Morgunblaðið - 18.05.2005, Side 16

Morgunblaðið - 18.05.2005, Side 16
Mýrdalur | Sauðburður er víða langt kominn á suðurhluta landsins eða honum jafnvel lokið en í landshlutum þar sem vorar seinna er sauðburður skemmra á veg kominn. Það er mikil upp- lifun fyrir börn úr þéttbýli að koma í fjárhúsin á sauðburði. Svo var einnig hjá Nínu Þöll Birkisdóttur úr Hveragerði sem fékk að halda á lambi í heimsókn í fjárhúsin í Fagradal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sauðburður langt kominn Landbúnaður Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vefurinn vinsælli | Heimasíða Grinda- víkurbæjar er mikið skoðuð um þessar mundir. Byrjaði umferðin að aukast um miðjan apríl eftir umfjöllun á bandarísku vefsíð- unni AskMen.com um Bláa lónið og sjón- varpsþættina Amazing Race. Fram kemur á síðunni að nú eru að- sóknarmet á dag slegin reglulega. Flest innlit til þessa eru 343 heimsóknir á dag. Síðustu tvo mánuðina hefur vefurinn feng- ið samtals um 3.500 heimsóknir frá Bandaríkjunum. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Byggðasafnið opnað | Byggðasafns- nefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að formleg vígsla á Byggða- safninu eftir byggingu nýs safnahúss á Garðskaga verði laugardaginn 2. júlí. Safnið mun síðan verða opnað almenn- ingi daginn eftir og verða opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Veitingastaðurinn sem verður á ann- arri hæð nýja hússins verður opnaður sama dag. Byggðasafnsnefnd hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á veitinga- staðinn. Veitt verða verðlaun fyrir besta nafnið og er skilafrestur til 8. júní. Tilkynnt verður um nafnið við há- tíðahöldin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Kassaklifur | Kristín Ósk Jónsdóttir frá Suðureyri varð Íslandsmeistari í kassa- klifri, en mótið var haldið á Akureyri ný- lega. Hún kom undir sig 34 kössum og var komin upp í rjáfur KA-heimilisins þar sem keppnin fór fram og varð ekki hærra komist. Þetta tókst henni að gera á 10 mínútum og varð því óumdeildur Íslands- meistari í þessari ungu íþróttagrein. Kristín Ósk keppti í flokki stúlkna 16 til 18 ára. Kamilla Mjöll Haraldsdóttir í flokki 13 til 15 ára fór með sigur af hólmi í sínum flokki, staflaði 29 kössum á 10 mínútum og 55 sekúndum. Óskar Þór Óskarsson í flokki 13 til 15 ára kleif 31 kassa á 8 mínútum og 54 sek- úndum og Örn Þór Björnsson í flokki 16 til 18 ára kleif 30 kassa á 8 mínútum og 51 sekúndu. Dagar lita og tóna ermikil djass- ogmyndlistarhátíð sem unnið hefur sér fastan sess á hvítasunnunni í Vestmannaeyjum. Mikill metnaður hefur verið lagður í hátíðina og hafa flestir okkar bestu lista- menn í djassinum heimsótt Eyjarnar um hvítasunnu og leyft fólki að hlýða á það sem þeir hafa fram að færa. Hún var engin undan- tekningin núna þar sem söngkonan unga, Ragn- heiður Gröndal, var mætt með breiðsíðu tónlistar- manna í Oktekt sem í eru Haukur Gröndal á altó- saxófón, Bb á klarínett og útsetningar, Sigurður Flosason á barítonsaxófón og þverflautu, Jóel Páls- son á tenórsaxófón og bassaklarínett, Ólafur Jónsson á tenórsaxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallsson á organista í Landakirkju. Það er Listvinafélag Vestmannaeyja sem stend- ur að Dögum lita og tóna og það hefur sýnt sig að Eyjamenn og gestir kunna að meta framtakið. Fullt hús var á tónleika Ragn- heiðar og einnig vel mætt á tónleikana í Landa- kirkju. kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Kvartett Andrésar Þórs kom líka fram á tónleikunum en hann skipa Andrés á gítar, Jóel á saxófón, Róbert á kontrabassa og Erik á trommu. Þriðja atriðið var svo samleikur Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Gunnars Gunnarssonar Morgunblaðið/Sigurgeir Djassað Ragnheiður Gröndal söngkona mætti með einvala lið djassspilara á Daga lita og tóna í Eyjum. Djassað á Dögum lita og tóna Friðrik Steingríms-son í Mývatns-sveit frétti af tölvupósti sem barst stuðningsmönnum Ingi- bjargar Sólrúnar vegna formannsslags í Samfylk- ingunni og orti: Á banaspjótum berast fjendur og baráttan fer yfir strikið; Ingibjargar aðdáendur Össuristar hrella mikið. Þegar Gunnar Örlygsson gekk í Sjálfstæðisflokk- inn orti Friðrik: Sá frjálslyndi flóttamanns- rokkur fetaði slóðir kunnar; nú svarthol og Sjálfstæðis- flokkur sameina Árna og Gunnar. Friðrik var við störf í Bárðardal og hjó eftir því að þarsveitungar töl- uðu gjarnan um að allt byrjaði í Bárðardal, meira að segja partíin. Hann orti: Upphafið gjarnan skoða skal og skyggnast í gleðikríka; ef partýin byrjuðu í Bárðardal þá býst ég við þynnkan líka. Frá Mývatnssveit pebl@mbl.is Hornafjörður | Malbikun í Almanna- skarðsgöngum lauk í síðustu viku, segir á vefnum hornafjordur.is. „Það er búið að vera allt á fullu við vegagerðina hér utan við göngin undanfarnar vikur og þetta hef- ur allt gengið mjög vel,“ segir Björn Harð- arson, verkstjóri hjá Geotek. Rafvirkjar eru nú að vinna við að setja upp lýsingu í göngunum ásamt öðrum raf- búnaði. Verktakinn stefnir á að ljúka öllu sínu verki á tilsettum tíma samkvæmt verksamningi sem er 15. júní nk. Þá verður eftir ýmis minni háttar frágangsvinna og nokkur atriði sem Vegagerðin sér um að ljúka. Björn segir að reiknað sé með að göngin verði tekin í notkun seinni hluta júní. Lokið við að malbika göngin Austurland | Fjórir umsækjendur voru um starf ritstjóra Austurgluggans, frétta- blaðs sem gefið er út á Austurlandi. Aust- urglugginn hefur komið út um nokkurra ára skeið og fylgdi í kjölfar héraðsfrétta- blaðanna Austra og Austurlands, sem gef- in voru út í áratugi eystra. Þeir sem sóttu um eru að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá útgáfufélag- inu: Björgvin Valur Guðmundsson, búsett- ur á Stöðvarfirði, en hann hefur starfað við blaðið í um eitt ár. Gísli Þór Gunn- arsson, búsettur í Reykjavík, sálfræðingur að mennt og hefur hvað blaðamennsku varðar aðallega komið að þýðingum. Gunnar Gunnarsson, búsettur á Egilsstöð- um, en hann hefur stundað ýmis ritstörf. Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekkur í Hrafnkelsdal, en hann hefur starfað sem blaðamaður og ljósmyndari frá 1991, með- al annars unnið við Austurgluggann í af- leysingum. Á fundi útgáfufélagsins síðastliðinn föstudag lét Ágúst Ólafsson af stjórnar- störfum, en hann hefur verið formaður út- gáfustjórnarinnar í eitt ár. Ágúst hefur nýlega verið ráðinn forstöðumaður RAUST, Ríkisútvarpsins á Austurlandi, með aðsetur á Egilsstöðum. Jón Knútur Ásmundsson lætur af starfi ritstjóra á næstu mánuðum og mun ráðast alveg á næstunni hver tekur við af honum. Fjórir vilja rit- stýra Austur- glugganum ♦♦♦     

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.