Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU ÍSLANDSBANKI hefur gengið frá lánssamningi til AquaChile-fyrir- tækisins í Chile í samvinnu við þar- lendan banka. Um er að ræða fjár- mögnun á veltufjármunum fyrir- tækisins. Heildarupphæð lánsins er 1,5 milljarðar króna og lánar Ís- landsbanki meirihluta þeirrar upp- hæðar, 60% eða um 900 milljónir króna. Annað stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi AquaChile er annað stærsta lax- eldisfyrirtæki í heimi og það stærsta í Chile. Fyrirtækið er einnig þekkt fyrir góðan rekstur og hafa stjórn- endur félagsins lengi verið í fram- varðasveit laxeldissamtaka Chilem- anna. Velta AquaChile árið 2004 var 250 milljónir dollara og áætluð velta árið 2005 er 270 milljónir dollara. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í framleiðslu á laxfiski í Chile er um 13% enda hefur það fjárfest veru- lega, bæði í innri og ytri vexti á síð- ustu árum, nú síðast með því að kaupa fyrirtækið Aguas Claras á síð- asta ári. Hlutdeild Chile að aukast í laxeldi í heiminum Chile hefur verið að auka hlut- deild sína í laxeldi í heiminum og sækir á Noreg, sem hefur verið leið- andi á þeim markaði. Reiknað er með því að árið 2005 verði fram- leiðsla í fyrsta skipti meiri í Chile. Ástæðan fyrir því að Chile eykur stöðugt hlut sinn í fiskeldi er lágur framleiðslukostnaður, stöðugt rekstrar- og lagalegt umhverfi og kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi. Fyrirtæki í Chile hafa ráðandi mark- aðshlutdeild í Bandaríkjunum sök- um landfræðilegrar stöðu sinnar og í Japan þar sem kyrrahafslax er ráð- andi á markaði, en hann er ekki alinn í Noregi. Chilemenn hafa þar að auki lagt meiri áherslu á fullunnar afurðir en Norðmenn. Sala Chile á frystum vörum til Evrópu jókst mikið á síð- asta ári og fer nú 8% af heildarsölu Chile á laxfiskum til ríkja Evrópu- sambandsins. Íslandsbanki hefur lagt aukna áherslu á að byggja upp viðskipti við sjávarútveginn í Chile á undanförn- um árum. Í fyrra lánaði bankinn til Invertec, sem er leiðandi framleið- andi í frystum laxabitum til Banda- ríkjanna og Evrópu. Ánægjulegt samstarf „Mikil ánægja er hjá Íslands- banka með samstarfið við Aqua- Chile, sem er eitt af leiðandi fyrir- tækjum í laxeldi í heiminum og það fyrirtæki sem aðrir framleiðendur bera sig saman við í Chile. Láns- samningurinn gefur vísbendingu um að við séum á réttri leið í uppbygg- ingarstarfi okkar í Chile, sem styrkir stöðu bankans í ráðgjöf, fjármögnun og þjónustu við alþjóðlegan sjávar- útveg,“ segir Jón Garðar Guðmunds- son, viðskiptastjóri í Alþjóðlegu sjávarútvegsteymi Íslandsbanka. Hann segir að mikill munur sé að stunda viðskipti í Chile og í öðrum löndum í þessum heimshluta. Stöð- ugleiki sé í efnahagsumhverfinu og heiðarleiki ríki í viðskiptum. Hann segir Íslandsbanka horfa til aukinna viðskipta í fiskeldi og sjávarútvegi. Vöxtur í fiskeldinu sé mikill og nýjar tegundir að koma inn eins og lýs- ingur, sem er sá fiskur sem Spán- verjar hafa mestar mætur á. Flest bendi til áframhaldandi vaxtar þrátt fyrir tilraunir Evrópusambandsins til að setja á viðskiptahindranir með eldislax. „Við hjá Íslandsbanka erum spenntir að fá að taka þátt í þessari þróun. Íslandsbanki lánar laxeldisfyrirtæki í Chile AquaChile er annað stærsta fyrirtæki heims í greininni SVEINN Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, hefur sent Morgun- blaðinu greinargerð vegna umræðna um stjórnunarmál Landspítala – há- skólasjúkrahúss. „Stjórnunarvandi Landspítala – háskólasjúkrahúss er staðreynd sem yfirstjórn LSH fær ekki lengur litið framhjá. Umræða síðustu daga í fjölmiðlum ítrekar alvöru málsins. Undirritaður er í hópi tólf yfirlækna sem sendu heilbrigðisráðherra er- indi um stjórnunarvanda, ólögmæti ráðningar og starfslýsinga sviðs- stjóra ásamt áhyggjum okkar vegna rangra áherslna í rekstri og for- gangsröðun. Undanfari þess bréfs var erindi Læknaráðs LSH til heil- brigðisráðherra um alvarlega sam- starfsörðugleika við yfirstjórn LSH. Vilji okkar er að heilbrigðisyfir- völd beiti sér fyrir breytingum á starfi, áherslum og forgangsröðun sjúkrahússins. Markmið okkar er að fá úrskurð og úrbætur ráðuneytis heilbrigðismála. Undirtektir ráðu- neytisins í þessu ferli gefa okkur vissulega góðar vonir um einlægan vilja ráðherra í þessu efni. Lykillinn að betra og skilvirkara sjúkrahúsi í þágu sjúklinga er einfaldara, opnara og gegnsærra stjórnkerfi. Árangur starfsfólks og röng forgangsröðun yfirstjórnar Á síðustu árum hefur öflugt starf fagfólks skilað mikilvægum og góð- um árangri í þágu sjúklinga. Á hinn bóginn tel ég, og margir aðrir, að yf- irstjórn LSH hafi í fjölmörgum at- riðum haft rangar áherslur og for- gangsröðun. Á síðustu árum hefur sjúkrahúsið þurft að takast á við erfiðan og krefjandi niðurskurð í takt við kröf- ur löggjafans um aukna skilvirkni. Krafa um lægri útgjöld kemur á sama tíma og sinna þarf sífellt fleiri sjúklingum og innleiða nýja og dýra meðferðarmöguleika. Krafa almenn- ings er auðvitað sú að gæði þjónust- unnar séu eins og best þekkist. Á slíkum tímum sparnaðar og nýj- unga er mjög brýnt að forgangsröð- un yfirstjórnar miðist að því að halda hlífiskildi yfir þeim þáttum sem snúa beint að þjónustu við sjúk- linga, þannig að þeirra hagur sé sem best tryggður. Stuðningsyfirlýsing hjúkrunar- ráðs við bréf okkar yfirlæknanna dregur fram mikilvæga þætti, sem starfsmenn LSH ræða daglega. Skoðun fjölmargra starfsmanna er samhljóða því áliti hjúkrunarráðs að stjórnkerfi LSH sé alltof þungt í vöfum. Starfsmenn vilja minnka yf- irbyggingu spítalans og auka áherslu á faglegt starf sjúkrahúss- ins. Starf sjúkra- hússins mun ekki skila tilætluðum árangri á kom- andi árum nema heilbrigðisyfir- völd taki þessa gagnrýni starfs- manna alvarlega. Þetta er ekki ein- ungis rödd 12 yfirlækna, heldur rödd fjölmargra starfsmanna úr öll- um starfsstéttum LSH, sem láta sér annt um hag sjúklinga. Mikil yfirvinna stoð- og stjórnunardeilda Á þeim einingum sjúkrahússins, sem eiga að veita stoðþjónustu (skrifstofu fjármála og upplýsinga, skrifstofu tækni og eigna) og stýra starfi og forgangsröðun (yfirstjórn) kemur fram að árið 2003 voru greiddir rúmlega 280.000 yfirvinnu- tímar. Skv. sömu stjórnunarupplýs- ingum voru u.þ.b. 700 starfsmenn starfandi á þessum deildum. Þetta jafngildir að meðaltali u.þ.b. 400 yf- irvinnutímum á ári fyrir hvern þess- ara starfsmanna! Þetta jafngildir því að meðaltal greiddrar yfirvinnu hjá sérhverjum starfsmanni sé 30–35 klukkustundir í hverjum mánuði. Ég vek sérstaklega athygli lesenda á því að þessar deildir sinna ekki starfi á sjúkradeildum. Þetta eru stoðdeildir og stjórnunarbákn sjúkrahússins og hafa hæst hlutfall yfirvinnu allra á sjúkrahúsinu! Meðaltal yfirvinnutíma hjá klín- ískum deildum sjúkrahússins er miklu lægra líkt og lesa má úr sömu stjórnunarupplýsingum, í mörgum tilvikum einungis u.þ.b. 10–12 yfir- vinnutímar á hvern starfsmann, þó að á sérstökum deildum sem hafa erfiða klíníska vinnu á sínu sviði séu allt að 20–25 yfirvinnutímar fyrir hvern starfsmann á mánuði. Niður- stöðutölur ársins 2004 eru sömuleið- is á vefnum, og segja svipaða sögu. Fjöldamargir starfsmenn LSH hafa lýst furðu sinni á þessari miklu yfirvinnu tiltekinna stjórnunarein- inga og starfsstétta hjá yfirstjórn LSH. Hins vegar hefur yfirstjórn verið ófús að skýra þessar tölur og það kallar á opinbera umræðu til að varpa ljósi á það. Er þarna um að ræða yfirvinnu sem er unnin? Eða getur verið um að ræða óunna yfirvinnu? Hverjar eru forsendur yfirstjórnar fyrir þessari forgangsröðun í launa- greiðslum? Ef hér er um unna yf- irvinnu að ræða þá má geta þess að lauslega áætlað mætti ráða u.þ.b. 140 starfsmenn til stjórnunar og stýringar í dagvinnu hjá þessum stjórnunareiningum sem lúta beinni stjórn forstjóra og framkvæmda- stjóranna. Er virkilega þörf á þess- um 140 viðbótarstarfsmönnum til stjórnunar og stýringar? Eða getum við aukið þjónustu við sjúklinga sem þessu nemur? Starfsmenn á sjúkradeildum LSH furða sig á þessum tölum, og hafa ítrekað óskað skýringa á þeim. Aukin yfirbygging Sívaxandi yfirbygging á LSH er staðreynd sem er flestum ljós og húsnæði yfirstjórnar hefur stækkað verulega. Þegar Eiríksstaðir voru teknir til leigu af einkaaðilum fylgdi sú skýring og skilyrði að fyrrum húsnæði yfirstjórnar við Rauðarár- stíg yrði selt, enda væri ekki þörf fyrir það lengur. Sú varð ekki raun- in. Auk þess átti að nýta hluta af húsnæði Eiríksstaða fyrir eiginlega sjúkrahússtarfsemi s.s. göngudeilda, blóðskilunar eða Blóðbankans. Sú varð hins vegar ekki raunin. Í dag virðist sem Eiríksstaðir hafi orðið hrein viðbót við stjórnunarbákn LSH! Skilar þessi aukning sér með aukinni skilvirkni í þágu sjúklinga? Að mínu viti er svo ekki, en hefur þvert á móti byggt upp „múr“ milli- stjórnenda á LSH sem ekki hafa nægilega innsýn í starfsemi sjúkra- hússins í þágu sjúklinga, heldur lifa einskonar „eigin lífi“ í þágu stjórn- kerfis, sem virðist hafa misst sjónar á mikilvægum þáttum í ábyrgð sinni og skyldum. Þetta eru alvarlegar fullyrðingar sem ég treysti mér þó til að standa við og veit að fjöldi starfsmanna LSH samsinnir. Ég mun í þessari grein ekki rekja einstaka þætti sem lúta að þeirri deild sem ég ber ábyrgð á, Blóð- bankanum. Þar starfar frábær og samhentur hópur duglegra starfs- manna, sem vilja hag blóðgjafa og sjúklinga sem bestan. Skilningsleysi yfirstjórnar LSH hefur oft staðið í vegi fyrir eðlilegri og brýnni fram- tíðarþróun starfseminnar. Nú hillir hins vegar undir lausn á málefnum Blóðbankans í góðri samvinnu við ráðherra, ráðuneytisstjóra og annað starfsfólk heilbrigðisráðuneytisins í kjölfar nýrrar Evróputilskipunar um blóðbankaþjónustu. Við höfum ríkar ástæður til að hlakka til sam- starfs og uppbyggingar í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og löggjafar- valdið. Því sé ég ekki ástæðu til sér- tækrar umræðu um þau málefni á þessu stigi málsins, nema að yfir- stjórn LSH óski þess sérstaklega.“ Alvarlegur stjórnunar- vandi staðreynd á LSH Sveinn Guðmundsson Bílar á föstudegi á morgun  Úttekt á 2005 árgerð Ford Mustang GT V8  Annar hver bíll í Evrópu með dísilvél 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.