Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 17
Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfisverðlaunin í ellefta sinn. Þau nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2005. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 skulu veitt einstaklingi, fyrirtæki eða samtökum á Norður- löndum sem vinna að því að viðhalda, nýta, vekja athygli á eða stjórna landsvæði á Norðurlöndum sem hefur ríkt menn- ingarsögulegt gildi, og stuðla þannig að varðveislu og þróun náttúru- og menningarverðmæta. Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta fylgja lýsingu á viðkomandi verkefni og upplýsingar um hver hefur staðið eða stendur að því. Verkefnið verður að vera vel unnið og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofu Norðurlandaráðs í pósti í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958 Fax +45 3337 5964 Netfang: nrpost@ft.dk F í t o n / S Í A MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 17 MINNSTAÐUR Fáðu þessa fallegu snyrtitösku að gjöf fulla af snyrtivörum. Meðal annars ótrúlegir viðgerðardropar og augnkrem, nýi XL maskarinn, varalitur og fleira. Allt þetta fyrir þig ef þú verslar Estée Lauder vörur fyrir 3.500 kr. eða meira á Kringlukasi í Lyf & heilsu Kringlunni.* Verðgildi gjafarinnar er um kr. 7.900. * Meðan birgðir endast Kringlunni Nú er rétti tíminn til að prófa Nýtt Ideal Matte Refinishing Compact Makeup SPF 12 Léttfarði. Frábær á allan hátt. Laufléttur, slétt og eðlileg áferð, engin skil. Þessi nýi, sérlega létti farði jafnar misfellur og litaskil og er ótrúlega mjúkur. Virðist eins og krem í byrjun en verður síðan líkastur silkikenndu púðri. Færir þér hvort tveggja í senn ferskt og eðlilegt yfirbragð kremfarðans og lýtalausa áferð púðurs. Hentar öllum húðgerðum. GJÖF www.esteelauder.com HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hafnarfjörður | Niðurrif gömlu Bæjarútgerðarinnar við Norður- bakka í Hafnarfirði hefur tafist nokkuð, en reiknað er með að því ljúki fyrir lok aprílmánaðar. Í verkáætlun var gert ráð fyrir því að verkinu væri lokið um miðjan apríl, en síðar uppgötvaðist að as- best hafði verið notað í bygging- unni þvert á það sem talið var. „Þetta gengur þokkalega vel,“ segir Sigurjón Halldórsson, eig- andi Bortækni karbó, verktakans sem vinnur að niðurrifinu. „Það átti ekki að vera neitt asbest í húsinu, en þegar það uppgötvaðist fóru alveg þrjár og hálf vika í að rífa það niður.“ Sigurjón segir fyrirtækið bæði hafa tilskilin leyfi og útbúnað til að rífa niður as- bestið, og því hafi það ekki verið stórt vandamál þótt það hafi tafið fyrir, enda þurfti að senda starfs- mennina á námskeið til þess að læra að fara með asbestið. Stimplar olíufélaganna saman í pakka Mikið magn af úrgangi verður til þegar svo stórar byggingar eru rifnar; steypa, járn, timbur og fleira. „Steypuúrgangurinn er mulinn á staðnum og notaður í uppfyllingu. Járnið fer allt í Hringrás, og timbrið fer að mest- um hluta í Gámaþjónustuna,“ seg- ir Sigurjón. Þegar hús af þessu tagi eru rif- in finnast oft ýmsir fjársjóðir frá fornri tíð þegar vel er leitað. „Það var fullt af dóti þarna, fullt af gömlum stimplum og alls konar dóti. Þar á meðal stimplar frá öll- um olíufélögunum í sama pakk- anum,“ segir Sigurjón. Asbestfundur tefur niðurrif húsanna á Norðurbakka Morgunblaðið/Golli Rífa Bæjarútgerðina Vel gengur að rífa gömlu Bæjarútgerðina þó framkvæmdir hafi tafist nokkuð. Ætla sér að klára verkið fyrir lok aprílmánaðar Fáðu úrslitin send í símann þinn Túnin | Ljóst er að þörf verður fyr- ir nýjan grunnskóla og leikskóla í Túnahverfi þegar fram líða stundir vegna þeirrar miklu uppbygg- ingar og fjölgun- ar íbúa sem stefnir í í hverf- inu á næstu ár- um. Áform um slíkt er þó ekki inni á þriggja ára áætlun Reykja- víkurborgar, seg- ir Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs borgarinnar. „Það er eðlilegur hluti af því að skipuleggja þéttingu byggðar að huga að innviðunum sem þarf fyrir slíkt íbúðarhverfi,“ segir Stefán Jón. Hann segir upp- byggingu við Hlemm, á Bílanausts- reit, Sigtúni og víðar kalla á nýjan skóla í hverfinu, og segir að hann geti hugsanlega verið staðsettur á Ármannstúninu. Ljóst sé að Austur- bæjarskóli taki ekki við fleiri nem- endum og því þurfi þetta að koma til. Ekki er komin nein tímasetning á hvenær grunnskóli eða leikskóli verða byggðir og Stefán segir áform um skólann ekki inni í þriggja ára áætlun borgarinnar. Ekki er heldur búið að ákveða hvort skólinn verður fyrir 1. til 10. bekk, eða bara fyrir fyrstu bekkina. „Í raun vitum við ekki hversu hratt þetta byggist upp, hver þörfin verður, og hvers konar íbúar flytja þarna inn,“ segir Stefán Jón. Þetta er ólíkt því sem er á Norðlingaholti þar sem ágætlega er hægt að segja fyrir um samsetningu íbúa og því byggja upp innviðina í samræmi við það. Langtímaáætlun borgarinnar um byggingu nýs grunnskóla og leikskóla Þéttari byggð kallar á styrka innviði Stefán Jón Hafstein Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.