Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  V iðskiptaum- hverfið hér á landi er vel þró- að, að mati Simeon Djan- kov, fram- kvæmdastjóra greining- ardeildar Alþjóðabankans. Flestir þeir vísar sem greiningardeild Al- þjóðabankans fara eftir benda til þess að auðvelt sé að stofna fyr- irtæki hér á landi og að það sé auðveldara en gengur og gerist í löndum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. Það sama á reyndar við um Norðurlöndin í heild sinni, að sögn Djankov. En telur hann að smæð íslenska hag- kerfisins, sem og þeirra norrænu, geti verið skýringin? „Við höfum tekið eftir þeirri til- hneigingu smærri hagkerfa að setja minna af reglugerðum og þar með er það almennt auðveldara að stofna fyrirtæki. Einnig tel ég að á Norðurlöndunum ríki hefð fyrir lipru viðskiptalífi enda standa þau sig öll mjög vel, til dæmis í sam- anburði við enskumælandi lönd. Að sama skapi hefur fjölda reglugerða verið aflétt á Norðurlöndunum á síðasta áratug og er hluta af skýr- ingunni að finna þar,“ segir Djan- kov. Ísland meðal bestu þjóða Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í síðustu viku mun Ís- land hafna ofarlega á lista Alþjóða- bankans um hvar er auðveldast að stofna fyrirtæki, þó getur Djankov af eðlilegum ástæðum ekki alveg fullyrt um hvaða sæti Ísland muni tylla sér í þar sem greiningu bankans er ekki enn að fullu lokið. Hann telur þó líklegt að Ísland muni hafna á meðal tíu efstu þjóða á listanum. Þótt þetta sé mjög góður árangur er engin ástæða til þess að láta staðar numið og telur Djankov að með vissum umbótum getum við náð enn lengra. „Íslendingar standa sig ekki sér- staklega illa á neinu sviði en miðað við önnur lönd OECD eru þeir svolítið á eftir þegar kemur að því að framfylgja samningum. Ef deil- ur rísa milli viðskiptaaðila tekur það langan tíma að leysa þessar deilur í réttarkerfinu. Ég er ekki að segja að réttarkerfið sé óskil- virkt en miðað við önnur lönd, eins og til dæmis Norðurlöndin, Þýska- land og Holland, er Ísland á eftir hvað varðar umbætur varðandi af- greiðsluhraða og kostnað í þessum deilumálum. Að mínu mati gæti það verið gagnlegt að líta til Hol- lands, Danmerkur og Þýskalands og sjá hvernig umbætur hafa verið gerðar þar. Í þeim löndum er hugsað á þann hátt að ef svona mál taka langan tíma í afgreiðslu þá þýðir það að peningar eru fastir og á meðan svo er eru peningarnir ekki notaðir á skilvirkan hátt,“ segir Djankov. Hvað varðar almenna stjórnhætti fyrirtækja (e. corporate govern- ance) segir hann að þörf sé á frek- ari umbótum. „Ég er ekki að segja að engar umbætur hafi verið gerð- ar en eigi hlutabréfamarkaðurinn að þróast frekar er frekari umbóta þörf,“ segir Djankov. Aðgangur að fjármagni mikilvægur Maður í stöðu Djankov fer víða og þarf að hafa gríðarlega yfirsýn yfir fjármálamarkaði og efnahagslíf í löndum heimsins. Því er ekki úr vegi að fá hans mat á stöðu ís- lenskra fjármálamarkaða og efna- hagslífsins. Telur hann að sú stað- reynd að hér séu aðeins þrír viðskiptabankar, auk sparisjóð- anna, hefti íslenskan markað? „Ef tekið er tillit til stærðar landsins er nauðsynlegt að meta hvort þátttaka Íslendinga á alþjóð- legum mörkuðum sé næg og hvort áhugi erlendra fjármálafyrirtækja á að koma til landsins sé fyrir hendi. Sé þessi áhugi ekki fyrir hendi getur það leitt til þess að ís- lensk fyrirtæki leiti á erlenda hlutabréfamarkaði til þess að afla fjár enda er aðgangur að fjár- magni mun auðveldari þar. Þessi þróun gæti einnig orðið að veru- leika ef íslensk fyrirtæki telja sig ekki fá nægilega góða þjónustu hér á landi. Þannig tel ég að það sé ekki fjöldi banka sem skiptir máli þegar allt kemur til alls held- ur er það samkeppni og aðgangur að fjármagni,“ segir Djankov. Útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands og Norðurlandanna hef- ur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Telur Djankov að þessi útrás geti aukið samkeppn- ishæfi fjármálaumhverfisins hér- lendis? „Ég tel að þetta sé nauðsynlegt fyrir þróun íslenska fjármála- umhverfisins þar sem markaðurinn hér er allt of lítill til þess að fyr- irtækin geti haldið áfram að stækka eins og þau þurfa. Enn- fremur eykur þetta aðgang að fjármagni sem er nauðsynlegt fyr- ir þróun markaðarins. Til þess að auka möguleikana enn frekar held ég að það sé nauðsynlegt fyrir fyr- irtækin að leita á fleiri markaði en þau gera í dag. Eitt slíkt svæði er Eystrasaltslöndin þar sem mark- aðir eru vanþróaðir og von um meiri arð af fjárfestingum en af mörkuðum eins og þeim breska og sænska þar sem samkeppni er mikil,“ segir Djankov. Of lítill markaður? Segja má að íslenski hlutabréfa- markaðurinn sé rétt að slíta barns- skónum. Telur Djankov að hægt sé að sjá fyrir framtíð markaðarins hér miðað við þá reynslu sem kom- in er á öðrum mörkuðum? „Þegar nýþróaðir markaðir eru annars vegar er alltaf spurningin hvort þeir séu nægilega stórir og það er spurning hvort íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé lífvæn- legur til langs tíma litið. Almennt séð er svarið sennilega neikvætt þar sem íslenski markaðurinn mun þurfa að glíma við harða sam- keppni frá öðrum mörkuðum svo sem þeim breska og hinum nor- rænu mörkuðunum. Þessa þróun höfum við séð meðal annars í A- Evrópu þar sem markaðir þróuð- ust mjög hratt á miðjum 10. ára- tugnum en síðan hefur fyr- irtækjum fækkað og fjármagn minnkað. Undantekning frá þessu er Pólland. Ástæðan fyrir því að fyrirtækjum fækkar er sú að þau afskrá sig og skrá sig síðan í London eða Frankfurt. Þeir hluta- bréfamarkaðir sem hafa náð að halda sínum hlut eru markaðir sem skapa lífvænlegt umhverfi fyr- ir lítil eða miðlungsstór fyrirtæki og laða fjárfesta að þeim. Þá á ég ekki við stóra stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði heldur þessa smærri einstaklingsfjárfesta,“ seg- ir Djankov. Hann heldur áfram og segir að til þess að þessi þróun geti orðið hérlendis þurfi umbætur að eiga sér stað og fyrirtækin að taka meira tillit til minni hluthafa. En telur hann að aukin sam- þætting hlutabréfamarkaða á Norðurlöndum meðal annars með NOREX-kauphallasamstarfinu geti hægt á þessari þróun? „Vissulega getur það hægt á þróuninni en engu að síður tel ég að þótt norrænu og baltnesku kauphallirnar starfi saman séu þær ekki stór aðili í Evrópu. Þess vegna tel ég að þótt þessar kaup- hallir starfi saman séu þær þrátt fyrir allt ekki nægilega áhugaverð- ur markaður fyrir stóru fyrirtækin og líklegra að þau leiti á stærri markaði, svo sem London, í leit að fjármagni. Fari hins vegar svo að löndin auki einkavæðingu á lífeyr- issparnaði, líkt og gert hefur verið í Svíþjóð, getur aukið fjármagn streymt inn á markaðinn sem verður til þess að auka samkeppn- ishæfni markaðanna,“ segir Djan- kov. Heilbrigðar horfur Að lokum er ekki úr vegi að biðja Djankov um að meta stöðu ís- lenska hagkerfisins miðað við nið- urstöður þær sem skýrsla grein- ingardeildar Alþjóðabankans leiðir í ljós. „Ég tel að til skamms eða með- allangs tíma muni hagvöxtur vera ansi kröftugur, á bilinu 5–6% á næstu 3–5 árum. Jafnframt er það mitt mat að þær efnahagsumbætur sem hafa verið gerðar hér á síð- ustu rúmlega tíu árum verði til þess að þessi vöxtur verði var- anlegri en ekki eingöngu byggður á örfáum atvinnugreinum. Til með- allangs tíma eru horfurnar að mínu mati mjög heilbrigðar. Spurningin er hins vegar hvernig er hægt að viðhalda hagvexti til langs tíma litið yfir meðaltali OECD sem á tíu ára tímabili er á bilinu 2–2,5%. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að halda áfram að leita nýrra markaða, bæði í Bretlandi og á Norðurlönd- unum, þar sem Íslendingar eru að hasla sér völl, sem og í Eystra- saltslöndunum eins og ég nefndi áðan. Til langs tíma litið tel ég enn fremur vænlegt að leita á enn fjar- lægari markaði,“ segir Djankov og nefnir í því samhengi Kína, Bras- ilíu, Indland og Indónesíu. Glöggt er gests augað Simeon Djankov, framkvæmdastjóri greiningardeildar Al- þjóðabankans, var staddur hér á landi fyrir stuttu til þess að kynna skýrslu deild- arinnar um viðskipta- umhverfið hérlendis. Guðmundur Sverrir Þór hitti hann að máli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð frammistaða Íslands Simeon Djankov kynnir skýrslu Alþjóðabankans á fundi Verslunarráðs og Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. sverrirth@mbl.is Það er spurning hvort íslenski hlutabréfamark- aðurinn er lífvænlegur til langs tíma litið. Til þess að auka möguleikana enn frekar held ég að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að leita á fleiri markaði en þau gera í dag. ’ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.