Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 15
Reykjavík | Það hefur viðrað ágætlega fyrir þá sem vinna utandyra síðustu daga, en aldrei að vita hvað það endist lengi. Jesper Ipsen, sem vinnur hjá Björgun, var önnum kafinn við störf sín þegar ljósmyndari átti leið hjá. Félagið, sem stofnað var árið 1952, einbeitti sér fyrstu ár- in að björgun strandaðra skipa og má segja að í tengslum við þau verkefni hafi nafngiftin kom- ið. Fyrsta verkefni félagsins var að vinna að niðurrifi flutninga- skipsins Clam sem strandað hafði á Reykjanestá. Meðal stofnenda félagsins var Kristinn Guðbrandsson og var hann helsti sérfræðingur þess um björgun strandaðra skipa og í raun þjóð- sagnapersóna fyrir þau afrek. Morgunblaðið/Eyþór Önnum kafinn Neistaflug Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Spellvirki | 19 rúður voru brotnar í hús- um við Garðarsbrautina á Húsavík um páskana og ein bílrúða að auki. Rúðurnar voru fyrst og fremst brotnar hjá fyrir- tækjum og tækið sem var notað til þess var að öllum líkindum öflug teygjubyssa sem skaut stálkúlum, en túttubyssa kem- ur einnig til greina að því er fram kemur á vef Skarps á Húsavík. Haft er eftir yfir- lögregluþjóni staðarins að teygjubyssa hafi verið gerð upptæk, „og ef sú sem not- uð var nú er af því taginu, þá eru þetta svo kraftmikið tól að það er auðveldlega hægt að drepa mann með stálkúlum sem skotið er úr þeim“. Lögreglan rannsakar spellvirkin og þiggur allar upplýsingar sem leitt gætu til lausnar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN 900 pylsur | Mikil umferð var um Hólmavík um nýliðna páskahelgi en til marks um það má nefna að í söluskála stað- arins voru seldar yfir 900 pylsur auk þess sem gestir gæddu sér á öðrum skyndibita, hamborgurum og samlokum. Á vefnum strandir.is er haft eftir starfsfólki söluskál- ans á Hólmavík að umferð hafi dreifst meira en áður um þessa frídaga. Vel sóttar páskamessur | Messað var í Laufáskirkju að kvöldi föstudagsins langa og að venju var páskamessa í Grenivíkur- kirkju kl. 8 á páskadagsmorgun. Fjölmenni var við báðar messurnar og virðist fólki líka vel að byrja páskadaginn með messu, segir í frétt á vef Grýtubakkahrepps. Að lokinni messu bauð kirkjukórinn upp á morgunverð í Grenivíkurskóla. „Hefur þessi siður tíðkast síðastliðin ár og er af- skaplega notalegur. Að morgunverði lokn- um var nægur tími eftir til að njóta veður- blíðunnar sem var einstök,“ segir á grenivik.is. BjörgunarskipBjörgunarsveit-arinnar Strandar og Björgunarbátasjóðs Húnaflóa kom til landsins á sunnudaginn var. Sam- skip flutti skipið frá Eng- landi og skipaði því upp í Reykjavík. Verið er að undirbúa skipið til siglingar í heimahöfn á Skaga- strönd. Um er að ræða fullbúið björgunarskip en Lands- björg hefur á und- anförum árum staðið fyr- ir átaki í að kaupa hingað skip frá Bretlandi og staðsetja víðsvegar um landið, eða alls fjórtán skip og eru þau í öllum landsfjórðungum. Frá þessu er sagt á vefnum skagaströnd.is. Björgunarskip KB banki á Hólmavík gaf á dögunum Grunnskól- anum átta notaðar tölvur. Þær eiga eflaust eftir að koma sér vel í skólastarf- inu. Myndin var tekin við afhendingu gjafarinnar en á henni eru þau Victor Örn Victorsson skóla- stjóri og Þorbjörg Magn- úsdóttir og Elsa Björk Sigurðardóttir starfs- menn bankans. Gaf tölvur Hreiðar Karlssonorti um „óska-barn þjóð- arinnar“: Þá er Bobby Fischer frjáls á ný, ferskir vindar leika um skegg og kinnar. Eflaust verður einhver bið á því að hann læri að gæta tungu sinnar. Kristján Bersi Ólafsson svarar Hreiðari: Styðja ber þá sem steyta í sífellu görn gegn stórveldahroka og rangsleitni veraldarinnar, og tilveran yrði auk þess mjög l leiðigjörn ef allir færu að gæta vel tungu sinnar. Kristján Eiríksson yrkir: Í ólöndum þola varð hríðar og hregg sá hógværi skáklistarmaður sem hingað er kominn með hár sitt og skegg svo háttvís og kurteis og glaður. Er Fischer vér heimtum af fjarlægri grund vér fögnum en Búss skal í staðinn fá heim sína dáta sem drykklanga stund hér dvöldu – svo bættur mun skaðinn. Enn af Fischer pebl@mbl.is Ísafjörður | Miðfell hf. hefur fengið heimild til að leita nauðasamninga, en úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í gærdag. Umsjónarmaður er Sigurbjörn Magnús- son hrl. Félagið var stofnað árið 1999 og hefur rekið rækjuverksmiðju á Ísafirði en það er einn stærsti vinnuveitandi í bænum, með um 40 starfsmenn. Nauðasamningarnir ná til almennra krafna félagsins en félagið býðst til að greiða 30% krafna í einni greiðslu innan fjögurra vikna frá því samningurinn er endanlega staðfestur. Kröfuhafar get einnig valið að eignast hlutafé í félaginu fyrir sömu fjárhæð að nafnverði og krafa þeirra stendur í á úrskurðardegi. Allar kröfur undir 50 þúsund krónum verða að fullu greiddar. Forsvarsmenn félagins hafa að undanförnu unnið að fjárhags- legri endurskipulagningu en í bréfi sem vefur Bæjarins besta vitnar til segir að með samningum við Byggðastofnun og helstu lánardrottna um skuldbreytingar og nýjum langtímafyrirgreiðslum hafi tekist að útvega fjármagn til áframhald- andi aðgerða til bjargar félaginu. Á síðastliðnu ári var unnið úr um 7.000 tonnum af hráefni hjá fyrirtækinu og veltan var um 1.200 milljónir króna. Stærstu hluthafar eru Kagrafell á Ísa- firði, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal og Ísafjarðarbær sem á 16% í félaginu, en bærinn gerðist hluthafi á liðnu ári þegar skuldum fyrirtækisins var breytt í hlutafé. Miðfell fær heimild til að leita nauða- samninga SOFFÍA Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar – SÍMEY og hefur hún störf í apríl. Soffía lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ 1994 en árið 2004 útskrifaðist hún með kennslufræði til kennsluréttinda, einnig frá HÍ. Soffía hefur víðtæka reynslu að skóla- málum, starfaði nú síðast sem félags- málastjóri á Húsavík og í Þingeyjar- sýslum frá 1995 en verksvið hennar hefur m.a. verið að sinna félagsþjónustu, barnavernd, málefnum fatlaðra og skóla- þjónustu. Soffía tekur við af Katrínu Dóru Þor- steinsdóttir sem hefur gegnt starfi for- stöðumanns SÍMEY frá upphafi en SÍMEY hóf starfsemi í júní árið 2000. Soffía ráðin forstöðumaður ♦♦♦       SKÍÐASVÆÐI Austfirðinga í Stafdal í Seyðisfirði og Oddskarði í Fjarðabyggð voru opin um páskana þó að ekki væri hægt að segja að miklum snjó væri til að dreifa. Á laugardeginum fyrir páska var haldið páskaeggjamót í Odd- skarði, annars má segja að veð- urblíðan hafi leikið um Austfirð- inga yfir páskahátíðina og nutu þeir hennar til hins ýtrasta. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Leikur listir sínar    Öldruð hæna | Ólöf Sveinsdóttir, bóndi í Árdal hefur ræktað íslensk hænsni um nokkur skeið en í hópnum er m.a. ein hæna sem er yfir 10 ára gömul. Frá þessu er greint á vefnum kelduhverfi.is þar sem jafnframt er að finna myndir af hænum Ólafar. Fram kemur að hún er að velta því fyrir sér hvort það sé ekki óvenjulegt að hænur nái 10 ára aldri. Hænsnaræktin er tómstundagaman hjá Ólöfu en lífrænt ræktað sauðfé hennar aðal- áhugamál. Einnig er Ólöf sláturhússtjóri hjá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi og varaoddviti hreppsins, þannig að Ólöf hefur í nógu að snúast, segir á vefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.