Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Síða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 | 9 flutningi á Íslandi,“ segir Linda Dögg. „Þetta hlýtur að vekja spurningar um það hvort nóg sé gert til að tryggja fordómalausa og sanngjarna umfjöllun í sjónvarpi.“ Linda Dögg segir að upp hafi komið viss þversögn í rannsókn sinni sem nauðsynlegt sé að minnast á. „Þegar gagnrýnt er að það eigi ekki að ein- blína á innflytjendur sem hópa, heldur frekar sem einstaklinga, er auðvitað þversögn í því að spyrja dagskrárgerðarstjórana: Af hverju er- uð þið ekki með efni sérstaklega fyrir hópa eins og til dæmis innflytjendur? En það er hægt að nálgast málið á annan hátt. Það er hægt að vera meðvitaðri um innflytjendur sem hóp af mismunandi einstaklingum. Til dæmis, þegar umræðuþættir eru á dagskrá um ein- hver tiltekin samfélagsleg málefni, er hægt að ræða við innflytjendur í þeim þáttum stund- um. Af hverju þurfa þetta eiginlega alltaf að vera frægir „Íslendingar“? Það er hægt að búa til stefnu um að vera meðvitaður um innflytj- endur án þess að búa sífellt til steríótýpu hópa. Þegar fjallað er um listir, menningu og fleira, af hverju er ekki stundum talað við innflytj- endur? Þeir hafa áhuga á öðru en bara rétt- indabaráttu innflytjenda og matargerð síns heimalands. En þá komum við að íslenskunni,“ segir Linda Dögg. Úrelt hreintungustefna? Mörg ungmennin sem Linda Dögg ræddi við vildu ekki tjá sig á íslensku, þó svo að þau kunni flest eitthvað í málinu. Hún tók því mörg viðtölin á ensku. En enskan hjá ungmenn- unum var ekki alltaf góð. „Ef þau kunna bæði að tjá sig að einhverju leyti á íslensku og ensku, af hverju velja þau þá frekar að tjá sig á ensku við íslenskumæl- andi manneskju á Íslandi? Það sem var áber- andi í gegnum alla rannsóknina var áherslan á tungumálið á Íslandi. Hvað íslenskan skiptir Íslendinga miklu máli, og hvað þeir hafa litla þolinmæði fyrir ekki alveg fullkominni ís- lensku. Ef fólk er með einhvern smá hreim eða talar eitthvað örlítið vitlaust, hafa Íslendingar og íslenskir fjölmiðlar margir hverjir litla sem enga þolinmæði,“ segir Linda Dögg. „Hér er fullt af fólki sem búið hefur á Ís- landi í tíu ár eða meira og talar mjög fína ís- lensku. Af hverju ekki að hleypa þeim í um- ræðuþætti í sjónvarpi til að tjá sig um ýmis mál svo sem pólitík, íþróttir, viðskipti og fleira? Við verðum þá líka vanari því að hlusta á þau. Það finnst auðvitað mörgum mjög mik- ilvægt að halda okkar tungumáli hreinu, og okkar menningu „íslenskri“, en það verður ekki hjá því komist að við lifum í breyttu sam- félagi og þurfum bara aðeins að slaka á kröf- unum,“ segir Linda Dögg. Hún minnist á óeirðirnar í Frakklandi sem ýkt dæmi af því sem getur gerst ef innflytj- endum er ekki gefinn kostur á því að taka þátt í samfélaginu. „Ef ungir innflytjendur fara ekki að upplifa sig sem hluta af samfélaginu, meðal annars í gegnum fjölmiðla, held ég að við eigum eftir að fá smáspark í rassinn eftir nokkur ár. Þetta er fólk sem er að fara út á vinnumarkaðinn, fólk sem er að fara að verða sýnilegra og fólk sem fær kosningarétt.“ Nauðsynlegt að rannsaka menntakerfið Linda Dögg segist taka það skýrt fram í rit- gerð sinni að þar sem rannsókn hennar sé „eigindleg“, sé ekki hægt að líta á niðurstöð- urnar sem marktækan „sannleik“ um ástand mála á Íslandi í dag. „Ég er ekki að reyna að halda því fram að það sé til einhver ein einföld lausn, eða að fjöl- miðlar séu engan veginn að standa sig. Það sem ég er að reyna að gera er að varpa fram ýmsum spurningum og vekja athygli á stöðu innflytjenda á Íslandi í tengslum við fjölmiðla, sem ég tel að sé mjög brýnt. Við þurfum að fara að taka á ýmsum málum,“ segir Linda Dögg. Fyrr á þessu ári var haldin ráðstefna í Norræna húsinu um málefni innflytjenda á Ís- landi. Linda Dögg segist vita um fullt af áhugaverðum rannsóknum sem nú sé verið að gera um stöðu innflytjenda á Íslandi, þó svo að margt sé enn ekki farið að rannsaka. „Á síðu Rauða krossins á Íslandi má finna fullt af hugmyndum um áhugaverðar rann- sóknir sem þarf að framkvæma. Ég tel að það sé nauðsynlegt að rannsaka betur stöðu inn- flytjenda innan menntakerfisins. Til dæmis ástæður þess að krakkar innflytjenda detta mikið út úr framhaldsskólum, sem er mjög mikið áhyggjuefni að mínu mati.“ Eftir að hafa framkvæmt rannsóknina og spáð mikið í málefni innflytjenda og fjölmiðla segist Linda Dögg vera fullviss um að ým- islegt einfalt sé hægt að gera til að stórbæta stöðuna. „Við þurfum bara öll að vera aðeins meðvit- aðri um það að við erum ekki eins einsleitur hópur og við vorum hér fyrir 20 árum. Sam- félagið er okkar allra og fjölmiðlar spila mjög stóran þátt í því. Það er fullt af fólki sem flytur til Íslands og kann ekki tungumálið fyrst í stað. Til að hjálpa því að aðlagast samfélaginu og verða að virkum þátttakendum, þarf að vera einhvers konar leið til þess, hvort sem það er stuttur útvarpsþáttur á kvöldin eða sér- stakar blaðsíður í dagblöðum. Það eina sem þarf eru stuttar fréttir á nokkrum tungu- málum. Ég held að þetta sé ekkert rosalega flókið. Við þurfum bara aðeins að fara að setj- ast niður og hugsa um þetta. Um leið og fólk er upplýstara um það sem er að gerast í sam- félaginu, því auðveldara er fyrir það að taka þátt í því.“ Ljósmynd/Jón Gunnar Ólafsson Linda Dögg Hlöðversdóttir „Enginn af ungling- unum tólf sagðist vera íslenskur, hvorki þeir sem hafa flust hingað, né þeir sem eru fæddir hér og hafa alist upp alfarið á Íslandi. Það fannst mér frekar sláandi.“ Höfundur er blaðamaður í London. #6 Við bjuggum saman í ferkantaðri íbúð sem samanstóð af einu herbergi og einu baðherbergi maðurinn minn og ég með þrjú börn. Við vorum atvinnulaus og þegar hann spilaði ekki á fiðluna málaði hann af okkur myndir í fallegum litum. Af mér að gefa elsta barninu. Af mér að gefa næstelsta barninu. Af mér að gefa yngsta barninu. Svo málaði hann líka sjálfsmyndir. Á sumum þeirra sást í mig og börnin í rakspeglinum eða í speglinum þarsem ég greiddi mér um hárið. Þegar börnin voru sofnuð á kvöldin málaði hann myndir af mér einni. Kannski lá ég nakin í sófanum. Kannski las ég í bók. Ef augun þreyttust greip hann í fiðluna og skreytti heimilið með fegurstu tónum. Kristín Ómarsdóttir Einu sinni saga Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.