Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING
Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING
Lokasýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20, Su 3/4 kl 20,
Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
Ath: Miðaverð kr 1.500
SEGÐU MÉR ALLT -
Taumlausir draumórar?
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif Örn Arnarsson
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Fö 1/4 kl 20 - Síðasta sýning
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20
Síðustu sýningar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fö 1/4 kl 20 - AUKASÝNING
Síðasta sýning
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Fö 1/4 kl 20, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 3/4 kl 20 - UPPSELT,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 17/4 kl 20, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20,
Fö 8/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Lau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20,
Fi 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000,
Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20
HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 2. APRÍL KL. 15.00Tónsprotinn #4
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Ævintýralegir
tónleikar
Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason
Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni
Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn
Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig
ER BAKHJARL
TÓNSPROTANS
Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í
gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir
H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans.
LEIKFÉLAG Hörgdæla hefur
unnið sér gott orð undanfarin ár
með vönduðum leiksýningum þar
sem valinn maður er í hverju rúmi.
Saga Jónsdóttir leikstýrir hér
þriðju sýningunni hjá félaginu og
bregst ekki bogalistin fremur en
fyrr. Að velja alvarlegt og beitt
raunsæisverk næst á eftir gam-
anleiknum Klerkum í klípu í fyrra
ber vitni hugrekki og metnaði en
sýning félagsins nú á Stundarfriði
er í stuttu máli vel unnin og áhrifa-
mikil.
Þó að Stundarfriður sé beitt og
alvarlegt verk er auðvelt að hlæja á
sýningunni og það oft. Við hlæjum
nefnilega þegar við sjáum eitthvað
sem er svo satt að það snertir okk-
ur. Þegar verkið
var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu
árið 1979 var það
næstum súrreal-
ískt hvernig
manneskjurnar
voru ofurseldar
tækni, hraða og
stressuðum sam-
skiptum á nú-
tímaheimili. Að
því leyti var sýningin eins og forspá
eða aðvörun. Það er sláandi að sjá
hjá Hörgdælum núna hve Guð-
mundur Steinsson var forspár og að
mennirnir hafa ekki séð að sér
nema síður sé. Leikritið er um fjöl-
skyldu sem æðir inn og út af heimili
sínu þar sem öllu gömlu er hent og
símar hringja samfellt; það talar í
síma, horfir látlaust á sjónvarpið og
hlustar á tónlist í tækjum, borðar
ekki saman nema á jólunum, skilur
ekki hugsunarhátt annarra kyn-
slóða en sinnar eigin, lætur ekki
hrífast, finnur ekki til með öðrum.
Það er ekki vegna illsku eða eig-
ingirni heldur vegna álagsins, hrað-
ans, tækjagræðginnar og vegna
þess að persónur Guðmundar eru
pikkfastar í neti sem enginn vill
vera í. Andstæðurnar við þetta fólk
eru foreldrar heimilisföðurins sem
fulltrúar gamla tímans og yngsta
dóttirin; unglingur sem dregur sig
inn í sinn eigin heim og mótmælir
þannig ástandi sem hún skilur ekki.
Allt þetta er dregið svo skýrum
dráttum í sýningunni að sannleikur
hennar hittir óþyrmilega í mark.
Saga Jónsdóttir er afar flink við
að vinna með hröð og tæknileg sam-
skipti og samtöl þar sem allt er hár-
rétt; afstaða persóna hver til ann-
arrar, vinna með ótal leikmuni,
nýtingu á rýminu, inn- og útkomur.
Leikararnir eru misreyndir, sumir
ekkert og aðrir mikið en allir léku
áreynslulaust og hópurinn var sem
einn maður. Tryggvi Gunnarsson og
Fanney Valsdóttir léku hjónin Har-
ald og Ingunni mjög sannfærandi
sem nútímafólk, dálítið ringlað og
hætt við stresssjúkdómum en
ákveðið í að lifa sínu nútímalífi til
fulls, ánægt með að hafa skoðanir
og vinnu og að vera að byggja en
þurfa taugatöflur við öllu álagi. Ívar
Björnsson lék unglinginn Árna af
list, hengslalegan og sjálfhverfan,
ófæran um allt nema samskiptin við
vinina og íþróttir. Ásta Júlía Að-
alsteinsdóttir lék eldri dótturina
Mörtu, hún var skemmtilega
skvísuleg og upptekin af sénsunum
sínum. Vigdís María Her-
mannsdóttir, sem er aðeins fjórtán
ára, lék hina sérstöku Guðrúnu
mjög vel. Hún sýndi tilfinningar
hennar með tempruðum leik en
birti jafnframt skýrt hvernig ung-
lingar geta lokað sig af frá öðrum
með líkamsbeitingu og tómlæti.
Gömlu hjónin voru fallega leikin af
Sesselju Ingólfsdóttur og Hjörleifi
Halldórssyni og hina ólíku kærasta
Mörtu léku þeir Einar Þórir Árna-
son og Þórir Ármannsson sannfær-
andi og vel.
Leikmynd Þórarins Blöndals var
jafnglæsileg og nostursamlega unn-
inn og jafnan hjá honum, búning-
arnir voru eðlilegir og lýsingin og
hljóðið mjög vel gert. Það eina sem
finna má að sýningunni voru langar
myrkvanir milli sumra atriðanna.
En það er rík ástæða til að hvetja
unnendur góðs leikhúss til að
bregða sér að Melum því sýningin á
Stundarfriði skilur margt eftir sig.
LEIKLIST
Leikfélag Hörgdæla
Höfundur: Guðmundur Steinsson. Leik-
stjóri: Saga Jónsdóttir. Leikmynd: Þór-
arinn Blöndal. Umsjón búninga: Saga
Jónsdóttir. Lýsing og hljóðstjórn: Jóhann-
es Gunnar Jóhannesson, Valgeir Árnason
og Örn Þórisson.
Sýning á Melum, Hörgárdal, 23. mars
2005
Stundarfriður
Hrund Ólafsdóttir
Guðmundur
Steinsson
JPV útgáfa hefur
sent frá sér í kilju
bókina Bella-
donnaskjalið eftir
Ian Caldwell og
Dustin Thom-
asson í þýðingu
Magneu J. Matth-
íasdóttur. Bella-
donnaskjalið er
spennusaga þar sem fléttað er saman
listum, fróðleik og launráðum.
Belladonnaskjalið hefur verið fræði-
mönnum ráðgáta frá því það kom fyrst
fyrir sjónir manna árið 1499. Leynd-
ardómurinn um hver hinn raunverulegi
höfundur þess er og merkingin á bak
við dularfullt innihald skjalsins er enn
óráðin.
Um aldamótin 2000 freista tveir
nemendur í Princeton-háskóla þess að
reyna að leysa ráðgátuna. Framtíð
þeirra er í húfi … en þar kemur að
söguhetjurnar berjast ekki aðeins við
að finna lausn gátunnar heldur líka að
halda lífi …
Belladonnaskjalið var á topp 5 lista
New York Times í 20 vikur samfleytt
eftir að bókin kom út í Bandaríkjunum.
Spennusaga
Vilborg Dagbjartsdóttir ogverk hennar eru viðfangs-efni ritþings sem haldið
verður í Gerðubergi um helgina.
Það er dr. Dagný Kristjánsdóttir
prófessor í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Íslands sem stjórnar
þinginu, en spyrlar verða þau Guð-
bergur Bergsson rithöfundur og
Soffía Auður Birgisdóttir bók-
menntafræðingur. Þá munu Viðar
Eggertsson og Steinunn Ólafsdóttir
lesa brot úr verkum Vilborgar.
Þingið verður byggt þannig upp, að
fyrri hlutinn verður helgaður lífi og
list Vilborgar og verður sagan sögð
út frá myndum, en í síðari hlut-
anum verður sjónum beint að ljóð-
um hennar. Það stendur yfir kl.
13.30–16 á laugardaginn og eru all-
ir velkomnir.
Flestir þekkja eitthvað af verk-um Vilborgar Dagbjarts-
dóttur, en hún hefur verið einn ást-
sælasti rithöfundur okkar
Íslendinga um áratuga skeið. Hún
er vel þekkt fyrir ritstörf sín í þágu
barna, en eftir hana liggja níu
barnabækur og meira en þrjátíu
þýðingar á erlendum barnabókum,
þar á meðal nokkrum sem flestir
kannast við á borð við Emil í Katt-
holti eftir Astrid Lindgren. Þá hélt
hún um árabil úti vinsælli barna-
síðu Þjóðviljans.
En ljóðin sín er hún kannski
þekktust fyrir, því hún hefur gefið
út fimm ljóðabækur og kom sú síð-
asta út hjá JPV-forlagi í fyrra,
Fiskar hafa enga rödd.
Að sögn Dagnýjar Kristjáns-dóttur prófessors, sem stjórna
mun ritþinginu, hefur Vilborg Dag-
bjartsdóttir haft mikla þýðingu fyr-
ir íslenskar bókmenntir. „Þetta rit-
þing er haldið af því að okkur finnst
hún mikilvægt ljóðskáld,“ segir
Dagný. „Hún hefur auðgað íslensk-
ar bókmenntir bæði með sínum
ljóðabókum og gefið okkur mikið,
en líka með ljóðaþýðingum sínum.
Það er svo mikið sem liggur eftir
hana Vilborgu.“
Sjónum verður einkum beint að
ljóðum Vilborgar á þinginu, ekki
vegna þess að barnabækur hennar
og þýðingar verðskuldi ekki at-
hygli, heldur vegna þess að ljóðin
hennar eru talin hafa skipt svo
miklu máli þegar kemur að ís-
lenskri ljóðagerð, að sögn Dagnýj-
ar. Hún hafi verið ein fyrsta konan
sem var virt og viðurkennd sem at-
ómskáld, þó að hún hafi ekki verið
sú fyrsta til að yrkja með þeim
hætti.
Vilborg fæddist árið 1930 – samaár og nokkrar aðrar merk-
iskonur í íslensku menningarlífi,
þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir
forseti og Ásta Sigurðardóttir rit-
höfundur, - og fagnar því 75 ára af-
mæli í sumar. Hún er enn virk á rit-
vellinum, því eins og áður sagði
kom síðasta ljóðabók hennar út í
fyrra.
Að mati Dagnýjar verða ljóð Vil-
borgar sífellt betri. „Fiskar hafa
enga rödd er yndisleg bók,“ segir
hún. „Reyndar eru allar ljóðabækur
Vilborgar sérstakar og ólíkar. Og
hún verður bara betri og betri.“
Í lokin er birt eitt af ljóðum Vil-borgar úr bókinni Fiskar hafa
enga rödd:
Vorljósir dagar
með lóunnar dirrindí
í votu fangi.
Starrarnir sitja
á sjónvarpsloftnetinu
og herma sönginn
Ljóðin hennar Vilborgar
’Flestir þekkja eitthvaðaf verkum Vilborgar
Dagbjartsdóttur, en
hún hefur verið einn
ástsælasti rithöfundur
okkar Íslendinga um
áratuga skeið. ‘
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld.
ingamaria@mbl.is
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
Heppin eftir Alice
Sebold er komin
út í kilju hjá JPV
útgáfu. Bókin
kom út í innbund-
inni útgáfu á síð-
asta ári og hlaut
mjög góða dóma.
JPV hefur áður
gefið út met-
sölubókina Svo fögur bein eftir sama
höfund.
„Djúpt ígrunduð og grípandi frá-
sögn, innblásin þeirri trú að hægt sé
að ná fram réttlæti og halda fullri
reisn jafnvel eftir hroðalega lífs-
reynslu. Þetta er frásögn af hetjulegri
baráttu sem rígheldur athygli lesand-
ans frá upphafi til enda,“ segir í
kynningu útgefanda.
„Þessi bók á erindi við alla því hún
fær okkur til að hugsa og hún fær
okkur til að taka afstöðu, hún lætur
engan ósnortinn,“ sagði Ingveldur
Róbertsdóttir á kistan.is
Friðrikka Benónýs sagði í Morg-
unblaðinu: „Og það er þessi húmor
sem gerir það að verkum að þrátt fyr-
ir allt er Heppin skemmtileg bók. En
hún er líka hræðilega sorgleg. Vel
skrifuð og vel byggð. Sannfærandi og
heiðarleg. Og áhrifameiri en nokkur
skáldsaga sem ég hef lesið. Ætti að
vera skyldulesning fyrir alla.“
Lífsreynsla