Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 29 UMRÆÐAN MÁLÞING Umhverfisfræðslu- ráðs um stöðu og framtíð umhverf- ismenntunar í námskrá grunnskól- ans var haldið fimmtudaginn 10. mars síðstliðinn í Nor- ræna húsinu. Opn- unarávarp flutti Magn- ús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu og fjórir fyrirlesarar fluttu framsöguerindi. Þessi grein er í senn samantekt og eft- irþankar undirritaðs um málþingið og er ætluð lesendum til upplýsingar. Endurskoðun á aðalnámskrá grunnskólans á Íslandi stendur nú yfir. Í alþjóðlegu samhengi verður að hafa í huga að mannkyn á ein- ungis eina jörð til afnota um alla framtíð. UNESCO, Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið þjóðum heims tóninn í þessum efnum og leggur ásamt öðru áherslu á gæðamenntun fyrir alla jarðarbúa. Menntun, fræðsla og stefnumótun í umhverfismálum varðar allt okkar samfélag í stóru og smáu. Af þeirri ástæðu þarf að leggja áherslu á að innleiða sjón- armið sjálfbærrar þróunar í nám- skrá grunnskólans á Íslandi. Um- hverfisráðuneytið og Umhverfisfræðsluráð eiga sam- vinnu við ýmsa aðila og frjáls fé- lagasamtök, um fræðslu og verkefni á sviði umhverfismála. Almenn upp- byggileg umræða þarf að eiga sér stað í samfélaginu og innlegg um- hverfissérfræðinga, kennara og alls almennings inní þá vinnu er nauð- syn. Umræðan þarf að vera opinská og gagnsæ. Skilgreina þarf hugtakið umhverfismennt, hvert eigi að stefna, hvaða árangurs megi vænta af umhverfisfræðslu og fjalla um hvort umhverfismennt eigi að vera námsgrein eða náms- þáttur. Breytt nám- skipan til stúdents- prófs kallar á aukna samfellu í skólastarfi og nauðsyn þess að „samlesa“ námskrá eftir skólastigum til að auka skilvirkni. Við lif- um í síbreytilegu þjóð- félagi þar sem óvissa ríkir um þróun sam- félagsins, tækni og náttúrufar bæði stað- bundið og á heimsvísu. Viðhorf og vinnubrögð við stefnumótun hljóta að taka mið af þeim aðstæðum. Endurskoðuð námskrá getur byggst á ákveðnum ramma um um- hverfismennt, þar sem áhersla er lögð á samþættingu en jafnframt frjálsræði og ábyrgð skóla og kenn- ara innan rammans. Almenn fræðsla Umhverfisfræðslu fullorðinna þarf að efla sem og uppbyggilega umhverfisfræðslu á heimilum. Sam- kvæmt niðurstöðu nýlegrar könn- unar á Íslandi hugsar ungt fólk lítið og veit lítið um umhverfismál. Hið sama gildir um þorra almennings, sem ekki veit hvað Staðardagskrá 21 er. Fjöldi fólks sem dvelst við nám erlendis temur sér umhverf- isvæna lífshætti s.s. að spara vatn, að nýta sér almenningssamgöngur og að flokka sorp til endurvinnslu. En þegar fólk snýr heim frá námi afleggur það góða umhverfissiði og orsakirnar eru óljósar. Atvinnulíf og háskólar Nauðsynlegt er að samþætta um- hverfismennt allri menntun. Um- hverfismennt og fræðsla um um- hverfismál þarf að vera þverfagleg og taka til allra þátta þjóðlífsins og atvinnulísins í heild. Menntun kenn- ara og menntun barna í grunn- skólum er ástæðulaust að taka sér- staklega úr heildarmyndinni, við það getur myndast illbrúanlegt bil. Umhverfismennt þarf að vera al- menn og taka mið af því að núlifandi kynslóðir haldi sínum lífsgæðum án þess að skerða lífsgæði komandi kynslóða. Verkefnin sem vinna þarf eru óþrjótandi og snerta flesta þætti samfélagsins, s.s. orku og auðlinda- nýtingu, sparnað almennt og hag- kvæmni í samgöngum, frárennsl- ismál og sorpförgun, endurvinnslu og nýsköpun, lífrænan landbúnað og vistvæna vöruþróun- og þjónustu. Í fagskólum þarf að gera sérstakt átak í umhverfismennt, sérstaklega í viðskipta- og hagfræði. Einungis einn háskóli á Íslandi mun hafa sett sér umhverfisstefnu. Lykillinn að náttúruvernd og umhverfismenntun og jafnframt skynsamlegri auðlinda- nýtingu er þekking og skilningur, ásamt færni og væntumþykju á náttúrunni. Umhverfismennt á hverju strái Steinn Kárason fjallar um umhverfismál ’Í alþjóðlegu samhengiverður að hafa í huga að mannkyn á einungis eina jörð til afnota um alla framtíð.‘ Steinn Kárason Höfundur er fulltrúi mennta- málaráðuneytisins í Umhverfisfræðsluráði. UM ÞESSAR mundir upplifum við mikla framkvæmdagleði hér á eyjunni. Gleðin veldur því að gengi krónunnar er mjög hátt, reyndar svo að í óefni horfir fyrir útflutn- ingsatvinnugreinar og ferðaþjónustu. Á und- anförnum 8 mánuðum hefur íslenska krónan, þessi smámynt í gjald- eyrissamfélagi þjóð- anna, styrkst um ná- lægt 10%. Fræðilega ætti þessi styrking ekki að valda ofangreindum atvinnugreinum búsifj- um, því að innkeypt aðföng og ýmis kostn- aður á að lækka til samræmis og stuðla að verðlækkun á vörum og þjónustu. En mannleg tregða veldur því að það gerist ekki, eða þá ekki fyrr en eftir (of) langan tíma. Til viðbótar þessu heldur launakostnaður áfram að hækka, bundinn af samningum, þannig að verð þjónustu fer einnig hækkandi þrátt fyrir að hagstæð- ara rekstrarumhverfi ætti að leiða til lækkunar. Á meðal ferðaþjónustufyrirtækja kemur hækkun gengisins fyrst og fremst illa við ferðaskipuleggj- endur, en ekki að sama skapi við birgja sem flestir hverjir nota ís- lensku krónuna í viðskiptum. Ferðaskipuleggjendurnir hafa verð- lagt ferðir sínar og aðra þjónustu gagnvart erlendum viðskiptavinum í erlendum gjaldmiðli og hafa vænt- anlega flestir hverjir í verðlagningu sinni miðað við gengisstyrk krón- unnar eins og hann var um miðbik síðastliðins sumars. Síðan hafa þessir gjaldmiðlar fallið um 10% af völdum hækkandi gengis krón- unnar, og til viðbótar hefur banda- ríski dollarinn og jafnvel breska sterlingspundið fallið umtalsvert. Ef ekki verður bráð- lega breyting á þess- um aðstæðum horfir þunglega fyrir íslensk- um ferðaskipuleggj- endum á þessu ári. Breyting til batnaðar er hugsanleg annars vegar í formi lækk- unar gengisins, sem ekki er líkleg á þess- um uppgangstímum, eða í formi verðlækk- unar – verðhjöðnunar – hjá þjónustufyr- irtækjum og birgjum. Í stað þess að hækka verð sitt eins og af gömlum vana frá ári til árs er kominn tími til að láta reyna á óopinber einkunnarorð fyrirtækja í ferðaþjónustunni, sem hafa sameiginlega hag af því að hlutirnir gangi upp, þrátt fyrir samkeppni innbyrðis: „We are in this together.“ Ég sé fyrir mér að með því að taka sameiginlega á þessu vandamáli, með því að inn- lendir birgjar lækki verð þjónustu um sem nemur 5–10% megi komast yfir hjallann. Annars er sú hætta fyrir hendi að einhverjir af ferða- skipuleggjendunum springi á limm- inu og þá gætu birgjarnir orðið af áætluðum tekjum hvort eð er. Eins og áður er rakið ætti verð aðfanga að vera hagstæðara við hærra gengi krónunnar og ætti það að hjálpa til við lækkun á verði þjónustu. En þáttur launanna er ekki jafnhagstæður. Þau halda áfram að hækka án tillits til þess hvernig aðstæðum er háttað. Það er sá hluti sem birgjar þyrftu að taka á sig að þessu sinni til þess að dæmið nái að ganga upp. Reyndar er það umhugsunarefni hvort ekki ætti frekar að tengja samnings- bundnar launahækkanir við kaup- mátt frekar en ákveðna prósentu, því þegar verðlag lækkar almennt, eins og á að gerast með hækkandi gengi krónunnar, eykst kaupmátt- urinn. Slík kaupmáttaraukning ætti í raun að koma í stað kauphækk- unar – en það er annað mál. Ef fyrirtæki innan ferðaþjón- ustugeirans eru ekki tilbúin að taka sameiginlega á þessu aðsteðjandi vandamáli er nauðsynlegt fyrir ferðaskipuleggjendur að fastbinda öll sín framtíðarviðskipti erlendri mynt eða erlendri myntkörfu sem er stöðugri en krónan. Þetta gæti verið fyrsti vísirinn að því að taka alfarið upp evruna í stað krón- unnar, sem hlýtur að verða ofan á fyrst ekki tekst að halda þokka- legum stöðugleika í gengismálum. Það er algjörlega óviðunandi í al- þjóðlegu rekstrarumhverfi að búa við gjaldmiðil sem hagar sér eins og korktappi í ölduróti. Verðhjöðnun í ferða- þjónustunni möguleg? Jón Baldur Þorbjörnsson fjallar um ferðaþjónustu ’…með því að innlendirbirgjar lækki verð þjón- ustu um sem nemur 5– 10% má komast yfir hjallann.‘ Jón Baldur Þorbjörnsson Höfundur rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu. „ÍSLENDINGAR eiga fallegan sjóndeild- arhring. Þeir eiga ekki að fylla upp í hann með ljótum steinkössum“ – Ali Amoushahi, Tíma- rit Morgunblaðsins 20.02.04. 1. Fyrir ekki all- mörgum árum voru svokölluð grænu svæði vinsæl í skipulags- umræðunni. Mikið var gert úr firringu stór- borganna þar sem fjöldinn neyddist til að sætta sig við lítið oln- bogarými. Skipulags- fræðingar gengu fram fyrir skjöldu og hömr- uðu á því að þétt byggð og útrýming grænna svæða væri beinlínis óholl sálum manna. Þessi stefna hinna grænu svæða féll ákaf- lega vel að þankagangi Akureyringa sem hafa alla tíð lagt áherslu á að bærinn tengdist náttúrunni fremur en stórborginni. Nú hefur bæj- arstjórn Akureyrar kúvent í þessum málum og gert þéttingu byggðar að höfuðmarkmiði við skipulag bæj- arins. 2. Bæjarfulltrúarnir vilja með öðrum orðum innleiða helstu galla stórborg- anna; byggja háhýsi, hrúga þar sam- an fólki á litlu svæði og fylla sjón- deildarhringinn með steinkössum. Um leið munu grænu svæðin hverfa og sviptivindar leika um næsta ná- grenni háhýsanna. Og ímynd Ak- ureyrar mun óhjákvæmilega breyt- ast; hinn græni og gróðursæli bær mun hverfa í skugga blokkanna. Okkur er sagt að brýnar ástæður liggi til blokkabygginganna. Það verði að draga úr umfangi bæjarins, annars sé voðinn vís. Er þetta sennilegt í 16 þús- und manna samfélagi, mér er spurn? Það má líka velta því fyrir sér hversu mark- tæk þessi rök eru í ljósi þess að á yfirstandandi ári verður deilt út lóðum í bænum sem eiga að rúma vel á fimmta hundrað íbúðir. Ef það verður raunin að Akureyringar flykk- ist á Baldurshagann og Sjallareitinn, og miðað við þá fjölgun sem hefur orðið á mannfólki í bæn- um, þá er augljóst að blokkir í miðbænum munu hægja verulega á uppbyggingu hverfanna sem þegar hafa verið skipulögð og bærinn lagt í töluverða fjár- muni. Peningalegir hagsmunir bæjarsjóðs þrýsta því ekki á eftir blokkabyggingum í mið- bænum. Og hvenær varð það að markmiði að koma sér upp hálf- byggðum hverfum? 3. Mér finnst kominn tími til, og þó fyrr hefði verið, að bæjaryfirvöld leggi meginlínur um skipulag mið- bæjarins. Að þau átti sig á þeim sér- kennum sem hafa skapað bænum orðspor og gert hann aðlaðandi. Að þau átti sig á því að Akureyrarborg er ekki innan seilingar og verður það ekki, jafnvel þótt byggðar verði stór- ar blokkir í miðbænum. Bæjaryfirvöld eiga að gefa út þá tilskipun að ekki verði byggð hærri en fjögurra hæða hús neðan Þórunn- arstrætis og að græn svæði sem þar er að finna verði látin óáreitt. Þétting byggðar – hin nýja skipulags- stefna bæjaryfir- valda á Akureyri Jón Hjaltason fjallar um skipu- lagsbreytingar á Akureyri Jón Hjaltason ’Mér finnstkominn tími til, og þó fyrr hefði verið, að bæj- aryfirvöld leggi meginlínur um skipulag mið- bæjarins. ‘ Höfundur er sagnfræðingur. HAUSTIÐ 1972 hitti ég Ívar Guð- mundsson í New York. Þá sagði hann mér meðal annars að Þór- arinn Þórarinsson rit- stjóri Tímans hefði lagt að sér að sækja um starf fréttastjóra útvarps 1968. Þór- arinn hafi sagt sér að sameina ætti frétta- stofur sjónvarps og út- varps. Þetta hafi verið freistandi og for- vitnilegt verkefni, sig hafi auk þess langað til að ala strákana sína upp á Íslandi. Þegar í ljós kom að ekki stóð til að sameina stof- urnar hafi áhugi hans dvínað og hann hætt við að taka starfið. Ég „tiplaði ekki á neinum staðreyndum“ varð- andi Ívar Guðmunds- son í grein minni um fagmennsku. Ég sagði aðeins að við hefðum bæði verið fagmenn. Það er kjarni máls- ins. Útvarpsstjóra þykir tortryggilegt að vinnu- félagar mínir hafi skor- að á mig að sækja um starf fréttastjóra þar sem ég gegndi starfi varafréttastjóra, en ég hafi ekki verið umsækj- andi í skjóli flokks. Ég skil eiginlega ekki hvers vegna honum þykir samstaða vinnu- félaga torkennileg, enda veit ég ekki hverj- ir skoruðu á hann að sækja um starf út- varpsstjóra. Og einmitt sjálfur útvarpsstjóri getur ekki borið fram þá rökleysu að sam- starfsmenn mínir fyrir 37 árum hafi hundsað faglegt mat með því að skora á mig. Var ég ekki fagmaður? Og Ívar líka? Þarna var valið á milli tveggja fagmanna. Núna er valinn úr tíu manna flokki hæfra umsækjenda eini mað- urinn sem er ekki fag- maður í fréttamennsku. Enn um fagmennsku Margrét Indriða- dóttir svarar Markúsi Erni Antonssyni Margrét Indriðadóttir ’Ég „tiplaðiekki á neinum staðreyndum“ varðandi Ívar Guðmundsson í grein minni um fagmennsku. Ég sagði aðeins að við hefðum bæði verið fagmenn.‘ Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri útvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.