Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 20
20 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„VOÐALEGA hafið þið stór
eyru,“ verður Þórði Ólafssyni, sér-
fræðingi hjá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum, að orði þegar hann svar-
ar í símann og er inntur eftir því
hvort hann sé að taka sig upp frá
Washington þar sem höfuðstöðvar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru en
þar hefur Þórður starfað í að verða
sjö ár.
Með aðsetur á Barbados
„Jú, það er rétt ég er að taka við
nýju starfi hjá CARTAC (Caribbean
Regional Technical Assistance
Center), hinn 1. júlí nk. CARTAC
hefur það meginhlutverk að veita
nánast öllum eyjunum í Karíbahaf-
inu auk Belize og Guyana, ráðgjöf á
sviði efnahags og fjármála-
starfsemi. Ég mun taka að mér að
hafa umsjón með og veita tækni-
lega ráðgjöf á sviði fjármála-
starfsemi. Ég flyt mig tímabundið
um set til Barbados þar sem CAR-
TAC hefur aðsetur. Þetta er staða
sem er veitt til eins árs en er fram-
lengjanleg tvisvar sinnum eða
lengst til þriggja ára. Að dvölinni
lokinni mun ég snúa aftur til Wash-
ington.
CARTAC er liður í þróunarverk-
efni Sameinuðu Þjóðanna og á Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn aðild því
og annast framkvæmd verkefn-
isins.
Starfsemin er fjármögnuð af
ýmsum aðilum, auk Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og Alþjóðabankans
eins og t.d. ESB, Kanada, Bret-
landi, Bandaríkjunum o.fl.“
Þórður segir verkefni af þessu
tagi vera mjög svipuð þeim sem
hann hefur verið að starfa við und-
anfarin ár.
„Ég er búinn að fara víða um
heiminn í þessari tæknilegu ráðgjöf
síðan ég hóf störf hjá Sjóðnum. Að-
albreytingin verður sú að þarna
verð ég að vinna á tiltölulega af-
mörkuðu svæði. Hins vegar fylgja
starfinu óhjákvæmilega töluverð
ferðalög á milli eyjanna. Þess má til
gaman geta að aðeins tvö af þessum
löndum, eða eyjum eru land-
fræðilega stærri en Ísland (Guyana
og Suriname) en fólksfjöldinn er
meiri í sex af 20 aðildarríkjunum en
á Íslandi. Það getur vel verið að
mín reynsla að heiman, frá litlu
landi, muni nýtast mér vel á þessu
svæði.“
Ekki sami útsynningurinn
„Við erum bara tvö hjónin, börnin
og barnabörnin eru heima á Íslandi
þannig að það er tiltölulega auðvelt
mál fyrir okkur að flytja frá Wash-
ington til Barbados. Mér er sagt að
það sé ekki sami útsynningurinn og
kuldin á Barbados eins og stundum
vill vera heima á Íslandi og reyndar
líka hérna í Washington. Þannig að
það má ætla að það verði þægilegt
loftslag þarna. Maður getur hins
vegar alltaf átt von á fellibyljum á
þessu svæði, á vissum árstíma
amk.“ Þórður segir að stór hluti
fjármála geirans falli undir hans
starfssvið, s.s. bankar, aðrar lána-
stofnanir, verðbréfafyrirtæki,
lífeyris sjóðir o.s.frv. „Þetta er bæði
á sviði löggjafar og reglna í sam-
bandi við starfsemi fjármálastofn-
ana, ráðgjöf við uppbyggingu á
bankastarfsemi, eftirlit með
fjármálastofnunum, málefni seðla-
banka eða flest allt sem lýtur að
fjármálastarfsemi og fjármála-
stöðugleika. Samstarf eftirlitsaðila
með fjármálastofnunum er eitt af
því sem ég mun horfa sérstaklega
á.“
Þórður segir mikið um aflands
fjármálamiðstöðvar í Karíbahafinu,
þ.e. alþjóðleg bankastarfsemi sem
hafi verið flutt til þessara eyja af
ýmsum ástæðum og þær muni því
einnig falla undir hans verksvið.
En er ekki komin heimþrá í
Þórð? „Það er alltaf viss heimþrá.
Ég get ekki tímasett það en það
stendur alltaf til að koma heim,
hvenær sem það nú verður.“
„Búinn að
vera úti um
allan heim“
Morgunblaðið/Golli
Fjármál í Karíbahafinu Þórður Ólafsson, sérfræðingur hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum er á leið til Karíbahafsins.
UMSKIPTI virðast hafa orðið í
þýsku efnahagslífi á fyrstu mánuð-
um þessa árs eftir slaka á síðasta
ársfjórðungi liðins árs, að því er Her-
mann Remsperger, aðalhagfræðing-
ur þýska seðlabankans, áætlar.
Þýska hagkerfið er hið stærsta á
svokölluðu evrusvæði álfunnar.
Remsperger sagði seðlabankann
áætla að tölur um verga landsfram-
leiðslu fyrir fyrsta ársfjórðung muni
sýna talsverðan bata frá síðasta árs-
fjórðungi. Landsframleiðslan
minnkaði um 0,2% á tímabilinu frá
október til desember 2004.
Remsperger nefndi ekki bein-
harðar tölur um áætlaðan hagvöxt
en samkvæmt þýsku efnahagsstofn-
uninni DIW er ætlað að þýska hag-
kerfið hafi vaxið um 0,7% frá janúar
til mars á þessu ári, aðallega vegna
góðs gengis í iðnaði og verslun.
Remsperger segir þýska seðla-
bankann halda sig við fyrri spár um
að hagvöxtur yfirstandandi árs verði
um 1% þrátt yfir olíuverðshækkanir.
Hagvöxtur í Þýskalandi