Morgunblaðið - 18.05.2005, Page 41

Morgunblaðið - 18.05.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 41 MENNING Portúgalska söngkonan Mar-iza heldur tvenna tónleika áListahátíð í Reykjavík, syngur í Broadway föstudaginn 27. maí og laugardaginn 28. maí. Mar- iza er með helstu söngkonum Evr- ópu nú um stundir, eða það er mat mitt í það minnsta eftir að hafa séð tvenna tónleika með henni ytra. Tilfinningar eru feimnismál, menn eiga helst ekki að láta í ljós tilfinningar – af okkur á hvorki að detta né drjúpa. Gengur svo langt að rithöfundar skrifa í blöð að þeir vilji helst að gagnrýnendur skrifi fræðilega um bækur sínar – tilfinn- ingar mega hvergi koma við sögu. („Í bók S. Tungls eru 35.470 setn- ingar. Persónur eru fjórtán og tengsl þeirra á milli sjást í með- fylgjandi grafi. Letur er Granjon, 80 g pappír.“) Sú var þó tíðin að menn voru ófeimnir við að tjá til- finningar, vissu að þær eru eitt af því fáa sem er ekta, raunverulegra en öll vísindi. Í fado er mikið um tilfinningar, sterkar tilfinningar, svo sterkar að maður hrekkur við og þótt orðin séu ekki skiljanleg skiptir það ekki máli, það gefur laginu meira vægi að geta í eyð- urnar.    Þegar ég ræddi þetta við Marizufyrir stuttu, þ.e. tilfinning- arnar og átökin á sviðinu, segist hún vissulega líkamlega þreytt eft- ir tónleika, „enda er þetta engin uppgerð, svona líður mér þegar ég er að syngja – þrúgandi sorg þegar ég er að syngja sorglegt lag, og geislandi gleði þegar ég er að syngja glaðvært lag – ég er ekki að gera mér upp tilfinningar,“ segir hún ákveðin. „Fado er ekki stærð- fræðileg formúla, það er hægt að syngja fado eftir uppskrift, maður verður að lifa í laginu til að geta skilað því og fyrir vikið eru lögin aldrei eins, þau draga alltaf dám af því sem er að gerast í kringum mann hvert sinn.“ Ekki er bara að Mariza syngi af tilfinningu heldur er öll sviðs- framkoma hennar mjög dramatísk – hvernig hún stendur á sviðinu og hreyfir sig, líður um sviðið áreynslulaust eða rétt dragnast yf- ir það þjökuð af sorg og mæðu. Hún skiptir líka um kjól á miðjum tónleikum, eða gerði það í það minnsta í þau tvö skipti sem ég hef séð hana syngja. Sviðsframkoman er þannig ekki bara harmræn (en gleymum því þó ekki að hún syng- ur líka oft um gleði og fegurð) heldur er hún líka leikræn. Hún segist þó ekki vera að sviðsetja eitt eða neitt, hún sé ekki að stíga fyr- irfram æfð dansspor. „List er nú einni sinni þess eðlis að hún má ekki vera of úthugsuð,“ segir Mariza, „maður verður að vera ein- lægur og leyfa listinni að fara þá leið sem hún vill,“ segir hún og tek- ur ekki undir það að með því sé hún að taka áhættu. „Mér finnst ég alltaf vera að syngja fyrir vini þeg- ar ég er á tónleikum og það er eig- inlega sama í hversu stórum sal ég er að syngja því hann umbreytist smám saman í litla krá þar sem ég er að syngja fyrir vini og kunn- ugleg andlit.“    Líkt og vill verða með tónlistar-form og -hefðir er engin leið að kveða upp úr með það hvaðan fado er upp runnið og hvenær. Það má geta sér til um það með því að rýna í elstu upptökur og kynna sér frásagnir af fadistum fyrri tíma, en svo nefnast þeir sem syngja fado. Ekki þarf svo að hlusta lengi til að átta sig á að til eru tvær fado- hefðir í Portúgal, náskyldar en þó ólíkar – sú gerð af fado sem sungin er í Lissabon og svo fado-hefð frá háskólaborginni Coimbra þar sem er einn elsti háskóli Evrópu – segja má að Lissabon-afbrigðið hafi verið almúgatónlist, verkamanna- skemmtun, en í Coimbra var það aftur á móti tónlist miðstéttar- og menntamanna. Mariza segir að meðal sérkenna fado frá Coimbra sé að konur syngi ekki fado-lög þaðan þó svo hún hafi gert það. „Það er þó engin goðgá, það vekur engan úlfaþyt þótt konur séu að syngja fado frá Coimbra, það atvik- aðist bara svo að konur sungu ekki fado þar enda stunduðu engar kon- ur nám við háskólann í Coimbra á nítjándu öld þegar fado-hefðin er að mótast.“ Fado hefur lítið breyst í gegnum árin, náði ekki útbreiðslu og vin- sældum utan Portúgals og fyrir vikið breyttist formið lítið, það varðveittist að mestu óbreytt ef marka má gamlar upptökur sam- anborið við nýjar. Annað sem varð- veitt hefur formið og hélt því lif- andi fram á áttunda áratuginn er að einræðisherrann Antonio Salaz- ar hafði dálæti á fado og liður í hans fasísku hugmyndafræði að varðveita formið og halda því lif- andi. Á síðustu áratugum hefur fado breyst nokkuð, engin stór stökk þó, en Mariza er ekki síst þekkt fyrir það í heimalandi sínu að standa traustum fótum í hefð- inni en þó leyfa sér að bregða út af eftir því sem andinn blæs henni í brjóst. „Ég er alin upp í fado, hef sungið fado frá fimm ára aldri, og bjó í hverfi þar sem fado-hefðin var sterk, og fyrir vikið er hún mér í blóð borin. Ég hef þó mínar skoð- anir á fado eins og öðru og læt þær í ljós á plötum mínum og á tón- leikum – ég er að syngja í fado- hefðinni en á minn hátt. Ég er ekk- ert að reyna að vera nýstárleg eða nútímaleg, ekki að reyna að breyta einu eða neinu, ég er að bara að syngja eins og ég veit réttast.“    Á fyrstu plötu Marizu, Fado emMim, var hefðin allsráðandi, arftaki Amália Rodrigues fundin! sögðu menn í gagnrýni sinni, á þeirri næstu, Fado Curvo, var hún tekin að breyta aðeins út af og nú kemur Transparente, sem tekin er upp í Brasilíu með þarlendum tón- listarmönnum. Fræðimenn hafa gjarnan haldið því fram að fado sé sprottið að miklu leyti frá Brasilíu og sumir ganga svo langt að segja að fado sé stökkbreyttur brasil- ískur dans. Mariza segir að vissu- lega hafi Portúgalar sótt sitthvað til Brasilíu, sinnar gömlu nýlendu, en brasilísk tónlist hafi líka fengið krydd frá Portúgal. „Við hittumst á miðri leið,“ segir hún, en á Transparente stígur Mariza fram sem óhemju fjölhæf og forvitnileg söngkona, byggir á fado-hefðinni og skapar nýjan stíl. Lög af þeirri plötu verða eðlilega nokkur á dag- skránni á Hótel Íslandi, enda mest gaman að syngja það sem er nýjast, eins og hún segir sjálf, en svo segir hún að hún muni syngja fjölda laga af eldri plötum sínum, lög sem hún geti ekki hætt að syngja, fái aldrei nóg af. Lifað í laginu ’Í fado er mikið um til-finningar, sterkar til- finningar, svo sterkar að maður hrekkur við og þótt orðin séu ekki skilj- anleg skiptir það ekki máli, það gefur laginu meira vægi að geta í eyðurnar.‘ AF LISTUM Árni Matthíasson Portúgalska söngkonan Mariza sem syngur á Listahátíð. arnim@mbl.is INNSETNINGAR Finnboga Pét- urssonar í vatnstönkunum við Há- teigsveg voru mér mikið tilhlökk- unarefni þar sem staðsetningin hentar listamanninum einstaklega vel. Finnbogi hefur áður gert frá- bærar innsetningar þar sem hann spilar saman hljóðbylgjum og vatni. Vatnstankarnir við Háteigs- veg eru tveir. Í öðrum tankinum hefur listamaðurinn komið fyrir fjölda af litlum gaslogum í línu og varpar svo hljóðbylgjum þeirra út í rýmið með hjálp hátalarakerfis. Í hinum tankinum eru svo þrír há- talarar sem skella hljóðbylgjum á yfirborð vatns sem gárast. Mynd- gerir hann þannig óáþreifanlegar og ósýnilegar bylgjur sem síðan endurvarpast á veggi tanksins sök- um ljóskastara sem lýsir undir vatnsyfirborðinu. Ferlið er þó hægfara. Fyrst skella hljóðbylgj- urnar með hægu millibili og skapa breiðar gárur, aukast svo og gár- urnar verða þá mjóar en breiðast yfir allan vatnsflötinn og fylla þannig rýmið af lífi svo það virðist anda. Gaslogarnir og háværar hljóðbylgjur hafa í sjálfu sér ekki ólík áhrif á rýmið nema að bylgj- urnar og þá andardrátturinn er stöðugt hraður og minnir á tegund af öndun fyrir hugleiðslu sem svo skemmtilega vill til að nefnist „eld- öndun“ eða „firebreath“. Einnig er rýmið myrkt og þrungið til móts við hitt sem er bjart og líflegt. Sjónrænt eru gaslogarnir erfiðir áhorfs, flökta eins og diskóljós, á meðan vatnsyfirborðið er seiðandi. Ég sakna þó tærleika í rýminu til að undirstrika tærleika vatnsins og af þeim sökum virkar innsetningin ekki jafnsterkt og áþekkar inn- setningar listamannsins í Ný- listasafninu árið 1991 og Ásmund- arsafni árið 2003. Huglægt eru báðar innsetning- arnar tæmandi en líkamleg áhrif eru misjöfn. Þ.e. gaslogarnir og stöðugar hljóðbylgjurnar mynda titring í brjóstinu eða í „hjarta- stöðinni“, en seiðandi vatnið og stigvaxandi bylgjurnar kitluðu mig fyrst í maganum en sköpuðu svo frekar óþægindi undir bringunni eða í svokölluðum „solarplexus“ þegar þær jukust. Að vissu leyti eru hljóðbylgjurnar yfirgengilegar á líkamann og ófyrirséð hvaða til- finningalegu áhrif þær kunna að skapa hjá áhorfandanum sem get- ur auðveldlega gleymt sér í sjón- arspilinu og ekki skeytt um áreitið sem líkaminn verður fyrir. Inn- setningarnar eru þó óneitanlega fallegar og sem slíkar mikilfeng- legar eða „sublime“. Andar- dráttur MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Vatnstankar við Háteigsveg Opið alla daga kl. 11–17. Sýningu lýkur 20. júní. Finnbogi Pétursson Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Jim Smart Frá innsetningu Finnboga Péturssonar í vatnstönkum við Háteigsveg. STRÆTÓKÓRINN heldur vor- tónleika sína annað kvöld í kirkju Óháða safnaðarins á Há- teigsvegi 56 kl. 20. Kórinn er skipaður núverandi og fyrrver- andi starfsmönnum fyrirtæk- isins og eru 23 söngvarar í kórn- um. Kórinn var stofnaður 5. maí 1958 af átta starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur og hefur starfsemi kórsins verið í miklum blóma nánast alla tíð síðan, segir í kynningu. Kórinn er í samstarfi við spor- og stræt- isvagnastjóra á Norðurlönd- unum og eru haldin mót á fjög- urra ára fresti og verður næsta mót í Bergen í júní næstkom- andi. Núverandi söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson. Vortónleikar Strætókórsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.