Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 11 FRÉTTIR PÓST- og fjarskiptastofnun hefur sent eftirfarandi tilkynningu til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar í leiðara blaðsins um alþjónustu og breiðbandsvæðingu á landsbyggð- inni. „Fjarskiptalög nr. 81 frá árinu 2003 heimila ekki, líkt og fullyrt var í leiðara Morgunblaðsins 30. mars að leggja megi á Landssím- ann eða önnur fjarskiptafyrirtæki útvíkkaðar kvaðir um að veita þjónustu umfram alþjónustu, t.d. þá að koma upp breiðbandsteng- ingum í dreifbýli. Íslensk fjarskiptalög taka mið af alþjónustutilskipun Evrópusam- bandsins nr. 2002/22/EB. Í henni er alþjónusta skilgreind sem sú lágmarksþjónusta sem stjórnvöld- um er skylt að tryggja öllum þegn- um á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu. Þetta er gert með því að leggja kvaðir á fyrirtæki sem rekur fjarskiptanet eða -þjónustu. Þar sem tilskipun Evrópusam- bandsins nr. 2002/22/EB heimilar ekki aðrar kvaðir en þær sem þeg- ar eru innleiddar í íslensk lög verður að leita annarra leiða, en útvíkka alþjónustukvaðir, vilji ís- lensk stjórnvöld bæta fjarskipta- þjónustu. Má þar t.d. benda á 23. grein fjarskiptalaga þar sem sam- gönguráðherra er heimilt að leggja í framkvæmdir, rekstur eða þjón- ustu sem er til almannaheilla, í ör- yggisskyni, af umhverfisástæðum eða samkvæmt byggðasjónarmið- um, ef ætla má að fjarskiptaþjón- ustan skili ekki arði, án þess þó að um alþjónustu sé að ræða. Samkvæmt gildandi lögum telst alþjónusta vera talsímaþjónusta, almenningssímar, handvirk þjón- usta og þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóð- félagsþarfir. Einnig gagnaflutn- ingsþjónusta með allt að 128 kbps hraða. Kvöðin um alþjónustu er nú lögð á Landssímann og er hún nánar skilgreind í rekstrarleyfi út- gefnu í janúar 2002. Alþjónusta, samkvæmt ofan- greindri skilgreiningu, er veitt hérlendis, ef undan eru skildir um 70 sveitabæir sem ekki njóta 128 kbps tengihraða. Er nú verið að kanna með hvaða hætti bæta megi þar úr, en kostnaður við hverja tengingu getur numið á aðra millj- ón króna.“ Kvaðir um alþjónustu takmörk- unum háðar „VIÐ getum ekki horft þegjandi á þetta,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður á blaðamannafundi sem var haldinn vegna ferðar níu manna hóps Íslendinga er heimsótti Palestínu og Ísrael dagana 18. til 28. mars sl., en ferðin var skipulögð á vegum félagsins Ísland-Palestína. Í hópnum voru fimm alþingismenn auk þriggja forystumanna úr laun- þegahreyfingunni. Hópurinn var sammála um að ferðin hefði haft djúpstæð áhrif á þau enda hefðu þau orðið vitni að skelfilegum aðstæðum íbúa Palestínu sem væru þvingaðir af Ísraelsher sem þar réði öllu. Jónína Bjartmarz sagði að þeir Palestínu- menn sem þau hefðu rætt við fyndist að þeir væru gleymdir. „Fólkið var að biðja okkur um að láta þetta ekki bara kyrrt liggja þegar við kæmum heim heldur að vekja máls og minna á þessa baráttu,“ segir Jónína og bend- ir á að Ísraelsmenn hafi virt ályktanir Sameinuðu þjóðanna og Alþingis að vettugi. Víða komið við Hópurinn gerði víðreist og heim- sótti m.a. staði sem alla jafna eru lok- aðir ferðamönnum og íbúum Ísrael. Hópurinn heimsótti Jerúsalem, þar sem þau heimsóttu ísraelska þingið, og Hebron á Vesturbakka Palestínu. Jafnframt ferðaðist hópurinn til pal- estínsku borganna Ramallah, Nabl- us, Bethlehem og Qalqiliya. Auk þess heimsóttu þau Balata flóttamanna- búðirnar og Gólanhæðir. Í hópnum voru auk Guðrúnar og Jónínu alþingismennirnir Þuríður Backman, Jón Bjarnason og Magnús Þór Hafsteinsson. Frá launþegasam- tökum voru þau Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, Svala Norðdal, varaformaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana og Garðar Hilmarsson, stjórnarmaður í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Borgþór Kjærnested var fararstjóri. Á fundinum voru sýndar ljós- og kvikmyndir ásamt því sem ferðalang- arnir sögðu frá því sem fyrir augu bar. Þar voru m.a. sýndar myndir af u.þ.b. 10 metra háum aðskilnaðar- múrum sem verið er að reisa á milli Ísraels og Palestínu. Jónína benti á að Alþingi hafi lýst yfir andstöðu sinni við byggingu múrsins. Hún sagði hópinn hafa velt því fyrir sér, eftir að hafa séð með eigin augum hvernig múrinn stækkaði og breiddi úr sér, hvort ástæða væri til að taka málið aftur upp á Alþingi og kveða fastar að orði en gert hefur verið. Versnandi ástand ef ekkert verður að gert „Svo er spurningin hinsvegar líka sú hvað við getum gert sem einstak- lingar og þingmenn,“ segir Jónína. Hún sagði hópinn hafa hitt lækni í borginni Nablus sem hafi tjáð þeim að verið sé að reisa heilsugæslustöð austan við borgina sem eigi m.a. að þjóna 10 þorpum í nágrenninu. Hins- vegar séu nokkur þorp fyrir norðan borgina, sem sökum vegatálma, geta ekki nýtt sér þjónustu stöðvarinnar. Þar væri afar brýnt að útvega íbúum þessa svæðis þessa þjónustu með hreyfanlega sjúkrastöð. „Sem er þá bara sérlega vel búinn sjúkrabíll sem getur þá farið á milli þorpanna,“ segir Jónína og bætti því við að þar gætu Íslendingar aðstoðað með fjárstuðn- ingi. Hún sagðist vera fullviss um ef að ekkert yrði að gert þá væri ljóst að ástandið færi versnandi fyrir íbúa Palestínu. Að mati Magnúsar Þórs var ljóst að um skipulegt landrán af hálfu Ísr- aelsmanna ætti sér stað. Hann benti á að múrinn væri að mestu ef ekki öllu leyti inni á yfirráðasvæði Palest- ínumanna. Þar væri að finna varð- stöðvar með þungvopnuðum her- mönnum sem héldu íbúum Palestínu í gíslingu. Magnús sagði að íbúarnir minntu einna helst á kjúklinga í búr- um sem kæmust hvergi. Einnig fannst honum aðstæðurnar minna óþægilega mikið á stjórnartíð nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Vilja ná sáttum Jónína benti á að um 80% Ísr- aelsmanna væru á móti framgöngu Ísraelshers í Palestínu og að þeir vilji hætta hernáminu og vilja ná sáttum milli þjóðanna. Hinsvegar fengju íbú- arnir litlar upplýsingar um gang mála handan múranna auk þess sem Ísraelsmenn fái ekki að koma til Pal- estínu til þess að sjá með eigin augum það dapurlega ástand sem þar ríkir. Ljóst væri að ástandið hefði ekki einungis áhrif á daglegt líf Palestínu- manna því Ísraelsmenn byggju við sí- felldan ótta, sem vopnaðir verðir og múrar drægju ekki úr. Ferðalangarnir bentu á að hópur- inn hefði alstaðar fengið vinsamlegar móttökur utan eitt sinn er ísraelskir landtökumenn köstuðu grjóti í áttina að þeim í Hebron eins og fram hefur komið. Á meðan á ferðalaginu stóð voru haldnir fjölmargir fundir með stjórn- málamönnum, fulltrúum trúarhópa, friðargæsluliðum, forystumönnum launahreyfingum, aðilum í heilbrigð- isstétt og baráttumönnum fyrir mannréttindum bæði í Palestínu og Ísrael. Auk þess hitti hópurinn fjölda annarra íbúa landanna. „Við getum ekki horft þegjandi á þetta“ Íslenska sendinefndin heimsótti byggðir Palestínumanna í ferðinni. Lengst til vinstri er Jónína Bjartmarz. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is STJÓRN læknaráðs Landspítalans telur að taka verði vísbendingar um stjórnunarvanda alvarlega. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjölmiðlaumræðu að undanförnu um stjórnskipulag LSH. „Fram komnar vísbendingar um stjórnun- arvanda á LSH verður að taka alvarlega og nauðsynlegt er að bregðast við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Læknaráð hefur áður bent á þann vanda sem nú er til umræðu. Þrjár kannanir meðal starfsmanna LSH, m.a. könnun sem Vinnueftirlit ríkisins gerði fyrir læknaráð LSH, benda einnig til samskipta- og stjórnunarvanda. Læknaráð starfar samkvæmt starfsreglum sem því hafa verið settar og samþykktar af stjórnarnefnd LSH. Í starfsreglum læknaráðs segir m.a.: ,,Læknaráð skal vera stjórnendum LSH til ráðuneytis um öll læknisfræðileg at- riði í rekstri sjúkrahússins, enda ber stjórn- endum þess að leita álits læknaráðs á öllu því sem varðar læknisþjónustu sbr. 32. gr. laga nr. 97/1990. Læknaráð skal vera stjórnendum til ráðuneytis í málum er varða þróun LSH og skipulag, samstarf og samhæfingu starfkrafta, rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu einstakra stofnana LSH. Ágreiningur um tegund stjórnkerfis Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2001 var gríðarlega erfitt verkefni. Meðal ann- ars var ágreiningur um hvers konar stjórn- kerfi myndi henta best hinu nýja sjúkrahúsi. Meginágreiningsefnin voru staða sérgreina lækninga og hvernig staðið skyldi að vali æðstu stjórnenda. Eðlilegt var að þær deilur væru lagðar til hliðar, þar til reynsla væri komin á nýtt stjórnfyrirkomulag sjúkrahúss- ins og endurskoðun stjórnkerfisins hefði farið fram. Í samræmi við starfsreglur hefur læknaráð, frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, unnið að tillögum vegna þeirrar endurskoð- unar stjórnskipulags sjúkrahússins, sem átti að fara fram á árinu 2004. Í meginatriðum felst í tillögunum að: – Sérgreinar lækninga eru kjarninn í starf- semi háskólasjúkrahúsa eins og LSH. Því er mikilvægt að þær séu vel skilgreindar og hlut- verk yfirmanna þeirra sé ljóst. Sérgreinar þurfa að verða meðal meginrekstrareininga sjúkrahússins, og ákveðið jafnræði þarf að ríkja milli þeirra. Fagleg og rekstrarleg ábyrgð þarf að fara saman á öllum stigum. – Að sama skapi þarf hlutverk sviðstjóra lækninga að vera vel skilgreint þannig að ekki verði óeðlileg skörun við hlutverk yfirlækna. Endurskoða þarf hvernig staðið er að vali og ráðningu sviðstjóra, þannig að tryggt sé að hæfustu aðilar fáist til starfa og að þeir njóti trausts, jafnt yfirstjórnar sem starfsmanna. – Skerpa þarf á hlutverkaskiptingu lækn- inga og hjúkrunar í stjórnun sjúkrahússins. – Skilgreina þarf, mun betur en gert hefur verið, hlutverk Háskóla Íslands í stjórnun LSH. Margt hefur áunnist Rétt er að benda á að mjög metnaðarfullt starf er unnið á LSH og margt hefur áunnist frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á háskóla- sjúkrahúsinu eru þjónusta við sjúka, kennsla og rannsóknir í fyrirrúmi. Eðlilegt er að stjórnkerfi sjúkrahússins sé í stöðugri endur- skoðun, þannig að starfsemin sé sem skilvirk- ust og hagkvæmust. Stjórn læknaráðs LSH vill árétta að leysa þarf þann vanda sem nú er til umræðu. Læknaráð er reiðubúið að vinna með stjórn- endum sjúkrahússins og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu að farsælli lausn mála.“ Verður að taka vísbendingar um stjórnunarvanda alvarlega STJÓRNARNEFND Landspítala – há- skólasjúkrahúss fagnar því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi tekið af öll tvímæli um lögmæti stjórnskipulags spít- alans að því er segir í ályktun nefndarinnar að loknum fundi sínum í gær. Segir þar að ráðuneytið telji að skipurit LSH sé í fullu samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. „Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík, og þar með óhjákvæmileg endurskoðun á skipulagi og starfsemi hans, hefur orsakað mikið álag á starfsmenn spítalans. Þrátt fyr- ir það hefur spítalinn sýnt fram á mjög góð- an árangur í rekstri og má benda á aukin af- köst í starfsemi hans á síðasta ári samhliða sparnaði í rekstri sem skilar sér beint í fækkun á biðlistum eftir þjónustu hans. Stjórnskipulag spítalans hefur stutt vel við þessar breytingar og hinn góða árangur í rekstri. Forstjóri og framkvæmdarstjórn munu á næstunni boða til fundar með fulltrúum yf- irlækna, sviðsstjóra og læknaráðs og hjúkr- unarráðs LSH með það að leiðarljósi að efla enn frekar samskipti og auka samráð þess- ara aðila og yfirstjórnar LSH.“ Skipurit LSH í sam- ræmi við lög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.