Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
The Exorcism of Emily Rose
Into the Blue
Four Brothers (SV)
In Her Shoes (HJ)
Smárabíó
The Exorcism of Emily Rose
Serenity
Into the Blue
In Her Shoes (HJ)
The Legend of Zorro
(SV)
Regnboginn
The Exorcism of Emily Rose
Into the Blue
In Her Shoes (HJ)
Africa United (SV)
A History of Violence
(HJ)
Laugarásbíó
Waiting
The Exorcism of Emily Rose
Four Brothers (SV)
The Legend of Zorro
(SV)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar (HJ)
The Descent (SV)
Háskólabíó
Lord of War
La Marche de L’Empereur
Elizabethtown
Litli Kjúllinn (SV)
Corpse Bride (SV)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar (HJ)
Hip Hip Hora!
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Serenity
Lord of War
Litli kjúllinn (SV)
Elizabethtown
Corpse Bride (SV)
Two for the Money (SV)
Kiss, Kiss, Bang, Bang
(HJ)
Flight Plan (SV)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar (HJ)
Valíant m/ ísl. tali
Leiklist
Austurbær: Annie, 26. nóv.
Borgarleikhúsið: Salka
Valka, fim., fös. Woyzeck, lau.
Kalli á þakinu, sun. Id –
Haust, sun., mið. Lífsins tré,
lau., fös. Alveg brilljant skiln-
aður, sun. Manntafl, fim.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Himnaríki, lau., fös.
Iðnó: Ég er mín eigin kona,
lau., sun., fim., fös. Gestur –
síðasta máltíðin, lau.
Íslenska óperan: Kabarett,
fös., lau.
Leikfélag Akureyrar: Full-
komið brúðkaup, lau., sun.,
fim., fös.
Leikfélag Mosfellsbæjar:
Fjórir einþáttungar, sun.
Loftkastalinn: Blóðberg, þri.,
fös. Tónleikurinn Bítl, 26. nóv.
Nasa við Austurvöll: Typpatal
með Audda, frums. 24. nóv-
ember.
Tjarnarbíó: Jólaævintýri
Hugleiks. lau., mið., fös.
Þjóðleikhúsið: Halldór í
Hollywood, lau., fim., fös.
Klaufar og kóngsdætur, sun.
Edith Piaf, sun. Brim, sun.,
mið. Frelsi, lau., mið., fim.
Leitin að jólunum frums. 26.
nóv.
Myndlist
Bananananas: Hildigunnur
Birgisdóttir til 26. nóvember.
Byggðasafn Árnesinga: Á
Washington-eyju og Gras-
jurtir. Til nóvemberloka.
Café Cultura: Róbert Stef-
ánsson út nóvember.
Café Karólína: Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir til 2. desember.
Energia: Kolbrún Róberts til
nóvemberloka.
Gallerí +: Haraldur Ingi Har-
aldsson til 27. nóvember.
Gallerí 101: Haraldur Jónsson
til 26. nóvember.
Gallerí 100°: Bryndís Jóns-
dóttir og Einar Marínó Magn-
ússon til 25. nóvember.
Gallerí BOX: Jón Sæmundur
Auðarson til 18. desember.
Gallerí i8: Þór Vigfússon til
23. desember.
Gallerí Lind: Ólöf Björg
Björnsdóttir til nóvemberloka.
Gallerí List: Elsa Nielsen til 2.
desember.
Gallerí Turpentine: Sigtrygg-
ur Bjarni Baldvinss. til 6. des.
Gel Gallerí: Jóhannes Rúnar
til 25. nóvember.
Gerðarsafn: Tími Romanov-
ættarinnar. Til 4. desember.
Gerðuberg: Eggert Magn-
ússon til 9. janúar.
Grafíksafn Íslands: Bjarni
Björgvinsson til 4. desember.
GUK+: Hartmut Stockter til
16. janúar.
Hafnarborg: Jón Laxdal til
31. desember.
Hrafnista, Hafnarfirði: Guð-
finna Eugenia Magnúsdóttir
til 6. desember.
Jónas Viðar Gallerí: :Þórarinn
Blöndal til 4. desember.
Karólína Restaurant: Óli G. til
aprílloka 2006.
Kirkjuhvoll , Akranesi: Einar
Hákonarson.
Kling og Bang gallerí: Unnar
Örn J. Auðarson til 4. desem-
ber.
Listasafnið á Akureyri: Helgi
Þorgils Friðjónsson til 23. des-
ember.
Listasafn ASÍ: Magnús V.
Guðlaugsson og Örn Þor-
steinsson til 4. desember.
Listasafn Einars Jónssonar:
Fastasýning.
Listasafn Íslands: Ný íslensk
myndlist II til 12. febrúar.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Húbert Nói til 4. desember.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Bernd Koberling til 22. jan-
úar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafn-
arhús: Guðrún Vera Hjartar-
dóttir til 30. desember. Erró
til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Jóhannes Sveins-
son Kjarval. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Hraunblóm: Elsa Afelt,
Carl-Henning Pedersen,
Svavar Guðnason og Sigurjón
Ólafsson, til 27. nóvember.
Listasmiðjan Þórsmörk,
Nesk.: 10 listakonur, fram í
janúar 2006.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Lars Tunbjörk til 20. nóv.
Norræna húsið: Jonas Wilén,
Henrika Lax og Annukka Tu-
rakka. Toæ 18. desember.
Nýlistasafnið: Snorri Ás-
mundsson, Tilraunaeldhúsið.
Til 19. desember.
Ráðhús Reykjavíkur: Helga
Birgisdóttir (Gegga) til ára-
móta.
Safn: Ólafur Elíasson. Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson, Jón Laxdal
til 11. desember.
Saltfisksetur Íslands: Her-
mann Árnason til 20. nóv-
ember.
Smekkleysa plötubúð - Hum-
ar eða frægð: Þorsteinn Otti
Jónsson út nóvember.
Suðsuðvestur: Þóra Sigurð-
ardóttir og Anne Thorseth. Til
11. desember.
Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur
Sveinsson til áramóta.
Þjóðmenningarhúsið: Hjörtur
Hjartarson, út nóvember. Ís-
lenskt bókband.
Þjóðminjasafn Íslands: Kon-
ungsheimsóknin 1917 og
Mannlíf á Eskifirði 1941–1961.
Til 27. nóvember.
Þrastalundur, Grímsnesi:
Reynir Þorgrímsson fram í
desember.
BERND Koberling er einn af þekktustu lands-
lagsmálurum Þýskalands, en hann hefur frá
unga aldri heillast af norðrinu. Fyrst Lapplandi
en síðar af íslenskri náttúru en listamaðurinn
dvelur jafnan sumarlangt í Loðmundarfirði,
kom þangað fyrst árið 1977. Í upphafi var það
laxveiði sem heillaði hann en nú snýst dvöl hans
fyrst og fremst um listina á meðan laxarnir
synda ósnortnir hjá. Koberling hefur áður sýnt
verk sín hér á landi, 2003 sýndi hann einnig
vatnslitamyndir frá Loðmundarfirði í Gallerí i8
og árið áður var stór sýning á verkum hans í
Listasafni Reykjavíkur.
Sýning Koberlings er um margt áhugaverð,
bæði fyrir listamenn, áhugafólk í listum og al-
menna áhorfendur. Viðfangsefni hans er íslensk
náttúra sem hann nálgast af auðmýkt og vís-
indalegri nákvæmni í senn. Það er hrein nátt-
úrutenging sem dregur listamanninn aftur og
aftur til Loðmundarfjarðar, upplifun sem við
skiljum flest sem átt höfum kost á að dvelja að
einhverju marki úti í ósnortinni náttúru, hvort
sem það er hérlendis eða annars staðar. Eftir
margra alda baráttu við náttúruna, baráttu sem
sífellt tekur á sig nýjar myndir, hefur fegurð-
arsmekkur okkar Íslendinga breyst. Fegurð
tengd notagildi er ekki lengur endilega málið,
við höfum ekki lengur aðeins auga fyrir bleikum
ökrum og slegnum túnum, heldur hefur auðnin,
berangurinn og hið stórskorna glatað lífshætt-
unni og öðlast fegurð í staðinn. Íslenskir sam-
tímalistamenn fást við náttúruna í auknum
mæli og nálgast hana á afar fjölbreyttan máta,
bæði í málverki og innsetningum, vatnslitir eru
þó ef til vill ekki vinsælasti miðillinn þegar kem-
ur að túlkun náttúrunnar. Ég get ímyndað mér
að ungir listamenn sjái ekki vatnsliti sem
spennandi valkost og vatnslitamyndir séu ef til
vill í augum margra frekar hefðbundinn miðill
sem erfitt er að finna nýjan flöt á. Allt rétt en
þeim mun meiri ögrun er að takast á við hann,
finna nýja fleti, persónulega leið. Slík leið er
grýttur vegur og það er ekki að undra að Kob-
erling nefni sýningu sína í Ásmundarsafni ein-
mitt það, Grýttur vegur. Í nafninu kristallast
einnig kjarni sýningarinnar, sem að mínu mati
er umbreyting myndefnis í list. Það er heillandi
að fylgjast með túlkun Koberlings á upplifunum
sínum í Loðmundarfirði en myndir hans birta
fyrst og fremst úrvinnslu hans sjálfs sem per-
sónu, samtímamanns sem lifir á tækniöld. Í stað
þeirrar heildarmyndar sem landslagsmálarar
leituðust við að birta áður fyrr er náttúran brot-
in upp í smæstu einingar, líkt og í smásjá, sum-
ar myndir minna á DNA-strúktúra eða myndir
af mólekúlum, aðrar eru hreinn strúktúr, rétt
eins og uppbyggingu bláberjalyngs megi um-
breyta í nútímabyggingu. Á sama tíma er svo
mikið flæði í myndunum að áhorfandinn fær
fyrst og fremst á tilfinninguna að listamaðurinn
noti innsæi sitt við vinnuna, að þegar hann upp-
lifir náttúruna í hjarta sér leyfi hann tækni sam-
tímans, borgarmanninum og náttúrubarninu að
vinna saman fordómalaust líkt og í draumi.
Listamaðurinn sýnir þannig fram á hvernig
samtímamaðurinn getur tengst náttúrunni án
þess að segja skilið við skynsemina eða
tæknina, sýning hans skilgreinir hana út frá
forsendum og heimsmynd samtímamannsins.
Hér er engin heildarmynd, ekkert þekkjanlegt
útsýni heldur kraftmikil og persónuleg list-
sköpun sem fær innblástur sinn úr samspili
náttúru og menningar, hjarta og heila, eilífðar
og augnabliks.
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn
Til 22. janúar 2006. Opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 13–16.
Vatnslitamyndir
Bernds Koberlings
Morgunblaðið/Einar Falur
Bernd Koberling „Sýning Koberlings er um margt áhugaverð, bæði fyrir listamenn, áhugafólk í listum
og almenna áhorfendur,“ segir Ragna Sigurðardóttir m.a.
Heimsmynd í bláberjalyngi
GULU tónleikarnir á alþjóðadegi
stúdenta buðu upp á óvenjuvel sam-
tengt prógramm: verk eftir frið-
arsinna og vini er hvort tveggja lýsti
viðbjóði á stríðsbrölti nakta apans.
M.a.s. frá svipuðum tíma, 1940 og
1943. Hin tiltölulega stutta Sálu-
messusinfónía Benjamins Britten
var eldri; samin og send til Tókýós í
kjölfar tónverkapantana Japans-
stjórnar til tónskálda víða um heim í
tilefni 2600 ára valdaafmælis keis-
araættarinnar.
Þó að verkið væri endursent um
hæl og aldrei flutt þar eystra, enda
andstríðslegur tónn þess augljóslega
þvert á væntingar þarríkjandi ráða-
manna, kann greiðvikni Brittens að
virðast undarleg í dag – sérstaklega í
ljósi undangenginna ofbeldisverka
Japana í Kína, er náðu hámarki með
fjöldamorðunum í Nanking 1937 og
urðu þjóðinni til heimskunnrar
skammar. En e.t.v. var uppátækið
eina færa leið brezka tónskáldsins í
nýhafinni heimsstyrjöld (innan við
ári fyrir Pearl Harbor) til að mót-
mæla hernaðarhyggju almennt –
með þeim hætti sem það kunni bezt.
Ég kom nánast bláferskur að
þessu verki Brittens, og hreif það því
meir fyrir vikið. En þrátt fyrir ágæt-
lega lýstum tildrögum þess í tón-
leikaskrá sló téður óhugnaður stríðs-
átaka (mest áberandi í Dies irae
miðþættinum) mig ekki nærri eins
nístandi og sambærilegir staðir í sin-
fóníu Sjostakovitsjar, þótt öðruvísi
kunni að hafa verkað á samtíðar-
menn tónskáldsins. Öllu frekar virt-
ust ágengnustu kaflarnir vekja
spennu og adrenalín eins og vel gerð
stríðsmynd við hæfi eilífra drengja.
Vera má að dýpri meðtaka komist
betur inn fyrir sálarsiggið við ítrek-
aði hlustun. Hitt stóð þó óskert eftir,
nefnilega afburðagóð túlkun SÍ und-
ir Rumon Gamba er laðaði til fyr-
irmyndar vel fram hina mörgu kosti
verksins, allt niður í minnstu
smáatriði. Hér fór jafnt fágun sem
kraftur á kostum.
Í það heila tekið má raunar segja
að kvöldið hafi markað óslitna sig-
urför stjórnanda og hljómsveitar,
því flutningur 8. sinfóníu Sjostako-
vitsjar var engu lakara gæðamarki
brenndur en snilldarmeðferðin á
vitamisheppnaðri keisarahyllingu
Brittens. Margir (þ.á m. stjórnand-
inn skv. innleggi hans í tónleikaskrá)
telja hljómkviðuna helzta meist-
araverk sovézka tónskáldsins. Ekki
treysti ég mér til að skera úr um það,
þó að mér fyndist að vísu undir lok
Largoþáttar (IV) sem höfundur væri
í þann mund að tapa þræðinum.
Þ.e.a.s. rétt áður en rauðbirkinni pa-
storalorkestrun Nielsens virtist
snöggvast bregða fyrir, og hlýtur að
hafa verið fyrir skondna tilviljun,
enda fjónski meistarinn þá enn að
mestu ókunnur utan sinna land-
steina.
Kynngimagnaður áhrifamáttur
verksins lét mann þó sjaldnast
ósnortinn, enda var nánast allt
fruntavel spilað, og við það míluvíða
dýnamík í báðar áttir að margir
hlutu að bölva í hljóði yfir að geta
ekki notið kræsinganna við kjör-
aðstæður væntanlegs tónlistarhúss.
Pjátrið átti hér víða krýnda daga, og
sjaldan hef ég heyrt strengjalið SÍ
leika jafnsamtaka og hörundslaust
innlifað og nú. Né heldur létu tré-
blásarar og slagverk á sínu bezta
standa – og þaðan af síður upp-
numdir áheyrendur á þakklæti sínu,
ef marka má eldheitu undirtektirnar
að leikslokum.
Nístandi áköll til friðar
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Háskólabíó
Britten: Sinfonia da Requiem. Sjostako-
vitsj: Sinfónía nr. 8 í c Op. 65. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon
Gamba. Fimmtudaginn 17. nóvember kl.
19.30.
Sinfóníutónleikar
Morgunblaðið/Ásdís
Rumon Gamba „Í það heila tekið má raunar segja að kvöldið hafi markað óslitna
sigurför stjórnanda og hljómsveitar, því flutningur 8. sinfóníu Sjostakovitsjar
var engu lakara gæðamarki brenndur en snilldarmeðferðin á vitamisheppnaðri
keisarahyllingu Brittens,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson m.a.