Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 27 veru: – Ég er með frétt handa ykkur sem þið sitjið einir að – ég er búinn að sækja um skráningu fyrir Olís á verðbréfaþingi – fyrst fyrirtækja. Og þar með fór sú skriðan af stað – að vísu hægt í fyrstu en brátt var svo komið að forsvarsmönnum stærri fyrirtækja fannst þau ekki fyrirtæki með fyrirtækjum nema þau væru skráð á Verð- bréfaþingi Íslands. Þó að erlendir sérfræðingar sem fengnir voru til ráðgjafar við stofnun hluta- bréfamarkaðarins teldu að ekki nema 10–20 fyr- irtæki ættu erindi inn á hlutabréfamarkaðinn hlustaði markaðurinn ekki á það og undir lok síð- asta áratugar voru alls 75 fyrirtæki skráð á þinginu. Mörg hver áttu þangað lítið erindi þar sem sáralítil viðskipti reyndust verða með hluta- bréf þeirra á markaði og því hefur þeim fækkað um helming eftir því sem liðið hefur á þennan ára- tug og eru nú 34. Meðal fyrirtækja sem látið hafa afskrá sig af markaði er einmitt Olís. En hlutabréfamarkaðurinn hefur fest sig ræki- lega í sessi og er orðinn órjúfanlegur hluti við- skipta- og fjármálalífsins, enda þótt þær raddir verði æ háværari sem efast um innstæðuna fyrir vexti markaðarins og viðgangi með þeim æv- intýralegu hækkunum sem orðið hafa á gengi margra lykilfyrirtækja á markaðnum. En eins og oftar hlustar markaðurinn ekki á úrtöluraddir og fer sínu fram. Einkavæðing allra tíma Aðrir atburðir allt eins mikilvægir eða mikilvægari hafa auðvitað orðið á þessum tíma þótt þeir verði ekki persónugerðir með sama hætti. Þar ber vænt- anlega hæst einkavæðingu ríkisbankanna. Það er hægt að taka undir það með Jóni Helga í BYKO eða öllur heldur Norvík, hér í viðskiptablaðinu sl. skírdag, að þessi einkavæðing sé eitthvert stærsta skref sem stigið hafi verið í viðskiptasögu Íslend- inga og leyst úr læðingi mikið afl sem hafi orðið mikilvæg forsenda til að mynda útrásarinnar miklu sem ber nú hvað hæst í umræðunni. Einkavæðingin var mikið hreyfiafl, eins og Jón Helgi bendir á, og m.a. ljóst að án hennar hefði ekki orðið sú umpólun viðskiptablokkanna sem átti sér stað fimmtudaginn 18. september 2003 þegar menn vöknuðu upp hinn næsta dag við það að Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnandi Hafskips, var orðinn eigandi Eimskips! Gráglettni örlaga raunveruleikans getur stund- um bakað hvaða sápuóperu sem er. Hvað blasir þá við? Áframhaldandi útrás og landvinningar auðvitað. Litla Ísland er tæpast nægilegt athafnarými fyrir stórhuga athafnamenn. Um það eru flestir sammála. Samt sem áður hefur núningur milli helstu viðskiptablokkanna heima fyrir einhvern veginn verið meira áberandi en áður og átökin augljósari. Sumir meta það svo að við- skiptasiðferði sé á undanhaldi, gróðahyggjan alls- ráðandi og í þessari glímu viðskiptablokkanna séu öll meðul leyfileg. Vonandi ekki. Er þetta ekki bara eins og hjá kúnum og kálfunum sem hleypt er út eftir langan vetur í fjósinu að kunna sér ekki læti fyrst á eftir? Síðan færist kyrrð yfir og gripirnir finna sér sína bithaga. Jón Helgi Guðmundsson í BYKO gerir að um- ræðuefni í viðskiptablaði Morgunblaðsins á skír- dag allt þetta unga, vel menntaða og hæfileikaríka fólk sem gengið hefur til liðs við bankana og átt verulegan þátt í útrás íslenskra fyrirtækja á með- an bið íslenskra stjórnvalda eftir fjárfestingu er- lendra banka í íslensku bankakerfi hafi látið á sér standa þrátt fyrir alls kyns rauða dregla. Allt er þetta rétt og satt. En flest af þessu áræðna unga fólki tekur ákvarðanir í rauntíma og stundum veltir maður því fyrir sér hvort það hafi nægilega sögulega yfirsýn, að einhvers konar bak- slag sé tekið með í reikninginn. Flest útrás- arviðskiptin eru svokölluð skuldsetningarkaup (sem reyndar Óli í Olís varð líklega fyrstur manna til að innleiða hér á landi) og felast í því að með um- breytingu, hagræðingu og „samlegðaráhrifum“ standi félögin sjálf undir að greiða fyrir kaupin, a.m.k. að miklu leyti. Það viðrar vel til slíks þessa stundina á flestum mörkuðum. Hins vegar er jafn ljóst að það sem fer upp kemur niður á ný. Á einhverju stigi þegar markaðurinn hefur teygt sig of langt upp hlýtur hann að leiðrétta sig og leita jafnvægis á ný. Það mun væntanlega koma verr við fyrirtæki á skráð- um markaði en einkahlutafélög og Baugur hefur t.d. almennt haft þann sið að taka sín fyrirtæki er- lendis af markaði, a.m.k. tímabundið, meðan um- breytingarskeiðið stendur yfir. Enga spádómsgáfu þarf til að geta sér til um að veislan sem nú stendur vari ekki um alla eilífið, að á einhverju stigi muni hagkerfin leita jafnvægis og þá þrengja að öllu fjármála- og viðskiptalífi á ný. Þá reynir á hverjir hafa borið gæfu til að hafa borð fyrir báru. greitt“-verslun sem Jóhannes hafði tekið að sér að setja á laggirnar fyrir Sláturfélagið inni í Vogum og hann hafði tröllatrú á. Utan dagskrár fór Jó- hannes þá að segja frá þýskri lágvöruverðsversl- unarkeðju, Aldi, sem hann hafði rekist á erlendis og fullyrti af sannfæringarkrafti að slíkar verslanir væru það sem koma myndi. Atvikin höguðu því svo þannig að skömmu síðar var gerð hallarbylting í Sláturfélaginu og meðal fórnarlamba hreins- ananna þá var einmitt Jóhannes Jónsson. En er ekki einmitt sagt að á verstu stundum mannsins séu einatt ný tækifæri skammt undan, komi menn aðeins auga á þau. Alltént einhenti Jóhannes sér í að láta gamlan draum um lágvöruverðsverslunina verða að veru- leika, Bónus varð til, óx og dafnaði. Eftirleikinn þekkja allir – Hagkaup og Bónus rugluðu síðan saman reytum að nokkru leyti og þegar þreyta komst í þá sambúð varð niðurstaðan að afkom- endur Pálma heitins voru keyptir út og Jóhannes og Jón Ásgeir sonur hans tóku við keflinu – að end- ingu í nýju stórfyrirtæki, Baugi, markaðsráðandi fyrirtæki í matvöruversluninni á Íslandi. Umbreytingin á þeim bæ hefur svo sem ekki öll verið eintóm lognmolla, misheppnuð yfirtaka á banka, ósigrar í verslunarrekstri í Bandaríkjunum en að sama skapi velgengni í útrásinni í Bretlandi og vonandi víðar, lögreglu- og skattrannsókn hér heima sem stendur enn. Í millitíðinni hefur Baugur líka eignast heilt fjarskiptafyrirtæki og fjölmiðla- risa og er þannig orðið svo fyrirferðarmikið í sam- félaginu á mörgum sviðum að ýmsum þykir nóg um. Þriðja minningabrotið tengist reyndar einnig Jóhannesi en með öðrum hætti, því þar á í hlut ná- frændi hans, Óli heitinn í Olís. Minningin er sím- hringing inn á gamla Mogga í Aðalstræti. Erindið var snaggaralegt að hætti Óla og eitthvað í þessa að segja fyrir um og fyrst og fremst hraðar. Netið, tölvupósturinn, rafrænar skráningar og færslur, allt er þetta hluti af daglegu lífi hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í dag. EES-samning- urinn hefur á sama hátt hleypt krafti í íslenska fyr- irtækjastjórnendur og orðið grundvöllurinn að út- rás og landvinningum íslenkra fyrirtækja sem ekki sér fyrir endann á. Þrjú minningabrot Í öllum umbreytingunum standa samt fyrir hug- skotssjónum þrjú lítil atvik, minningabrot, eins konar vörður á tuttuga ára ferli í viðskiptablaða- mennsku sem eru um leið táknmyndir fyrir upp- haf einhvers miklu víðtækara. Hið fyrsta er ofurlítil vettvangskönnun með Pálma heitnum í Hagkaup hér í Kringlumýrinni til að skoða með honum grunninn að mikilli versl- unarmiðstöð sem hér átti að rísa og varð seinna Kringlan. Tilgangur fararinnar með þessum hóg- væra heiðursmanni var að blaðamaðurinn áttaði sig á umfangi þessarar miklu byggingar sem átti að byrja að reisa og Pálmi var nú loks tilbúinn að fræða lesendur Morgunblaðsins um. Kappið, stolt- ið og tilhlökkunin sem skein úr augum Pálma þar sem við stóðum þarna í mýrinni líður ekki úr minni. Síðan reis Kringlan og átti eftir að gjörbreyta öllum verslunarháttum hér á landi svo um munaði aukinheldur að leggja grunninn að helsta við- skiptaveldi landsins þótt það yrði ef til vill með öðrum hætti en hann gat ímyndað sér. Önnur minningin er tengd þessari fyrstu að því leyti að þar kemur við sögu Jóhannes Jónsson, gamall kunningi frá því að hann var versl- unarstjóri SS-verslunarinnar okkar Moggamanna í Hafnarstræti. Í þetta sinn var tilefnið að eiga við hann svolítið fréttaspjall um nýja „Gripið og fið er fyrirsjáanleg og er tímanna tákn – það er í viðskiptalífinu þar sem gerjunin er og hlutirnir gerast ra umbreytingar Óli Kr. Sigurðsson í Olís gekk til allra verka í fyrirtæki sínu eftir að hann eignaðist olíufélagið með miklu harðfylgi og varð fyrstur til að skrá almenningshlutafélag á Verðbréfaþingi Íslands. Pálmi Jónsson í Hagkaupum tekur fyrstu skóflustunguna að verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Kringlumýrinni, sem átti eftir að valda straumhvörfum. Morgunblaðið/Þorkell Glaðbeittir foringjar S-hópsins, þeir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og Finnur Ing- ólfsson, forstjóri VÍS, eftir að hafa skrifað undir samning um kaupin á Búnaðarbankanum sem síðan sameinaðist Kaupþingi í KB-banka sem heitir nú aftur orðið Kaupþing banki. Jóhannes Jónsson um það leyti sem hann var að setja upp Gripið og greitt-verslunina í Vog- unum fyrir Sláturfélag Suðurlands. Litlu síðar hafði hann misst starf sitt þar og nýr kafli hófst með stofnun Bónuss. Höfundur er fréttaritstjóri Morgunblaðsins og var fyrsti umsjónarmaður viðskiptablaðs þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.