Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 39 Atvinnuauglýsingar Kjötvinnsla Starfsfólk vantar í afgreiðslu- og vinnslusal. Aldurstakmark 20 ára. Nánari upplýsingar í síma 577 3300. Gæðafæði ehf. Vélstjóri/afleysingar Afleysingavélstjóra vantar nú þegar á 207 rúm- lesta snurvoðarbát sem gerður er út frá Þor- lákshöfn. Aðalvél, stærð 672 KW. Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma 852 5259 eða Hjörleifur í síma 893 2017. Raðauglýsingar 569 1111 Atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Fyrirtæki óskar eftir snyrtilegu skrifstofu- húsnæði, miðsvæðis í Reykjavík, klárt til inn- flutnings fyrir lok júní nk. Æskileg stærð er 120–150 m². Aðeins langtímasamningur kemur til greina. Áhugasamir leigusalar sendi svar á box@mbl.is eða til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „S — 16879“. Fundir/Mannfagnaðir Fræðslufundur Sjálfshjálparleiðir fullorðinna með ADHD ADHD samtökin, til stuðnings börnum og full- orðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, halda fræðslufund í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, 31. mars kl. 20:00. Fyrirlesari er Stefán Jóhannsson, fjölskyldu- ráðgjafi. Allir velkomnir. Aðalfundur Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur aðalfund á Hótel Holti miðvikudaginn 6. apríl kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Listmunir Listmunir Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir Gunnlaug Scheving, Gunnlaug blöndal, Ásgrím Jónsson, Þórarin B. Þorláksson, Nínu Tryggvadótt- ur, Þorvald Skúlason og Kristínu Jónsdóttur. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Eiðismýri 6, 0000, Seltjarnarnes, þingl. eig. Sigrún Elísabet Einars- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 4. apríl 2005 kl. 13:30. Klapparstígur 5, 140401 og bílageymsla 20S089, Reykjavík, þingl. eig. Ása Þórðardóttir, þingl. eig. Gylfi Þór Gíslason, þingl. eig. Rafn Baldur Gíslason og þingl. eig. Sigríður Gísladóttir, gerðarbeiðendur Gylfi Þór Gíslason, Rafn Baldur Gíslason og Sigríður Gísladóttir, mánudaginn 4. apríl 2005 kl. 14:00. Rofabær 43, 010303, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Þb. Elísabetar Rósu Matthíasdóttur , gerðarbeiðandi Magnús Björn Brynjólfsson f.h. þrotabúsins, mánudaginn 4. apríl 2005 kl. 11:30 Sýslumaðurinn í Reykjavík, 30. mars 2005. Félagslíf I.O.O.F. 11  185317318½  Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Umsjón Björn Tómas Kjaran. Allir velkomnir. Landsst. 6005033119 VIII I.O.O.F. 5  1853318  Sk. Fimmtudagur 31. mars. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Sigurður Hólmar Karls- son. Mikill söngur og vitnisburð- ur. www.samhjalp.is GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra tók í gær við fyrsta veiðikortinu við athöfn hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Veiðikortið er sumarkort í tuttugu valin veiðivötn víða um land. Handhafar kortsins geta veitt nán- ast að vild í umræddum vötnum fyrir 5.000 krónur og börn yngri en 14 ára veiða endurgjaldslaust í fylgd með korthöfum. Landbúnaðarráðherra sagðist vera sannfærður um að hug- myndin um veiðikortið yrði þess valdandi að fjöldi Íslendinga myndi kynnast náttúru landsins betur, við ástundun þess holla og skemmtilega áhugamáls sem stangveiðin er. Fram kom í máli forsvarsmanna veiðikortsins að um 50.000 Íslendingar stundi stangveiði. Veiðikortið 2005 verð- ur til sölu á vef veiðikortsins, www.veidikortid.is sem og hjá SVFR og á vef félagsins, www.svfr.is. Einnig verður kortið til sölu á öllum ESSO-bens- ínstöðvum um land allt og í flest- um veiðibúðum. Morgunblaðið/Einar Falur Guðni Ágústsson tekur við fyrsta veiðikortinu frá Óðni Elíssyni. Fyrsta veiðikortið afhent FORNLEIFASJÓÐUR hefur veitt 10 styrki til fornleifarann- sókna. Samtals nam styrkupp- hæðin tæplega fimm milljónum króna. Hæsti styrkurinn fer til rannsókna á fornleifum á Bæ við Salthöfða. Eftirtaldir aðilar fengu styrki: 1. Fornleifastofnun Íslands, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Orri Vésteinsson. Þórutóftir á Laugafellsöræfum. 590. 000 kr. 2. Byggðasafn Skagfirðinga, Guðný Zoëga o.fl. Fornleifa- skráning og uppmæling klausturjarðanna Reynistaðar og Þingeyra. 630.000 kr. 3. Fornleifafélag Öræfa, Ragnar F. Kristjánsson. Rannsókn á fornleifum á Bæ við Salt- höfða. 1.100.000 kr. 4. Fornleifafræðistofan, Krist- ján Mímisson. Fornleifaupp- gröftur á rústum 17. aldar býlisins Búðarárbakka. 414.700 kr. 5. Skógræktarfélag Selfoss, Hermann Ólafsson. Fornleifa- könnun í Hellismýri undir Ingólfsfjalli 250.000 kr. 6. Guðrún Sveinbjarnardóttir. Rannsókn kirkjunnar í Reyk- holti. 555.000 kr. 7. Fornleifastofnun Íslands, Sæ- dís Gunnarsdóttir. Fornleifa- skráning á verslunarstaðnum Stakkhamri og byggðinni kringum hann. 250.000 kr. 8. Rúnar Leifsson. Miðalda- byggð á Reyðarfelli endur- skoðuð. 300.000 kr. 9. Ragnar Edvardsson og Nátt- úrustofa Vestfjarða. Hval- veiðar Baska við Ísland. 600.000 kr. 10. Sóknarnefnd Hólskirkju, Bol- ungarvík. Frágangur og úr- vinnsla rannsóknar á fornleif- um við Hólskirkju. 300.000 kr. Hæsti styrkurinn til rannsókna á Bæ við Salthöfða OPNUNARHÁTÍÐ var nýlega á Fosshóli hjá versluninni Goðafossi, en margt var um manninn og mörg tilboð í gangi. Það er Harpa Þráinsdóttir sem tekið hefur við verslunarrekstri á staðnum en áður var þar verslunin Fosshóll ehf og fyrr á árum var þar útibú Kaupfélags Þingeyinga. Harpa er bjartsýn á sumarið og verður með 5–6 manns í vinnu, en oft er margt um manninn þegar margar rútur hafa þar viðdvöl. Verslunin Goðafoss sinnir ekki einungis matvöru og ferðavörum heldur sér hún einnig um upplýs- ingaþjónustu við ferðamenn með sérstökum samningi við Þingeyj- arsveit. Þar á að vera hægt að ganga að góðri þjónustu á afgreiðslutíma og auk þess hægt að fá bæklinga sem tengjast ferðamannastöðum í hér- aðinu. Miklar framkvæmdir hafa verið að undanförnu á Fosshóli og hefur verslunarhúsið verið stækkað um mikið á annað hundrað fermetra. Þar eru Handverkskonur milli heiða með verslun sína, auk þess er þar Sparisjóður Suður- Þingeyinga og Goðafoss veitingar þar sem hægt er að fá allar veit- ingar m.a. pitsur, samlokur, súpur og tertur. Verslunin Goðafoss opnuð Morgunblaðið/Atli Vigfússon Harpa Þráinsdóttir hefur tekið við verslunarrekstri á Fosshóli. Þingeyjarsveit. Morgunblaðið. ANNA María Snorradóttir hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurlands til næstu fimm ára. Um er að ræða nýja stöðu við stofnunina, sem varð til við sameiningu heilbrigðisstofn- ana á Suðurlandi 1. september sl. Sex umsækjendur Sex umsækjendur voru um stöð- una, og var leitað álits hjúkrunar- ráðs á hæfni umsækjenda skv. lög- um um heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarforstjóri er yfirmaður hjúkrunar á heilbrigðisstofnuninni og situr í framkvæmdastjórn stofn- unarinnar. Anna María Snorradóttir lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands árið 1984 og M.Sc.- prófi í heilsugæsluhjúkrun frá Uni- versity of Michigan, USA, 1987. Anna María hefur sinnt ýmsum kennslustörfum hjá Háskóla Ís- lands, Nýja hjúkrunarskólanum og Rauða krossi Íslands. Hún hefur starfað sem deildarstjóri heilbrigð- issviðs hjá RKÍ og verið sendi- fulltrúi við þróunarverkefni á veg- um RKÍ. Anna María hefur verið deild- arstjóri við heilsugæslustöðina á Selfossi frá 1999, þar af verið starf- andi hjúkrunarforstjóri frá árinu 2002. Anna María hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum, t.d. nefndastörf- um fyrir menntamálaráðuneytið og Háskóla Íslands og félagsstörfum fyrir Rauða kross Íslands. Nýr hjúkrunarfor- stjóri Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands Selfossi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.