Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 | 13 Það hljómar kannski undarlega að kallaþað klassík sem ekki hefur áður komiðút, en því er samt svo farið með þessaplötu Miltons Nascimento sem hefur að geyma balletta sem hann samdi fyrir dans- flokkinn brasilíska Grupo Corpo 1976. Þegar hér var komið í tónlistarsögu hans var hann almennt viðurkenndur sem einn efnilegasti tónlistar- maður Brasilíu og um leið einn sá merkilegasti því allt virtist leika í höndum hans. Fyrsta platan sem vakti á Nascimento athygli um allt land var Clube da Esquina sem kom út 1972, en fyrsta eiginlega meistaraverk hans, Milagre Dos Peixes, kom út 1973. Hlé varð á plötuútgáfu um hríð en árið 1976 var einn af hápunktunum á ferli Nascimentons því það ár sendi hann frá sér tvær af sínum bestu plötum, Geraes og Milton (Minas), sem gefin var út fyrir Bandaríkjamark- að. Sama ár samdi hann svo tónlistina við ballett fyrir Grupo Corpo dansflokkinn. Ballettinn byggðist á sögu af ambáttinni Maríu og hennar illu ævi, en textar voru úr smiðju Fernando Brant. Nascimento kunni því greinilega vel að semja fyrir leiksvið og fer víða í stíl og stefnum, beitir jöfnum höndum sunginni tónlist og leik- inni, en söngurinn er oft án orða. Nascimento samdi frekari balletttónlist fyrir Grupo Corpo því 1981 skrifaði hann tónlist við ballettinn Síðasta lestin, Ultimo Trem, en sá segir frá því er herforingjastjórnin brasilíska lagði af lestarlínu sem lá frá austurströnd Bras- ilíu inn í land í héraðið Minas Gerais, en þaðan er Nascimento eins og sér svo oft stað í tónlist hans. Báðir ballettarnir eru fyrirtaks tónverk, en sum laganna sem Nascimento fléttaði saman í ballettsvítu tón Nascimento upp aftur og breytti þá jafnvel útsetningum talsvert. Maria Maria er áhrifa- og átakamikið verk, en Ultima Trem öllu rólegra, bjartara yfir því um margt, en tónlistin líka léttari. Frábær plata og stenst samjöfnuð við flest það sem Nascimento hefur gert – gott ef hér er ekki komin ein hans besta plata og fengur að því að útgáfan Far Out Recordings, sjá: www.faroutrecordings.com/, skyldi taka að sér að gefa tónlistina út á tvöföldum diski sem heitir einmitt Maria Maria og Ultimo Trem. Mannskapurinn sem kemur að tónlistinni er sá sami að mestu, enda má segja að Maria Maria- gengið hafi komið saman til að taka Ultima Trem upp, margir af fremstu tónlistarmönnum Brasilíu. Maria Maria Ultima Trem fæst í Rafgrein í Skipholti 9, en verkin á plötunni komu einnig út á plötunni Trilhas de Ballet sem Nascimento gefur sjálfur út, en væntanlega er mjög erfitt að hafa upp á henni. Óútgefin klassík Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is T ónlist Kate Bush hefur alltaf hljómað eins og hún sé ekki alveg af þessum heimi, líkt og hún sé búin til í einhverjum töfrum slegnum hliðarheimi. Þessari mynd var þegar varpað upp í fyrsta laginu sem Bush gaf út, hinu ótrúlega „Wuthering Heights“ sem út kom 1978 en þá var listakonan ekki nema nítján ára gömul. Það ár gaf Bush út tvær plötur, The Kick Inside og Lionheart og er sú fyrrnefnda réttilega nefnd til sem einn til- komumesti frumburður sem litið hefur dagsins ljós. Never for Ever kom svo 1980 og tveimur árum síðar hin mergjaða The Dreaming. Hún var síðan svo gott sem toppuð þremur árum síðar er Hounds of Love kom út, hið algera meistaraverk Bush. Eftir þetta fór að fjölga ár- unum á milli platna, The Sensual World kom út 1989 og The Red Shoes 1993. Tólf ára bið eftir nýju efni er afar langur tími í poppheimum en síst hefur kvarnast úr harðsvíruðum aðdáenda- hópnum. Það er reyndar líklegra að við hann hafi bæst, því að árin tólf hafa rennt stoðum undir alls kyns sögusagnir og dulúð sem hefur kynnt enn frekar undir spenningnum eftir plöt- unni nýju. Hvíslað var t.d. lengi vel að Bush væri búin að draga sig í hlé að hætti Gretu Garbo og Agnethu Fältskog. Ástæðan fyrir plötuleysinu var þó ekki dramatískari en það að Bush var að einbeita sé að uppeldi sonar síns auk þess sem hún dyttaði að heimilinu en anda þessara starfa er hægt að nema af plötunni. Í einu laginu er t.d. sungið um þvottavél og eitt lagið, „Bertie“ er tileinkað syninum. Hunang Á þessu tólf ára tímabili safnaði Bush það miklu í sarpinn að ákveðið var að hafa plötuna tvö- falda. Fyrri platan ber undirtitilinn A Sea of Honey og inniheldur sjö lög, mismunandi að gerð og áferð. Í einu laginu er bara píanó og rödd en önnur eru meira rokkkyns. Seinni plat- an kallast A Sky of Honey og er eitt langt verk, skipt upp í níu lög. Yfir verkinu er sveimkennd áferð og við og við heyrist fuglasöngur eða lág- vært píanó. Þetta minnir helst á seinni tíma plötur Talk Talk eða Roberts Wyatt; lögin eru opin, með löngum þögnum og hjúpa sig utan um hlustandann á lúmskan hátt. „Það að platan sé tvöföld gaf mér meira rými til að prófa mismunandi hluti,“ segir Bush sjálf um plötuna. „Ég gat athafnað mig í þessum hálf-klassíska stíl sem ég kann svo vel við en einnig gat ég leyft mér að notast við hljómsveit þar sem glás af trommum koma við sögu.“ Bush segir að platan hafi verið unnin í smá- skömmtum, eitthvað sem hún hafi aldrei gert áður. „Hér áður fyrr hékk maður í hljóðverinu fjór- tán tíma á dag en eins og staðan er hjá mér í dag er það ekki mögulegt lengur. Það komu því tímabil þar sem það var ekkert mikið í gangi. Svona höft gerðu plötunni þó gott á endanum. Ég var tilneydd til að standa utan við verkið og þá gafst mér tími til að velta því fyrir mér og breyta og bæta.“ Þrátt fyrir um þrjátíu ára langan feril er Aerial einungis áttunda plata Bush. Hún var uppgötvuð ef svo má segja af Dave Gilmour, gítarleikara Pink Floyd, þegar hún var aðeins sextán ára gömul og Gilmour kom henni á samning hjá EMI þar sem hún hefur verið síð- an. Fyrirtækið gaf henni um þrjú ár til að semja lög og þroska hæfileika sína áður en ráð- ist yrði í útgáfu en svona nokkuð væri fáheyrð aðferðafræði í dag. Samstarfsmenn Bush á Aerial eru m.a. trommarinn Stuart Elliott sem hefur verið í teymi hennar frá upphafi. Gary Brooker, stofn- andi Procol Harum, ljær þá plötunni Ham- mondhljóma og Michael heitinn Kamen útsetur nokkur lög en Kamen lést sviplega fyrir tveim- ur árum, fékk hjartaslag, en hann vann með Bush að Hounds of Love og svo áfram eftir það. Nýir samstarfsmenn eru t.a.m. ásláttarleik- ararnir Steve Sanger, Peter Erskine og Bosco D’Oliveira en á plötunni bregður á köflum fyrir heimstónlistarlegum trumbuslætti og stemm- um. Ekki móðins Bush segist hafa lagt áherslu að koma á anda leikgleði við upptökur og hafi þess vegna valið gamla og góða félaga til samstarfs. „Það er mjög erfitt að koma hugmyndum í horf,“ segir hin fullkomnunarsinnaða Bush. „Þess vegna er mikilvægt að hafa fólk í kring- um mann sem maður treystir.“ Í dómum sem birst hafa um plötuna má greina að flestir eru á því að það sé ekki hægt að bera hana saman við neitt – nema mögulega fyrri verk Bush. Og þrátt fyrir að einstaka trommuheilar séu komn- ir yfir síðasta söludag á stöku stað þá gerir það engan óskunda. Bush standi svo langt utan við allt sem kalla má tísku eða móðins að hún kemst upp með allt slíkt. Þeir sem geta snúið lagi um þvottavél í ein- hvers konar galdur hljóta a.m.k. að vera eitt- hvað sérstakir. Enn í öðrum heimi Kate Bush „Þeir sem geta snúið lagi um þvottavél í einhvers konar galdur hljóta a.m.k. að vera eitthvað sérstakir.“ Kate Bush gaf út tvöföldu plötuna Aerial fyrir stuttu en full tólf ár eru frá því að síðast í henni heyrðist. Líkt og titillinn ber með sér er inni- haldið dreymið og órætt popp, tónlist sem aðeins gæti komið úr ranni þessarar einstöku listakonu. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Bandarísku tónlistarverðlauninShortlist Music Prize sem hingað til hafa verið veitt tónlistar- mönnum og hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Damien Rice, N.E.R.D og TV on the Radio verða að öllum líkindum ekki veitt í ár. Verðlaunin voru upphaf- lega hönnuð að fyrirmynd hinna bresku Mercury-verðlauna sem til- nefna þá tónlistarmenn sem þykja efnilegir og líklegir til vinsælda. Ástæðan ku vera ósætti á milli stofnenda verðlaunanna, Tom Sarig og Greg Spotts, en sá fyrrnefndi hefur þegar hafið undirbúning að sambærilegum verðlaunum New Pantheon sem hann vonast til að nái víðtækari athygli og viðurkenningu og hefur hann í þeim tilgangi safnað saman stórstjörnum í dómnefnd. Dave Matthews, Elton John, Keith Urban, Shirley Manson, leikarinn Elijah Wood og Ahmir „Questlove“ Thompson úr Roots munu skipa þá nefnd í ár.    Rapparinn Talib Kweli hefurlengi verið í forystusveit hinna þjóðfélagslega meðvituðu rapp- ara vestanhafs. Á síðustu plötu kappans The Beautiful Struggle fjölluðu textar Kweli um allt frá gettóum stórborga Banda- ríkjanna til stríðsvalla Íraks en á nýjustu plötunni Right About Now kveður við annan tón. Yfir „sampli“ úr laginu „In Other Words“ með Ben Kweller rappar Kweli þessi orð: „Ms. Hill got skills/ ... What you spit got the power to uplift a hill“. Hér er að sjálfsögðu um að ræða fyrrum Fugees- stjörnuna Lauryn Hill sem hann ferðaðist með á tónleikaferð árið 1998 eftir að metsöluplata hennar The Miseducation of Lauryn Hill kom út. „Lagið er um persónulegar tilfinningar mínar gagnvart Lauryn. Öll okkar sem kunnum að meta tón- list hennar og þykir vænt um hana eigum þetta sameiginlegt. Hún var, og er, sú heitasta.“ Platan er sú þriðja sem Kweli gerir eftir að hann og Mos Def lögðu niður Black Star. Þeir halda þó enn í vinskapinn og Mos Def kemur fram sem gesta- rappari á einu lagi plötunnar.    Edge gítarleikari U2 hefur ásamtframleiðandanum Bob Ezrin og Gibson gítarframleiðandanum hafið átak í kjöl- far fellibylsins Katrínar til að útvega þeim tónlistar- mönnum hljóð- færi sem á ein- hvern hátt töpuðu þeim þegar fárviðrið gekk yfir Mexíkó-flóa. „New Orleans er gríðarlega mikilvæg tónlist- arborg og tilhugsunin um að borgin verði í framtíðinni einungis þekkt fyrir löngu liðið tónlistarlíf er hræðileg,“ segir gítarleikarinn sem féll fyrir borginni árið 1981 þegar U2 spilaði í kjölfar útkomu plöt- unnar Boy. Ég kem frá Dublin sjö- unda áratugarins þar sem maður varð að leita tónlistina uppi. Aldrei datt mér í hug að annar eins staður og New Orleans væri til þar sem tónlistin rann hreinlega af veggjum húsanna.“ Erlend tónlist Edge og Bono Lauryn Hill Sigur Rós

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.