Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 | 5 B ókin fjallar um rithöfundinn Guðjón Ólafsson sem er að skrifa skáldsögu, sú bók er full af kyn- lífi og ólifnaði, sjálfsfróun er til dæmis miðlægt þema í henni, og höfundurinn veltir fyrir sér samfélagslegu hlutverki rithöfunda; bók þín gerist á nokkrum plönum veruleikans sem skar- ast ítrekað í sögunni og þegar upp er staðið veltir maður því fyr- ir sér hvort höfundurinn sé að reyna að koma því til skila að um- fjöllun um samfélagið í bókmenntum og yfirleitt umfjöllun um allt það sem við köllum veruleika í bókmenntum sé og verði aldrei neitt annað en runk – í lok bókar segir reyndar: „Mikið djöfull er listin mikið runk!“ „Íslenskar bókmenntir eru stundum svolítið settlegar en ég held að hvorki skáldsagan né sagan í sögunni séu uppfullar af ólifnaði í þeim skilningi að þær hneyksli eða gangi fram af fólki, enda held ég að ekki sé hægt að ganga fram af fólki, margur grínþátturinn í sjónvarpinu fer yfir öll sömu strik og hugsjúki rithöfundurinn í skáldsögu minni og gott betur. En rithöfund- urinn Guðjón Ólafsson fær þá flugu í höfuðið að skrifa um fram- tíðarheim þar sem eitthvað sem eitt sinn var tabú og notað til að ganga fram af siðalögmálum, í þessu tilviki sjálfsfróun í fornöld kýnikeranna, er orðið að samfélagslegri skyldu sem krafist er af öllum. Fyrir mína parta þykir mér þetta að- allega fyndið, ég er að skrifa gamansögu og skemmta lesandanum og hef gaman af að níðast á þessari söguhetju minni sem er dálítil tepra og svolítið villuráfandi. Mig langar að teyma lesandann með skemmtun aft- ur í kafla í bókinni þar sem alvaran tekur við. En Stefnuljós fjallar um ófrjósemi í ýmsum skilningi, andlegt getuleysi, firr- ingu eðlishvata og almenna sjálfhverfu, um „implosion“ – þessa sprengingu inn á við sem fræðimenn kalla svo – og um heim sem er sviptur afleiðingum. Bókin fjallar um hjón sem geta ekki eignast barn og maðurinn fer að skrifa bók sem án þess að hann átti sig alveg á því fjallar líka um ófrjósemi. Listir og bókmenntir geta verið ansi sjálfmiðaðar og þá kannski ekki síst metafiksjón, sjálflýsandi bókmenntir. Og bók- menntir geta auðvitað verið bitlausar og meinlausar, sjálf- hverfar, vitlausar, leiðinlegar og marklausar helgiathafnir til heiðurs gömlum venjum. En eiginlega finnst mér þversögn í því fólgin að um leið og við horfum á fjölmiðla fjalla látlaust um sjálfa sig og aðferðir sínar, um ritskoðun og fjölmiðlasiðferði og um hina fjölmiðlana, erum við furðulega sátt við þá hugmynd að listir og bókmenntir séu sjálfhverf fyrirbæri. Þetta snýr eig- inlega á haus því það er einmitt eins og samfélag og menning og umræða séu farin að snúast um sig sjálf – umræðan snýst ekki um samfélagið, segir ein sögupersónan, heldur samfélagið um umræðuna – og fjölmiðlar ná ekki áþreifanlegum tökum á nein- um veruleika. Ekki samkvæmt lögmáli því fréttaljósmynd getur vakið samlíðan og greining í blaði kveikt skilning á atburðum í fjarlægum löndum, en fjölmiðlar eru farnir að snúast mest um sjálfa sig. Hápunktur þess eru svokallaðir veruleikaþættir sem með réttu ættu að heita óveruleikaþættir. Þeir byggjast á veru- leikaþorsta fólks en geta af sér enn meiri óveruleika. Það er ekki víst að við höfum nokkurt tjáningarform sem geti sýnt jafn sanna mynd af heiminum og bókmenntir, að með nokkru öðru móti sé hægt að taka mynd af heiminum eða þá koma til skila einföldum hlutum eins og feigð þannig að upplifun okkar verði fersk og raunveruleg og heimurinn varði okkur. Ég er ekki að segja að það sé ekki snúið og ekki heldur að aðrar aðferðir dugi ekki líka. Ég held að bók mín fjalli um kjarna og leitist við að tengja lesanda sinn við sjálfan sig og heiminn. Stinga í samband með kaþarsis að meðali. Kafka sagði bókmenntir vera eins og hnífslag í freðið hafið í okkur. Ég vil helst að lesandanum þyki skemmtilegt að láta reka sig á hol.“ Veruleikinn ryðst reyndar með óvæntum hætti inn í bókina því þú birtir ljósmynd af aðalpersónunum. Þessi mynd vekur ýmsar spurningar um skáldskapinn sem þú reifar að hluta í bók- inni. Mörkin á milli skáldskapar og veruleika og líka hins per- sónulega og ópersónulega hafa verið til umræðu í skáldskap frá alda öðli, en hefurðu á tilfinningunni að þessi mörk séu að færast eitthvað til? „Það eru einhver sterk og flókin tengsl á milli ljósmynda og veruleika. Mér fannst merkilegt að sumir lesendur héldu að ljósmynd í fyrstu bók minni sem sýnir sjómenn að störfum, og mig þar á meðal, væri fölsuð og sjómennskusögurnar sem henni fylgdu þar af leiðandi hreinn uppspuni. Allt fer eftir samhengi því þegar sama fréttaljósmynd birtist í Morgunblaðinu datt auðvitað engum í hug að hún væri fölsuð. Ég tók myndina í Stefnuljósum sjálfur og á bakvið hana er veruleiki eins og á bak- við allar ljósmyndir og ég er húkkaður á þennan efablandna veruleika sem ljósmynd kallar fram, finnst sjálfum gaman að lesa bækur sem koma samningnum við lesandann í uppnám. Þegar maður les viðtal í blaði efast maður ekki um að myndin sem fylgir því sé af viðkomandi fólki. Þó er menningin alltaf að framleiða allskonar skáldskap sem erfitt er að greina, ég til dæmis botna ekki neitt í Baugsmálinu og ég held að ég gæti ekki gert mér skýra mynd af því þó að ég hefði áhuga á því, frá- sagnir fjölmiðla eru of þversagnakennd blanda af sannleika, lygi og skáldskap þar sem engin leið er fyrir einhvern sem ekki þekkir til að greina sundur aðalatriði og aukaatriði, skáldskap og veruleika. Mörkin eru örugglega á fleygiferð og stundum með slæmum afleiðingum, pólitískur skáldskapur er reiddur fram í meira magni en áður og svo líka hreinar lygar; það er ekki að sjá að það hafi neinar afleiðingar þótt ástæða fyrir inn- rásina í Írak reynist vera lygi fremur en ef hún hefði verið hreinn skáldskapur; rétt eins og lygi sé ekki lengur lygi og hlut- irnir hafi ekki lengur afleiðingar. Ljósmynd sýnir bara ásýnd en skáldsögur reyna að taka ljósmynd af samtíma sínum og af innra lífi sögupersóna sinna.“ Hið ímyndaða ryðst reyndar líka inn í söguna með óvæntum hætti, ef hægt er að segja það um skáldverk, og minnir lesendur þannig á að veruleikinn og reyndar sjálf sagan er ekki öll þar sem hún er séð, hún gefur stefnuljós í eina áttina en fer svo í allt aðra. Ímyndunin er auðvitað stór hluti af lífi hvers og eins og ímyndunarkrafturinn hefur verið talinn grunnafl bókmennt- anna frá rómantíska tímanum. Á síðustu árum hefur æ meir borið á bókmenntum sem byggjast á raunverulegum sögum og raunverulegu fólki, þetta eru sjálfsævisögulegar bækur og skál- dævisögur en þetta eru líka lykilsögur, sem virðast vera þó- nokkrar í bókum þessa árs, og jafnvel skáldsögur sem nýta sem efnivið raunveruleg samskipti þekktra einstaklinga í samfélag- inu eins og ný bók Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, Frægasti maður í heimi. Er þetta til marks um að ímyndunaraflið sé minna virkt í bókmenntasköpun samtímans, að fólk sé búið að fá leið á tilbúnu fólki í bókum, að raunveruleikinn í einhverri mynd sé að yfirtaka bókmenntirnar eins og sjónvarpið? Þýðir þetta að skáldskapurinn í rómantískum skilningi sé að gefa eftir? „Það er til marks um almennan, sameiginlegan þorsta. Fólk rekur hnefann í rúðu, langar að rífa himnu í tætlur og komast í samband við eitthvað áþreifanlegt. Fólk er búið að fá leið á logn- um persónum, maður vill fá eitthvað sem er satt. Ég trúi hins- vegar ekki á hugmyndina um raunveruleikabókmenntir, sú að- ferð að byggja á raunverulegum tölvupóstum getur getið af sér óteljandi bækur sem eiga ekkert sameiginlegt nema ritunar- aðferðina – það er hægt að gera svo margt með meitli, það sem gildir er hvað og hvernig er unnið úr hlutunum, aðferðin segir ekkert. Ég trúi heldur ekki á lykilsögur og ástæða þess að ég tvístíg þegar Stefán Máni kallar sögupersónu Einar M. er sú að ég kann ekki að meta þá hugmynd að skáldskapur sé einhvers- konar blæja sem einfaldlega er lögð ofan á veruleikann og hægt að kippa af til að athuga hvað býr undir; ég kann betur að meta lýrískari spretti Túrista – afhverju ekki að kalla sögupersónuna bara Einar Má Guðmundsson? Einar Már er helvíti fínn rithöf- undur en sem sögupersóna kveikir hann aðallega með mér þá grunsemd að Stefáni Mána sé illa við Einar Má veruleikans, sem mér finnst ekki alveg frjó hugsun. Sjálfsagt er grunsemdin alröng, enda álít ég ímyndunaraflið stórhættulegt fyrirbæri. Söguhetjur mínar eru venjulegt fólk sem stöðugt ímyndar sér fáránlegustu hluti um annað fólk – einu sinni voru ríkjandi hug- myndir um skilningsleysið manna á milli en sú hugsun er ekki rík núna, þó eru tímarnir síst betur til þess fallnir að fólk botni nokkuð hvert í öðru. Um leið og einhver sest niður og skrifar er skáldskapurinn fljótur að verða til og allur sá skáldskapur sem á sér stað í höfðinu á okkur verður að vera með ef bókmenntir eiga að endurspegla það flókna fyrirbæri sem veruleikinn er.“ Þú tókst þátt í ritdeilu um stöðu íslenskra bókmennta og bók- menntakerfið í haust. Í Lesbók í dag birtist reyndar grein eftir Kristján B. Jónasson sem er innlegg í þessa umræðu sem sner- ist að nokkru leyti um það hvort módernisminn væri dauður. Hvernig líturðu sjálfur á hefð íslenskra nútímabókmennta? Skynjarðu eitthvert rof síðustu árin? „Ef orðið hefur rof er það fyrst og fremst í hugmyndalegum skilningi, það má spyrja um það sem Adorno kallaði raungildi og skiptagildi bókmennta: Hafa bókmenntir eitthvert raunveru- legt gildi eða bara verðgildi sem vara á markaði? Hugmyndin um raungildi bóka á ekki upp á pallborðið akkúrat núna. Bæði þjóðernishugsjónir og sósíalískar hugsjónir mynduðu grunn í hugmyndaheimi fólks þar sem bókmenntir höfðu raunverulegt gildi, eitthvað sem hafði stoð bæði í framtíð og fortíð. Að þessum hugsjónum horfnum virðast bókmenntir, rétt á litið og beint út frá samtímanum, tæpast geta verið annað en platónsk grilla, tímaskekkja sem er klúr í sakleysi sínu. Ég hef sjálfur einhverja þörf fyrir að vera alltaf á þröskuldi þess að missa trú á skrifum og skáldskap og fara að fást við eitthvað annað, finnst raunar miklu skemmtilegra að fást við dægurtónlist og spila á tromm- ur, bæði er félagsskapur og stuð í því og svo verða rithöfundar oft svo súrir með aldrinum og þá virðist skárra að fást við fræði og blaðamennska er líka skrif, öll skrif hafa áhrif á heiminn. Það eru allskonar rof í gangi, popp hefur ruðst inn í bókmenntir og fræði hafa ruðst inn í bókmenntir og svo hrökk þjóðlegur fróð- leikur mjög snögglega upp af en hann var líklega það íslensk- asta við íslenska menningu. Í bókmenntum hef ég ekki trú á öðru en að módernismanum hafi verið haldið áfram með ýmsu móti, ég hef auðvitað ekki lesið nýja grein Kristjáns en hann skrifaði pistil þar sem hann spurði af einurð um fagurfræði og mér fannst sjálfsagt að reyna að bregðast við, eftir á að hyggja er fagurfræði Kristjáns líklega samblanda og togstreita á milli módernisma og nýraunsæis, sjálfur er ég hrifnastur af þeim þræði módernismans þar sem er vitræn leikgleði, eins og hjá Jorge Luis Borges og metafísísk ljóðræna eins og hjá Angel Valente. Ég get raunar alveg tengt mig við gallhart raunsæi – en alltaf með einhverjum fyrirvara um flókinn veruleika og þversagnakenndan hugmyndaheim.“ Rithöfundurinn sem bókin fjallar um, Guðjón Ólafsson, deilir við konu sína um það hvort hann eigi að gefa stefnuljós (eða gefa út stefnuljós eins og konan vill segja), honum finnst eitthvað sjálfhverft við það að gefa stefnuljós eins og allt velti á því hvert hann ætli: „Ég held að ef fólk sýndi minna af slíkri tillitssemi í umferðinni, myndi hún ganga betur og hætta að snúast svona mikið um sjálfa sig,“ segir Guðjón. Það má skilja þetta sem skot á bókmenntir samtímans og jafnvel sjálfshæðni, eða hvað? „Mér finnst gaman að láta svona venjulegt tuð merkja eitt- hvað glóbalt. Ég kann svo sem ekki að svara, enda held ég að bækur séu gáfaðri en höfundar sínir. Það er eitthvað létt fárán- legt í mínum huga við þá tilhugsun að bækur séu tilkynning um stefnu höfundar, texti er merkilegri en sá sem skrifar hann og bókmenntir segja manni hvert heimurinn og maður sjálfur stefnir, þær eru hugsun um framtíð ef fer fram sem horfir og bjóða okkur að horfa á tunglið en ekki fingurinn – sem er ekki lítið átak.“ Andlegt getuleysi, firring eðlis- hvata og almenn sjálfhverfa Stefnuljós nefnist ný skáldsaga eftir Hermann Stefánsson. Bókin fjallar ekki síst um flókin tengsl ímyndunar og veruleika og stundum tekur hún ófyrirséðar beygjur enda vill höfundurinn að lesandanum þyki skemmtilegt að láta reka sig á hol. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Hermann Stefánsson „Um leið og einhver sest niður og skrifar er skáldskapurinn fljótur að verða til og allur sá skáldskapur sem á sér stað í höfðinu á okkur verður að vera með ef bókmenntir eiga að endurspegla það flókna fyrirbæri sem veruleikinn er.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.