Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 4
SAGE Pastel viðskiptalausnir ehf. hefur hafið markaðssetningu og þjónustu á Sage Pastel Xpress og Sage Pastel Partner, en það eru við- urkenndar hugbúnaðarlausnir sem byggjast á fimmtán ára þróunar- starfi og eru í notkun hjá 160.000 að- ilum í yfir fimmtíu löndum, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Bæði kerfin eru fáanleg á íslensku og uppfylla kröfur um rafræn bókhalds- kerfi og útgáfu reikninga í einriti. Fram kemur að hugbúnaðurinn er þróaður af Sage Pastel, dótturfyrir- tæki Sage Group Plc, sem sé leiðandi fyrirtæki í þróun á viðskiptalausnum fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Sage Pastel Partner og Xpress er í fréttinni sagður sveigjanlegur hug- búnaður sem veitir möguleika á inn- lestri gagna úr flestum eldri bók- haldskerfum á aðgengilegan hátt. Boðið sé upp á gott úrval af sérlausn- um, m.a. öflugt kerfi fyrir bein- tengda vefverslun, afgreiðslukerfi (POS) og kerfi fyrir samskipta- stjórnun. Fjöldi skýrslugerðar- og hönnun- artóla auðveldi framsetningu upplýs- inga og gefi góða sýn á reksturinn. Sage Pastel-viðskiptalausnir séu samhæfðar Microsoft Office og geri vægar kröfur til bókhalds- og tölvu- kunnáttu. Í tilkynningunni kemur fram að tvær lausnir eru í boði; Sage Pastel Xpress fyrir fyrirtæki sem ekki þurfa á sérlausnum að halda og Sage Pastel Partner, öflugt og sveigjanlegt kerfi sem hentar vel fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Bæði kerfin samanstanda af fjár- hagsbókhaldi, viðskiptamannabók- haldi, lánardrottnabókhaldi, sölu- kerfi, innkaupakerfi og birgðakerfi. Auk þess býður Partner upp á alla helstu eiginleika betri hugbúnaðar- kerfa, svo sem marga gjaldmiðla, mörg vöruhús, framleiðslukerfi og verkbókhald. Fyrir einn eða fleiri Xpress er fáanlegt fyrir einn not- anda og eitt fyrirtæki eða fyrir þrjá notendur og mörg fyrirtæki og Partner er fáanlegt fyrir 5–20 not- endur. Þá kemur fram að vegna mik- illar útbreiðslu á kerfinu á heimsvísu sé unnt að bjóða Sage Pastel-hug- búnaðinn á góðu verði. Sage Pastel viðskiptalausnir ehf. er viðurkennd- ur þjónustuaðili fyrir Sage Pastel og býður upp á ráðgjöf við val á hugbún- aði, aðstoð við innleiðingu, námskeið og þjónustu. Lausnir frá Sage Pastel 4 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  <$#                                                     " #     $   %& ' (            '  ) #            ( %  ** *   (  '+    # #  )*     @5 # @5 # @5 # @5 #  &            %   & < = 5 # # < = 5 # # < = 5 # # < = 5 # # ) # 1 #2 =    !   -( =# 9$ ' (!  !  ) *"  + " !  ,7- #A$- # B#( -  C* * #  9 -# #  *9 7 -# # > =# * # 27#5 678 $ D 4 $:(  27#( $ %% %%   & & E& E E E E F E E E            -!  !     ' .  ' !   -( =# 9$ 1G$ - #" 1$"#(  #" ' (( -# #" ' #* # 2  #"             20 #"  = ( '= (  0 = (                ) #  B <7 #( $ , 5 #7 ,$# 5 #<7#<= H #          CI+J !"KL" / 2@,+ B)J ((              %%&M / "(   <9##  FRANSKA símafyrirtækið France Telecom hefur aukið við hlut sinn í rúmenska farsímafyr- irtækinu Orange Romania úr 73,3% í 96,6%, að því er segir í Computer Business Review. Talið er að þessi 23,3% viðbót muni kosta 408 milljónir evra, eða rúma 33 milljarða króna. Það þýðir að rúm- anska félagið er metið á nærri 140 milljarða króna. Orange Romania hefur 48% markaðshlutdeild og sala félagsins jókst um 47% á árinu 2004. France Telecom hefur verið duglegt við að eyða peningum undanfarið. Nýlega greiddi það 564 milljónir evra, eða ríflega 46 milljarða króna, fyrir hluti minnihlutaeigenda sem námu alls 46%, í net- fyrirtækinu Equant. Auk þess hefur France Tele- com eytt milljónum evra í að kaupa út eigendur minnihluta í franska farsímafyrirtækinu Orange og netfyrirtæki þess Wanadoo. Kaupin í Rúmeníu eru, samkvæmt fréttinni, í takt við það sem önnur evrópsk símafyrirtæki hafa verið að gera, þ.e. að flytja fókus sinn frá full- mettuðum markaði Vestur-Evrópu enda eru vaxt- armöguleikar þar takmarkaðir, til Austur-Evrópu þar sem fjarskiptamarkaður er víða í örum vexti. Þannig samþykkti breska Vodafone samstæðan í síðasta mánuði að greiða um 220 milljarða króna fyrir rúmanska farsímafélagið Mobifon og tékk- neska farsímafélagið Oskar Mobil. Spænska síma- félagið Telefonica eignaðist nýlega 51,1% hlut í tékkneska landssímanum Cesky Telecom fyrir röska 220 milljarða króna. Telefonica er jafnframt að íhuga að bjóða í 55% hlut í tyrkneska landssím- anum Turk Telekomunikasyon. Vodafone er stærsta farsímafyrirtækjasam- steypa í Evrópu, því næst eru spænka samsteypan Telefonica, hin þýska T-Mobile og franska Or- ange. Orange í Rúmeníu metið á 140 milljarða Reuters BREYTINGAR standa fyrir dyr- um hjá Investor, fjárfesting- arfélagi Wallen- berg-fjölskyld- unnar, en Marcus Wallenberg læt- ur nú af störfum sem forstjóri og Börje Ekholm tekur við. Wallenberg-fjölskyldan hefur haft mikil völd í sænsku viðskipta- lífi í nær 150 ár en hún stofnaði m.a. SEB-bankann og á enn 17% í honum. Investor á einnig stóra eignarhluti í Ericsson, ABB, Astra- Zenica, Scania og fleiri stórfyr- irtækjum, en hefur reyndar selt talsvert af hlutabréfum undanfarið með miklum hagnaði og lækkað þannig skuldir fyrirtækisins, að sögn Dagens Industri. Börje Ekholm tekur við for- stjórastarfinu 1. september nk. Marcus Wallenberg yfirgefur einn- ig stjórn fyrirtækisins og mun ein- beita sér að SEB-bankanum. Nýr forstjóri Investor Börje Ekholm BANDARÍSKA hugbúnaðarfyr- irtækið Adobe, sem meðal ann- ars framleiðir Photoshop og Acrobat, hefur gengið frá kaup- um á Macro- media, sem einnig er bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki og er þekkt fyrir framleiðslu Dreamweaver og Flash. Kaupverðið er 3,4 millj- arðar Bandaríkjadala sem sam- svarar tæplega 214 milljörðum ís- lenskra króna. Kaupin verða endanleg í haust en nú er unnið að því að samþætta rekstur fyr- irtækjanna. Adobe kaupir Macromedia BAUGUR Group gæti verið á leið inn á sænska hlutabréfamark- aðinn ef marka má ummæli Skarphéðins Berg Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra norrænna fjárfestinga hjá Baugi, í viðtali við Svenska Dagbladet sem birtist nýlega. Þar segist hann reikna með að Baugur fjár- festi í Svíþjóð innan nokkurra ára, jafnvel innan árs. „Það þyrfti ekki að koma á óvart þar sem möguleikarnir eru fyrir hendi. Hvort við grípum tækifærin veit ég ekki,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann segir þó ljóst að ekki verði ráðist í stórar fjárfestingar í Svíþjóð alveg á næstunni. Hlutabréfaverð í Svíþjóð er tal- ið vera hátt um þessar mundir þar sem áhættufjárfestingafélög hafa farið mikinn að undanförnu. Þetta hefur þó ekki endilega vandamál í för með sér að sögn Skarphéðins Berg. „Þegar mark- aðurinn er í uppnámi verða oft samrunar eða fyrirtækjum skipt í smærri einingar. Þarna eru möguleikar og hærra verð þýðir ekki að við höfum ekki áhuga,“ segir Skarphéðinn Berg í samtali við SvD. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Skarphéðinn Berg að Baugur hafi verið að skoða ýmis tækifæri á Norðurlöndunum en ekkert sé ákveðið um framhaldið. Baugur til Svíþjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.