Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 7
Holtasmára 1, 201 Kópavogi, sími 545 3000, fax 545 3001TM Softwarewww.t.is
M
IX
A
•
fít
•
0
5
6
2
5
Við hjá TM Software vitum hversu mikilvægar upplýsingar viðskiptavina okkar eru.
Þess vegna innleiddum við öryggisstjórnkerfi skv. BS 7799 í samvinnu við öryggis-
sérfræðinga Admon ehf. og er það vottað af British Standard Institute, sem er
fremsta og virtasta stofnunin á sínu sviði í heiminum. Vottunin staðfestir að hjá
TM Software er skilvirkt verklag við rekstur tölvukerfa og vernd upplýsinga.
Hjá TM Software er tryggt að öll tölvu- og upplýsingavinnsla uppfylli ströngustu
kröfur viðskiptavina og um leið kröfur sem gerðar eru af ytri aðilum með tilliti til
persónuverndarlaga.
Viðskiptavinir okkar eiga eftir að njóta góðs af stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá
TM Software í skilvirku verklagi, öflugri þjónustu og hagkvæmri upplýsingavinnslu.
TM Software – alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki
TM Software er eitt af framsæknustu fyrirtækjum í upplýsingatækni hér á landi.
Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í 12 löndum og þjónar rúmlega 1.500 viðskiptavinum
um allan heim. Hjá TM Software starfa um 400 manns. Fyrirtækið er leiðandi við
ráðgjöf, þróun og rekstur hugbúnaðar og býður fjölbreyttar lausnir í nánu samstarfi
við virtustu upplýsingatæknifyrirtæki heims.
IS 80473
Upplýsingar
í öruggum
höndum
TM Software hlýtur vottun á stjórnkerfi upplýsingaöryggis