Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 31
MINNINGAR
✝ Birna SigríðurBjörnsdóttir
fæddist á Húsavík 8.
september 1927.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 14. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Björn Jósefsson hér-
aðslæknir, f. á Hól-
um í Hjaltadal 2.
febrúar 1885, d.
25.6. 1963, og Sig-
ríður Lovísa Sigurð-
ardóttir húsfreyja, f.
á Hofsstöðum í
Skagafirði 14. okt.
1883, d. 19. okt. 1971. Birna var
yngst níu systkina. Sigríður Birna
og María Eydís dóu í æsku, Jósef
dó 16 ára en þau sem upp komust
eru: Björg Hólmfríður Björnsdótt-
ir, f. 1915, húsmóðir, maki Páll
Ólafsson, látinn, Hólmfríður
Björg, f. 1916, d. 1992, Sigurður
Pétur, f. 1917, bankastjóri á Húsa-
vík, Arnviður Ævarr 1922, pípu-
lagningameistari á Húsavík, maki
Þuríður Hermannsdóttir, Einar
Örn, f. 1925, dýralæknir, maki
Hörður, f. 26. febrúar 1992, og
Halla Margrét, f. 12. desember
1994. 3) Dögg hjúkrunarfræðing-
ur, f. 17. maí 1965, gift Fjalari
Frey Einarssyni kennara, f. 4. júlí
1972. Þau eiga tvo syni, Einar Ar-
on og Jóel.
Birna ólst upp á Húsavík þar
sem faðir hennar var héraðslækn-
ir. Sjúkrahús var rekið á heimili
hennar og því oft margt um mann-
inn á heimilinu. Birna fór suður
og nam í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur veturinn 1946–1947. Þá hóf
hún störf hjá Blindravinafélagi Ís-
lands, því næst í Útvegsbanka Ís-
lands frá 1951–1955. Eftir að
börnin fæddust starfaði hún með
manni sínum við húsgagnaverslun
þeirra þar til þau skildu. Eftir það
starfaði hún hjá húsgagnaversl-
uninni Heimilið á Sogavegi, þar til
hún hóf störf 1977 hjá Veðdeild
Landsbanka Íslands. Þar vann
hún til starfsloka. Fjölskyldan bjó
til margra ára á Leifsgötu 13 en
byggði svo í Goðalandi 18 í Foss-
vogi. Birna tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi hjá Knattspyrnufélag-
inu Fram ásamt manni sínum um
árabil. Þá var hún einnig virk í
Félagi þingeyskra kvenna og var
m.a. gjaldkeri félagsins.
Útför Birnu verður gerð frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Laufey Bjarnadóttir.
Birna giftist Herði
Péturssyni, hús-
gagnabólstrara og
kaupmanni, f. 7. mars
1931. Þau slitu sam-
vistir. Foreldrar hans
voru Pétur Hoffman
Salómonsson og
Sveinbjörg Sigfús-
dóttir, þau eru bæði
látin. Birna og Hörð-
ur eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1) Sig-
urður Pétur, útvarps-
maður, f. 17.6. 1955,
var kvæntur Hrafn-
hildi Proppé, þau eiga tvær stúlk-
ur: a) Huldu Dögg, f. 20. mars
1979, sambýlismaður Garðar
Ólafsson, og eiga þau tvo syni,
Óttarr Daða og Róbert Aron. b)
Tinnu Hrönn, f. 15. okt. 1982,
sambýlismaður Axel Ólafur Þór-
hannesson. 2) Bjarki, bifvélavirki,
f. 1. ágúst 1960, giftur Þórdísi
Einarsdóttur, eiga þau saman tvö
börn og son sem Þórdís átti fyrir
en það er Örn, f. 5. maí 1979, sam-
býliskona Anika Böðvarsdóttir,
Þá er hún mamma farin. Óneit-
anlega skrýtin tilhugsun. Þetta hef-
ur ekki alltaf verið auðvelt en síð-
ustu árin hafa óneitanlega verið
öðruvísi. Við systkinin ólumst upp á
Leifsgötunni til 1972 þar til við flutt-
um í Goðalandið. Á Leifsgötuárun-
um var oft mjög mannmargt á heim-
ilinu. Leifur Þorbjarnarson bjó inni
á heimilinu til nokkurra ára og var
fastur heimilisvinur eftir það. Faðir
minn var mikið í félagsstarfi, bæði í
Kiwanis og hjá Knattspyrnufélag-
inu Fram. Mörg af þeim árum voru
mjög gefandi fyrir mömmu. Þegar
margt fólk var í kringum hana, líf og
fjör, þá líkaði henni lífið. Þá gat hún
látið ljós sitt skína á jákvæðan hátt.
Hún var mikill víkingur í öllum eld-
hússtörfum, sérstaklega þó í mat-
argerð. Það voru fáir sem áttu jafn
auðvelt með að gera mikið úr litlu.
Hún vissi að leiðin að hjarta manns-
ins lá í gegnum magann. Mamma
var einstaklega talnaglögg og mjög
skörp í hugsun. Hún leysti ekki
krossgátur heldur skrifaði þær. Líf-
ið var þungur róður eftir skilnað for-
eldra minna. Þá lenti mamma í mjög
erfiðum veikindum, slasaði sig í öxl-
inni og lenti tvívegis í stórum að-
gerðum með öxlina á sér. Eftir það
var hún á Reykjalundi í tvö skipti í
sex mánuði. Á þeim tíma naut fjöl-
skyldan einstakrar vináttu og stuðn-
ings Kolfinnu og Sverris í næsta
húsi. Svo kom Óli gamli inn í líf okk-
ar og hlúði að á sinn máta. Mamma
var ótrúlega kjarkmikil kona og
staðföst. Hún tók bílprófið 1973 og
fór að keyra. Hún ákvað líka einn
daginn að nota ekki meira áfengi og
ákvörðunin stóð. Það var aldrei neitt
hálfkák. Ef hún ætlaði sér eitthvað
þá framkvæmdi hún það. Mamma
fékk blóðtappa í heilann 1996 og
lamaðist öðrum megin tímabundið.
En hún stóð upp aftur, hélt aftur til
vinnu og hélt áfram að keyra. Þegar
hún aftur fann að kollurinn á henni
fór að gefa sig þá hætti hún að keyra
og seldi bílinn. Hún sagðist ekki
vilja valda öðrum skaða.
Meðan hún starfaði í Veðdeildinni
hafði maður á tilfinningunni að hún
ætti deildina eins og einkafyrirtæki.
Þar starfaði fólk sem gaf henni mik-
ið og reyndist henni einstaklega vel,
sérstaklega Erla Ásgeirsdóttir. Eld-
móður mömmu og áhugi á starfi
sínu var ótrúlegur.
Eftir að Pálmi V. Jónsson öldr-
unarlæknir tók við mömmu breytt-
ist líf hennar til betri vegar. Ég
þakka það. Síðustu árin urðu henni
mun auðveldari. Hún var í fé-
lagsstarfi í Þorraseli síðustu ár. Þar
leið henni vel enda umönnunin ein-
stök. Konan mín Þórdís bar þó
mesta þungann í umönnun mömmu.
Æðruleysi er eina orðið sem kem-
ur í huga minn á kveðjustundu. Hún
kynntist dauðanum ung og óttaðist
hann aldrei. Hún trúði á guð og
treysti honum.
Elsku mamma, þú varst tilbúin í
ferðalagið og ég kveð þig sáttur.
Bjarki Harðarson.
Í minningu tengdamóður minnar
sest ég niður og rifja upp kynni mín
af Birnu Björnsdóttur.
Hún var alltaf hrein og bein og
enginn þurfti að velkjast í vafa um
hvar hann hefði hana því að hún
kom alltaf til dyranna eins og hún
var klædd. Þannig var það til dæmis
einn heitan sólskinsdag á vordögum.
Birna, sem alla tíð var mikill sól-
dýrkandi, lá úti í sólbaði þegar dyra-
bjallan hringdi. Eins og vera ber fór
Birna til dyra og galopnaði dyrnar
án þess að hafa hugmynd um hver
væri fyrir utan. Fyrir utan stóð ég,
tilvonandi tengdasonurinn, ásamt
dóttur hennar. Urðum við frekar
vandræðaleg þegar Fossvogsfrúin
stóð þarna í allri sinni dýrð á nær-
buxunum einum fata og flýttum
okkur inn áður en dýrð húsfrúar-
innar yrði öllum opinber. Dögg
stakk upp á að frúin færi í einhver
föt. Ekki fannst henni það neitt til-
tökumál og mælti: „Ef hann Fjalar
hefur aldrei séð nakinn kvenmann,
þá er hann bara aumingi“ og meinti
hvert orð. Seinna í þessari sömu
heimsókn reyndi ég að ná nokkrum
prikum og hrósaði henni fyrir
hversu gott minni hún hefði á tölur,
dagsetningar og slíkt. Líkaði henni
það ekkert of vel og spurði hvöss á
móti: „Manst þú ekki neitt? Ert þú
bara vitleysingur?“ og var auðheyrt
á tilsvari hennar að svar við þessari
spurningu var óþarft.
Ekki hafði hún mikið álit á þess-
um nýja tengdasyni þegar dóttir
hennar birtist fyrst með hann upp á
armana. Sex ára aldursmunur var á
hjónaleysunum (og er reyndar enn
þrátt fyrir löggilt hjúskaparvottorð)
og þótti henni það eitthvað miður
því að þegar dóttirin spurði hana
eftir frumsýningu hvernig henni lit-
ist á gripinn svaraði hún með lítilli
hrifningu: „Hann lítur nú ekki út
fyrir að vera mikið eldri en tuttugu
ára.“ Gat þá dóttirinn staðfest að
tengdasonurinn tilvonandi væri ekki
mikið eldri en tuttugu ára. Eftir
þetta lá leið mín bara upp á við.
Birna hafði ýmis viðurnefni eins
og BBj, Fossvogsfrúin og síðast en
ekki síst amma bæ. Síðasta viður-
nefnið fékk hún frá frumburði okkar
hjóna sem hefur haldið æ síðan.
Þannig var að tengdamamma átti
eina myndbandsspólu sem hún
sýndi honum alltaf þegar hann kom
í heimsókn. Það var spólan um Lata-
bæ. Sá stutti átti erfitt með að segja
allt orðið og sagði því alltaf „bæ þeg-
ar hann vildi sýningu. Fljótlega var
eitt af því fyrsta sem hann sagði
þegar hann kom í heimsókn
„amma … Bæ! og þar með var við-
urnefnið „amma bæ“ komið.
Einu sinni sem oftar kom Birna í
heimsókn til okkar. Borðaði hún
með okkur léttan hádegisverð þar
sem boðið var upp á brauð og með-
læti. Birna fékk sér þrjár hæðir af
brauðosti ofan á. Eitthvað fannst
mér það spaugilegt og rifjaði upp
auglýsingastef sem hljómaði á öld-
um ljósvakans um þær mundir og
sagði: „Mundirðu eftir ostinum,
Birna?“ Ekki líkaði henni kímnigáf-
an. Náði hún sér niðri á mér í næstu
heimsókn þegar hún hafði meðferðis
1 kg af brauðosti, fyrst tengdason-
urinn var svo ófyrirleitinn að sjá eft-
ir ostinum ofan í hana.
Með þessum orðum vil ég þakka
Birnu tengdamóður minni fyrir
samfylgdina í gegnum tíðina. Á
þrettán ára göngu okkar saman
lærðum við að meta og þykja vænt
hvort um annað. Takk fyrir allt.
Fjalar Freyr Einarsson.
Þá er leiðin á enda hjá tengda-
móður minni, Birnu Björnsdóttur.
Þegar ég kynntist henni fyrir 20 ár-
um kom hún mér fyrir sjónir sem
ákaflega mikil kona, bæði til orðs og
handa. Þegar hún kom í heimsókn
til okkar fyrstu árin var ég alltaf að
læra eitthvað nýtt af henni, allur
matur sem hún útbjó varð veislu-
matur. Steiktur fiskur var engu lík-
ur, rauðkálið hennar var öðruvísi og
ég tala nú ekki um brúnuðu kart-
ölurnar sem hún fékk 10 fyrir á
prófi á húsmæðraskólanum, kjúk-
linginn sem var oftast kallaður
Hilmarskjúklingur og svona gæti ég
talið fleira upp. Þegar hún bauð í
mat var veisla, alveg sama hvað hún
útbjó.
Hún vann í veðdeild Landsbank-
ans og talaði mikið um vinnuna sína.
Ég var viss um að ef hennar nyti
ekki við þar mundi sú deild leggjast
niður. Það kom líka á daginn, þegar
hún hætti þar vegna aldurs hætti
þessi deild ekki löngu seinna. Við í
fjölskyldunni vorum alla vega viss
um að það væri vegna Birnu. Hún
fylgdist vel með þjóðmálum, hafði
brennandi áhuga á boltaíþróttum og
gat rætt um fótbolta og handbolta
við barnabörnin af mikill þekkingu.
Síðustu ár fór heilsan versnandi.
Vegna aðstæðna kom það í minn
hlut að annast hana. Það var mér
bæði ljúft og skylt því hún var ein-
stök þegar verulega reyndi á.
Æðruleysið var algjört, hún vildi
ekki taka af tíma mínum og marg-
þakkaði alltaf stundirnar sem við
áttum saman. Síðustu mánuðina
sem hún lifði hitti ég hana daglega,
við drukkum kaffi og borðuðum
M&M. Hún reykti og ég talaði um
hvað ég hafði verið að gera, um
barnabörnin og litlu strákana henn-
ar Huldu Daggar, sem eru barna-
barnabörnin hennar. Þetta voru
hennar gleðistundir, hún hlustaði og
svo skaut hún inn alltaf sömu setn-
ingunum: „Þau eru alveg dæma-
laus,“ „það er ekki að sökum að
spyrja“ og „það hefur sig“. Þessar
setningar höfðu ólíklegustu merk-
ingar. Það hefur sig, voru hennar
síðustu orð þegar hún var spurð
hvort henni liði illa. Nú er stund-
irnar okkar búnar. Hún var partur
af mínu lífi, ég á eftir að sakna
þeirra, en minningin um ótrúlega
sterka og æðrulausa konu sem ég á
mikið að þakka, lifir.
Þórdís Einarsdóttir.
Nú er hún amma orðin engill.
Þessi litríki persónuleiki hefur flog-
ið frá okkur. Þetta er lífsins gangur
og hennar ganga var á stundum
grýtt. Á kveðjustund er margt sem
flýgur í gegnum hugann.
Ég man þegar ég hjólaði til henn-
ar í Fossvoginn, við sátum saman,
prjónuðum og drógum ýsur.
Ég man bestu lagköku í heimi og
kindakæfuna. Ég man kartöflustíg-
vélin og rýjamottuna.
Ég man hvað hún hafði mikinn
áhuga á klæðilegum flíkum og alltaf
tók hún eftir augabrúnum kvenna,
sérstaklega ef þær voru fínar eins
og hún orðaði það. Ég man eftir
löngu nöglunum hennar sem færðu
mér þá hugmynd að ég skyldi vinna
í banka svo ég fengi líka flottar negl-
ur.
Ég man lyktina, sambland af
reykingalykt og ilmvatnslykt. Ekki
datt mér í hug að ég mundi nokkurn
tímann sakna þessarar sérstöku
lyktar en lífið kemur manni stöðugt
á óvart og sú er nú raunin. Ég man
snyrtimennskuna við litla járnboxið
með álpappírnum í sem hún notaði
sem öskubakka á mannamótum.
Ég man öll útvarpstækin, sín
stöðin í hverju herbergi. Ég gleymi
aldrei hlátrinum sem mun lifa með
okkur, göngulaginu og gæruinni-
skónum. Einu sinni gáfum við syst-
urnar ömmu fína inniskó í jólagjöf
því hennar gæruskór frá Kanarí
voru orðnir að engu en amma stakk
þeim inn í skáp. Vildi geyma þá þar
til hún færi á sjúkrahús og þyrfti á
þeim að halda.
Ég man þegar ég reyndi og
reyndi að ná sambandi við hana,
bankaði á elshúsgluggann, hringdi
símum og dyrabjöllu en allt kom
fyrir ekki; hún var að horfa á bolt-
ann og heyrði ekkert en ómurinn frá
sjónvarpinu heyrðist út á götu.
Já, hún amma skildi margt eftir
sig hjá okkur. Og eitt kenndi hún
mér án þess að ég áttaði mig á því,
hún kenndi mér að þekkja sjálfa mig
enn betur, vonir mínar og þrár. Fyr-
ir það ber að þakka. Nú er hún
amma mín á góðum stað, umkringd
ættingjum og vinum. Það er ég viss
um að hún situr og fylgist með okk-
ur öllum, hlær að sumum, hneyksl-
ast á öðrum. Eitt er víst: Þetta hefur
sig allt saman!
Hvíl í friði, elsku amma.
Hulda Dögg Proppé.
Amma mín Birna Björnsdóttir dó
fyrir stuttu og er mér nú margt í
huga í minningu um hana. Hún
amma bar höfuð og herðar yfir aðra
í sambandi við íþróttir og dagskrá
sjónvarpsins, t.d. þegar ég var ný-
byrjaður að hafa áhuga á golfi þá
var sú gamla ekki lengi að segja mér
allt á milli himins og jarðar. Okkur
systkinum þótti alltaf gott að koma
til ömmu til að horfa á íþróttir og
annað slíkt og fá steiktan fisk. Eitt
sinn þegar að ég og vinur minn vor-
um að koma úr Kringlunni þá löbb-
uðum við heim til ömmu og fórum að
spila eins og henni fannst mjög
gaman. Jæja, þetta byrjaði nú þann-
ig að hún kom með spilastokk og
M&M eða (emm emm) eins og hún
kallaði það inn í stofu til mín og vin-
ar míns. Við byrjuðum að spila og
líkaði henni ekki alveg við vin minn
því að hann var alltaf að vinna. Þá
gerði hún sér lítið fyrir og sagði:
„Nei, heyrðu mig, nú ertu að
svindla,“ og tók af honum bunkann
og skoðaði spilin (þetta var sko
ákveðin kona!).
Eins og ég sagði hérna rétt áðan
var amma mjög kappsöm þegar kom
að íþróttum og þá helst handbolt-
anum. Amma var alltaf með svona
Securitas-hnapp um hálsinn til þess
að ýta á ef hún skyldi detta eða eitt-
hvað koma upp á. Einu sinni var hún
að horfa á handboltaleik, HM í
handbolta og var orðin mjög æst
þannig að hún ýtti óvart á hnappinn.
Securitas-mennirnir voru mættir á
staðinn og hún áttaði sig ekki á
neinu og spurði þá hvort þeir vissu
ekki hver staðan væri. Þeir svöruðu
neitandi og amma sagði bara iss,
hneyksluð á þeim að vita ekki betur.
En allt gott tekur enda, Guð veri
með þér, elsku amma.
Þinn
Hörður Bjarkason.
BIRNA S.
BJÖRNSDÓTTIR
,,Amma kemur með
kríunum,“ sagði
mamma alltaf þegar
við krakkarnir vorum
að spyrja eftir því hve-
nær amma í Helgó
kæmi; hún kom oft austur í Gunn-
arsstaði á vorin. Margt hefur breyst
síðan þetta var, en einhvern veginn
fannst mér samt að amma yrði alltaf
til staðar í Helgó. Hún hefur verið
þar svo lengi sem ég man eftir mér.
Þegar ég fluttist til Akureyrar til að
fara í menntaskóla varð amma fasti
punkturinn í tilveru minni. Ég fór
alltaf til hennar í mat í hádeginu,
þar sem ég hitti fyrir frændur mína
sem einnig borðuðu þar hádegismat.
Það voru hressilegar umræður og
góður matur, enda amma listakokk-
ur.
Stundum var gott að geta skriðið
inn hjá ömmu í nokkra daga. Henni
fannst ekkert eðlilegra, þó ég byggi
á Akureyri, en ég dvaldist smátíma,
las bækur, borðaði, svaf og endur-
hlóð rafhlöðurnar áður en ég fór aft-
ur út í mannlífið. Þegar ég þurfti að
læra þá fór ég til ömmu með bæk-
urnar og lærði í fremra herberginu.
GRÉTA EMILÍA
JÚLÍUSDÓTTIR
✝ Gréta Emilía Júl-íusdóttir fæddist
á Vopnafirði 6. októ-
ber 1922. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 17.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 30. mars.
Hún var dugleg í að
hvetja mann til að fara
í skóla, hún fylgdist vel
með því hvað maður
var að læra og hvert
framhaldið yrði. Hún
studdi líka furðuleg-
ustu hugmyndir, eins
og þegar ég ætlaði að
gerast grasalæknir, þá
sendi hún mér þær
plöntur sem mig vant-
aði, sem ekki voru til
heima. Garðabrúðu átti
hún í garðinum, úlfar-
unnann fékk hún úti í
Kjarnaskógi og fleira
tíndi hún til.
Þegar ég fór til útlanda bað amma
mig um að senda kort. Þannig fylgd-
ist hún með ferðalaginu og fékk kort
frá fjarlægum stöðum. Hún hafði
líka rosalega gaman af því þegar af-
komendur gáfu henni ferð til Ítalíu í
afmælisgjöf og mamma fór með
henni.
Hún fylgdist vel með öllum af-
komendunum og hjá henni fékk
maður fréttir af barneignum, skírn-
um, afmælum, ferðalögum, útskrift-
um, giftingum og fleira sem var í
gangi hjá ættingjum.
Það verður skrítið að koma til Ak-
ureyrar og koma ekki við í Helgó og
fá fiskibollur eða ,,baggalá“. Akur-
eyri breyttist mikið við að amma er
ekki lengur til staðar.
Ég er samt viss um að þær
mamma koma með kríunum á
hverju vori og fylgjast með.
Katrín.