Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 13
fjárfesta sem hafa oft það sem skiptir mestu máli fyrir sprotafyrirtækin þ.e. rekstrarþekkingu, sérfræðiþekkingu á sínu sviði, markaðs- og viðskiptavina- tengsl auk fjármagns. Slíkir aðilar eru því oft mun dýrmætari fjárfestar fyrir sprotafyrirtækin en þeir sem koma ein- göngu með fjármagn; þetta eru aðilar sem hafa reynslu, þekkingu og hæfi- leika og hafa oftar en ekki sjálfir byggt upp fyrirtæki, staðið í rekstri og efnast á því.“ Mikilvægt að vanda valið Jón Helgi segir að því miður séu dæmi þess að sprotafyrirtækin sitji uppi með fjárfesta sem vinna fyrirtækjunum meira ógagn en gagn og því einnig mik- ilvægt að sprotafyrirtækin vandi valið á því hverjum þau hleypa inn sem fjár- festum. „Að sama skapi þurfa sprota- fyrirtækin að átta sig á sínum ann- mörkum og geta ekki boðið fjárfestum upp á annað en fagleg og vönduð vinnu- brögð.“ Jón Helgi bendir á að í skýrslum World Economic Forum síðustu þrjú árin komi fram að Íslandi falli í flokk þeirra landa sem þurfa að sækja fram- tíðarhagvöxt sinn til nýsköpunar. Jón Helgi bendir á að í úttekt á fjár- málavanda nýrra fyrirtækja á Íslandi, sem unnin var við Háskólann í Reykja- vík árið 2003, hafi komið fram að áhættufjármagnsmarkaður hafi hrunið árið 2002. Á Sprotaþingi í febrúar kom fram að menn töldu mikið skorta á að hið op- inbera legði fram nægjanlegt fé til ný- sköpunar og sprotafyrirtækja, framlög hins opinbera til rannsókna og þróunar í heild næmu þannig um tíu milljörðum á ári en af þeirri upphæð fengju sprota- fyrirtækin aðeins 100 milljónir. Fram kom að fyrirtækin þyrftu einmitt mest á stuðningi að halda þegar rannsóknir þeirra eru á þróunarstigi og að hið op- inbera þyrfti að þrefalda styrki til fyr- irtækja meðan á því stæði og endur- skoða þurfi stuðningsumhverfið almennt. Jón Helgi tekur undir þessi sjón- armið en leggur jafnframt áherslu á að ekki megi einblína of mikið á þátt hins opinbera þótt hann sé vissulega mik- ilvægur. Hann leggur áherslu á aðilar átti sig á í hverju þeirra virði liggur við að hámarka árangur í nýsköpun og virðissköpun. Hið opinbera getur tryggt umgjörðina sem stuðlar að ný- sköpun og stuðlað að því að meira fjár- magn renni í nýsköpun og stuðlað að meiri gæðum en það er ekki sjálfgefið að hið opinbera sé best fallið til að framkvæma eða útfæra slíkt. Raunar telur Jón Helgi að hið opinbera þurfi að passa upp á að hindra ekki eða draga úr líkum þess að einkaframtakið fái blómstrað á þessu sviði þar sem það á við. Frumkvæðið, þekking og reynsla tengt sprotafyrirtækjum er augljóslega hjá fyrirtækjunum sjálfum, þau verði sjálf að ríða á vaðið enda brenni eld- urinn heitast á þeim. Þau þurfi þó vissulega á beinum og óbeinum stuðn- ingi stjórnvalda að halda, ekki síst þeg- ar þau séu að taka fyrstu skrefin. En síðan eigi fjársterkir einstaklingar og fjárfestar með reynslu, sérfræðiþekk- ingu, sambönd og annan virðisauka að taka við og þar komi samtök eins og Seed Forum einmitt inn í myndina enda sé hugsunin að stuðningur við sprotafyrirtæki eigi að ráðast af vænt- ingum fjárfesta um arðsemi viðskipta- hugmyndar fyrst og síðast. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 B 13  < % Sprotafyrirtæki … … eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum, bæði einstaklinga, háskóla, rann- sóknastofnana eða fyrirtækja … byggjast einatt á sérhæfðri þekkingu, tækni eða nýnæmi. Mikil áhætta en mikil tækifæri talið er að um 80% sprotafyrir- tækjanna deyi en 20% þeirra lifi. Eiginleikar sprotafyrirtækja … verja að jafnaði yfir 10% af árs- veltu í þróunarkostnað. … hætta að teljast sprotafyr- irtæki þegar þau hafa verið skráð í kauphöll eða náð eins milljarðs króna veltu. Þekkingin lifir Þróunarferill sprotafyrirtækjanna er oft mjög langur en þekking sem skapast lifir og flyst til nýrra fyr- irtækja. Hrun í fjármögnun Áhættufjármagnsmarkaðurinn hrundi árið 2002 og enn ríkir mark- aðsbrestur í áhættufjármögnun Framtíð hagvaxtar Ísland er eitt þeirra landa sem þarf að sækja framtíðarhagvöxt til ný- sköpunar. og ir nu ns a n að- k í arnorg@mbl.is og hema@mbl.is *'(  *#! IE? J H      E      * !    * 2 0    345    5    @<  6   K   (  IE J /0'!( 0 &-'( !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.