Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 B 19  HAGVÖXTUR er eitt af þessum orðum sem koma fyrir í fjölmiðlum nánast daglega og því ekki úr vegi að skýra hugtakið aðeins nánar. Til þess er þó nauðsynlegt að byrja á því að skýra út hvað er átt við með hugtakinu verg landsfram- leiðsla (VLF) sem er annað mjög mikið notað hugtak.. VLF þýðir í afar stuttu máli heildarverðmæti þess sem fram- leitt er og selt í hagkerfi (t.d. á Ís- landi) á vissu tímabili. Þannig er hægt að reikna VLF fyrir einn mánuð, ársfjórðung, ár og svo framvegis. Það er mikilvægt að gera grein- armun á landsframleiðslu og þjóð- arframleiðslu þar sem landsfram- leiðsla er takmörkuð við þá framleiðslu sem á sér stað innan hagkerfisins. Þannig skila tekjur íslenskra fyrirtækja af framleiðslu erlendis, sem seld er erlendis, þar sem þær eru ekki útflutnings- tekjur sér ekki í landsframleiðslu en eru hins vegar hluti af þjóð- arframleiðslu. Það er nánast óhugsandi að VLF sé óbreytt á milli tímabila, ekki nema tímabilið sé dagur eða kannski vika. Eins og á við um allt annað geta breytingar í VLF verið jákvæðar eða neikvæðar. Lækki VLF á milli tímabila er talað um samdrátt og sagt að hagkerfið dragist saman. Hækki VLF hins vegar á milli tímabila er talað um hagvöxt og sagt að hagkerfið vaxi. Hagvöxtur er almennt mældur í prósentum þannig að aukningin í VLF á milli tímabila er mæld sem hlutfall af VLF í lok fyrra tíma- bilsins. Sé hagvöxturinn viðvarandi á milli tímabila er almennt talað um hagvaxtartímabil og jákvæða hag- sveiflu. Sé samdráttur viðvarandi á milli tímabila er talað um efna- hagslægð og neikvæða hagsveiflu. spurt@mbl.is Þegar hagkerfið vex ? | HAGVÖXTUR EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur samþykkt nýjar tilskipanir um op- inber innkaup sem fela í sér nokkuð víðtækar breytingar á tilhögun út- boða, ramma- samninga og ann- arra innkaupa- aðferða. Guðmundur I. Guðmundsson, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, segir að með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu 1994 hafi fjórar tilskip- anir um opinber innkaup verið aðlagaðar lögum hér á landi. Nú sé búið að fella þrjár þess- ara tilskipana saman í eina tilskipun um opinber innkaup ríkis og sveitar- félaga. Ýmiss konar breytingar og aðlaganir voru jafnframt gerðar. Fjórða tilskipunin, sem nú verður önnur tveggja, segir hann að fjalli um innkaup veitufyrirtækja, s.s. Landsvirkjunar, Orkuveitunnar o.fl. Guðmundur nefnir rammasamn- inga, samningskaup, samkeppn- isviðræður og ákvæði um rafræn inn- kaup sem dæmi um nýjar innkaupaaðferðir og mikilvægar breytingar í tilskipununum. „Búið er að innleiða nánari ákvæði um rammasamninga en ákvæði um þá voru takmörkuð áður,“ segir Guð- mundur og upplýsir að þrátt fyrir að hægt hafi verið að gera rammasamn- inga þá sé fyrst núna sagt til um ná- kvæma útfærslu þeirra. Auk þess verði nú mögulegt að gera verðfyr- irspurnir innan rammasamninga. Samkeppnisviðræður nýmæli „Samkeppnisviðræður eru nýmæli,“ segir Guðmundur og á þar við kaup sem ekki eru boðin út á hefðbundinn hátt heldur er auglýst eftir þátttak- endum og þeim gefinn kostur á að leggja til lausnir í útboðsferli í nokkr- um þrepum, þar til hagkvæmustu samningar nást við einn þeirra. „Það hafa verið mjög þröngar heimildir til að fara í samningskaup en með þessari viðbót hafa þær verið rýmkaðar. Áður þurfti að njörva allt niður og fara með í útboð. En nú er búið að veita heimildir til samkeppn- isviðræðna, undir ákveðnum kring- umstæðum.“ Auk þess nefnir Guðmundur veigamiklar breytingar á ákvæði til- skipananna um rafræn innkaup. „Síðan eru ákvæði um umhverf- issjónarmið og þegar taka þarf tillit til félagslegra þátta í innkaupum.“ Sem dæmi nefnir hann svæði með staðbundið atvinnuleysi, þá megi taka tillit til þess við gerð samninga, s.s. áskilja það að samningsaðili láti menn af svæðinu ganga fyrir í vinnu. Ráðstefna í næstu viku Guðmundur segir að á Íslandi sé unnið að því að semja ný lög um op- inber innkaup en tilskipanir ESB þurfi að vera innleiddar í janúar á næsta ári. Vegna þessara miklu breytinga standa Ríkiskaup fyrir ráðstefnu í næstu viku um hinar nýju tilskipanir ESB. Þar mun Skúli Magnússon, hér- aðsdómari, gera grein fyrir íslensku lögunum sem eru í smíðum og öllum nýmælum í þeim. Einnig heldur er- indi Othar Örn Petersen hrl. og danski prófessorinn Steen Treumer fjallar um viðurlög við því að bjóða ekki út verkefni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er lagaprófessorinn Sue Arrowsmith en hún er einn fremsti sérfræðingur í lögum um opinber innkaup á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Mun hún m.a. fjalla um samningskaup. Guðmundur segir ráðstefnuna opna öllum, hún henti ekki einungis lögfræðingum og forstöðumönnum stofnana heldur einnig seljendum sem þurfa að kynna sér þær breyt- ingar sem eru að verða á lögunum og þróunina á þessu sviði. Talsverðar breytingar á opinberum innkaupum Guðmundur I. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.