Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Page 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005
Að eiga sér aðeins andlit í áhrifum. Að hreiðra um sig í
orðum sem fóru í eyði fyrir löngu.
Við fylgjumst með athöfnum hans á miðju gólfi. Í
fullum skrúða með mjaðarhorn milli handanna og
biðlar til samhengis og trúnaðar líkt og í óráði. Hann
dreypir miði á plast og steinsteypu undir fótum sér, og
við meðtökum athöfnina eins og ilm frá afskornum
blómum.
Nú smýgur maður fram úr skugganum í jaðri salarins,
otar álútur stórri myndavél að goðanum eins og langt
að kominn sendiboði dýrmætri gjöf. Goðinn masar
viðstöðulaust, hann hrærist eins og svipur á tjaldi
meðan stálblá leiftur vélarinnar brytja niður athöfnina
eins og lostugan rétt. Masið er sofandans og samsemd
okkar við hvítdúkuð borðin er við ásýnd sem merkir
sakleysi og afturbati fyrir málfar auglýsingastofunnar.
Að morgni verða blómin borin út í tunnu.
Þorsteinn Antonsson
Goðinn
Höfundur er rithöfundur.