Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  F járfestingarþing Seed Forum Ice- land verður haldið 28. apríl næst- komandi en á því verða sprotafyr- irtæki og fjár- festar, jafnt inn- lendir sem erlendir, leiddir saman en grunnhugmyndin á bak við Seed For- um er einmitt að leiða saman góðar við- skiptahugmyndir og fjármagn. Al- þjóðleg dómnefnd fjárfesta valdi níu sprotafyrirtæki til þátttöku á þinginu í Reykjavík af fjölda fyrirtækja sem valdir innlendir aðilar tilnefndu. Eitt þeirra fer einnig á Seed Forum þing í Ósló, tvö þeirra á þing í London, eitt til Moskvu og tvö til New York. Hugmynd frá Noregi Seed Forum hugmyndin og ferlið var upphaflega þróað af norskri einkarek- inni nýsköpunarmiðstöð fyrir þremur árum og þar er ferlið á landsvísu en helsti bakhjarl verkefnisins þar er Inn- ovation Norway. Samtökin eru fé- lagasamtök sem ekki eru rekin með hagnaðarsjónarmið í huga og hefur markverður árangur náðst með Seed Forum í Noregi. Til marks um árang- urinn sem þar hefur náðst má nefna að nú hafa til að mynda fleiri en 200 fyr- irtæki tekið þátt í ferlinu og 50 norsk fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku, þjálfuð og kynnt gagnvart fjárfestum í sex Seed Forum viðburðum í Noregi. Í heild hafa þarlend þátttökufyrirtæki fengið um 500 milljónir frá einkaaðilum og yfir 1.200 milljónir í skilyrtri fjár- mögnun. Ennfremur hefur þátttakan skilað margvíslegum öðrum ávinningi s.s. samstarfi við erlend fyrirtæki og viðskiptasamböndum. Seed Forum Norway og UK Trade and Invest stofn- uðu síðan Seed Forum International en þau samtök hafa aðsetur í London en þau hafa það að markmiði að útvíkka starfsemi Seed Forum á alþjóðavísu og hefur Klak nýsköpunarmiðstöð tekið þátt í því verkefni og m.a. hlotið styrk til þess frá Nordic Innovation Center. Slæmt ástand við fjár- mögnun sprotafyrirtækja á Íslandi varð til þess að Klak, í samvinnu við UK Trade and Invest, hóf að kanna nýjar leiðir við fjármögnun sprotafyr- irtækja og gerði að lokum samstarfssamning í júní 2004 við Seed Forum um koma upp Seed Forum starfsemi á Íslandi. Sam- tökin Seed Forum Ice- land voru síðan stofnuð að tilstuðlan Klaks, UK Trade and Invest, Sam- taka sprotafyrirtækja, Breska sendiráðsins og Háskólans í Reykjavík. Farvegur til fjármögnunar Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir markmið samtakanna vera að auðvelda sprotafyrirtækjum aðgengi að al- þjóðlegu fjármagni og stuðla að því að áhugaverðustu fyrirtækin séu kynnt gagnvart fjárfestum og fjármögnuð. „Það er tímanna tákn að á sama tíma og íslenskir fjárfestar fjárfesta í aukn- um mæli erlendis þá býðst nú íslensk- um sprotafyrirtækjum, þ.e. þeim vaxt- arfyrirtækjum sem eiga erindi á alþjóðlegan markað, heilsteyptur far- vegur til að fjármagna sig og byggja upp viðskiptatengsl erlendis auk Ís- lands. Þetta er jákvætt enda eykur þetta samkeppni, stuðlar að auknum gæðum, býður upp á breiðara tengsl- anet auk hreins framboðs af fjármagni. Í mínum huga stuðlar þetta þannig að framförum og gjörbreytir umhverfi fyrir nýsköpun enda hefur heimótt- arskapur og einangrun sjaldan verið uppskrift að árangri.“ Jón Helgi segir hugmyndafræði Seed Forum byggjast á þeirri forsendu að stuðningur við sprotafyrirtæki ráðist af arðsemi og gæðum viðskiptatækifær- anna. Öðrum forsendum, til dæmis byggðastefnu eða annarri pólitík, sé ekki blandað saman við ákvarð- anatökuna. „Einn besti vitnisburður um gæði nýs viðskiptatækifæris og sprotafyrirtækis,“ segir Jón Helgi, „er þegar al- þjóðlegir fjárfestar, sem eru þekktir fyrir vel heppnað val í fjárfest- ingum sínum og þekkja það besta sem gerist á heimsvísu, greiða við- skiptatækifærinu atkvæði sitt með beinhörðum pen- ingum í formi hluta- fjárþátttöku.“ Jón Helgi segir að stuðnings- umhverfið við íslensk sprotafyrirtæki þurfi sífellt að þróast og þroskast eins og annað í takt við nýja tíma. Margir kannist væntanlega við að aðgangur að fjármagni hafi verið mjög takmarkaður og beinn stuðningur rýr sbr. nýlega skýrslu Háskólans í Reykjavík þar sem fram komi að bein framlög hins op- inbera til allra hátæknifyrirtækja á Ís- landi 1998 til 2003 voru um 100 til 130 milljónir króna á ári. Í alþjóðlegu sam- hengi jafngildi þessar upphæðir rétt ríflega meðalupphæð stakra fjármögn- unarsamninga einstakra fyrirtækja víða erlendis en þetta sé opinbert fjár- magn til allra hátæknifyrirtækja á Ís- landi á ári. Jón Helgi segir að aug- ljóslega þýði þetta að viss áskorun sé fólgin í því að byggja upp hátæknifyr- irtæki á Íslandi og nýrra leiða sé því þörf. Nýsköpunarsjóður sem og aðrir innlendir sjóðir og fjárfestingarfyr- irtæki hafi hætt eða fært sig upp líf- 98&+ # *0& 9:;(&(:<& +:&==>& ,8&2 ?9 9  *     ! "#$  #% ,8&2 ?9 9  *   ! " & '(" #% +:&==>   ! " ) * "# #% 9:;(&(:<   ! " +! "#% # 98&+ # *0 #$ , "#-  #% Hugmyndirnar hitta fjármagnið Jarðvegur nýsköpunar er nokkuð frjósamur hér á landi, sé tekið mið af þeim fjölda sprotafyrirtækja sem kynna viðskiptahugmyndir sínar á fjárfestingarþinginu Seed Forum Iceland. Helgi Mar Árnason og Arnór Gísli Ólafsson kynntu sér hugmyndafræð- ina á bak við Seed Forum og þau fyrirtæki sem þar reyna að laða til sín fjármagn. tímakúrfuna og fjárfesti fremur í fyr- irtækjum í umbreytingu eða fyrirtækjum sem eru komin lengra í starfsemi sinni en í sprotafyrirtækjum. Þannig hafi skapast tómarúm varðandi fjármögnun nýrra spennandi við- skiptatækifæra. Hefur skapað tækifæri „Þetta tómarúm,“ segir Jón Helgi, „hefur hins vegar skapað færi á að end- urskoða nálgunina hvernig best er að standa að því að styðja við nýsköpun og verðmætasköpun hér heima. Mikilvæg forsenda í þeirri vinnu er stofnun Sam- taka sprotafyrirtækja þar sem fulltrú- ar sprotafyrirtækjanna sjálfir vinna að því að bæta eigið umhverfi og vinna í eigin málum. Seed Forum er ein afleið- ing þess að beinir hagsmunaaðilar vinna þar að framgangi eigin mála. Í Seed Forum ferlinu er lögð áhersla á að mismunandi aðilar koma að ferlinu, allt eftir því hvar þeirra virði liggur. Virði háskóla felst m.a. í þekkingu á tækni, nýnæmi, og hugmyndaflæði, Rannís o rannsóknastofnanir koma einnig að rannsóknarhlutanum og því koma þei að fyrsta fasanum í Seed Forum ferlin og tilnefna sprotafyrirtæki til þátt- töku.“ Jón Helgi segir að alþjóðleg fyr- irtæki og alþjóðlegir fjárfestar séu hin vegar betur til þess fallnir að ákvarða hvaða fyrirtæki eigi stuðning skilið enda hafi þessir aðilar oft betri yfirsýn yfir framboð nýrra hugmynda og við- skiptatækifæra á alþjóðavísu og því koma þeir inn í annan fasa Seed For- um, þ.e. valið sjálft. „Bæði opinberir a ilar og einkaaðilar hafa síðan hlutverk þriðja fasanum þar sem þjálfunin fer fram. Í fjórða fasanum er fyrst og fremst áhersla á þarfir viðskiptavina þingsins, þ.e. fjárfesta og sprotafyr- irtækja. Lögð er áhersla á sprota- fjármögnun og sérstöðu slíkrar fjár- mögnunar. Þannig er áhersla á Jón Helgi Egilsson ;  *"    %"    )   *     *  * )     %    2   % #    )   @ *   & $ "    ) ?&     ? $# &       %  )   @   *#     *& #  *  %&A  &   )$  # <  % % $ )     ?   # )%    $ * A &#?  & )     & # $# &)$  $ #  )   " *  * & ) &     #%&'()#' #   % % B" !     # % %  #%   )   C * &35 "5DD6 E # &56 "5DD6 +FG &3! "5DD6 (    *  #"#) E       8  #"&    %  )   *  H "       # *!   %   # % %"  -)  *    # $            ?  (*   *  +  ! "#$  #% , &-' ( -'-'&   ! " .     / *0 1  SPROTAFYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.