Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 B 23  Skjálfti á mörkuðum í Evrópu HLUTABRÉFAMARKAÐIR í Evrópu hafa greinilega orðið fyrir áhrifum af falli markaða í Banda- ríkjunum síðastliðinn föstudag en þá létu fjárfestar í ljós óánægju sína með lítinn hagvöxt og lægri hagnað fyrirtækja. Þetta hefur leitt til þess að margir hafa selt áhættu- mikil hlutabréf og keypt öruggari ríkisverðbréf en þessu ferli fylgir jafnan lækkun á hlutabréfamörk- uðum og hækkun á verðbréfamörk- uðum. Sérfræðingar hafa að undanförnu spáð góðum hagvexti í stærsta hag- kerfi heims, Bandaríkjunum, en ný- útkomnar tölur benda til þess að þessar spár hafi verið rangar. „Það virðist vera sem sérfræðingar hafi verið of bjartsýnir um þrautseigju hagvaxtarins,“ segir Peter Oppen- heimer, yfirmaður áætlanadeildar Goldman Sachs í London, í samtali við Financial Times. Leiðarahöfundur FT veltir því fyrir sér hvort bandaríska hag- kerfið sé nú að súpa seyðið af auð- veldu aðgengi að fjármagni, hús- næðisverðsprengju sem á ekki við neitt að styðjast og lágum vöxtum. Hann telur þó svo ekki vera heldur séu skammvinn áhrif olíuverðs- sprengjunnar að koma í ljós. ÞAÐ hefur ekki verið skemmti- legt að fylgjast með hlutabréf- unum sínum í vikunni, a.m.k. ekki fyrir þá sem eiga bréf á norrænu mörkuðunum og þeim breska þar sem vísitölur hafa fallið um 1,78– 4,58%. Ástæðuna má rekja beint til falls á mörkuðum vestanhafs fyrir helgi en það hefur haft í för með sér taugatitring á mörkuðum um allan heim og virðast markaðir í Banda- ríkjunum og Evrópu ekki vera að rétta úr kútnum enn um sinn þótt það muni væntanlega gerast brátt. 3 ) 2 2 0 ) 3,   & & & & 479 > -337?5 <*@ A;% # 3 ) 2 2 0 ) 3,       479 >& ;+ @BA;% # 3 ) 2 2 0 ) 3,       479 > 45790 ;*A;% # 3 ) 2 2 0 ) 3,       479 >2  *A;% # 3 ) 2 2 0 ) 3,       479 >, 23 <*@,C A;% #            479 > -337?5 *"  3F    &  ! ;/GH48 479>& *"  3F    &  ! @CH388 479>, 23 *"  3F    &  ! ;/GH.79 479>2 *"  3F    &  ! ;C?G 479 > 45790 *"  3F    &  !  G 47D0 3BCE-BFE4> 9L $ 2# G $ 0"K Y2 O'", , # ,"5 #<  '1#K 9 D  - #                                                      < 2-G G27H33 >34795 .+   ! ' /  &  < 2-G G2H33 >34795 *+   ! ' /  &  )"##" VY)Q > <- $  I""  $ ""$ G "( ;+ @B <*@  ;*  * <*@,C     I"#  #" , #  . $  +5 $"# "#G1 5  5 ;+ @B <*@  ;*  * <*@,C       1'' I #  + G$#" P +#G" 6 "# ,G#=" ,(  , 2 ."-" 2 # 2( # "( "#G @  ," B#( >9#" B # ,$ $" @  "# ' I #= # C,, ! ( ' ( ! 5 $ Áhrif frá Bandaríkjunum greinileg ERLENDIR MARKAÐIR Þegar Íslandsbanki keyptiSjóvá-Almennar fyrir einu oghálfu ári sagði Bjarni Ár- mannsson, bankastjóri Íslandsbanka, m.a. í samtali við Morgunblaðið hinn 19. september árið 2003: „Meginástæðan fyrir kaupunum er trú okkar á því, að framtíð- arsamkeppnishæfni á innanlands- markaði felist í því að þekkja heild- arþarfir viðskiptavinanna og geta veitt þeim fulla þjónustu. Með því að hafa heildstætt vöruframboð, bæði á sviði bankaafurða og trygginga- afurða teljum við okkur geta veitt betri ráðgjöf og búið til betri vörur fyrir viðskiptavinina heldur en völ er á í dag.“ Um 18 mánuðum seinna segir Bjarni Ármannsson í samtali við Morgunblaðið í gær: „Með sölunni á hlutnum í Sjóvá teljum við okkur halda þeim ávinn- ingi, sem við höfum af eignarhaldi í Sjóvá, þó við eigum félagið ekki að fullu, en jafnframt losa fjármuni til vaxtar. Svigrúm ætti að skapast til allt að 200 milljarða króna útlána- vaxtar.“ Bankinn telur sem sagt nú að hann geti með takmörkuðum hlut í Sjóvá náð þeim markmiðum, sem hann stefni að varðandi þjónustu við viðskiptavini en fyrir 18 mánuðum var það mat bankans að til þess þyrfti hann að eiga fyrirtækið allt. Auðvitað getur þetta allt gengið upp en óneit- anlega vekja breytt viðhorf á svo skömmum tíma umræður. Það er þó ekki þessi stefnubreyt- ing Íslandsbanka, sem vakið hefur mesta athygli vegna sölu á tveimur þriðju hlutum Sjóvár heldur hörð gagnrýni á þessi viðskipti frá Straumi. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, upplýsir í samtali við Morg- unblaðið í gær, að bankinn hafi gert forstjóra og stjórn Íslandsbanka grein fyrir því, að Straumur vildi fá tækifæri til að bjóða í hlutinn í Sjóvá. Um þetta segir Þórður Már í Morg- unblaðinu í gær: „Straumur lagðist gegn því, að stjórnin (þ.e. bankaráð Íslands- banka) tæki ákvörðun um að hefja viðræður við einn hluthafa bankans án þess að gefa öðrum hluthöfum eða fjárfestum kost á að bjóða í Sjóvá. Taldi Straumur ljóst að með því að gefa fleiri aðilum kost á því að bjóða í Sjóvá fengist að öllum líkindum hærra verð fyrir eignina.“ Niðurstaðan varð sú, að Straumur fékk ekki tækifæri til að bjóða í hlut- inn í Sjóvá, sem var til sölu. Þar sem um almenningshlutafélag er að ræða með mikinn fjölda hluthafa og hlut- hafar hafa hagsmuni af því að sem hæst verð fáist fyrir eignir bankans, sem eru til sölu, hlýtur þessi ákvörð- un bankaráðsins að vekja spurningar um hvers vegna svona var staðið að málum. Forráðamenn bankans verða að leggja fram sannfærandi rök fyrir því, hvers vegna ekki var leitað fleiri tilboða úr því, að fyrir lá áhugi stærsta hluthafa bankans á því að bjóða í hlutinn. Er það ekki sjón- armið banka að selja eigi á hæsta verði?! Í fjármálaheiminum var um það rætt í gær og í fyrradag að þessi ákvörðun tengist þeim átökum, sem staðið hafa í hluthafahópi Íslands- banka í nokkur síðustu ár. Með því að selja öðrum stærsta hluthafa bank- ans ráðandi hlut í Sjóvá sé núverandi meirihluti bankaráðs og bankastjórn í raun að styrkja stöðu sína í þeim átökum. Fjárhagsstaða Straums er mjög sterk um þessar mundir. Raunar er það mat sérfróðra manna, að hún sé svo sterk, að Straumur gæti gert yf- irtökutilboð í Íslandsbanka. Er salan á Sjóvá einn liður í við- leitni stjórnenda Íslandsbanka til þess að koma í veg fyrir það? Hvað liggur að baki sölu Sjóvár? Innherji@mbl.is ’Auðvitað getur þetta allt gengið upp en óneitanlega vekja breytt viðhorf á svo skömmum tíma umræður.‘ INNHERJI SKRIFAR … HAGVÖXTUR í Kína var 9,5% á fyrsta ársfjórðungi. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir miklum hag- vexti séu aukning í útflutningi og fjárfestingu. Fjárfesting jókst veru- lega, eða um 23% á fyrsta fjórðungi. Áætlað er að kínverska hagkerfið hafi staðið á bak við um tíunda hluta af hagvexti í heiminum í fyrra. Spáð er 8,5% hagvexti í Kína á þessu ári. Hagvöxtur í Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.