Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÁ Hagstofu Íslands er hafinn undirbúningur að því að hægt verði að skrá öll nöfn í þjóðskrá í fullri lengd. Davíð Oddsson hagstofuráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær. „Sú tilhögun sem stefnt er að er að þjóðskráin skrái öll nöfn full- um fetum og að þau séu varðveitt þannig í gagnasafni hennar,“ sagði hann, í svari sínu við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði að kostnaður Þjóðskrárinnar vegna breytinganna yrði óverulegur, eða um ein til tvær milljónir króna. „Hins vegar þyrfti að breyta ýmsum kerfum hins opinbera til sam- ræmis og er kostnaður af því mjög óviss,“ bætti hann við. Ekki komu fram í svari hans nákvæm- ar upplýsingar um það hvenær umræddar breyt- ingar gætu komið til framkvæmda. Mörgum til ama Katrín sagði að vegna takmarkana á heild- arlengd nafna í þjóðskrá fengju þúsundir Íslend- inga ekki fullt nafn sitt skráð í þjóðskrána hjá Hagstofu Íslands. „Þetta hefur verið mörgum til ama.“ Hún sagði að skráningar nafna í þjóðskrá byggðust á starfsreglum Hagstofunnar frá því þjóðskráin varð til árið 1953. „Svæðið sem nú gefst til skráningar nafna er einungis 31 stafa- bil,“ upplýsti hún. „Ég gerði örlitla stikkprufu á nokkrum klassískum íslenskum nöfnum í þjóð- skrá og það var býsna fróðleg yfirferð. Þar sá ég t.d. glögglega að um 11,4% allra kvenna sem bera hið rammíslenska nafn Sigríður sem fyrsta nafn fá ekki fullt nafn sitt skráð í þjóðskrá. Þetta er töluvert há tala þar sem rúmlega 4 þúsund konur eða stúlkubörn bera nafnið Sigríður á Ís- landi.“ Hægt að skrá öll nöfn í fullri lengd í þjóðskrá Morgunblaðið/Árni Torfason Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði að þúsundir Íslendinga fengju ekki fullt nafn sitt skráð í þjóðskrá hjá Hagstofu Íslands. Þetta ætti t.d. við um margar konur sem heita nafninu Sigríður. HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra segist fagna því að „menn vilji stefna að lægri gjöldum vegna leikskólans“. Hann hafi lýst því yfir að hann vildi vinna með sveitarfélög- unum að því markmiði í framtíðinni. „En það getur tekið nokkurn tíma,“ segir hann. „Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki auðvelt fyrir sveit- arfélögin að gera það án þess að rík- isvaldið komi þar eitthvað að – en ég hefði talið mikilvægt að sveitarfélög- in væru tiltölulega samstiga í þess- um efnum.“ Borgarstjórinn í Reykjavík, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, tilkynnti um miðjan marsmánuð, þau áform borgarinnar að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla í áföng- um. Aðspurður segir Halldór að það hafi komið ríkisstjórninni á óvart. „Það liggur fyrir að þær að- gerðir sem ríkis- stjórnin er að fara út í núna vegna sveitarfé- laganna [og fram koma í tekjustofna- nefnd] lúta að fjárhagsstöðu þeirra og þeim verkefnum sem sveitar- félögin hafa tekið á sig í dag. Þess vegna kom okkur í ríkisstjórninni á óvart að þetta svigrúm væri notað til þessara hluta.“ Ráðherra leggur áherslu á að það sé að sjálfsögðu Reykjavíkurborgar að ákveða hvernig hún vilji verja sín- um skatttekjum. „En þessar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar voru alls ekki hugsaðar til slíkra hluta [að lækka leikskólagjöld] heldur til þess að bæta stöðu sveitarfélaganna.“ Samstaðan verði sem best Á sama tíma og borgarstjórinn í Reykjavík kynnti áform sín um gjaldfrjálsan leikskóla kynnti tekju- stofnanefnd sveitarfélaganna og rík- isins tillögur sínar um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. Nefndin leggur m.a. til að ríkissjóð- ur greiði fasteignaskatt af eigum sín- um, en skv. núgildandi lögum er rík- ið undanþegið slíkum greiðslum. Nýlega hafa komið fram hug- myndir um að þær greiðslur renni beint í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna í stað þess að koma í hlut sveitarfé- laganna sjálfra. Inntur álits á þess- um hugmyndum segir Halldór: „Ég vil fyrst heyra skoðanir sveitarfélag- anna áður en ég kveð upp úr um það.“ Hann bætir því við að hann vilji ná sem bestri samstöðu meðal sveit- arfélaganna um þetta mál. Sveitarfélögin verði samstiga um gjaldfrjálsan leikskóla Halldór Ásgrímsson Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Tuttugu þingmál eru á dagskrá. Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, mun m.a. mæla fyrir frumvarpi um að þingmaður sem verður ráð- herra skuli víkja þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi. ÞINGMENN Vinstri grænna og Samfylkingarinn- ar lýstu yfir áhyggjum af skuldastöðu heimilanna, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Vísuðu þeir til nýrra upplýsinga um að yfirdráttarlán heimilanna hefðu hækkað um samtals 4,1 milljarð á fyrstu mán- uðum ársins. Námu þessi lán samtals 58,3 millj- örðum króna í lok febrúar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði að vaxandi skuldir heimilanna væru vissulega áhyggjuefni. Það yrði þó að hafa í huga að eignir heimilanna hefðu einnig hækkað mjög mikið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi umræðunnar. Hann sagði að menn hefðu fagnað því að fólk hefði farið að endurskipuleggja fjármál sín þegar bankarnir og Íbúðalánasjóður hófu að bjóða lán með lægri vöxt- um sl. haust. Á þeim tíma hefðu yfirdráttarlán heimilanna numið 60,5 milljörðum króna. Um tíma hefðu þau síðan lækkað. Nú virtist hins vegar stefna í sama óefni og áður. „Það er staðreynd að þegar búið er að spenna bog- ann á þann hátt sem nú hefur verið gert má ekkert út af bera. Þegar tiltekinn hópur fólks eða fyrir- tækja getur ekki risið lengur undir skuldbindingum sínum er hætta á því að keðjuverkun verði í sam- félaginu. Þetta hefur gerst í þjóðfélögum í kringum okkur, í kringum 1990, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada og víðar.“ Jón Bjarnason, þingmaður VG og Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tóku í sama streng. Sú síðarnefnda spurði viðskiptaráð- herra m.a. að því hvort hún teldi ekki ástæðu til að bregðast við og beita sér fyrir því að yfirdráttar- vextir, sem nú væru um 17 til 18%, yrðu lækkaðir. Dálítið snúið Ráðherra sagði að það væri vissulega ástæða til að hafa uppi aðvörunarorð. „Það er vissulega áhyggjuefni að skuldir heimila hafi hækkað mjög mikið en við verðum að hafa í huga að eignir heim- ilanna hafa líka hækkað mjög mikið. Það er mik- ilvægt atriði í þessu sambandi.“ Um hvort stjórnin ætti að bregðast við ástandinu sagði hún: „Við búum við frjálst flæði fjármagns, ekki bara innanlands heldur líka í Evrópu, og við höfum lýst yfir ánægju með það, flest, að vextir hafa verið að lækka. Þegar háttvirtir þingmenn eru í rauninni að tala með því að yfirdráttarvextir lækki hlýtur að felast í því sá hvati að taka frekari lán á þeim kjörum. Þetta er allt saman dálítið snúið.“ Hafa áhyggjur af vaxandi yfirdrætti Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HALLGRÍMUR Snorrason hagstofustjóri segir að fljótlega verði farið í að stækka nafnasvæði þjóðskrár, og að breytingarnar séu minni háttar. Lengri aðlögunarfrestur verði þó gagnvart öðrum tölvukerfum hins opinbera. Í núverandi gagnasafni þjóðskrár er 31 stafabil og reiknar hann með að stafabilin verði eftir breytingar ótakmörkuð í gagnasafninu, en hugs- anlegt sé að einhverjar takmarkanir verði á skrám sem útbúnar eru til dreifingar. „Hins vegar eru mjög margir sem vilja að nöfn- in þeirra séu stytt og skammstöfuð. Margir sem bera tvö nöfn vilja til að mynda láta skammstafa annað nafnið eða fella það niður,“ segir Hallgrím- ur. Óskir fólks verði áfram virtar hvað þetta snert- ir. Þeir sem beri mjög löng nöfn, og hafi ekki óskað eftir að nöfn þeirra séu stytt í þjóðskrá, kunni hins vegar að sæta því að klippt verði aftan af nöfnum þeirra í öðrum tölvukerfum. Kostnaður við breytingar á nafnasvæði þjóð- skrár er óverulegur, 1–2 milljónir króna. Hins vegar er kostnaður vegna breytinga á ýmsum kerfum hins opinbera til samræmis óljós og sama gildir um kostnað einkaaðila, að því er fram kom í máli Davíðs Oddssonar hagstofuráðherra á Al- þingi í gær. Fljótlega verður farið í að breyta kerfi þjóðskrár Mun rúma óendan- lega mörg stafabil GREININGARDEILD Kaupthing banka gagnrýnir nokkuð harðlega frétt Tæknivals í tengslum við birtingu á ársuppgjöri félagsins fyrir árið 2004 en þar kom m.a. fram að hagnaður ársins hafi num- ið 607,6 milljónum króna eftir skatta samanborið við 288,6 millj- óna tap árið áður. Að mati grein- ingardeildarinnar er frétt félagsins „ekki í miklu samræmi við það til- efni sem ársreikningurinn gefur“. Forstjóri Tæknivals segir grein- ingardeildina geta haft sína skoð- un en félagið sé ekki að fela neitt og fréttatilkynning félagsins standi. Þjónar sem áminning um að lesa allan reikninginn „Ekki enn viðsnúningur“ hjá Tæknivali sagði í fyrirsögn í Hálf- fimm fréttum bankans en þar seg- ir að uppgjörið þjóni sem þörf áminning fyrir notendur ársreikn- inga um að lesa allan reikninginn áður en ályktanir eru dregnar. „Í skýrslu stjórnar kemur fram að í lok janúar hafi félagið selt versl- unarsvið sitt og hafi söluhagnaður þess numið 1.049 m.kr. og verið færður meðal rekstrartekna í rekstrarreikningi. Eflaust þætti ýmsum eðlilegra að félagið greindi betur á milli áframhaldandi starf- semi, aflagðrar starfsemi og sölu- hagnaðar í reikningum sínum, en aðferðin við gerð reikningsins nú er þó fullkomlega leyfileg. [-] Í reikningnum kemur einnig fram að seldar vörur og þjónusta hafi num- ið 1.482 m.kr. króna og sé EBITDA reiknuð út frá þeirri veltu, eins og eðlilegt verður að teljast, er hún neikvæð um 177 m.kr. en var neikvæð um 89 m.kr. árið áður. Tap fyrir skatta af reglulegri starfsemi er þá 250 m.kr. samanborið við 351 m.kr. tap árið áður,“ segir í fréttinni. Ekki verið að fela neitt Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals, segir greiningardeild- ina geta haft sína skoðun en félag- ið sé ekki að fela neitt. „Það sem ég sagði í fréttatilkynningunni stendur þrátt fyrir þetta. Það er alveg rétt að ef litið er á rekst- urinn þá var EBIDTA-tapið 177 milljónir en var 88 milljónir árið áður. En á móti kemur að það kostaði fyrirtækið svona 150 millj- ónir að klára söluna, lögfræði- kostnaður, uppsagnarfrestir, fækkun á bílum o.s.frv. Síðan var kostnaður sem fylgdi því að fá inn EMC og Xerox. Þegar ég tek þetta allt saman þá er EBIDTA- tap um það bil 12 milljónir og þá er reksturinn í betra horfi en árið áður. Og við erum búin að minnka skuldirnar um milljarð. Ég lít þessa niðurstöðu jákvæðum aug- um,“ segir Sigrún. Ósammála gagnrýninni Í Hálffimm fréttum er það gagn- rýnt að bent hafi verið á í frétt fé- lagsins að viðskiptavild hafi ekki verið færð í reikning félagsins enda verði ekki séð að rekstur Tæknivals í fyrra standi undir mikilli viðskiptavild. Sigrún segir að ákveðið hafi ver- ið árið áður að taka viðskiptavild- ina út. „Þessi texti sem þeir gagn- rýndu er bara frá árinu áður sem ég lét standa inni. En við teljum að það sé viðskiptavild, bæði í nafninu, sögu fyrirtækisins og þeim vörumerkjum sem við erum með í dag. Þannig að ég er ekki sammála því sem þeir segja að það sé engin viðskiptavild.“ Gagnrýna frétt um afkomu Tæknivals Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.