Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Inga GuðríðurÞorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 17. september 1912 og lést á hjúkrunar- heimilinu Droplaug- arstöðum 22. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þorkell Magnús- son, vélstjóri og sótari, f. 13. septem- ber 1881, d. 12. júní 1956, og Rannveig Magnúsdóttir, hús- freyja, f. 18. febrúar 1885, d. 17. desember 1977. Eftirlifandi systir Ingu er Magnea Þorkelsdóttir, húsfreyja, f. 1. mars 1911. Maður hennar er Sigurbjörn Einarsson, biskup, f. 30. júní 1911. Inga stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún nam um tíma við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og lærði lyfjatækni í Kaupmanna- höfn. Inga vann sem lyfjatæknir um margra ára skeið í nokkrum lyfjabúð- um hér á landi, m.a. í Akranesapóteki, Laugavegsapóteki og í Lyfjabúðinni Ið- unni. Skömmu eftir stríð fluttist hún til Kaupmannahafnar og bjó þar um nokk- urra ára skeið og vann þar í apóteki. Eftir að hún kom til Íslands árið 1959 hóf hún störf í Apóteki Austurbæjar, en síð- ustu ár starfsævinn- ar vann hún í Árbæjarapóteki. Inga hélt heimili með móður sinni á Freyjugötu 17 meðan þær lifðu báðar og hélt áfram heimili þar uns hún flutti að Droplaugarstöð- um í apríl 2004. Inga var alla tíð ógift og barnlaus. Útför Ingu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við fráfall Ingu frænku verða kaflaskipti í lífi okkar systkinanna. Inga hefur alltaf verið í nánd og ómissandi þáttur í lífsmynd okkar allra. Hún bjó í kjallaranum hjá afa og ömmu meðan við bjuggum á efri hæðinni á Freyjugötu 17. Svo flutti hún til Kaupmannahafnar og þaðan komu póstkort og gjafir sem báru okkur andblæ umheimsins og ævin- týranna. Kaupmannahafnarárin hennar voru þau ár er við flest ferð- uðumst fyrsta sinni til útlanda með Kaupmannahöfn sem fyrsta við- komustað. Þá tók Inga á móti okkur. Sum okkar dvöldust hjá henni úti á Friðriksbergi um lengri eða skemmri tíma milli Gullfossferða. Þá fórum við með henni í Tívolí og dýra- garðinn og svo tók hún okkur með sér í toginu í heimsókn til frú Klerk. Inga fæddist á loftinu á Óðinsgötu 5 þar sem afi og amma bjuggu þar til þau fluttust á Freyjugötu 17 sem afi byggði árið 1924. Hún veiktist illa af spænsku veikinni 1918 og var vart hugað líf og var lengi að ná sér. Hún fékk einnig Akureyrarveikina á fimmta áratugnum og eftir það var hún aldrei heilsuhraust. Hún var lífs- glaður unglingur, æfði sund og bad- minton og hafði mikla ánægju af að dansa. Hún var afar listelsk, listfeng og hög, handaverkin hennar vitna um það, útsaumur, útskurður og postulínsmálning. Hún hafði yndi af klassískri tónlist og sótti gjarnan tónleika. Hún las mikið og átti góðar bækur. Inga lærði lyfjatækni í Danmörku og vann alla sína starfsævi í lyfjabúð- um bæði hér á landi og í Danmörku. Við systkinin nutum þess helst í því að bornir voru heim til okkar stórir skammtar af apótekaralakkrís sem var bæði bragðgóður og entist lengi! Inga var í okkar huga glæsileg heimskona, lífskúnstner og bóhem, jafnvel prakkari, fundvís á furðuleg- ustu uppátæki ef því var að skipta. Hún hafði gaman af að ferðast og að- eins viku fyrir dauða sinn þegar eitt okkar sagði henni frá væntanlegri ferð til útlanda, þá sagði hún: Það er svo gaman að ferðast! Talaði m.ö.o. í nútíð um það sem henni þætti skemmtilegt! Eftir að Inga hætti að vinna fór hún að taka mikinn þátt í félagslífi eldri borgara á Vesturgötu 7. Þar var hún mjög virk, lærði skraut- skrift, tók þátt í dansi og lék með leikhópnum sem Guðrún Ásmunds- dóttir stýrði. Hún hafði mikið gaman af þessu starfi og reyndi að stunda það eins lengi og heilsan leyfði. Mesta ánægju hafði hún af dansin- um, ekki síst steppdansi. Starfsfólkið á Vesturgötu 7 á miklar þakkir skilið fyrir vináttu og hjálpsemi alla við Ingu. Inga hélt heimili á Freyjugötu 17 fram á síðasta ár eða þangað til í apr- íl í fyrra að hún flutti á Droplaug- arstaði. Við kviðum því að sá flutn- ingur mundi fara illa í hana því að tryggð hennar við Freyjugötuna var svo mikil. En henni var orðið ljóst að heilsa hennar leyfði ekki að hún dveldist þar lengur ein án umönn- unar og kvaddi Freyjugötuna glöð og þakklát. Á Droplaugarstöðum mætti hún framúrskarandi þjónustu og ástúð frá hendi þess góða fólks sem þar starfar. Við þökkum starfs- fólkinu þar innilega fyrir alla alúð og hjálp sem það veitti Ingu undanfarið ár. Inga var alla tíð ógift og barnlaus. En hún var mjög barngóð og reynd- ist okkur systkinunum og börnum okkar ákaflega vel. Hún var mikill vinur vina sinna, einstaklega raun- góð sem kom fram í því hversu vel hún reyndist ýmsum vinum sínum sem voru orðnir einir og illa færir. Þeim var hún gjöful á tíma sinn og þrek. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum Ingu fyrir allt það sem hún var okkur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Systurbörnin. Nú hafa orðið stór kaflaskil í þeirri stórfjölskyldu sem ég er svo lánsöm að fá að tilheyra. Hún Inga frænka er dáin. Með henni kveð ég einstak- an tíma með stórmerkilegri mann- eskju. Hún Inga var engum lík. Hún skreytti svo sannarlega þessa veröld sem við byggjum. Hún var ekki að- eins litrík í klæðaburði, persóna hennar var afar litrík og það verður ekki sagt um hana Ingu að ríkt hafi nein lognmolla í kringum hana. Öðru nær, það var alltaf nóg að gera hjá Ingu. Inga var ákaflega listræn í sér. Húsið sem hann langafi byggði við Freyjugötuna og þar sem hún bjó þangað til í fyrra var ævintýri líkast heim að sækja. Inga hafði alltaf ein- hverjar sögur að segja og skemmti- lega og skrautlega hluti að sýna. Uppi á háalofti málaði hún og niðri geymdi hún ævintýrabókina sem breyttist í leikhús þegar hún lauk henni upp og sagði söguna af Rauð- hettu og úlfinum. Á þeim árum minnist ég einnig að hafa farið með henni á Hressó og fengið rjómatertu og súkkulaði. Þegar ég var unglingur fór ég gjarna til hennar og við fengum okk- ur kaffi og hún hleypti mér inn í æv- intýraheim minninga sinna, sýndi mér síðkjóla og cape, ballhanska og skartgripi sem hinir og þessir von- biðlar höfðu gefið henni. Hún virtist hafa lifað heilmikla glamúrtíma þessi ár sem hún bjó í Kaupmannahöfn! Hún Inga var glæsileg kona og hafði gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Smávaxin og fíngerð, létt og kvik í hreyfingum og fasi, og svo var hún gædd ótrúlegri orku og út- haldi ef því var að skipta. Eftir að hún hætti að vinna fór hún að sækja félagsstarfið á Vesturgötu 7 og gekkst upp í því. Lærði þar steppdans komin undir áttrætt, og við fórum að sjá Ingu frænku steppa í kjólfötum í sjónvarpinu! Ég er ákaflega þakklát fyrir minn- ingar um aðfangadagskvöld sem hún Inga frænka átti með okkur fjöl- skyldunni. Það eru dýrmætar minn- ingar. Fátt fannst okkur systkinun- um skemmtilegra en að fá að heyra Ingu flytja dönsku ljóðin – öll erindin – hikstalaust. Þær eru svo ótalmargar og dýr- mætar minningarnar, ég er afar þakklát fyrir að fá að geyma þær í hjarta mínu. Guð blessi minningu Ingu frænku og allt sem henni var kært. Ég fel það allt í þessari kvöld- bæn hans afa: Þú vakir, faðir vor, ó, vernda börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð sem átt og elskar þú. (Sigurbjörn Einarsson.) Rannveig Eva Karlsdóttir. Inga frænka; lítil, fíngerð dama með hatt á leið á tónleika eða mynd- listarsýningu. Hún bjó í 101 Reykja- vík, á ættarsetrinu, húsinu við Freyjugötu sem langafi byggði og er eina húsið sem haldist hefur í mann- margri ættinni. Þar voru ennþá upp- haflegu húsgögnin, tifið í klukkunni og hlátrasköll barna á leikvellinum. Það var eins og að upplifa Reykjavík í gamla daga nema hvað alltaf bætt- ist við myndasafnið af ungviði ætt- arinnar. Listaverk Nínu Tryggva- dóttur prýddu þar veggi, en þær Inga voru góðvinkonur. Einnig var þar að finna marga fallega muni sem Inga hafði gert, en hún var mjög list- ræn. Inga átti góð ár í Danmörku við nám og störf. Enda málaði hún „stakketið“, klæddi sig „móðins“ og var keyrð í „prívat“ bíl. Einu sinni er ég heimsótti hana sagðist ég vera að fara til Grænlands með Sinfóníu- hljómsveitinni næsta dag. Inga dregur þá fram ljósmynd frá náms- árunum af sér í upphlut ásamt vin- konu sinni á grænlenskum búningi. Þær höfðu ekki hist í hálfa öld og ekki vissi Inga um afdrif hennar. En ég lét slag standa, spurðist fyrir um konuna á hótelinu. Ótrúlegt en satt, þeir þekktu hana og mér var boðið í kaffi til hennar með mávastelli og til- heyrandi, innan um ógleymanlegar ljósmyndir af hvítabjörnum og sleða- hundum. Ég lærði það af Ingu að gera aldr- ei lítið úr „pjatti“. Inga var svo mikil dama og fagurkeri að það var henni lífsneisti. Ef hún var hætt komin í hárri elli á sjúkrahúsi þá nægði að fara með hana í hárgreiðslu, fá „permanett“, og Inga reis úr rekkju, var útskrifuð og send heim. Í annað sinn er hún var mjög veik, spurði ættingi hana hvað hana vantaði að heiman. Inga var skjót til svars, hana bráðvantaði rauða silkinátt- sloppinn og gull-inniskóna! Minnisstæðust er mér Inga sem glöð og þakklát gömul kona. Hún kunni að gleðjast af innileik yfir bíl- túr (í prívat bíl) eða máltíð, – allt var það „alveg draumur“! Guð blessi minningu Ingu frænku. Svava Bernharðsdóttir. Elsku Inga mín. Skrítið að hugsa til þess að þú sért farin. Við sem eig- um svo margar góðar minningar saman. Ég held ég hafi þekkt þig síð- an ég man fyrst eftir mér. Ég get trúað að ég hafi verið þriggja til fjög- urra ára þegar við hittumst fyrst í Gunnlaugsbúðinni, sem var búðin okkar á Þórsgötunni og þín á Freyjugötu. Þrátt fyrir um mikinn aldursmun okkar urðum við vinir og ég tíður gestur á heimili þínu upp frá því. Við brölluðum mikið saman. Ég var alltaf velkomin í heimsókn og við skemmtum okkur konunglega, hvort sem við fengum okkur heitt súkku- laði með fínasta bollastellinu þínu, þú leyfðir mér að máta fínu kjólana þína og spariskóna, við spiluðum saman eða fórum í bæjarferð. Alltaf var nóg skemmtilegt að gera hjá okkur. Það sem ég man mjög vel eft- ir er að ég kom til þín einu sinni á Þorláksmessu, þú byrjaðir að elda graut og svo fórum við að skreyta saman litla fína jólatréð þitt uppi á lofti. Þegar við komum niður eftir drjúga stund sáum við að enginn grautur var eftir í pottinum og trúði ég því að Pottasleikir hefði komið og étið upp allan grautinn okkar. Einn- ig fórum við saman einhvern tíma í Laugardalinn þar sem Félagsstarf aldraðra stóð fyrir ratleik. Gleymi því ekki að við fengum viðurkenning- arskjal sem á stóð: ,,Aldrei of seint að byrja.“ Inga mín, þú varst ekki bara góð vinkona og leikfélagi, heldur tókstu mér eins og ég væri þitt eigin barna- barn, enda ein 70 ár á milli okkar. Okkur í fjölskyldunni þótti öllum mjög vænt um þig og við munum öll sakna þín mikið. Við Aggi og Bíbí komum víst ekki oftar til þín á að- fangadaginn á Freyjugötuna til að skiptast á jólakveðjum við þig. Ég sá þig síðast í vetur, þegar við Óli bróðir komum til þín á Droplaug- arstaði þar sem þú varst, ekki langt frá ömmu Hildi, og vorum að kveðja þig, því við vorum á leiðinni til Spán- ar. Alltaf varstu jafnfín og vel til höfð og glöð að sjá okkur. Ég hefði gjarn- an viljað koma og kveðja þig betur núna en ég verð bara að hugsa hlý- lega til þín héðan frá Spáni. Blessuð sé minning þín, Inga mín. Þín vinkona Guðrún Lilja Tryggvadóttir. INGA G. ÞORKELSDÓTTIR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI GÍGJA stálsmíðameistari, Unufelli 15, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 26. mars, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15.00. Hörður Gígja, Kristjana Gígja, Kjartan Guðbjartsson, Davíð Gígja, Nína Ingimarsdóttir, Geir Gígja, Guðrún Helgadóttir, Friðrik Gígja, Kristín Ösp Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS VALDEMARS JÓHANNSSONAR frá Hömrum, Hrísalundi 18, Akureyri. Þórunn Ólafía Júlíusdóttir og fjölskyldur. Elskuleg systir mín, SIGRÍÐUR STEINUNN ODDSDÓTTIR, Álfhólsvegi 12, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, fimmtudaginn 31. mars, kl. 13.00. Áslaug Oddsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KJARTANS INGIMARSSONAR, Rauðalæk 2, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna S. Albertsdóttir, Ólöf Ósk Kjartansdóttir, Jón Hans Ingason, Ester Ugla Jónsdóttir. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, ÍVAR PÁLL ÁRSÆLSSON, Hlíðarlandi, Árskógsströnd, verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14:00. Ársæll Alfreðsson, Erla Grétarsdóttir, Fjölnir Örn Ársælsson, Karitas Ósk Ársælsdóttir, Margrét Ögn Stefánsdóttir, Geir Valdimarsson, Lóa Guðrún Gísladóttir, Anna Jóhannsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.