Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Hjólahjón
æfa af kappi
Eggert Vigfússon og Hulda Vilhjálms-
dóttir hjóluðu hringinn | Daglegt líf
Lesbók, Börn, Íþróttir, Lifun
Lesbók | Um ævintýri Kaupmannahöfn brennur Minniskompa
Biblíuþýðing og fordómar Börn | Langstökkvarar Verðlaunaleikur
Íþróttir | Fram vann Collina kveður Mario Mijatovic til Grindavíkur
FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN Frostaskjól blés í
gær til kassabílaralls fyrir öll börnin í frí-
stundaheimilunum í Vesturbænum. Rallið, sem
fór fram á Ingólfstorgi, var vel sótt og skemmtu
börnin sér konunglega í kappakstrinum. Allir
fengu ís og borðuðu nestið sitt á torginu á með-
an þeir fylgdust með félögum sínum í ralli.
Ólafur B. Bjarkason, umsjónarmaður frí-
stundaheimilisins Draumalands í Austurbæj-
arskóla, segir starfsmenn hafa viljað gera eitt-
hvað sérstakt og skemmtilegt síðustu dagana
og loka vetrarstarfinu. „Við ákváðum því að
hafa hátíð, þar sem allir sameinuðust í kassa-
bílaralli,“ segir Ólafur. „Það gekk allt upp eins
og best verður á kosið og veðrið lék við okkur.“
Morgunblaðið /RAX
Rallað í sólinni á Ingólfstorgi
DÚX Menntaskólans í Reykjavík lauk stúd-
entsprófi með hæstu meðaleinkunn í 159 ára
sögu skólans, frá árinu 1846, eða 9,90. Fyrir
tveimur árum útskrif-
aðist piltur með 9,89 í
meðaleinkunn og þá
töldu ýmsir að hærra
yrði ekki farið.
Höskuldur Pétur Hall-
dórsson afsannaði það og
hlaut verðlaun fyrir
árangur sinn á útskrift
MR í gær. Höskuldur
segist hafa undirbúið sig
vel fyrir stúdentsprófin í
vor sem og síðustu vor.
Hann fékk tíu í flestum fögum en lægsta ein-
kunnin hans var níu. Íþróttir, stjörnufræði
og íslenskur stíll drógu hann aðeins niður en
hann segist ekki geta nefnt neitt sérstakt
fag sem veikleika. „Ég var í sjálfu sér ekkert
að hugsa um þetta met en það voru allir aðr-
ir að tala um það,“ sagði Höskuldur þegar
Morgunblaðið hafði samband við hann rétt
fyrir útskriftarveisluna í gær. „Það er auð-
vitað mikil vinna að vera í eðlisfræðideild
eitt í MR. Við erum með marga stærðfræði-
og eðlisfræðitíma á viku og förum yfir mikið
efni,“ sagði Höskuldur og bætti við að það
hefði verið skyndipróf í stærðfræði í hverri
viku. „Það er ágætt og heldur manni við efn-
ið. Við erum bara níu í þessum hópi og þetta
er mjög sterkur og góður hópur sem hefur
staðið þétt saman í gegnum námið.“
Höskuldur stefnir á stærðfræði í Háskóla
Íslands á næsta ári og getur vel séð fyrir sér
að hann fari síðar í framhaldsnám í Banda-
ríkjunum. „Ég veit ekkert hvernig þetta
endar hjá mér. Ég byrja bara í stærðfræði
og svo kemur þetta í ljós.“
Þótt námið hafi tekið mikinn tíma gaf
Höskuldur sér einnig tíma fyrir áhugamál
og afslöppun. „Ég spila reglulega fótbolta
með félögunum og svo reynir maður nátt-
úrlega að hafa tíma fyrir kærustuna.“ | 6
MR-ingur
fékk 9,90
Höskuldur Pétur
Halldórsson
Höskuldur Pétur
Halldórsson með hæstu
einkunn á stúdentsprófi
í 159 ára sögu skólans
MAGNÚS Þorsteinsson hefur ákveðið
að selja eignarhluti sína í Samson
eignarhaldsfélagi ehf. og Samson
Holding. Félögin, sem fram til þessa
hafa verið í eigu Magnúsar, Björgólfs
Guðmundssonar og Björgólfs Thors
Björgólfssonar, eiga hluti í Lands-
banka Íslands og Burðarási.
Magnús hyggst með þessari ákvörð-
un einbeita sér að fjárfestingum í al-
mennri flutningastarfsemi og flug-
rekstri. Magnús er aðaleigandi Avion
Group sem á og rekur flugfélögin Air
Atlanta og Excel Airways. Samson-fé-
lögin verða eftir viðskiptin í eigu
Björgólfs Guðmundssonar og Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar.
Magnús
selur í
Samson
STUÐNINGSMENN stjórnar-
skrársáttmála Evrópusambands-
ins reyndu til þrautar að vinna
óákveðna kjósendur í Frakklandi á
sitt band í gær, á síðasta degi bar-
áttunnar fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu á morgun.
Skoðanakannanir bentu enn til
þess að stjórnarskráin yrði felld og
að stuðningsmenn hennar þyrftu
að reiða sig á snögg umskipti.
Frönsk stjórnvöld fengu til liðs
við sig leiðtoga vinstristjórnanna í
Þýskalandi og á Spáni til að skora á
franska sósíalista að greiða at-
kvæði með stjórnarskránni. Mikil
andstaða er við hana meðal sósíal-
ista í Frakklandi og talið er að at-
kvæði þeirra geti ráðið úrslitum.
Tveimur skoðanakönnunum,
sem birtar voru í gær, bar ekki
saman. Samkvæmt annarri þeirra
ætla 56% þeirra, sem tóku afstöðu,
að greiða atkvæði gegn stjórnar-
skránni. Hin könnunin bendir hins
vegar til þess að andstaðan við
stjórnarskrána hafi minnkað á síð-
ustu dögum og 52% þeirra, sem
tóku afstöðu, sögðust vera á móti
henni. Um 20% kjósenda hafa ekki
gert upp hug sinn.
Pascal Perrineau, forstöðumað-
ur stofnunar sem stundar rann-
sóknir á frönskum stjórnmálum,
tók svo djúpt í árinni að „krafta-
verk“ þyrfti til að stjórnarskráin
yrði samþykkt.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, og Jose Luis Rodrigu-
ez Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, fóru til Frakklands og
tóku þátt í fundum stuðnings-
manna stjórnarskrárinnar í gær-
kvöldi.
„Evrópa getur ekki haldið áfram
án Frakklands,“ sagði Zapatero á
fundi í borginni Lille.
Biðlað til sósíalista og
óákveðinna kjósenda
Schröder og
Zapatero taka
þátt í baráttunni
í Frakklandi
Reuters
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands (t.h.), með leiðtoga franska
sósíalistaflokksins, Dominique Strauss-Kahn, á fundi stuðningsmanna
stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Toulouse í gærkvöldi.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Ákall Chiracs | 18
London. AFP. | Gæludýr eru orðin
arðvænlegur markhópur og
breska flugfélagið Virgin
Atlantic hefur því ákveðið að
reyna að laða þau til sín með
gjöfum og vildarpunktum.
Flugfélagið tók upp vildar-
punktakerfi fyrir gæludýr fyrr í
mánuðinum. Fjórir hundar og
köttur hafa þegar verið skráðir í
það, að sögn talsmanns flug-
félagsins í gær.
Virgin Atlantic flutti um 1.250
dýr í fyrra, um það bil helmingi
fleiri en árið áður, þótt far-
gjöldin fyrir þau séu há, til að
mynda um 48.000 krónur aðra
leiðina milli London og New
York.
Hundar sem ferðast með Virg-
in Atlantic í fyrsta skipti fá nú
bol og einkennismerki, en kettir
leikfangamús.
Þegar dýrin hafa fengið fimm
punkta í vildarpunktabókina sína
eiga þau rétt á öðrum varningi,
svo sem handunnum mat-
arskálum. Fyrir fleiri vild-
arpunkta geta þau fengið snyrt-
ingu eða hátískufatnað frá
Burberry, Prada og Gucci.
Eigendur gæludýranna geta
einnig notað vildarpunktana til
að fá ókeypis ferðir.
Gæludýr
fá vildar-
punkta