Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 16
16 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ  SPROTAFYRIRTÆKI ORF Líftækni hf. (ORF) hefur frá árinu 2000 þróað tækni til fram- leiðslu á verðmætum sérvirkum pró- teinsameindum í erfðabættu byggi. ORF hefur frá upphafi stefnt að stórskalaframleiðslu á verðmætum próteinum fyrir lyfjaiðnað (lyfvirk prótein) og aðra markaði og er sú stefna óbreytt, að sögn dr. Júlíusar B. Kristinssonar framkvæmda- stjóra. Viðskiptahugmyndin kviknaði fyr- ir um átta árum hjá tveimur frum- kvöðlanna, sameindalíffræðingunum Birni Örvar og Einari Mäntylä, og eru þeir meðal stjórnenda fyrirtæk- isins. „Til viðbótar upphaflegri áætl- un hefur ORF gert viðskiptaáætlun um verkefni sem fengið hefur heitið Græn smiðja þar sem framleidd verða prótein fyrir svokallaðan „fine chemicals“-markað. Fyrirtækið býr til erfðabætt bygg til framleiðsl- unnar og notar síðan staðlaða tækni til að hreinsa sérvirku próteinin úr bygginu. Próteinin verða frostþurrk- uð og seld sem duft til viðskiptavina félagsins. Byggið verður ræktað í gróðurhúsum og framleidd verða hundruð sérvirkra próteina af ákveðnum flokki próteina,“ segir Júlíus. Hann segir að hátt á þriðja hundr- að mismunandi prótein úr þessum flokki séu nú þegar seld á þessum markaði í dag og fari ört fjölgandi. „Notendur eru fyrst og fremst há- skólar, stofnanir, sjúkrahús og fyr- irtæki í frumurannsóknum, og þá sérstaklega á sviði krabbameins- rannsókna og stofnfrumurannsókna. Stærð markaðarins er nú um 400 milljónir Bandaríkjadala og er áætl- að að hann vaxi upp í um 700 milljónir dala árið 2008. Vaxtarþættir eru al- mennt mjög dýrir í framleiðslu í nú- verandi kerfum og gæðastjórnun oft erfið. Með því að nýta fram- leiðslutækni ORF Líftækni getur Græn smiðja boðið upp á allt aðra nálgun sem bæði eykur gæði prótein- anna og lækkar verðið á þeim. Því hafa dreifiaðilar, sem nú þegar eru á markaðnum, lýst áhuga á viðræðum við ORF um samstarf við markaðs- setningu vaxtarþáttanna. Í Grænu smiðjunni er virðiskeðjan vel þekkt, framleiddar verða vörur sem eru flestar þekktar, markaðs- verð er þekkt, viðskiptavinir og dreifiaðilar eru þekktir, sem og fram- leiðslutæknin. Það er heiður að vera í hópi valinna fyrirtækja á Sprotaþing. Aðstand- endur fjárfestingarráðstefnunnar hafa lagt sig fram um að vanda vel til framkvæmdarinnar, meðal annars með því að velja af kostgæfni sprota- fyrirtækin, sem taka þátt í henni. ORF Líftækni leitar nú eftir hlutafé vegna Grænnar smiðju og því er þess vænst að á Sprotaþingi verði fjár- festar, sem hafa áhuga á að fjárfesta í ORF Líftækni hf.,“ segir Júlíus. Framleiðsla verðmætra lífefna í Grænni smiðju Morgunblaðið/Sverrir ORF Líftækni „Stærð markaðarins er nú um 400 milljónir Bandaríkjadala og er áætlað að hann vaxi upp í um 700 milljónir dala árið 2008.“ NAVAMEDIC ASA er norskt/ íslenskt lyfjafyrirtæki sem stofnað var á Íslandi árið 2001 um framleiðslu á kítíni en úr því er slitgigtarlyfið glúk- ósamín unnið. Móðurfélag Navamedic er norskt en dótturfélag þess, Na- vamedic ehf., er á Húsavík. Þar hyggst Navamedic reisa kítínverksmiðju en kítínið er unnið úr rækjuskel. „Við höfðum áður tekið þátt í Seed Forum í Noregi þar sem samtökin urðu til á sínum tíma. Við vorum spurðir hvort við vildum taka þátt í Seed Forum í Reykjavík vegna tengsla okkar við Ísland. Við höfðum auðvitað áhuga á því vegna þess að við erum að hluta til íslenskt félag, margir af okkar stærstu hluthöfum eru nú ís- lenskir, s.s KEA, Húsavíkurbær og Ís- haf,“ segir Jon W. Ringvold, fjár- málastjóri Navamedic. Hann segir fjármögnun fyrsta hluta verksmiðjunnar frágengna en menn bíði nú eftir að fá leyfi til að markaðs- setja lyfið og þá fyrst geti menn hafið framkvæmdir við verksmiðjuna. „Það verður að skrá lyfið og við eigum von á því að lyfið fáist skráð í Svíþjóð inn- an skamms. Þegar það liggur fyrir getum við hafið framkvæmdir á Ís- landi.“ Ringvold segir Navamedic munu fara út á fjármagnsmarkaðinn þegar leyfið hefur fengist. „Við þurfum ekki fjármagn vegna fyrsta hluta verk- smiðjunnar, það er frágengið. En við förum síðan á markaðinn til þess að afla fjár vegna seinni hluta fram- kvæmdanna við verksmiðjuna og markaðssetningar.“ Ringvold segir að fram til þessa hafi þetta verið þróunarverkefni sem nú sé loks að komast í viðskiptalegan búning. Stefnt sé að því að afla 30 milljóna norskra króna í nýtt hlutafé þegar lyfið hefur verið skráð í Sví- þjóð. „Við gerum okkur vonir um að vekja meiri athygli á okkur og áætl- unum okkar á Íslandi með þátttöku í Seed Forum í Reykjavík. Og auðvitað vonumst við til þess að þátttaka okk- ar muni vekja áhuga núverandi hlut- hafa eða hugsanlegra nýrra fjárfesta á að koma að uppbyggingu fyrirtæk- isins.“ Navamedic „Það verður að skrá lyfið og við eigum von á því að það fáist skráð í Svíþjóð innan skamms. Þegar það liggur fyrir getum við hafið framkvæmdir á Íslandi.“ Ljósmynd/Christian H. Haraldsen Vinna slitgigtarlyf úr kítíni „VIÐSKIPTAHUGMYNDIN snýst um erlenda markaðssetningu á innkaupa- og birgðastýring- arkerfinu AGR Innkaup sem AGR ehf. þróaði á sínum tíma í sam- vinnu við Baug og Húsasmiðjuna. Frá því að fyrsta útgáfa kerfisins var gefin út hafa alls 23 íslensk fyrirtæki fjárfest í kerfinu og fimm samningar hafa verið gerðir í Dan- mörku, Bretlandi og Hollandi,“ segir Hálfdán Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ARG, en hjá fyr- irtækinu starfa fimm verkfræð- ingar og einn tölvunarfræðingur en AGR er meðð aðstöðu hjá Klaki, nýsköpunarmiðstöð Nýherja. Hálfdán segir AGR Innkaup að- stoða fyrirtæki við ákvörðun um hagkvæmasta innkaupamagn með það að markmiði að lágmarka birgðir, koma í veg fyrir vöru- vantanir og spara tíma innkaupa- manna. „Algengt er að örfáir inn- kaupamenn beri ábyrgð á birgðastýringu mörg þúsund vöru- númera með mismunandi eft- irspurnarferla og forsendur varð- andi innkaup. Lítið virðist vera til af lausnum sem aðstoða fyrirtæki við þessar veigamiklu ákvarðanir en gæði birgðastýringar geta skipt sköpum varðandi afkomu þeirra.“ Hálfdán segir rekstur AGR ehf. hafa gengið mjög vel á und- anförnum árum og fyrirtækið hafi verið rekið með góðum hagnaði. Ís- lenski markaðurinn fari hins vegar smækkandi og því ekki óeðlilegt að menn horfi til markaða erlendis. „Seed Forum er ein mögulegra fjármögnunarleiða sem AGR hyggst kanna. Útflutningsvaran hefur sannað sig á íslenska mark- aðnum og árangur náðst í sölu á erlendum vettvangi án mikillar fyr- irhafnar. Okkar næstu skref eru því kannski að koma vörunni á meira flug erlendis og við ætlum að kanna það hvort við getum fengið inn fjármagn til að fara í hraðari markaðssetningu erlendis. Þessi lausn er þrautreynd hér heima og hefur virkað mjög vel og við erum búnir að sjá að við getum líka selt hana erlendis,“ segir Hálf- dán. Morgunblaðið/Sverrir AGR „Útflutningsvaran hefur sannað sig á íslenska markaðnum og árang- ur náðst í sölu á erlendum vettvangi án mikillar fyrirhafnar.“ Koma vörunni á flug erlendis „STAÐA okkar í dag er þannig að við erum sífellt að auka við við- skiptamannafjöldann hér heima og einkaleyfið okkar er komið langt á veg,“ segir Magnús Friðgeirsson, stjórnarformaður ND á Íslandi, en fyrirtækið, sem stofnað var í lok árs 2000, hefur þróað Sagasystem- ökuritann sem vakið hefur mikla athygli og m.a. hlotið viðurkenn- ingu Umferðarstofu og Umferð- arráðs. Magnús segir að ökuritinn eins og hann er í dag sé öflugt flota- stjórnunarkerfi fyrir bílaflota sem nýtist þeim aðilum vel sem hafa margar bifreiðar í notkun. Mörg fyrirtæki hafi sýnt fram á umtals- verðan sparnað í rekstri bílaflot- ans, allt að 30% og fækkun tjóna oft um 50%, þar af leiðandi fækkun umferðarslysa. Spurður um framtíðaráform seg- ir Magnús menn hafa horft sterkt á framtíðarstefnu Evrópusam- bandsins um vegatolla og vega- gjaldtöku í framtíðinni. „Þar á bæ vilja menn geta gjaldtekið misjafn- lega eftir svæði, degi vikunnar eða tíma dags, eftir því hvernig álags- punktarnir þróast. Verkefni sem við höfum unnið með Vegagerðinni hafa hnigið í þessa átt og eru hug- myndir þar á bæ ekki síður fram- sæknar en hjá Evrópubandalag- inu.“ Magnús segir það mikilvægt fyr- ir ND að hafa verið valið á Seed Forum. „Íslensk fyrirtæki hafa verið afar dugleg í sinni markaðs- setningu og útrás en þar hefur mest verið um þroskuð fyrirtæki að ræða. Sprotafyrirtæki hafa ekki enn fengið burðugan stoðfarveg hér heima og því er mikilvægt að fá að komast í samband við aðila erlendis sem eru vanir því að fjár- festa í sprotafyrirtækjum. Það er stuðningur sem við þurfum á að halda til þess að geta styrkt innviði fyrirtækisins og fengið tækifæri til að sækja á erlenda grund en við vonumst til að geta sótt á Skandin- avíumarkað og Bretlandsmarkað í framhaldi af því.“ Morgunblaðið/Sverrir ND „Það er stuðningur sem við þurfum á að halda til þess að geta styrkt innviði fyrirtækisins og fengið tækifæri til að sækja á erlenda grund.“ Öflugt flotastjórnunartæki ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.