Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 24
H örður Bender hefur búið utan Íslands um helming ævinnar og selt bæði hraðbáta og hringitóna og margt þar á milli. Einn af þeim sem unnið hafa með Herði lýsir hon- um einmitt sem mjög miklum sölumanni. „Ég er stoltur af því,“ segir Hörður. Hörður kynntist konunni sinni, Þórunni Jónsdóttur gigtarlækni, á æskuárunum í Hvassaleitisskóla en þau rugluðu saman reytum eftir að Hörður kom úr meist- aranámi í alþjóðaviðskiptum í Heidelberg í Þýskalandi árið 1994 og hafa verið gift á sjötta ár. Hörður og Þórunn eiga fimm börn á aldrinum 1½ árs til 8 ára og býr fjöl- skyldan nú í Stokkhómi. Hörður var skiptinemi í Ekvador, bjó síðan á Spáni og í skútu í Portúgal þar sem hann var fasteignasali. Hann lærði stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði í Virginíu í Bandaríkjunum og bjó um hríð í Kanada þar til hann fluttist til Þýskalands í eitt ár. Að námi loknu starfaði hann hjá Flugleiðum á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Árið 2000 stofnaði hann fyrirtækið Mr. Jet sem velti miklu í netviðskiptum. Árið 2001 var Hörður ráðinn for- stjóri Schibsted Telecom og kom því af stað. Hann stofn- aði svo eigið fyrirtæki í samstarfi við Metro árið 2002, m.a. á sviði SMS-þjónustu. Þetta fyrirtæki var sameinað finnska fyrirtækinu Jippii Entertainment og selt sl. haust þegar Hörður gekk aftur til liðs við Metro til að víkka starfsemi þess út á Netið. „Ég var alltaf með þetta í huga en það var bara ekki rétti tíminn fyrir tveimur árum. Nú er rétti tíminn,“ segir athafnamaðurinn Hörður Bender. Hann hefur ekki staldrað lengi við í hverju starfi og segir það helgast af því að styrkur hans felist í að koma fyrirtækjum af stað. Vinur og viðskiptafélagi orðar það svo að Hörður gangi beint til verks: „Hörður er skapandi og fylginn sér. Hann er fljótur að sjá tækifæri, hefur sterka sýn og gengur beint til verks ... á meðan Svíarnir fara kannski meira á hlið.“ Hörður hlær og segir að Svíarnir hafi ótrúlega hæfi- leika til að gera áætlanir til langs tíma eins og dæmin sanni. Þegar kemur að áætlunum til styttri tíma má segja að Íslendingurinn bæti Svíana upp. „Ég á erfitt með að hugsa lengra fram í tímann en tvö til þrjú ár en það getur svo sem vel verið að ég verði lengur í þessu starfi. Þetta hentar mér vel núna,“ segir Hörður. „Hörður er skemmtilegur að vera með og góður fé- lagi,“ segir einn. „Hörður er vinur vina sinna og fé- lagslega sterkur,“ segir annar. Þeir sem þekkja Hörð hrósa honum einnig fyrir framkvæmdagleði og sjálfs- öryggi. „Hann er hörkuduglegur og mjög mikill sölumað- ur. Hefur mikið sjálfstraust og kemur alltaf niður á fæt- urna.“ Annar segir að þótt ákafi geti verið jákvæður geti Hörður kannski verið of bráður og það e.t.v. bitnað á fjöl- skyldunni. „Ég er að minnsta kosti enginn níu til fimm pabbi,“ segir Hörður. „En ég reyni að setja ákveðnar grundvall- arreglur. Skipulegg til dæmis vinnuferðir í kringum fót- boltaæfingar sona minna sem ég mæti alltaf á. En ég þrífst á því að hafa mikið að gera. Þeim mun meira kaos og brjálæði í vinnunni, þeim mun skemmtilegra. Það er náttúrlega stanslaust prógramm frá sex á morgnana og langt fram á kvöld. Mér finnst skemmtilegt að koma heim eftir strangan vinnudag og fara beint í bleiuskipti og barnauppeldi. Við hjónin erum líka samhent í þessu og þá verður þetta nokkuð létt,“ segir Hörður. „En það er rétt að ég á það til að taka ákvarðanir fljótt og finnst það ekki erfitt. Ég er óendanlega óþolinmóður og það getur kannski bitnað á samstarfsfólki mínu,“ segir Hörður. En það er ekki nóg að sinna vinnu og stórri fjölskyldu því áhugamál fjölskyldunnar eru líka fyrirferðarmikil. Tengdafjölskylda Harðar á jörð í Fljótshlíð og þar finnst fjölskyldunni gott að eyða sumarfríinu „í eins mikilli ein- angrun og hægt er“. Hrossarækt á Íslandi og skútusigl- ingar í sænska skerjagarðinum komast líka inn í dag- skrána. „Og svo veit ég fátt betra en að standa úti í á með flugustöng,“ segir Hörður Bender að lokum. Óendanlega óþolinmóður SVIPMYND Ljósmynd/Lotta Imberg Mikill sölumaður Hörður Bender segist stoltur af því að honum sé lýst sem miklum sölumanni. steingerdur@mbl.is Hörður Bender, framkvæmda- stjóri Metro International og for- stjóri Metro Modern Media, er 37 ára í dag. Steingerður Ólafsdóttir bregður upp svipmynd af honum. DAGBÓK | VIÐSKIPTI Við hjálpum þér að láta það gerast E N N E M M / S ÍA / N M 15 9 7 6 Tilboðið gildir til 15. maí. ISDN POSAR Fyrirtæki og verslanir sem nýta posa í starfsemi sinni geta breytt venjulegri símalínu í ISDN stafræna símatengingu. Með ISDN stafrænni símatengingu stóraukast afköstin á álagspunktum og þar af leiðandi gæði þjónustunnar. Fáðu nánari upplýsingar í síma 800 4000 eða á siminn.is. Heimildarbeiðni tekur aðeins 3-5 sek. í stað 20-30 sek. Allt að átta posar í einu Hver heimild kostar aðeins 1 kr. í stað 4 kr. 3 sekúndur í staðinn fyrir 30 sekúndur Frábært posatilboð Nú er ódýrara að skipta yfir í ISDN posa Fjármögnun í takt við þínar þarfir ll INNLENT Ráðstefna 26. apríl | Stjórnunarráðstefna IMG undir yfirskriftinni „Spiral Dynamics, innsæi og forysta á tímum breyt- inga,“ verður haldin nk. þriðjudag kl. 13 til 17 á Hótel Loftleiðum. Don Edward Beck, Guðbjörg Andrea Jóns- dóttir og Frið- rik H. Jónsson flytja erindi. Don Edward Beck fjallar á ráð- stefnunni um Spiral Dynamics og hvernig hægt er að beita kenn- ingunni á lausn vandamála í sam- félaginu og í skipulagsheildum. Þá mun Guðbjörg Andrea kynna niðurstöður rannsóknar um gildi Íslendinga og Friðrik bregður upp heildarmynd af lífsskoðunum Íslendinga. Don Edward Beck 28. apríl | Nýjar tilskipanir Evrópu- sambandsins um opinber innkaup er yfirskrift ráðstefnu um breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli Reykjavík og hefst kl. 9:20. Á ráðstefnunni, sem ætluð er bæði lög- fræðingum og stjórnendum, verður farið yfir breytingar í nýjum tilskip- unum Evrópusambandsins um op- inber innkaup. Fjallað verður m.a. um innleiðingu og gildistöku tilskip- ananna á Íslandi, meginbreytingar í útboðsferlinu, ábyrgð vegna brota á útboðsreglum o.fl. Fyrirlesarar eru: Sue Arrowsmith, háskólanum í Nottingham, Steen Treumer við- skiptaháskólanum í Kaupmanna- höfn, Skúli Magnússon, héraðsdóm- ari, og Othar Örn Petersen hjá LOGOS. 26. apríl | Hádegisverðarfundur Skýrslutæknifélagsins um skrán- ingu léna og forræði yfir þeim verð- ur á Grand hóteli Reykjavík kl. 12:00–14:00. SKÝRR hf. hefur keypt allt hlutafé í Skríni ehf. á Akureyri og á nú fyrirtækið að fullu. Fyrir átti Skýrr 42% hlutafjár, en aðrir hluthafar voru Tækifæri hf., Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins, Framtakssjóður Landsbankans og Brim hf. Skrín sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa, Internetþjón- ustu, hýsingu, gagnaflutningi og hvers konar fjarvinnslu. Skýrr er dótturfélag Kögunar hf. Í tilkynningu frá Skýrr er haft eftir Hreini Jakobssyni, for- stjóra fyrirtækisins, að stjórn- endur þess telji að Skrín sé góð- ur fjárfestingarkostur. Fyrirtækið sé vel rekið, hafi traustan grunn viðskiptavina og starfsemin falli sérlega vel að starfsemi Skýrr. „Við leggjum þunga áherslu á að efla þjónustu okkar við lands- byggðina og kaupin á Skríni eru markviss liður í þeirri stefnu. Við ætlum í kjölfarið að styrkja starfsemina norðan heiða enn frekar. Það er mat okkar að með kaupunum verði kleift að bæta mjög þjónustu við núverandi við- skiptavini Skríns,“ segir Hreinn. Með kaup- unum á Skríni hefur Skýrr nú aðgang að hátt í tuttugu manna starfsliði á Norðurlandi. Skýrr keypti á síðasta ári Ele- ment á Sauðárkróki, sameinaði fyrirtækin og rekur þar nú útibú. Fram kemur í tilkynningunni að meðal helstu viðskiptavina Skríns séu ýmis sjávarútvegsfyr- irtæki, sveitarfélög og heilbrigð- isstofnanir, ásamt Fasteignamati ríkisins og Landskerfi bóka- safna. Rögnvaldur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Skríns, en stjórnarformaður fyrirtækisins er Atli Arason, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Hugbún- aðarlausna Skýrr. Skýrr kaupir Skrín Hreinn Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.