Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 18
18 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  M annauður hvers fyr- irtækis skiptir miklu máli í árangri og afkomu þess. Einn mikilvægur hlekkur í að auka og efla starfs- anda og vellíðan starfsfólks er hóp- efli,“ segir Marín Magnúsdóttir sem rekur ferðaskrifstofuna Practical. Practical var stofnuð í október sl. af þeim Marín og manni hennar, Davíð Halldórssyni. Menntun hans er á sviði upplýsingatæknifræði með sérhæfingu í rafrænum við- skiptum. Marín er viðskiptafræð- ingur frá Brisbane í Ástralíu og var sérgrein hennar mannauðs- stjórnun og markaðssamskipti. Practical býður aðallega upp á þjónustu við önnur fyrirtæki, félög og samtök. Stærstur hluti starf- seminnar snýr að hópeflis- og hvataferðum þar sem fléttað er saman námskeiðum, verkefnum og samvinnuþrautum. „Við höfum líka boðið upp á svo- kallaðar óvissuferðir, þar sem hóp- urinn hoppar einfaldlega upp í rútu með það að markmiði að skemmta sér. Áherslan hjá okkur er hins vegar á markvissa vinnu með hóp- inn þar sem hann þarf virkilega að vinna saman að úrlausn verkefna,“ segir Marín en starfsmenn Practi- cal hafa unnið með yfir 1.500 manns í slíkum verkefnum. „Þetta er því mjög öflugt prógramm og vel þróað,“ segir Marín. Þarfirnar móta ferðina Hún leggur áherslu á að hver ferð sé sérsniðin að þörfum viðkomandi fyrirtækis og taki þær jafnan 1–2 daga. Við skipulagningu ferðar eigi hún fundi við yfirmenn þess hóps sem fara eigi í ferðina og finni þannig út hvers konar námskeið og verkefni henti hópnum. „Það er misjafnt á hverju er brýnast að taka. Hvort vinna þarf með sam- skipti, traust og breytingar sem eru að verða á viðkomandi fyr- irtæki,“ segir Marín. Sem dæmi um það sem gert er í slíkri ferð nefnir hún hópeflisferð sem hefst á fyrirlestri um mik- ilvægi samkenndar, samheldni og liðsheildar innan hópsins. Sé t.d. um hóp sölumanna að ræða geti ferðin hafist á sölunámskeiði þar sem kynntar eru nýjar aðferðir í sölumennsku. Eftir fyrirlesturinn er farið í markvissar sam- vinnuþrautir þar sem allir þurfa að vinna saman og lausn fæst ekki fyrr en allir hafi lagt sitt af mörk- um. „Slíkar þrautir erum við yf- irleitt með utandyra þar sem gott er að taka fólk út úr sínu hefð- bundna umhverfi.“ Kjarninn í velgengninni Marín segist fara með langflesta hópana á góða staði úti á landi, þó ekki langt frá Reykjavík. „Það er misjafnt eftir hópnum hvert er far- ið.“ Hún segir það fyrirtækjum af- ar mikilvægt að efla liðsheildina með þessum hætti. „Fyrirtæki eiga að taka tillit til starfsfólks síns og gera hvað þau geta fyrir það. Árangursríkir og skilvirkir hópar eru kjarni í þeim þáttum er snúa að velgengni fyr- irtækja. Samvinna, samstaða og samkennd eru nauðsynlegir þættir til að skapa liðsheild starfsmanna og bæta líðan þeirra á vinnustaðn- um.“ En hentar þetta öllum eða að- eins tilteknum fyrirtækjum? „Ég tel að þetta henti öllum. Það skipt- ir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn í fiskvinnslu eða í fjár- málafyrirtæki. Það þurfa allir að vinna saman og hafa sameiginleg markmið. Auður hvers fyrirtækis, sama hvers konar fyrirtæki það er, eru starfsmennirnir,“ segir Marín. Samvinna, samstaða og samkennd Morgunblaðið/Þorkell Liðsheild „Árangursríkir og skilvirkir hópar eru kjarni í þeim þáttum er snúa að velgengni fyrirtækja,“ segir Marín Magnúsdóttir. Samvinna Allir þurfa að vinna saman að hópeflisþrautunum og niðurstaða fæst ekki fyrr en allir hafa lagt sitt af mörkum. Hópefli og hvataferðir eru mikilvægir þættir í starfi hvers fyrirtækis, að sögn Marínar Magnúsdóttur hjá ferðaskrifstofunni Practical. Soffía Haraldsdóttir tók hana tali. soffia@mbl.is „JÚ, það er víst rétt að ég átti hugmyndina að Seed Forum,“ segir Steinar Hoel Korsmo, stjórn- arformaður og upphafsmaður Seed Forum sem nú teygir eða er um það bil að teygja anga sína til allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna. „En það er mikilvægt fyrir Seed Forum International að við gerum þetta ekki of hratt og í of mörgum löndum í einu því þetta krefst töluverðs undirbúnings og það má því segja að við höfum svona frekar verið að stíga á bremsuna.“ Korsmo kemur sjálfur til Íslands til að vera á Seed Forum Iceland 28. apríl. „Mér hefur verið boðið að koma og halda inngangserindi um Seed Forum International.“ Ekki hagnaðarsjónarmið Korsmo segir að Seed Forum í Nor- egi sé nú fjármagnað með opinberu fé, stuðningi einkaaðila og með gjöldum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í hinum ólíku viðburðum á veg- um Seed Forum. „En það er mik- ilvægt að það komi fram að sam- tökin eru ekki rekin með hagnaðarsjónarmið í huga.“ Korsmo segir að í Noregi, líkt og í öllum öðrum löndum, hafi sprota- fyrirtæki oft átt erfitt með brúa bil- ið frá því að styrkjum eða stuðningi frá opinberum sjóðum sleppir og til þess tíma að bankar og fjárfestar séu tilbúnir að leggja fé í fyr- irtækin. Fyrirtækjunum reynist oft mjög erfitt að fjármagna sig í gegn- um þetta gap. Korsmo, sem á þess- um tíma eða árið 2001 starfaði hjá einkarekinni nýsköpunarmiðstöð, segir það hafa einmitt hafa verið sitt verkefni aðbúa til kerfi til þess að tryggja fjármögnun sprotafyr- irtækja. „Það er ekki nóg að hafa bara stuðning frá hinu opinbera, það þarf líka að vinna að því að fá fé frá einkageiranum, þ.e. fjárfestum. Það eru til tvenns konar fjárfestar; þeir sem vilja koma með fé og taka beinan þátt í uppbyggingu fyr- irtækis og svo eru til fjárfestar sem festa fé í sjóðum sem sprotafyr- irtækin sækja í. Slíkir sjóðir eru bara hluti af lausninni en Seed For- um stendur þá fyrir hinn hlutann, þ.e. að leiða saman fjárfestana og sprotafyrirtæki með beinum og skipulögðum hætti.“ Korsmo segir Seed Forum þann- ig vera hluta af lausninni á fjár- mögnun sprotafyrirtækja og kannski þann hluta sem hafi vantað ef marka má viðbrögðin við hug- myndinni. Korsmo segir málið hafa snúist um að fá fjársterka einstaklinga og fyrirtæki, sem hafi kannski bara geymt fé í bönkum, fest það fé í fasteignum eða skráðum félögum o.s.frv., til þess að leggja fé til sprotafyrirtækja. Korsmo segir reynsluna af Seed Forum í Noregi mjög góða. Athug- anir sem Seed Forum hafi gert og eins athuganir óháðra aðila sýni að árangurinn hafi verið hreint ótrú- lega góður og að fyrirtækin sem hafi tekið þátt hafi verið mjög ánægð með Seed Forum, nær öll myndu mæla með Seed Forum við önnur fyrirtæki og væru sjálf tilbú- in að vera með aftur. „Niðurstöð- urnar voru það góðar að við vorum fegin að það var líka óháður aðili sem kannaði þetta. Og þetta voru viðbrögð fyrirtækjanna sjálfra,“ leggur Korsmo áherslu á. Hann segir að þegar horft sé til fjárhagslegs stuðnings hins op- inbera til nýsköpunar og sprotafyr- irtækja í Noregi þá hafi Seed For- um reynst eitt best heppnaða verkefnið. „Ein norsk króna sem hið op- inbera ver til Seed Forum verður að 17 krónum í beinni fjárfestingu. Auk þess eykst hæfni og geta fyr- irtækjanna sem hafa tekið þátt í Seed Forum og það skiptir líka miklu máli.“ Steinar Hoel Korsmo „Það er ekki nóg að hafa bara stuðning frá hinu op- inbera, það þarf líka að vinna að því að fá fé frá einkageiranum.“ Kerfi utan um fjármögnun sprotafyrirtækja UK Trade & Investment er op- inber viðskipta- og fjárfesting- arstofa sem ætlað er að styðja við bakið á þeim sem hyggjast hasla sér völl í bresku viðskiptalífi. UKTI er aðili að stofnun Seed Forum á Íslandi og þar með Seed Forum International, sem hefur aðsetur í London. Breska sendiráðið er fulltrúi UK Trade & Investment hér á landi og á stóran þátt í að Sprota- þing verður nú að veruleika. En hvaða hag hefur breska krúnan af því að aðstoða íslensk sportafyr- irtæki við að vaxa og dafna? Alp Mehmet, sendiherra Bret- lands á Íslandi: „Með Sprotaþingi fáum við tækifæri til að leggja okkar af mörkum til eflingar ís- lensks viðskiptalífs og um leið njóta bresk fyrirtæki þess einnig. Ísland er mikilvægt fyrir breskt viðskiptalíf, jafnvel þó að landið sé í 67. sæti yfir helstu við- skiptaþjóðir Breta. En miðað við stærð íslensku þjóðarinnar er það mjög gott. Árið 2003 var Bretland stærsta viðskiptaþjóð Íslands og hefur verið það um langa hríð. Viðskiptatengsl landanna eru því mikil og byggjast á gömlum grunni.“ Ýmis aðstoð Sendiherrann segir sendiráðið geta veitt aðstoð á ýmsan hátt, aðallega þó við að koma á sam- starfi og tengslum milli fyr- irtækja sem og að spara þeim sporin við stofnun fyrirtækja. „Sprotaþingi er ætlað að finna fyrirtæki sem eiga möguleika á að vaxa og dafna, finna þá sem hafa hæfileika til að skara fram úr. Hinn harði heimur viðskiptanna hefur ekki farið varhluta af al- þjóðavæðingunni og því er mik- ilvægt að viðkomandi fyrirtæki séu reiðubúin að spjara sig á er- lendum mörkuðum. Þessi fyr- irtæki munu fá hvers konar að- stoð en það sem við getum gert er að reyna að greiða götu þeirra fyrirtækja sem þykja líkleg til að ná árangri. Það gerum við til dæmis með því að opna dyr í Bretlandi, bæði hjá hinu opinbera og innan viðskiptalífsins. Þannig getum við hjálpað fyrirtækjunum að tengjast réttum aðilum, bæði viðskiptafélögum, einstaka fyr- irtækjum og stofnunum. Sendi- ráðið getur einnig aðstoðað, í gegnum svæðisskrifstofur í Bret- landi, þau fyrirtæki sem vel eru á veg komin með undirbúning, við skipulagningu kynnisheimsóknar til Bretlands.“ Og Mehmet efast ekki um að Sprotaþing muni skila árangri. „Íslenskt viðskiptalíf er afar at- kvæðamikið um þessar mundir, hér kraumar mikill kraftur og það er hlutverk okkar sem sendiráðs að virkja þennan kraft. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að þeim fyrirtækjum sem nú taka þátt í Sprotaþingi á eftir að vegna vel, ekki aðeins á Íslandi heldur út um allan heim. Það er von mín að innan fárra ára geti ég stoltur sagst hafa tekið þátt í velgengni þeirra,“ segir Alp Mehmet. Morgunblaðið/Golli Alp Mehmet „Í mínum huga leikur enginn vafi á því að þeim fyrirtækjum sem nú taka þátt í Sprotaþingi í Reykjavík á eftir að vegna vel.“ Greiða götuna í Bretlandi SPROTAFYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.