Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 35
MINNINGAR
boð. En þrátt fyrir að við værum ekki
í réttu félagi fylgdist afi vel með því
sem við vorum að gera. Gátum við afi
rætt mikið saman um íþróttir og var
gott að fá hans sjónarhorn og skoð-
anir á því sem við vorum að gera.
Sama hvert sportið var, alltaf var
hann með nýjustu viðburði á hreinu.
Afi var mjög bókelskur maður og
víðlesinn. Mikið hafði hann lesið af
ævisögum og var óþrjótandi brunnur
vitneskju um Íslendingasögurnar.
Alla mína ævi hafa afi og amma
verið til staðar, staðið við bakið á sínu
fólki og veitt stuðning og hvatningu.
Minning um góðsemi, hlýju og velvilja
mun lifa í hugum okkar sem nú kveðj-
um hann afa Hauk.
Sigurður Örn Árnason.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund. Ég kveð þig með mikl-
um söknuði en jafnframt miklu þakk-
læti fyrir að hafa átt afa eins og þig.
Síðustu daga hef ég verið að hugsa
um allar þær yndislegu stundir sem
við áttum saman og veit satt að segja
ekki hvar ég á að byrja.
Mér er það ofarlega í huga hvað
hann afi minn hafði mikinn áhuga á
íþróttum, hann fylgdist vel með okkur
systkinunum en við spiluðum bæði
handbolta. Þegar við vorum uppi í
Ugluhólum hjá ömmu og afa var mik-
ið talað um leiki liðinnar viku. Afi
fylgdist mjög vel með íþróttunum í
sjónvarpinu og var inni í allri umræðu
í sambandi við íþróttir, og skipti ekki
máli hvaða íþróttir það voru. Þessi
tími okkar saman er mér ómetanleg-
ur.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
miklum söknuði og þakka fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum sam-
an.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín dótturdóttir
Erna Geirlaug Árnadóttir.
Þú velur þér ekki fjölskyldu, en þú
getur valið þér vini var eitt sinn sagt
við mig og detta mér þau orð í hug er
ég minnist Hauks, sem kvaddur er
hinstu kveðju í dag.
Hauki kynntist ég fyrst þegar Árni
bróðir minn og Eygló fóru að vera
saman árið 1968, Haukur var faðir
Eyglóar mágkonu minnar og allt frá
því að þau giftu sig Eygló og Árni árið
1969 voru Haukur og kona hans Lauf-
ey hluti af fjölskyldu okkar.
Haukur og Laufey voru mjög sam-
hent hjón, hjónaband þeirra hafði
staðið í sextíu ár nú þegar Haukur
kveður, hjónaband þar sem virðingin
fyrir hvort öðru var í hávegum höfð.
Þau höfðu gengið í gegnum mikla
sorg er þau misstu Erlu dóttur sína
árið 1982, en sorgina báru þau saman
í sinni hæversku ró.
Haukur var ljúfmenni, félagslynd-
ur, rólegur í fasi, prúðmenni. Ég man
ekki hvenær en langt, langt er síðan
mér fór að þykja vænt um hann
Hauk, fannst gott og gaman að hitta
hann og ræða málin, hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og mál-
efnum og fylgdi þeim vel eftir, stund-
um á húmorískan hátt þar sem hann
hafði góðan húmor.
Í Hauki áttu foreldrar mínir og
móðuramma einlægan og góðan vin
og vil ég þakka þá vinsemd sem hann
ætíð sýndi þeim í lifanda lífi.
Það er alltaf erfitt að kveðja, aldur
er afstæður í þeim efnum, en hefði ég
átt þess kost að velja tengdafjöl-
skyldu handa bróður mínum hefði ég
ekki getað valið betur.
Elsku Laufey, Eygló, Heiðar og
fjölskylda, ég, Böddi og dætur okkar
ásamt systkinum mínum og fjölskyld-
um vottum ykkur okkar innilegustu
samúð og minnumst Hauks með virð-
ingu og hjartans þakklæti.
Valgerður Sigurðardóttir.
✝ Árný HuldaSteinþórsdóttir
fæddist á Gjábakka í
Vestmannaeyjum 11.
júní 1923. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 18.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ragnheiður
Árnadóttir, ættuð frá
Hvítanesi í Borgar-
firði, f. 23. nóvember
1892, d. 1. júlí 1980,
og Steinþór Alberts-
son, ættaður frá
Kumlavík á Langa-
nesi, f. 18. janúar 1885, d. 13. apríl
1955. Systkini Huldu eru Berta
Soffía, f. 7. maí 1913, d. 14. júní
2002; Jóhann Ólafur,
f. 24. júlí 1916, d. 23.
sept. 1957; Ragnar
Vilberg, f. 3. nóv.
1918, d. 22. okt.
1940; Gréta Þor-
björg, f. 24.
sept.1924; og Hilm-
ar, f. 27. feb. 1929.
Hulda giftist árið
1946 Brynjólfi Ön-
fjörð Steinssyni
járniðnaðarmanni, f.
20. janúar 1921, d. 1.
mars 1981. Þeim
hjónum varð ekki
barna auðið.
Útför Huldu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Móðursystir mín, Árný Hulda
Steinþórsdóttir, eða Hulda frænka
eins og ég kallaði hana alltaf, er látin.
Með fáum orðum vil ég kveðja kæra
móðursystur og þakka fyrir sam-
veruna í þessu lífi. Þær eru margar
og góðar minningarnar sem ég á um
Huldu, alveg frá því að ég var lítil
stelpa.
Það var aðeins rúmt ár á milli
þeirra systra, Grétu móður minnar
og Huldu, þær voru alltaf mjög sam-
rýndar og góðir vinir. Þær giftu sig
sama daginn og bjuggu ungu hjónin
saman á Freyjugötu 30 í þrjú ár.
Eiginmaður Huldu var Brynjólfur Ö.
Steinsson en hann lést árið 1981.
Hulda og Binni byggðu fallegt hús
í Kópavogi og þar undu þau hag sín-
um vel, þau voru samrýnd hjón sem
gaman var að heimsækja og sem
krakki hlakkaði ég alltaf til að hitta
þau, það var einhver dýrðarljómi yfir
þessu fallega húsi og garðinum sem
var fullur af blómstrandi rósum og
alls konar blómum, enda fengu þau
verðlaun fyrir garðinn sinn og ég
veit að það þótti Huldu minni vænt
um.
Mér er enn í fersku minni þegar
Steinþór bróðir fæddist, þá fékk ég
að gista nokkrar nætur hjá Huldu og
Binna sjö ára stelpuhnokki, og það
fannst mér nú ekki leiðinlegt. Binni
lék við mig og hljóp með mig á há-
hesti um alla íbúð og Hulda stjanaði
endalaust við mig.
Mér leið eins og prinsessu og lengi
á eftir, ef mér sinnaðist við móður
mína, hótaði ég því að flytja bara til
Huldu og Binna. Auðvitað flutti ég
ekki neitt, en mörgum árum seinna,
eftir að Binni dó, flutti Hulda á
Freyjugötuna til okkar. Það var gott
að vera í sambýli með Huldu, hún
var alveg einstaklega skapgóð og hlý
manneskja og aldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkrum manni þessi rúm
tuttugu ár sem við bjuggum í sama
húsi.
Þeir voru ófáir kaffibollarnir sem
við drukkum saman og þegar allt
frænkugengið var í heimsókn var nú
oft glatt á hjalla og hlátrasköllin
heyrðust langt út á götu, því Hulda
var ekki bara góð og blíð hún var líka
alveg stórskemmtileg, hafði dillandi
hlátur og góðan húmor.
Að lokum vil ég þakka Huldu
frænku minni fyrir allar samveru-
stundirnar og ég veit að það verður
tekið vel á móti henni hinum megin.
Guð geymi þig.
Þín,
Kristín Bragadóttir.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
og þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Ný strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Steinþór og Hildur.
ÁRNÝ HULDA
STEINÞÓRSDÓTTIR
Okkar ástkæri,
HÁKON VALTÝSSON,
Safamýri 41,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu-
daginn 1. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Kraft í
síma 540 1900.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir,
Ingvar Andri og Valtýr Már,
Valtýr Guðmundsson, Sigmunda Hákonardóttir,
Guðrún Valtýsdóttir, Þórir Karl Jónasson,
Anna María Valtýsdóttir, Jón Hermannsson,
Inga Jónsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINN TRYGGVASON,
elliheimilinu Grund,
síðast til heimilis á Álfaskeiði 100,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 21. mars, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudag-
inn 1. apríl kl. 13.00.
Guðjón Þór Steinsson, Valgerður Albertsdóttir,
Þorgerður Steinsdóttir, Ingimar Þór Gunnarsson,
Hrefna Steinsdóttir, Sigurður Hauksson,
Einar Steinsson, Lena Hallgrímsdóttir,
Bryndís Steinsdóttir, Ingvi Ingvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐNI HANSSON
tæknifræðingur,
Blönduhlíð 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni páskadags.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn
1. apríl kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson,
Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson,
Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir,
Högni Hansson, Karin Loodberg,
Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir,
Helga Hansdóttir,
Erlingur Hansson,
Vigdís Hansdóttir, Lars-Peter Sørensen
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
HULDA NORÐDAHL,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
er lést mánudaginn 21. mars, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. apríl
kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Pálsdóttir,
Halldór Pálsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STEFÁN JÓNSSON
bóndi,
Grænumýri,
Skagafirði,
verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju,
Blönduhlíð, Skagafirði, laugardaginn 2. apríl
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Rauða Kross Íslands.
Inga Ingólfsdóttir,
Gunnhildur Stefánsdóttir, Einar Ólafsson,
Elinborg Stefánsdóttir, Haraldur Þórisson
og barnabörn.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar
tengdaföður og afa,
EYVINDAR JÓNASSONAR,
Glæsibæ 3,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 25. mars sl., fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim, sem vilja minnast hans er bent á Minningar-
sjóð Karlakórs Reykjavíkur, sími 551 4885 eða líknarstofnanir.
Auður Valdís Guðmundsdóttir,
Katrín Björk Eyvindsdóttir, Guðjón Axel Guðjónsson,
Lydía Guðrún Gísladóttir, Sigvaldi Árnason,
Bryndís Theresía Auðardóttir, Sæmundur Guðmundsson,
Kristrún Ýr Auðardóttir, Loftur Þorsteinsson
og barnabörn.
Ástkær mágkona mín,
ERIKA OTTÓSDÓTTIR
frá Hlíð,
Skíðadal,
verður jarðsungin frá Höfðakapellu, Akureyri,
föstudaginn 1. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Þórey Jóhannsdóttir.