Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
E
.B
A
C
K
M
A
N
SVO virðist sem meira beri orðið á
neikvæðum viðhorfum unglinga til
nýbúa samkvæmt könnunum sem
Rannsóknir og greining hafa gert
fyrir Rauða kross Íslands. Sigrún
Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ,
segir þessar niðurstöður sýna að efla
þurfi enn fræðslu og forvarnir í því
skyni að auka umburðarlyndi og
draga úr fordómum. Hún sagði það
stefnu Rauða krossins að afla sér
upplýsinga með rannsóknum sem
þessum til að undirbyggja starf sitt.
Rannsóknir og greining hafa þrisv-
ar kannað viðhorf grunnskólanema
fyrir RKÍ, árin 1997, 2000 og 2003.
Hafa kannanirnar náð til allra nem-
enda í 9. og 10. bekk og er svarhlut-
fallið í þeim öllum um og yfir 85%.
Helstu niðurstöðurnar voru kynntar
á blaðamannafundi hjá Rauða kross-
inum í gær. Verður nánar skýrt frá
þeim á málþingi um innflytjendur
sem halda á í Norræna húsinu í dag.
Sem dæmi um breytingu á við-
horfum má nefna svör við því hvort
unglingar séu sammála eða ósam-
mála þeirri fullyrðingu að sú menning
sem fylgi nýbúum hafi jákvæð áhrif á
íslenskt samfélag. Árið 1997 voru
15% ósammála þeirri fullyrðingu en
árið 2003 var hlutfall þeirra sem voru
ósammála komið í 27%. Hlutfall
þeirra sem hvorki voru sammála né
ósammála fullyrðingunni hafði
minnkað úr 53% árið 1997 í 45 fyrir
tveimur árum.
Einnig var spurt um viðhorf til
þeirrar fullyrðingar hvort of margir
nýbúar séu á Íslandi. Árið 1997 voru
29% ósammála henni en árið 2003 var
hlutfall þeirra komið niður í 19%. Á
sama hátt hafði fjölgað þeim sem
voru sammála fullyrðingunni og sögð-
ust 24% vera sammála því árið 1997
að of margir nýbúar væru á Íslandi
en árið 2003 var 41% svarenda orðið
sammála fullyrðingunni.
Neikvæðari viðhorf
áhyggjuefni
Ómar H. Kristmundsson, formað-
ur Reykjavíkurdeildar Rauða kross
Íslands, sagði á fundinum að nota
yrði rannsóknir til að móta stefnuna í
fræðslumálum gagnvart viðhorfum til
nýbúa. Sagði hann það áhyggjumál
hversu viðhorfin hefðu breyst á þess-
um fáu árum sem liðið hefðu milli
rannsókna og ljóst væri að unglingar
væru nú orðið neikvæðari í garð ný-
búa en áður.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, frá
Rannsóknum og greiningu, sagði að
ýmsir félagslegir þættir réðu nokkru
um viðhorf unglinganna. Þannig
sagði hún jákvæð viðhorf þeirra til
náms og meiri menntun foreldra hafa
í för með sér almennt jákvæðari við-
horf og meira umburðarlyndi í garð
nýbúa en þeirra sem ættu minna
menntaða foreldra og hefðu neikvæð
viðhorf til skólans. Þá væri viðhorfið
neikvæðara hjá unglingum sem
reyktu og/eða neyttu áfengis en
þeirra sem ekki gerðu það. Kemur
fram að viðhorf stúlkna eru almennt
jákvæðari en pilta. Þannig eru 34%
pilta ósammála þeirri fullyrðingu að
sú menning sem fylgi nýbúum hafi já-
kvæð áhrif á íslenskt samfélag en
20% stúlkna eru því ósammála. Bryn-
dís sagði þessi atriði marktæk í rann-
sókninni en ekki vega þungt í nið-
urstöðunum. Sigrún Árnadóttir segir
ljóst að efla verði forvarnir með
fræðslu í leikskólum og grunnskólum
til að stuðla að jákvæðum viðhorfum í
garð útlendinga. Rauði krossinn hef-
ur gefið út ýmislegt fræðsluefni sem
kennarar og leikskólakennarar geta
stuðst við í slíkri vinnu. Þá fer fram
margs konar fræðslustarfsemi á veg-
um Alþjóðahússins sem Rauði kross-
inn stendur að.
Viðhorf til nýbúa kannað fyrir Rauða kross Íslands meðal grunnskólanema
Meira um neikvæð viðhorf til nýbúa
Morgunblaðið/RAX
Þau kynntu niðurstöður viðhorfskönnunarinnar. Frá vinstri: Bryndís
Björk Ásgeirsdóttir, frá Rannsóknum og greiningu, Ómar H. Kristmunds-
son, formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ, Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, og Helga G. Halldórsdóttir, sviðsstjóri innanlandssviðs.
joto@mbl.is
Eftir Jóhannes Tómasson
og Svavar Knút Kristinsson
VINKONURNAR
Guðrún Erna Leví og
Guðrún Erla Bjarna-
dóttir eru þrettán
ára. Þær segjast ekki
gjörla vita hvers
vegna fordómar og
neikvæð viðhorf eru
að aukast meðal ungs
fólks. „Við eigum
fullt af vinum sem
eru Kínverjar eða af
asískum uppruna.
Við tökum þeim mjög
vel, en það eru aðrir
sem taka þeim öðru-
vísi og kalla þá t.d. grjón,“ segir Guðrún Erna. „Þetta er rangt, þeir eru
ekkert öðruvísi en við.“
Guðrún Erla, sem gengur í Kársnesskóla, hefur ekki orðið vör við kyn-
þáttafordóma í sínum bekk, en Guðrún Erna, sem er í Langholtsskóla, seg-
ist verða nokkuð vör við kynþáttafordóma meðal sinna bekkjarfélaga, að-
allega strákanna. „Ég held að þetta sé öfundsýki,“ segir Guðrún Erna.
Stúlkurnar segja afar nauðsynlegt að breyta ástandinu og minnka for-
dóma meðal ungs fólks. Aðspurð hvernig mögulegt sé að bæta ástandið
segir Guðrún Erla nauðsynlegt að hver einstaklingur horfi í sinn garð og
taki á málum út frá sinni samvisku. „Ég veit ekki hvernig öðruvísi er hægt
að taka á svona hlutum.“
Guðrún Erna og Guðrún Erla segja að ein-
staklingar þurfi að takast á við eigin fordóma.
Fólk þarf að taka á eigin fordómum
Morgunblaðið/Golli
HALDIÐ verður í dag rann-
sóknarþing um málefni inn-
flytjenda á Íslandi. Fer það
fram í Norræna húsinu í
Reykjavík og stendur frá 9 til
16. Að þinginu standa Rauði
kross Íslands, Alþjóðahús,
Háskóli Íslands og Kenn-
araháskóli Íslands.
Fjallað verður annars veg-
ar um málefni innflytjenda
og samfélagsins og hins veg-
ar um innflytjendur og
menntakerfið. Kynnt verður
samantekt á rannsóknum og
ritgerðum um málefni inn-
flytjenda, rætt t.d. um að-
stæður starfsmanna af er-
lendum uppruna hjá
Félagsþjónustunni í Reykja-
vík, viðhorf innflytjenda til
búsetu, vinnu og fleiri atriða.
Þá verður fjallað um sam-
starf í leikskólum við for-
eldra af erlendum uppruna,
um málumhverfi tvítyngdra
leikskólabarna og rannsókn á
árangri nemenda frá As-
íulöndum, svo nokkuð sé
nefnt.
Málþing um
rannsóknir
á málefnum
innflytjenda
ÞEIR Páll Ágúst Karlsson, Kjartan
Pétursson og Birgir Ólafur Guð-
laugsson segjast allir verða varir
við fordóma gagnvart útlend-
ingum, en segja þá ekki ríkjandi í
sínum vinahópi, enda sé hann
blandaður.
„Ég hef ekki kynnt mér þetta
neitt, ég hef ekkert á móti öðru
fólki eða öðrum kynþáttum,“ segir
Páll sem er átján ára. „Við fé-
lagarnir vorum uppi í Fjölbraut í
Garðabæ áðan og einn vinur minn
sem er af indónesískum uppruna.
Og af því að hann vissi ekki að
stelpa sem hann var að reyna við
ætti kærasta var hann bara kall-
aður negraskítur þegar hann labb-
aði út.“
Orsakir aukinna fordóma telja
þeir félagar líklegast vera þær að
meira beri á fólki af erlendum upp-
runa og einhverjum Íslendingum
finnist sér ógnað af veru þeirra
hér. „Kannski finnst mönnum að
þeir séu að eigna sér landið og séu
orðnir of margir. Þeir koma hingað
og vinna störfin sem við viljum ekki
vinna og þá byrjar eitthvert fólk að
væla yfir því,“ segir Birgir. „En
það þarf að auka fræðsluna í skól-
unum og upplýsa unglinga. Það er
lítið tekið á þessu í skólunum.“
Kjartan, sem er tvítugur, segir
fordóma mega rekja til fáfræði.
„Fólki finnst kannski eins og það sé
verið að stela vinnunni og landinu
frá því. Krakkarnir heyra svo ljóta
hluti í fjölmiðlum og heima og upp-
lifa fordóma sem eðlilega hluti,“
segir Kjartan. „Á tímum Rómverja
og Egypta var þetta allt öðruvísi,
menn áttu í miklu betri sam-
skiptum, því þá voru menn upplýst-
ari. Eftir nýlendustefnuna og
þrælahaldið má segja að þetta hafi
komið aftur í þessari hug-
myndafræði sem er ríkjandi í dag.“
Kjartan segist einungis verða var
við fordóma vegna öfundsýki eða
afbrýðisemi. „Ég er alinn upp
hérna og það segir enginn eitthvað
svona við mig nema hann sé ein-
hver nýnasisti eða eitthvað. Ég
held að fordómar beinist miklu
meira gegn þeim sem eru nýkomnir
hingað, kunna ekki málið og halda
sig þess vegna saman. Þeir eru ein-
angraðir og eiga kannski ekki eins
marga vini úr hópi hvítra Íslend-
inga og þess vegna er auðveldara
að hafa fordóma gegn þeim. Það er
samt tímaspursmál hvenær Íslend-
ingar verða tilbúnir og fordóm-
arnir minnka. Þetta lagast þegar
krakkarnir eru búnir að alast upp
hér og aðlagast samfélaginu. Þetta
er bara spurning um aðlög-
unartíma bæði innflytjenda og Ís-
lendinga. Þeir sem flytja hingað
þurfa að aðlagast skráðum og
óskráðum reglum um það sem er
gott og rétt í samfélaginu. Auðvitað
verða menn að aðlagast aðstæðum.
Maður verður að gefa af sér til að
geta tekið út. Annars verður manni
bara útskúfað. Þá skiptir ekki máli
hvort maður er litaður.“
Spurning um aðlögunartíma
Morgunblaðið/Golli
Páll Ágúst Karlsson, Kjartan Pétursson og Birgir Ólafur Guðlaugsson telja
nauðsynlegt að Íslendingar og nýbúar lagi sig að breyttum aðstæðum.
svavar@mbl.is
BILUN varð í háspennustreng
hjá Orkuveitu Reykjavíkur kl.
18.50 í gærkvöldi og leiddi bilunin
til þess að fjórum spennistöðvum
sló út. Af þeim sökum varð raf-
magnslaust í Skipholti, Brautar-
holti og við efsta hluta Laugaveg-
ar í rúman klukkutíma, en
rafmagn var aftur komið á kl. 20 í
gærkvöldi.
Bilun leiddi til raf-
magnsleysis í Holtum