Morgunblaðið - 27.03.2005, Page 26

Morgunblaðið - 27.03.2005, Page 26
26 | 27.3.2005 Margt er rætt og ritað um offramboð bandarískra og engilsaxneskra kvikmynda á meðanhlutur Evrópuframleiðslu fer minnkandi með ári hverju. Burðarásar bíóanna eru sem fyrrgestir innan við tvítugt og nú er svo komið að þeir þekkja lítið til kvikmyndagerðar megin- landsins sem er slæm þróun, gjarnan skellt á Hollywood. Þeir sem muna lengra aftur, geta ekki heils- hugar skrifað undir það, hluti vandans liggur hjá meginlandsþjóðunum sjálfum. Vissulega eiga þær nú sem fyrr frábæra leikara og leikstjóra en virðast farnar að ryðga í kúnstinni að gera myndir og skapa stjörnuímyndir sem lokka fjöldann í bíó. Ekki er ýkja langt síðan lönd á borð við Ítalíu og Frakkland áttu sæg kvikmyndastjarna sem hændu að sér íslenska áhorf- endur og mótuðu til framtíðar skoðanir þeirra og viðhorf til kvikmyndaheimsins. Nánast hvar sem er á jarðkringlunni ræð- ur Hollywood nú yfir stjörnu- skaranum, leikstjórunum og tækninni sem skapar aðsóknina. En ekki er meiningin að rekja yfirburðina í vestri heldur minn- ast þeirra daga þegar Evrópu- myndir voru snar þáttur í fram- boði bíóanna í borginni og evrópskar stjörnur voru í háveg- um hafðar hjá bíógestum hér sem annars staðar í álfunni. Þá var kvikmyndaheimurinn fjölbreyttari, frjórri og skemmtilegri. Ítalskar bombur af báðum kynjum | Ítalir hafa löngum stært sig af fegurstu stjörnum hvíta tjaldsins; leikkonum með slíkt aðdráttarafl að nöfn þeirra sköpuðu þvögu við bíóin á kvöldin. Þetta voru konur sem mann dreymdi um í vöku sem draumi: Gina Lollobrigida, Sophia Loren, Claudia Cardinale, Monica Vitti, Orn- ella Muti og Sandra Milo, svo nokkr- ar séu nefndar, á meðan ítalskar myndir voru enn gjaldgengar á al- mennum sýningum í Reykjavík. Lor- en reis hæst og varð um sinn alþjóðleg stjarna og lék á móti helstu leikurum heims. Við sem þá vorum á „bíóaldrinum“, átt- um okkur fjölda evrópskra uppáhaldsstjarna af báð- um kynjum. Karlpeninginn vantaði heldur ekki í goðatöluna, gæðaleikarar á borð við Marcello Mastroianni áttu hug og hjörtu bíógesta engu síður en enskumælandi kollegar þeirra. Á þessum bæ var Vitt- orio Gassman í hávegum hafður, hann fór létt með að gera B-myndir að krás- um líkt og Se permettete parliamo di donne (’64), sem hét að mig minnir Hrekkjalómurinn á því ylhýra, og drottnaði yfir perlum eins og Kvennailmi – Pro- fumo di donna (1974), sem síðar var kvikmynduð með Al Pacino sem Scent of a Woman. Hollywoodstjarnan gerði lítið meira en halda í við ítalska senuþjófinn. Ítal- ir áttu gnótt skapgerðarleikara á borð við Lino Ventura, Ugo Tognazzi, Paolo Stoppa og Gabriele Ferzetti (L’Avventura), sem þéttuðu myndirnar. Í ofanálag voru þessir úrvalsleikarar oft undir handleiðslu meistaranna, hvað minnisstæðust er sam- vinna De Sica, Loren og Mastroiannis, og Fellinis og þess síðasttalda, í fjölda að- sóknarmynda. Frönsk sjarmatröll | Allt fram á 9. áratuginn voru franskar myndir ekki síður áberandi í bíóunum hér heima en ítalskar og áttu stjörnur sem héldu fyllilega hlut sínum fyrir þeim engilsaxnesku. Í minningunni stormar enn af Catherine Deneuve í Bunuel-myndunum Tristana og Belle de jour, hennar vegna og hinnar skammlífu Françoise Dorléac (systur hennar) lagði maður á sig að sjá Les Demoiselles de Rochefort í tvígang – þó væmin væri. Þar kom einnig við sögu höfðinginn Michel Piccoli, sem bar ægishjálm yfir landa sína á tímabili í jafnólíkum myndum og Vetrarbraut Bunuels og Compartiment tueurs, fyrstu mynd Costa-Gavras og sýnd var í Nýja bíói líkt og margar aðrar megin- landsperlur. Hvað minnisstæðastur er hann í spennukrimmum Chabrols, LaDécade prodigieuse, og Blóðbrullaupinu – Les Noces rouges, þar kom Stéphane Audran, hin fagurhærða eiginkona leikstjór- KVIKMYNDIR | SÆBJÖRN VALDIMARSSON ÞEGAR EVRÓPU- STJÖRNURNAR SKINU Í eina tíð voru meginlandsmyndir snar þáttur í framboði bíóanna í borginni Gina Lollobrigida Lilli Palmer og George Peppard Romy Schneider Sophia Loren og Marcello Mastroianni Peter Alexander Ingrid Thulin Gérard Depardieu Irene Papas Jean Gabin Dirch Passer Claudia Cardinale Monica Vitti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.