók sína. Í senu eftir senu hvílir starf Reynis þungt á honum þar sem hann situr við morgunverðarborðið heima hjá sér. Eiginkonan er áhyggjufull og barnung dóttir Reynis skilur illa alvarleika þeirra at- burða sem faðir hennar skrásetur, líkt og sést glögglega í fjölmörgum samtölum föður og dóttur. Mitt á milli viðtala við fíkniefnaneyt- endur og dópsala birtast hugleiðingar Reynis, eins og eftir að Reynir var tekinn kverkataki í heimsókn handrukkara á ritstjórnarskrifstofur DV. „Ég finn fyrir naglfari ribbaldans á háls- inum. Nú er ekki aftur snúið … “ skrifar hann sleginn en virðist þó enn reiðubúinn að leggja allt að veði. Reynir er ekki aðeins stjörnublaðamaður. Hann hefur einnig tileinkað sér hugmyndafræði aðferðarleikarans. Þetta sást glögglega síðast- liðið vor þegar Reynir smyglaði einu grammi af kókaíni inn í landið í nafni aðferðarblaða- mennsku, svo hann gæti fangað spennuna sem felst í því að leggja nær allt að veði í von um skjótfenginn gróða. Reynir gaf sig fram og var lokaður inni. „Ég fór alla leið …“ lýsir hann í innslagi í heimildarmyndinni, „alla leið í fang- elsi. Mér finnst ég saklaus en líður samt eins og glæpamanni“. Reynir setti sig í spor burð- ardýrs og notaði til þess leiðir „aðferðarinnar“. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann svitnaði og fékk hnút í magann eins og komið hefur fram í lýsingum hans. Nú hefur sú reynsla ratað inn í frásögnina í Skuggabörnum („Siggi kúgaðist og það spratt fram á honum kaldur sviti […] Hnúturinn í maga hans hafði verið næstum áþreifanlegur en nú var kæru- leysið alls ráðandi“ – Mbl. 13.11.). Reynir þurfti ekki að ganga svona langt. Ég hefði t.d. getað sagt honum að líklega yrði þetta raunin. Ég hef sjálfur staðið í smygli og fann fyrir nákvæmlega sömu einkennum. Jólin 1987 reyndi ég að koma innbundnu ritsafni enska rit- höfundarins Charles Dickens í 21 bindi framhjá vökulum augum tollvarðanna á Keflavíkur- flugvelli. Vandamál mitt var stærra en hjá dæmigerðum fíkniefnasmyglurum því að ég gat hvorki gleypt ritsafnið né potað því inn í þau rými sem helst þykja henta í slíkum fragter- ingum. Ég var auðvitað tekinn í tollinum. Flóttalegt augnaráðið og rakinn sem smám saman safnaðist saman á efri vörinni einhvers staðar hátt yfir Atlantshafinu komu upp um mig. Fyrst horfðu tollverðirnir fast á mig og svo fleygðu þeir mér út í desembermyrkrið með Dickens í farangrinum. Lærdómurinn sem ég dró af þessu var ein- faldur. Ég skildi að fyrir íslenskum tolla- yfirvöldum var Dickens ekki tollskylt fíkniefni, jafnvel þótt hann væri í stórum skömmtum. Reynir er ekki eins heppinn. Hann finnur engar haldbærar skýringar á dópbölinu og stendur uppi ráðalaus í þáttarlok. Lokahugleiðingarnar sýna innri baráttu stjörnublaðamanns sem slær inn á tölvu orðin „Hvað er til ráða?“ og strikar þau jafnóðum út aftur. „Er eitthvað hægt að gera?“ endurtekur hann, en eyðir spurningunni fyrir augum áhorfandans. „aFHVERJU?“ slær hann inn að lokum og skrifar svo aftur „aF- HVERJU?“ yfir það gamla. Spurningarnar, ekki síður rithátturinn á lokaorðinu, gefa til kynna ákafar kenndir fréttamannsins en það veikir framsetninguna að ritvillan skuli end- urtekin tvisvar. „Aðferðin“ er sviðsetning raunveruleika og í henni býr raunveruleikakrafa. Að sama skapi býr vald stjörnukerfisins í samruna hlutverks- ins og leikarans, en sannleikurinn um stjörnuna er mótaður á hlutverkunum sem hún velur sér. Á sama hátt má ætla að stjörnufréttamaðurinn segi alltaf fréttir af sjálfum sér í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Frammi fyrir mælskufræði einlægninnar vakna margar og erfiðar spurningar. Mælskufræði einlægninnar Eftir Guðna Elísson gudnieli@mbl.is ’Reynir setti sig í spor burðardýrs og notaði til þess leið-ir „aðferðarinnar“. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann svitnaði og fékk hnút í magann.‘ I Enski rithöfundurinn John Fowles lést 5.nóvember síðastliðinn. Hann var einn af til- raunaglöðustu og leikglöðustu rithöfundum Breta á sjöunda, áttunda og níunda áratugn- um en síðan hefur varla heyrst frá honum. Síð- asta skáldsagan hans, A Maggot, kom út árið 1985. Hann sendi frá sér greinasafnið Wormholes árið 1998 og í fyrra birt- ist hluti dagbóka hans, The Journals. Volume I, en titillinn bendir til að hann hafi stefnt að því að gefa út meira af þeim. Skáldskapurinn lét hins vegar á sér standa. Líklega eiga marg- ir eftir að velta því fyrir sér hvers vegna. II Fowles var sennilega frægastur fyrirskáldsögurnar The Magus og The French Lieutenant’s Woman en báðar komu þær út á sjöunda áratugnum. Sú síðarnefnda og fyrsta skáldsaga Fowles, The Collector (1963), hafa komið út í íslenskum þýðingum Sigurðar A. Magnússonar og Magnúsar Rafnssonar. Aðr- ar skáldsögur hans eru The Ebony Tower (1974), Daniel Martin (1977) og Mantissa (1982). Þetta eru ekki margar skáldsögur en í þeim tekst Fowles að spanna gríðarlegt svið í skáldsagnaritun allt frá raunsæi til þróuðustu tilraunastarfsemi. Í grein um Ástkonu franska lautinantsins segir Ástráður Eysteinsson um verk Fowles: „Í sögum hans ríkir iðulega mikil frásagnargleði sem og óskeikul tök á hefð- bundinni frásagnartækni; honum er í lófa lagið að skapa bráðlifandi persónur og kvikt um- hverfi, og fella þetta saman í hrífandi fram- vindu realískrar sögu.“ Ástráður segir að því sé gjarnan haldið fram að leita verði aftur til hinna miklu raunsæishöfunda Breta á nítjándu öld svo sem Dickens og George Eliots til að finna ofjarla Fowles í raunsönnu samspili persóna og samfélags: „En Fowles er vakandi fyrir því að nútíma-sagnagerð hefur ekki hvað síst einkennst af andófi gegn þessari hefð, og í sögum sínum, að þeirri fyrstu ef til vill frátal- inni, grefur hann látlaust með annarri hendi undan þeim söguheimi sem hann skapar með hinni.“ III Fowles var menntaður í frönskum bók-menntum frá Oxford-háskóla og hafði sérstakt dálæti á Camus og Sartre. Hann var kominn af íhaldssamri fjölskyldu sem bjó í fínu úthverfi Lundúna. Hann sagðist alla ævi hafa reynt að flýja undan uppvextinum í þessu um- hverfi. Hann virðist eigi að síður hafa tekið eitthvað af íhaldsseminni í arf því fyrrnefnd dagbókarskrif hans, sem birtust á síðasta ári og spanna árin 1965 til 1990, lýsa meðal annars andúð á samkynhneigðum, gyðingum og íslam. Í breskum fjölmiðlum hefur þetta verið dregið fram á undanförnum dögum. Í The Guardian er meðal annars vitnað í kostuleg skrif Fowles um eiginkonu sína í dagbókunum: „Hún þolir ekki landið, hún þolir ekki húsið, hún þolir mig ekki, hún þolir ekki líf mitt sem rithöfundur og í kaupbæti þolir hún auðvitað ekki sjálfa sig heldur. Að eiga heima hérna er eins og að klifra upp á fjall með lík á bakinu. Öðru hverju er maður verðlaunaður með góðu útsýni eða hamingjustundum. En síðan byrjar líkið að kvarta, orga.“ Neðanmáls Sögunni (Argóarflísinni eftir Sjón) er ef til vill best lýst sem ferðasögu þó að ferða-lagið sjálft verði endasleppt. Gott ferðalag og frásögn breyta okkur þannig að sásem leggur af stað kemur aldrei til baka samur maður. Sjón gælir líka við hug- myndir um goðsagnaminni og því má vel halda fram að þau séu líka hluti af hversdags- legri tilveru með ýsu og soðnum kartöflum. Sjón ýjar að endurkomu goðmagnsins og af- nám aðskilnaðarstefnunnar á milli raunsæis og ævintýraheima. Það er ekki laust við að manni detti í hug að Sjón sé með skrifum sínum að færast nær því að gæla við einhvers konar rómantískan súrrealisma. Eins og svo oft áður er stíllinn hjá Sjón hnitmiðaður, myndrænn og laus við allar innistæðulausar orðalengingar. Sumar frásagnir í bókinni vekja hugrenningatengsl við gjörningalist eða leikhús því þær eru afar myndrænar. Góð lesning sem óhætt er að mæla með fyrir þá sem eru tilbúnir að hleypa goðmagni og æv- intýrum aftur heim í hús. Jónas G. Allansson www.kistan.is Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón Ég nefndi í byrjun að bókin væri leiðsögn um Barcelona en því má ekki gleyma að þetta er einnig söguleg spennusaga og fróðlegt leiðsögurit um Franco-tímann; ógnvekjandi lýsing á lögregluríki; njósnum, ofsóknum, flótta og pyntingum. Það er ánægjulegt þegar vinsælar bækur sem verma alþjóðlega metsölulista eru þýddar á íslensku fyrir okkur sem langar að lesa framandi spennusögur en erum ekki læs á við- komandi mál. Og þá er eins gott að til séu þýðendur sem hafa vald á tungum heimsins og búa yfir þrautseigju sem endist í 550 síður og útkoman verði læsilegur texti. Því skal þýðandanum, Tómasi R. Einarssyni, þökkuð fyrirhöfnin við að færa okkur þennan fyr- irtaks reyfara á afar kjarnyrtri og litríkri íslensku. Halldóra Jónsdóttir www.kistan.is Gott ferðalag ReutersRétttrúnaður á röngunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.