Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 B 17  SIMDEX ehf. er dótturfyrirtæki Nýherja hf. og hefur þróað nýstár- lega lausn sem gerir verslunum kleift að selja ýmiskonar þjónustu rafrænt í gegnum afgreiðslutæki eins og posa eða sjóðsvélar. Af- greiðslutæki verslana verða eins- konar sölukerfi fyrir nýja þjónustu. Viðskiptahugmyndin um að nýta afgreiðslutæki verslana sem sölu- tæki fyrir margvíslega þjónustu kviknaði árið 2001, en hingað til hafa greiðslukortavélar gegnt einu hlut- verki, að sækja heimild á greiðslu- kort og skila kortafærslum. Agnar Jón Ágústsson, framkvæmdastjóri SimDex, segir að með SimDex PrePay-lausninni geti verslanir eins og stórmarkaðir, bensínafgreiðslu- stöðvar o.fl. nýtt afgreiðslutækin til að selja nýja þjónustu rafrænt og þjónustuaðilar nýtt árangursríkar leiðir til að dreifa þjónustu sinni raf- rænt til verslana. „Dæmi um þjónustu sem hægt er að selja í gegnum posa eða sjóðs- vélar eru forgreidd símakort, lottó- eða happdrættismiðar og í raun önn- ur miðasala hverskonar, JAVA- leikir í farsíma og fleira,“ segir Agn- ar Jón. „Nýjungin felst meðal ann- ars í því að farsímafélög geta dreift frelsisinneignum í farsíma í gegnum sjóðsvélar verslana í stað fyrirfram prentaðra skafspjalda. Með þessu er tryggt að varan selst ekki upp og að auðveldara er að bjóða ýmis sér- tilboð á hverjum og einum sölustað. Þá er jafnframt komið í veg fyrir rýrnum í þessum vöruflokki. Fyrir verslanir er tækifærið fólgið í því að bjóða uppá ýmsar vörur raf- rænt úr sjóðsvélum sem ekki hafa staðið til boða áður. Þessi nýbreytni felur einnig í sér mikinn tímasparn- að við afgreiðslu og eykur öryggi í viðskiptum.“ SimDex ehf. var stofnað árið 2000 og er alfarið í eigu Nýherja hf. Í dag starfa 4 starfsmenn hjá SimDex en starfsmenn Nýherja og SimDex hafa saman borið þungann í þróun kerfisins og þróun viðskipta- hugmyndarinnar. Agnar Jón segir að þróun hugbún- aðarlausnarinnar sé lokið og búið er að reka hana í hálft annað ár fyrir viðskiptavini. Nú taki við sala og markaðssetning, bæði innanlands og erlendis. „Næsta skref er að kynna og markaðssetja lausnina víðar í Evrópu eins og Belgíu og Austur- Evrópu en þar eru markaðir að opn- ast fyrir lausnir af þessu tagi. Það er okkar mat að þetta verði helsta leið- in til dreifingar og sölu forgreiddra farsímakorta en 60%–70% af far- símanotkun í Evrópu er forgreidd áskrift, öfugt við það sem er hér á landi þar sem farsímanotkun er mest eftir á greidd.“ SimDex tók þátt í Seed Forum fyrst íslenskra fyrirtækja og var kynnt á þingi í Moskvu í desember s.l. fyrir tilstuðlan Klaks nýsköp- unarmiðstöðvar. Agnar Jón segir það hafa skipt miklu máli að fá tæki- færi til að kynna fyrirtækið og við- skiptahugmyndina fyrir vænt- anlegum fjárfestum. „Það að blanda saman útrás, fjármögnun, þjálfun og viðskiptatengslamyndun er gríð- arlega verðmætt fyrir sprotafyr- irtæki eins og SimDex. Þá fá áhuga- samir aðilar að sjá tækifærin sem felast í þessari nýsköpun SimDex hér heima og ekki síður erlendis þar sem markaðurinn er stór og hagn- aðartækifærið mikið.“ Rafræn sala á þjónustu í gegnum afgreiðslutæki Morgunblaðið/Sverrir SimDex „Fyrir verslanir er tækifærið fólgið í því að bjóða upp á ýmsar vörur rafrænt úr sjóðsvélum sem ekki hafa staðið til boða áður.“ HLUTVERK Klaks ehf. er að vera framsækin nýsköpunarmiðstöð, sem kemur að mótun, mati og útfærslu viðskiptahugmynda sem byggja á nýsköpun í upplýsingatækni. Klak er dótturfélag Nýherja hf. og segir Þórður Sverrisson, forstjóri Ný- herja og stjórnarformaður Klaks, að einkaaðilar gegni mikilvægu hlut- verki í því að hlúa að sprotafyr- irtækjum, til jafns við hið opinbera en þó með öðrum hætti. „Að mínu mati á það vel við að fyr- irtæki á borð við Nýherja sinni ný- sköpun með þessum hætti. Við störf- um í upplýsingatæknigeiranum, þar sem nýsköpun er mikil og þróunin ör. Við stofnuðum Klak til að vera nálægt grasrót nýsköpunar og þau fyrirtæki sem Klak vinnur með starfa flest á sviði hugbún- aðarþróunar eða nálægt upplýs- ingatækni. Þessi fyrirtæki skortir oft meira hæfi á ákveðnum sviðum, til dæmis sérfræðiþekkingu og rekstrarþekkingu. Klak veitir og miðlar þessari þekkingu og reynslu, til að mynda margháttaðri sér- fræðiþjónustu m.a. frá Nýherja. Eins geta nýsköpunarfyrirtækin náð við- skiptatengslum erlendis í gegnum birgja Nýherja, eins og IBM.“ Þórður segist fullviss um að sú áhersla sem Nýherji leggur í ný- sköpunarstarf Klaks skili sér. „Það skilar sér í verðmætri þekkingu og reynslu inn í fyrirtækið ásamt nýjum verkefnum. Það er aftur á móti markmiðið að reka Klak með hagn- aði en fyrir utan það að reka ný- sköpunarverkefni er Klak í ýmsum öðrum verkefnum, til dæmis Evr- ópusambandsverkefnum sem tengj- ast á einn eða annan hátt nýsköpun.“ Þórður segir Klak hafi til þessa aðstoðað nýsköpunarfyrirtæki við að ná fjármagni innanlands. Mark- miðið með Seed Forum sé að sprota- fyrirtæki fái einnig betri aðgang að erlendu fjármagni og búa til heil- stæðara ferli í þeirri vinnu. Hann segir rekstur Klaks hafa gengið ágætlega á þeim fimm árum frá því að fyrirtækið var stofnað. Morgunblaðið/Sverrir Þórður Sverrisson „Við stofnuðum Klak til að vera nálægt grasrótinni.“ Einkaaðilar eiga að sinna nýsköpun EFTIR að netbylgjan reið yfir og menn höfðu fjárfest mikið í þekkingar- og hugbúnaðar- og Int- ernetfyrirtækjum varð ákveðið hrun í þekkingar- og hugbúnaðar- iðnaðinum. Í kjölfarið reyndist síð- an mjög erfitt að fá áhættu- fjármagn í félögin og menn hafa í raun verið að sleikja sárin upp frá því. Þetta segir Jón Ágúst Þor- steinsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, sem eiga aðild að Seed Forum. „Nýsköpunarsjóður varð þurr- ausinn eftir þetta og fjárfestar héldu algerlega að sér höndum. Síðan hafa menn verið að reyna að átta sig á því hvernig væri hægt að komast af stað aftur. Við stofn- uðum félag sprotafyrirtækja í fyrra og fórum að reyna að kort- leggja hvað það er sem við þurfum. Fjármálin eru auðvitað mikilvægur hluti af þessu öllu og við fórum í ákveðna stefnumótunarvinnu í fyrrasumar þar sem við settum fram áhersluatriði. Og eitt af þess- um áhersluatriðum er að auka áhuga fagfjárfesta á þessum fé- lögum og reyna að fá svokallaða englafjárfesta meira að félögunum, fjárfesta sem hafa þolinmæði. Við vorum síðan með í framhaldi af því að stofna Seed Forum sem er ákveðinn vettvangur til að draga saman á skipulagðan hátt fjárfesta og sprotafyrirtæki.“ Jón Ágúst segir Seed Forum- kerfið hafa reynst ágætlega er- lendis eins og t.d. í Noregi. „Það er auðvitað að koma meiri reynsla á þetta og við erum að fara af stað núna á Íslandi. En þetta er eitt af mörgu. Við erum náttúrulega líka að vinna að því að fá t.d. lífeyr- issjóðina inn í þetta, þ.e. að fá þá til þess að stofna sjóðasjóði. Við er- um að reyna að fá íslenska ríkið til að koma með öflugri hætti inn í rannsóknarverkefni. Það er margt í gerjun og iðnaðarráðherra er að setja af stað nefnd núna sem á að endurskoða umhverfi þessara þekkingarfyrirtækja. Þannig að það er ýmislegt að fara af stað núna.“ Jón Ágúst segir aðstæður ekki enn orðnar hagfelldar þekking- arfélögunum en menn voni að það sé að breytast. „Það eru auðvitað gríðarleg tækifæri í þessum iðnaði og við megum því ekki bara gefast upp.“ Erfitt að fá áhættufjármagn Jón Ágúst Þorsteinsson „Við er- um að reyna að fá íslenska ríkið til að koma með öflugri hætti inn í rannsóknarverkefni.“ MIKLAR breytingar hafa orðið á þeim efnum sem notuð eru til tannviðgerða á undanförnum ára- tugum en hinsvegar hefur lítið breyst í vinnuferlinu sjálfu. Egill Jónsson tannlæknir, frumkvöðull Globodent ehf., hefur undanfarin ár unnið að þróun á nýrri tækni sem ætlað er að mæta þörfum tann- lækna á þessu sviði. Til þess hefur hann ásamt fjárfestum stofnað fyr- irtækið Globodent á Íslandi ehf. sem stefnir að því að verða þekk- ingarfyrirtæki á sviði tannlækn- inga. Globodent er eitt þeirra fyr- irtækja sem taka þátt í Sprotaþingi. Frá ársbyrjun 2000 hefur Globo- dent ehf. markvist unnið að þróun á hugmyndum Egils um tæki og aðferð til að gera við tann- skemmdir í jöxlum með stöðluðum fjöldaframleiddum fyllingum úr há- gæða postulíni. Með stöðluðum fyll- ingum er hægt að bjóða tannlitaðar postulínsfyllingar á sambærilegu verði og amalgam- (silfur) og plast- fyllingar. Endingartími postulíns- fyllinga er almennt talinn lengri en endingartími hefðbundinna fyllinga, en hingað til hefur þurft að hand- smíða þær hjá tannsmið. Forsenda þess að hægt sé að nota staðlaðar fyllingar, er að hægt sé að bora ná- kvæmlega sama form í jaxlinn og hin staðlaða fylling hefur. Þá hefur Globodent einnig unnið að þróun á nýrri tækni sem gerir tannlæknum kleift að nýta forsmíð- aðar staðlaðar fyllingar fram- leiddar úr plastblendi til tann- viðgerða. Ásgeir Magnússon, stjórn- arformaður Globodent, segir að staða þróunarverkefna fyrirtækisin sé þannig að nú þegar hafi fyrsta tannskurðartækið verið smíðað og það notað til að gera við tönn í sjúklingi. „Næstu skref eru að þróa gerð tækisins enn frekar m.a. þarf að létta það og fella það betur að vinnuaðstöðu tannlækna. Þá er samhliða unnið að undirbúningi á framleiðslu stöðluðu fyllinganna bæði úr postulíni og plastblendi.“ Vonast er til að fyrsta fram- leiðsluvara Globodent, staðlaðar fyllingar úr plastblendi, verði tilbú- in til prufumarkaðssetningar síðar á þessu ári og tannskurðartækið og postulínsfyllingar á síðari hluta næsta árs. Globodent á þegar þrjú einka- leyfi þessu tengd. Tvö snúa að tannskurðartækinu og það þriðja að formi fyllinganna. Þá er í athug- un að sækja um fjórða einkaleyfið og snýr það einnig að fyllingunum. „Þróunarvinna sem þessi er mjög fjárfrek, hátt í 200 milljónir króna hafa verið settar í þróun þessarar tækni frá árinu 2000, og hafa til dæmis þrjár mismunandi frumgerðir af tæki til nákvæms tannskurðar þegar verið smíðaðar,“ segir Ásgeir. Hann segir mjög ánægjulegt að Globodent hafi verið valið til þátt- töku í Seed Forum International. „Það getur, ef vel tekst til, skipt máli við að nálgast bæði innlenda og erlenda fjárfesta sem áhuga kunna að hafa á að koma að verk- efninu. Það var lærdómsríkt að taka þátt í undirbúningsnámskeiði fyrir þátt- tökuna í Seed Forum sem fram fór í Ósló og greinilegt að þeir sem að þessu verkefni standa kunna til verka,“ segir Ásgeir. Aðferð til að gera við tennur með stöðluðum fyllingum Morgunblaðið/Kristján Globodent „Þróunarvinna sem þessi er mjög fjárfrek, hátt í 200 milljónir króna hafa verið settar í þróun þessarar tækni frá árinu 2000.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.